Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Blaðsíða 27
m æ li r m eð ... Bókin Harmur englanna Margar fallegar blaðsíður. Þó smábakslag hjá höfundinum. leikritið Biedermann og Brennuvargarnir Áhugaverð- asta sýning haustsins til þessa. FiFa 10 Besti fótbolta- tölvuleikur sem gerður hefur verið, að mati gagnrýnanda. anticHrist Þvílíkur sálrænn terror. Gains- bourg er rosaleg. stúlkan sem lék sér að eldinum Lisbeth Salander gefur ekki þuml- ung eftir í annarri myndinni í Millenium-þríleiknum. fókus 23. október 2009 föstudagur 27 Og við svífum um loftið föstudagur n kvikmyndatónlist hjá sinfó Sinfoníuhljómsveit Íslands leikur þessa dagana kvikmyndatónlist eftir John Williams og verða tónleikar í Háskólabío með lögum eftir hann á föstudaginn klukkan 19.30. Miðarnir kostar 3.300 og 3.700 en hægt er að kaupa sér miða á miði.is. n rándýrt á kirkjubraut Sjálfir Paparnir verða með tónleika í Kirkjubraut á Akranesi á föstudags- kvöldið sem hefjast klukkan 20.30. Þar leika þeir lög eftir Gylfa Ægisson og verður Gylfi sjálfur með. Það sem meira er verður Bubbi Morthens sérstakur gestur á tónleikunum. Þessu má enginn missa af. Miðinn kostar 2.500 krónur. n dalton á sPot Meistararnir í Dalton verða á Spot í Kópavogi á föstudagskvöldið og leika fyrir dansi eins og þeim er einum lagið. Það vantar aldrei fjörið þegar Dalton-bræður mæta og verður enginn afgangur gefinn á SPOT á föstudagskvöldið. n ennisrakaðir í salnum Afar áhugaverðir tónleikar fara fram í Salnum í Kópavogi á föstudagskvöld- ið. El puerco, Ennisrakaðir, verða í Salnum og kostar 2.500 krónur inn. Þar syngja ásamt hljómsveit söngkonurnar Íris Guðmundsdóttir og Agnes Björt Andradóttir. laugardagur n rottweiler á nasa Burn býður upp á frábært partí á NASA á laugardagskvöldið. Húsið verður opnað klukkan 22.00 þar sem drykkir verða í boði. Hinir stórkostlegu XXX Rottweilerhundar munu kveikja í liðinu ásamt U.M.T.B.S. Skemmtunin verður svo fram eftir nóttu þar sem DJ Danni Deluxxx og DJ Coldhands (Nick Kvaran) sjá um fjörið. n kokteilpinnar í kjallaranum Helgi Björns og Kokteilpinnarnir ætla að vera í dúndursveiflu og rifja upp danssöngva og drykkjuvísur fyrri ára í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardagskvöldið. Leikið verður fyrir dansi að gömlum sið en 1.500 krónur kostar inn og hefst gamanið klukkan 23.00. n Papar og gestir í dalbúð Paparnir verða með frábæra tónleika í Dalabúð í Búðardal á laugardaginn en 2.500 krónur kostar inn. Paparnir verða þar með Gylfa Ægissyni en leikin verða lög eftir hann enda tónleikarnir titlaðir Við sjávarsíðuna. n kjólaball í iðnó Hið árlega kjólaball Heimilistóna verður haldið í Iðnó á laugardags- kvöldið en að venju verður mikið um dýrðir og glæsileikinn hafður í fyrirrúmi á þessu skemmtilega balli. 2.000 krónur kostar á ballið en hægt er að kaupa miða á miði.is. Ballið hefst klukkan 23.00. Hvað er að GERAST? tölvuleikurinn WolFenstein Fínn skotleikur sem óhætt er að mæla með við hasarhaus- ana. Sumir leikir eru gerðir með það í huga að ná til ákveðins hóps og skemmta honum í drasl. Svoleiðis leikir eru oft ágætir. Aðrir leikir eru gerðir til þess að höfða til fólks sem mögulega leiðist og vantar eitthvað til dægrastyttingar. Enn aðrir leikir eru gerðir með það að leiðarljósi að koma tölvuleiknum, sem hugtaki, á hærra plan. Uncharted 2 er slíkur leikur. Þegar fyrsti leikurinn kom út myndi ég segja að hann hafi skartað bestu grafík sem PS3 hafði séð þá. Og núna er það allt saman endur- tekið. Leikmenn stýra eins og áður Nathan Drake; Indiana Jones, Usain Bolt, Alexei Nemov, Rambo og Löru Croft, vöðlað saman í eina persónu. Sá er fenginn með til að hafa upp á einhvers konar leyndardómum Marco Polo. Í það blandast hrotta- legir stríðsherrar, svikulir Bretar og brjálaðar skutlur. Í raun og veru er búið að laga allt sem ég kvartaði út af í fyrri leiknum. Nú þarf ekki að skjóta menn átján sinnum með haglabyssu svo þeir drepist og ekki að byrja upp á nýtt í hvert skipti sem maður deyr. Grafíkin og allt útlit er helsjúkt. Í stað þess að dekkja hvern einasta krók og kima til að fela galla í útliti er hér allt bjart og skært. Nep- al, Istanbúl og fleiri staðir, gullfal- legir. Hasaratriðin eru fyrsta flokks, ég man ekki eftir slíkum hasar í neinum tölvuleik, hvort sem mað- ur er að berjast við þyrlu á þaki, stökkva á ógnarhraða á milli vörubíla á fjalls- toppi eða tæta allt sem tætt getur á lest. Uncharted er almennilegur, fimm stjörnu fjandi, sem allir áhuga- menn um tækni eða tölvuleiki ættu að skoða. P.S. Body countið er meira en í Hot Shots Part Deux. Dóri DNA uncharted 2 Fimm stjörnu leikur sem allir áhugamenn um tækni eða tölvuleiki ættu að skoða. Uncharted 2: among thieves tegund: Ævintýraleikur spilast á: PS3 TölvulEikiR Frá Superbad til Zombieland: tvö ár í lífi emmu stone Hana hefur ekki vantað verkefnin, 21 árs gömlu leikkonuna Emmu Stone, síðustu tvö árin eftir að hún skaust snögglega fram á sjónarsviðið. Fyrir rétt rúmum tveimur árum lék hún aukahlutverk í hinni frábæru kvikmynd Superbad, sem er almennt talin ein besta gamanmynd síðari ára. Hún leikur nú stórt hlutverk í kvikmyndinni Zombieland sem fær frábæra dóma um allan heim. Zomb- ieland er sjötta myndin sem Emma leikur í á þessum tveimur árum en hún hefur verið afar heppin með myndir og hlutverk. Maður skapar sér vissulega sína eigin heppni og hefur Emma ávallt fengið góða dóma fyrir frammistöðu sína, hvort sem myndirnar hafa notið rífandi vinsælda eða ekki. Þessi dísæta rauðka fæddist í Scotts- dale í Arizona það herrans ár 1988. Leiklistarferill hennar hófst árið 2005 þegar hún lék í misheppnaðri nýrri útgáfu af þáttunum um Partridge- fjölskylduna sem er ein af stoðum bandarísks sjónvarps í gegnum tíðina. Eftir aukahlutverk í einstaka þáttum fékk Emma tækifærið sem Jules í Superbad, stelpan sem hinn óviðjafnanlegi Jonah Hill var skotinn í og vildi allt gera fyrir. Þrátt fyrir að hafa verið skölluð í andlitið af blindfullum Jonah Hill í myndinni endaði hún vel þar sem þau töltu saman í fata- og maskarakaup. Nær ár leið þar til Emma sást aftur á hvíta tjaldinu. Nú sem Amelia, sæt rokkpía í þriggja manna hljómsveit sem Rainn Wilson úr þáttunum The Office trommaði í en hann lék aðalhlutverkið í myndinni sem heitir The Rocer. Aftur sá Emma um að vera sæt og enda með söngvara hljómsveitarinnar. Enginn úr mynd- inni varð heimsfrægur en ágætis lið leikara ásamt Emmu gerði hana að fínustu ræmu. Myndin The House Bunny kom út í lok síðasta árs. Þar fer Anna Faris á kostum sem útbrunnin Playboy- stelpa sem endar í nördasamfélagi stelpna í háskóla í grennd við Playboy-setrið. Aðalnördið var sjálf Emma og sýndi hún þar ágætis leik. Í upphafi myndarinnar er hún gleraugnanörd sem hefur sig aldrei til en eftir „makeover“ frá Faris er hún orðin þrusupía. Emma ber það nefnilega með sér að vera mjög sæt og sjarmerandi og gefur af sér mikinn þokka í myndum sem auðvelt er að tengja við. Eftir hlutverk á móti skyrtulausa kyntröllinu Matthew McConaughey í Ghost of Girlfriends Past og annað hutverk í mynd sem fór lítið fyrir, Paper Man, er Emma enn og aftur komin á hvíta tjaldið, nú í kvikmynd- inni Zombieland sem hefur slegið í gegn hvar sem hún hefur verið sýnd. Þegar hafa tæplega 20.000 manns gefið henni einkunn á stærstu kvikmyndavefsíðu heims, IMDb.com, og fær hún 8,2 í einkunn, er því sem stendur í 166. sæti yfir bestu myndir frá upphafi. Emma á enn eftir að leiða mynd sem aðalleikari en hún á framtíðina fyrir sér. Það gerist samt snemma á næsta ári því í mars 2010 kemur út myndin Easy A sem meðal annars Lisa Kudrow úr Friends leikur í. Þar fer Emma með aðalhlutverkið og getur loks sýnt hvað hún hefur lært á þessum viðburðaríku tveimur árum í hörðum bransanum í Hollywood. mynd sem mig langaði virkilega mik- ið til að gera vegna þess að ég var handviss um að fjölda fólks myndi líka finnast þetta sniðugt. Auðvitað veit maður samt aldrei hvernig bíó- myndum mun vegna þegar á hólm- inn er komið. Ég hef þess vegna ver- ið mjög spennt en mér sýnist myndin fá betri viðtökur en ég þorði að vona. Ég er mjög stolt af myndinni og leik- stjóranum, Ruben Fleischer, og er bara ánægð með að fólk virðist al- mennt njóta hennar.“ toti@dv.is sæt og klár Emma Stone þykir bæði gullfalleg og ákaflega sjarmerandi og ekki fer heldur á milli mála að stúlkan er eldklár í sínu fagi enda hefur hún ekki enn stigið feilspor í hlutverkavali.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.