Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Blaðsíða 35
helgarblað 23. október 2009 föstudagur 35 Síðan hélt listinn áfram. Ég hef hætt að reykja þrettán sinnum, ég hef hjálpað lambi að fæð- ast, ég hef drukkið Manhattan á Manhattan, ég hef farið með manneskju sem þurfti á því að halda í ráðgjafaviðtal hjá Stígamótum, ég hef unnið verðlaun fyrir skrif, og ég hef verið algjör fáviti og þurfti að biðjast afsökunar. Í byrjun ætlaði ég að gera kannski tíu, fimmt- án atriði en áður en ég vissi af var ég búin að skrifa niður hundrað staðreyndir um líf mitt. Þegar ég renndi yfir listann rann upp fyrir mér að auðvitað erum við svo miklu meira en ein- hver einn atburður sem hendir okkur. Mér leið strax svo margfalt betur og upplifði mig í öðru ljósi. Ég sá að ég átti ekki að vera að gera svona lítið úr sjálfri mér, að halda að ég væri einhver ein lífsreynsla.“ Múrinn rofinn Bókin hennar Þórdísar hefur vakið mikla at- hygli en hún var um tíma óviss um hvort hún ætti þar að greina frá því að hún hefði sjálf orðið fyrir kynferðisofbeldi af ótta við að sú umfjöllun yrði til þess að annað efni félli í skuggann. „Ég gerði mitt besta til að svo yrði ekki. Ég vildi ekki að þetta yrði athyglisþjófur heldur styddi við efnið og ég er mjög ánægð með að það virðist hafa tekist. Áður en bók- in kom út vissu fáir af þessari reynslu minni. Bókin rauf því ákveðinn múr í mínu lífi. Ég er löngu komin yfir það að finnast þetta eitthvert feimnismál sem ég þarf að skammast mín fyr- ir. Ég gekk í gegnum það skeið en því er lokið.“ fékk gæsahúð Nokkur ár höfðu liðið frá ofbeldinu þegar Þór- dís settist niður og gerði listann. Hún var þá virk í netsamfélagi fólks sem orðið hafði fyr- ir ofbeldi og eftir að hún fann hversu jákvæð áhrif gerð listans hafði á líðan hennar ákvað hún að deila honum með öðrum meðlimum netsamfélagsins. „Ég setti listann þarna inn og gleymdi honum svo í nokkrar vikur. Ég var ekk- ert að hugsa um þetta, einmitt því þetta gerði gagn. Nokkru seinna ákvað ég síðan að kíkja aftur inn á vefinn og sá að einhver hafði svarað mér. Þarna var kona sem sagðist vera í miklum mínus og ætlaði að prófa að gera sams kon- ar lista um sitt líf. Hún skrifaði að hún syngi í sturtu, að hún hefði átt við hassvandamál að stríða, að hún ætti þrjú yndisleg börn. Sumt á listanum var ofboðslega sorglegt en annað al- veg sprenghlægilegt. Þegar komið var að síð- ustu atriðunum sagðist hún ótrúlega stolt yfir því að hafa náð að skrifa hundrað atriði um sig. Mér fannst ég hafa fengið dýrmæta innsýn í líf manneskju úti í heimi og varð mjög snortin. Mér fannst ég hafa orði vitni að fæðingu nýs hugarfars. Þetta var algjör uppgötvun og ég sat við tölvuna með gæsahúð. Síðan fletti ég enn lengra niður á vefsíð- unni og þá fyrst gapti ég. Þá sá ég að þarna var listi eftir lista eftir lista. Þetta eru núna ör- ugglega um hundrað listar. Eiginlega er þetta dýrmætur gagnagrunnur um hvað við eigum öll margt sameiginlegt. Um tíma var ég með gæluverkefnishugmynd fyrir bókina mína um að fá ráðamenn í samfélaginu til að gera svona hundrað atriða lista með atriðum sem þá lang- aði að deila um sjálfan sig. Síðan ætlaði ég að gera sams konar æfingar með til dæmis sjálfs- hjálparhópum í Stígamótum, og bera síðan listana saman; ráðherrar í ríkisstjórn og brota- þolar í Stígamótum. Ég þori að fullyrða að ef við setjum tvo svona lista hlið við hlið væru fleiri atriði keimlík en sem væru ólík. Við eig- um öll svo margfalt meira sameiginlegt en við höldum.“ erla@dv.is l Ég hef séð leikritið Rómeó og Júlíu á litháísku. l Ég hef fallið í stafi yfir styrk, áræðni og kærleik vina minna. l Ég hef ofmetið sjálfa mig oft og mörgum sinnum. l Ég hef vangað við ókunnugan kynskipting við lagið „Tiny Dancer“. l Ég hef baðað mig í regnskógum Puerto Rico, borðað strút í Finnlandi, farið á ráðstefnu í Króatíu, borðað rauðrófusúpu í Danmörku, haldið á kóalabirni í Ástralíu, séð sólmyrkva í Lúxembúrg og tárast í dómkirkjunni í Flórens. l Ég hef farið með manneskju sem þurfti verulega á því að halda upp á þakið á háhýsi, því ég taldi að vandamál hennar myndu virðast smærri þaðan. l Ég hef verið kynnir á stórum góðgerðartónleikum, ekki vegna þess að mig langaði það, heldur vegna þess að það skelfdi mig óskaplega, og þá vissi ég að ég yrði að gera það. l Ég hef verið SOS foreldri í fimm ár. l Ég hef leikið allan rússneska herinn í sviðsuppfærslu af Bubba kóngi. l Ég hef verið svo reið að það bitnaði meir á sjálfri mér en manneskjunni sem reiði mín beindist að. l Ég hef komið mér upp frábæru safni af afsökunum fyrir að vera of sein. l Ég hef séð heiminn með augum manneskju sem finnst allir vera fallegir. l Ég hef fengið tækifæri til þess að átta mig á því að ég hefði rangt fyrir mér. l Ég hef eignast barn og orðið betri manneskja fyrir vikið. Brot af listanum Nokkur þeirra atriða sem Þórdís Elva skrifaði niður: „Ég er eKKI fÓrNarlaMb“ kynbundið ofbeldi Er samfélagsmein sem þarfnast meiri umræðu. Mynd kristinn Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.