Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Blaðsíða 48
48 föstudagur 23. október 2009 lífsstíll Victoria Beckham í gossip girl Heyrst hefur að Gossip Girl-leikkonan Blake Lively hafi hitt Victoriu Beckham þegar sú síðarnefnda sýndi nýjustu tískulínu sína um daginn. Á Blake að hafa náð að sannfæra Victoriu um að leika lítið gestahlutverk í þáttunum. Sagðist hún frekar hafa áhuga á því að leika fyrrverandi ástkonu eins strákanna í þáttunum, en ekki móður. Stefani Joanne Angelina Germanotta eða Lady GaGa er fædd árið 1986 og er af ítölskum ættum. Sem barn stundaði hún nám við kaþólskan skóla og var farin að spila á píanó eftir eyranu um fjögurra ára aldurinn. Hún var uppgötvuð 19 ára gömul og fékk samning við sama plötu- framleiðanda og tónlistarmaður- inn Akon. Stuttu seinna var þeim samningi rift og hún fór að vinna fyrir sér sem dansari og skemmti- kraftur á svokölluðum burlesque- sýningum. Á sama tíma byrjaði Lady GaGa að nota fíkniefni og lenti í miklum útistöðum við for- eldra sína, en hún hefur viður- kennt að hafa ekki talað við föður sinn á þeim tíma. Nafnið Lady GaGa tók hún upp eftir að útgefandi hennar líkti söngstíl hennar við söng Freddy Mercury, en hugmyndina fékk hann úr lagi Queen, Radio ga ga. Frá unglingsárum hef- ur hún samið slagara fyrir þekkta tónlistarmenn eins og Fergie, Britney Spears, The Pussycat Dolls og New Kids on The Block. Lady GaGa er ekki síst þekkt fyrir frumlega og flippaða tískuvitund en hún segist „lifa“ fyrir tísk- una en fyrirmyndir henn- ar eru meðal annars Grace Jones og Andy Warhol. Lady GaGa er skemmtilegur karakter og er þekkt fyrir frumlegan klæðaburð: lady gaga er töff pía! UmSjón: HeLGa kriStjÁnSdóttir Woody allen hrifinn af adriana lima Woody allen er að spá í að ráða ofurfyrirsætuna adriana Lima til þess að leika í nýjustu mynd sinni, sem tekin verður upp í rio de janeiro. Gaman verður að sjá hvort adriana sé með leiklistarhæfileika, en hingað til hafa fyrirsætur ekki verið að gera það gott í kvikmynda- bransanum. lady gaga og Beyoncé saman Stórstjörnurnar Lady GaGa og Beyoncé eru að taka upp nýtt myndband saman. talað er um að þær verði í fötum í því myndbandi! (Sjokk). Beyoncé og Lady GaGa eru án efa að plana eitthvað svakalega djúsí saman og hljóta margir að bíða spenntir eftir útkomunni. tim gunn í sex and the city Project rynway-homminn góðlegi tim Gunn mun leika lítið gestahlut- verk í nýju Sex and the City myndinni. tim er þekktur fyrir sterkar skoðanir á tískunni og hárbeittan húmor og mun því án efa vera skemmtilegur innan um hinar pæjurnar. Við konur eyðum alltof miklum tíma, orku og peningum í fegurðarstúss. Hvenær verð- um við sáttari í eigin skinni? Feik Fegurð Stjarna Lady GaGa skín skært þessa dagana Þekkt fyrir persónulegan stíl. Snyrtivöruframleiðandinn Dove hefur vakið athygli að undanförnu fyrir „óvenjulega“ auglýsingaher- ferð. Þar eru „alvöru“ konur fyrir- sæturnar, konur sem eru meira en 50 kíló, yfir fertugt og meira að segja með annan húðlit en hvítan. Dove hefur unnið til verðlauna fyrir sam- félagslega vitund og þykir ímynd fyrirtækisins hjálpa til í baráttunni við óheilbrigða ímynd kvenna í fjöl- miðlum. Á meðan Dove hvetur kon- ur til að vera stoltar af heilbrigðum línum sínum og sáttar í eigin skinni er verið að auglýsa krem sem stinn- ir húðina og á að fela appelsínuhúð. Smá tips til Dove: „Alvöru“ konur eru með appelsínuhúð! Þrátt fyrir ágætis tilraun hjá Dove eru almennu skilaboðin til kvenna þau sömu. Fegurð er ekki sjálfgefin. Við erum endalaust plataðar í gegn- um fjölmiðla út í að kaupa varning sem á að fela eða lagfæra hitt og þetta. Fyrirsæturnar sem við sjáum í tískublöðunum eru 25% léttari en hin almenna kona. Fáar okkar geta nokkurn tíma orðið þannig í vext- inum og okkur ætti heldur ekki að langa það, viljum við vera heilbrigðar og hamingjusamar. Þó þessi fegurð- arstandard sé illfáanlegur hefur það ekki komið í veg fyrir að konur svelti sig, láti sjúga úr sér fituna eða jafn- vel hefti saman á sér muninn í von um að líkjast því sem fallegast þyk- ir, samkvæmt nútímasamfélagi. Ekki nóg með það að okkur er sagt að við séum of feitar heldur þarfn- ast flest annað í fari okkar lagfæring- ar líka. Auglýsingar selja okkur þá hugmynd að við þurfum að sprauta collageni í varirnar á okkur því þær eru of þunnar og okkur vantar bót- ox til að frysta vöðva andlitsins til að koma í veg fyrir hrukkur. Skítt með það þó ómögulegt sé að sýna svip- brigði, það er lítill kostnaður miðað við hversu sætar við getum orðið við það. (Nicole Kidman er gott dæmi). Tennur okkar eru ekki nógu hvítar, húðliturinn ekki heldur (eða nógu dökkur), hárið ekki nógu glansandi og slétt og svo mætti lengi telja. Þrátt fyrir mikla baráttu kvennahreyfing- arinnar er fegurðarpressan jafnvel meiri en hún var fyrir þrjátíu árum. Og það er ekki einungis erfiðara að standa undir þessum kröfum í dag heldur er markhópurinn sífellt yngri stúlkur. Í síðustu viku blöskr- aði mér yfir lýtalækningaþættinum dr. 90210 þar sem móðir kom með 17 ára gamla dóttur sína í nefminnk- un og brjóstastækkun. Litla greyið var nýkomið úr fermingarkyrtlinum og fannst ágætt að mamma gamla splæsti í nýtt sett. Raunveruleika- þættir eins og I Want a Famous Face gera konum kleift að „panta“ sér andlit eftir uppáhalds Hollywood- gyðjunni sinni. Hvenær ætlum við að segja þetta gott og sættast við okkur eins frábærar og við erum, frá náttúrunnar hendi? Sem nútímafemínistar lærum við að horfa krítískum augum á myndir í glanstímaritunum en fáar okkar komast hjá því að sjúgast inn í óraunveruleikaheim þeirra. Ekki nóg með það að við þurfum marg- ar hverjar að kljást við slæma sjálfs- mynd heldur líka við samviskubitið sem fylgir þeim fáránleika að vera ekki sama um hvað öðrum finnst um útlit okkar. Það er stundum vandlifað í þess- um heimi, sem kona. helgak@birtingur.is Mynd úr auglýs- ingaherferð Dove. Nicole Kidman Hefur að margra mati farið yfir strikið í fegrunaraðgerðum og er næst- um óþekkjanleg frá því hún kom fyrst fram á sjónarsviðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.