Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Page 16
● Fyrsta lúterska kirkjan á Íslandi var reist þar sem hét Háigrandi, gegnt Óseyri, rétt við smábátahöfnina árið 1533. ● Sérstaklega góð hafnarskilyrði gerðu Hafnarfjörð snemma að einni helstu verslunarhöfn landsins og þar var aðalhöfn þýskra kaupmanna á 16. öld. ● Fyrsta tilraun til þilskipaútgerðar á Íslandi var gerð í Hafnarfirði á vegum Innréttinga Skúla Magnússonar á árunum 1753 til 1759. ● Fyrsti togari Íslendinga, Coot, var gerður út frá Hafnarfirði 1905 til 1908. ● Árið 1904 setti Jóhannes Reykdal upp vatnsaflsrafstöð og bauð fólkinu í bænum rafmagn til afnota. Það var fyrsta almenningsrafveita á Íslandi. ● Ráðhúsið í Hafnarfirði, Strandgötu 6, var hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. ● FH vann bikarkeppni Frjálsí- þróttasambands Íslands 15 ár í röð á árunum 1994 til 2008. ● Karlalið FH í knattspyrnu hefur verið Íslandsmeistari fimm sinnum á síðustu sex árum. ● Karlalið Hauka í handknattleik hef- ur orðið Íslandsmeistari sex sinnum á síðustu níu árum. ● Landssvæði Hafnarfjarðar er 143 ferkílómetrar ● Árið 2008 náði Hafnarfjörður íbúafjölda upp á 25.000 manns. ● Frá árinu 1910 hefur íbúafjöldi bæjarins farið úr 1.547 í rúmlega 26 þúsund. ● Margar frægar hljómsveitir koma úr Hafnarfirði svo sem Botnleðja, Jet Black Joe, HAM, Kátir piltar, Sign, Úlpa, Lada Sport og Jakobínarína. Jóhanna Guðrún og Björgvin Hall- dórsson eru einnig úr Hafnarfirði. ● Hafnarfjörður er þriðji stærsti bær Íslands á eftir Reykjavík og Kópavogi. Miðvikudagur 28. október 200916 hafnarfjörður LAGERSALA LAGERSALA Opið hús að Dalshrauni 17, Hafnarfirði fimmtudaga frá kl. 12-18 og laugardaga frá kl. 12-15. SKART - HÁRSKRAUT - TÖSKUR HÚFUR - VETTLINGAR - SOKKAR OG MARGT FLEIRA KOMDU Í ÁSKRIFT Hringdu í síma 515 5555 eða sendu tölvupóst á askrift@birtingur.is eða farðu inn á www.birtingur.is auglýsingasíminn er 512 70 50 Hafnarfjörður á sér langa og merkilega sögu. DV tók saman nokkra af hápunktum þeirrar sögu. Staðreyndir um Hafnarfjörð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.