Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Side 24
Miðvikudagur 28. október 200924 hafnarfjörður Handboltakempan og „sjoppukarlinn“ Jón Karl Björnsson dró skóna fram á nýjan leik síðsumars eftir að hafa lagt þá á hilluna að loknu tímabilinu 2007–2008. Þá hafði hann unnið sex Íslandsmeistaratitla með Haukum en Jón leikur nú með Gróttu sem félagi hans, Halldór Ingólfsson, þjálfar. Jón Karl hóf líka sjoppurekstur fyrir skömmu og er Flensborgarinn vinsælasti rétturinn á matseðlinum. „Þetta var aðallega vegna þess að Halldór Ingólfsson, félagi minn, var að þjálfa Gróttu og hann sóttist eft- ir að fá mig,“ segir Jón Karl Björns- son, handboltamaður hjá Gróttu á Seltjarnarnesi, sem tók fram skóna að nýju í haust eftir að hafa tekið þá ákvörðun þarsíðasta sumar að hætta handboltaiðkun. Jón Karl er Hafnfirðingur mikill, spilaði með Haukum allan sinn feril fram að vistaskiptunum í ár fyrir utan tvö ár sem hann lék með Fylki í Árbænum. Alls hefur hann unnið sex Íslands- meistaratitla. „Hann þurfti ekkert að suða rosalega. Bara eitthvað aðeins,“ segir Jón Karl, spurður hvort Hall- dór hafi þurft að ganga mikið á eft- ir honum til að Jón tæki fram skóna að nýju. Jón var nokkuð harður á því að hætta í fyrra sem sést til að mynda á því að hann var búinn að ná sér í dómararéttindi og byrjað- ur að dæma hér og þar, meðal ann- ars einn leik í efstu deild kvenna í lok síðasta tímabils og einn leik í 1. deild karla, áður en að úrslita- keppninni kom. „Ég tek mér bara pásu núna í dómgæslunni á með- an ég klára þennan samning,“ segir Jón sem gerði tveggja ára samning við Gróttu. Heldur í við ungu strákana Jón kveðst alveg halda í við ungu strákana. „Jájá, og það er bara gam- an. Ég er líka „bara“ 34 ára. Það er ekkert svo hár aldur,“ segir Jón í létt- um dúr. Gróttu hefur gengið ágætlega það sem af er tímabilinu. Vann Fram og tapaði naumlega fyrir Val en síðar- nefnda liðinu var spáð góðu gengi í vetur. „Við töpuðum með einu marki á móti Val. Það var mjög aula- legt hjá okkur að tapa þeim leik.“ Jón segir móralinn hjá Gróttu vera góðan. „Hann er mjög góður. Það var fullt hús hjá okkur á móti HK í síðasta heimaleik og við vonum að það verði aftur í næsta heimaleik á móti Akureyri 5. nóvember.“ Jón játar því að það sé svolítið skrítið að spila með öðru liði en Haukum eftir öll þessi ár í Haukabúningn- um. „En maður bara einbeitir sér að því sem maður er að gera. Það verð- ur kannski spes að mæta á Ásvelli,“ segir Jón. Hann segist ekki kvíða því - hann finni frekar fyrir tilhlökkun. Og Jón á ekki von á að púað verði á hann á gamla heimavellinum eins og Mi- chael Owen þurfti að þola þegar hann kom inn á í leik Liverpool og Manchester United á Anfield um liðna helgi, íklæddur búningi erki- fjenda strákanna frá Bítlaborginni. Leikur Gróttu og Hauka á Ásvöllum er skráður 21. nóvember en líklega verður þeirri dagsetningu breytt að sögn Jóns því Haukar séu að keppa í Evrópukeppninni þessa sömu helgi. Flensborgarinn vinsælastur Líf Jóns snýst þó ekki bara um handbolta því hann tók yfir rekstur á sjoppu nokkurri í Hafnarfirði í ág- úst síðastliðnum ásamt konu sinni og félaga sínum. „Systir félaga míns rak þessa sjoppu en þurfti að hætta því og við slógum þá bara til. Þetta er bara ágætt. Fín tilbreyting. Rekst- urinn gengur ágætlega. Þetta er svona að skríða saman,“ segir Jón. Hann segir vöktunum skipt þannig að Jón og frú eru bak við borðið fyr- ir hádegi en félaginn eftir hádegi. „Það er svona fyrirkomulag á þessu nánast alla daga, þó kannski ekki alveg allar helgar,“ segir Jón. Eft- ir hádegi fer hann svo í hina vinn- una sína sem er fjölskyldufyrirtækið Lyng ehf. sem sérhæfir sig í prentun og ljósritun. Hann er fjölbreyttur hópurinn sem kemur í sjoppuna til Jóns en ungt fólk er þó áberandi þar sem sjoppan er staðsett við hliðina á Flensborgarskóla. „Unglingarn- ir eru skemmtilegir,“ segir Jón. En fylgja ekki alltaf svolítil læti æsku landsins? „Jújú, en bara svona eins og gengur og gerist. Ekkert vesen,“ segir Jón yfirvegaður og kveðst ekki hafa þurft að taka á unglingunum líkt og hann sé í vörn í baráttuleik á milli Hauka og FH í úrslitakeppn- inni og stutt til leiksloka. Þess má geta að vinsælasti borg- arinn í sjoppunni er „Flensborgari“ sem inniheldur auk kjötsins osta- sósu, salsasósu, ost, Doritos-snakk, lauk og papriku. „Ég og frúin bjugg- um okkur til svona í útilegur í sum- ar þannig að við verðum að eigna okkur heiðurinn af því að vera höf- undar Flensborgarans,“ segir Jón Karl brosmildur að lokum. kristjan@dv.is ekkert vesen á unglingunum Í þá gömlu góðu Jón Karl í Haukabúningnum í einum af síðustu leikjum sínum með liðinu. MYND StefáN KarlSSoN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.