Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Qupperneq 26
„Þetta er rosalega flottur hópur og félagsskapurinn er frábær. Félag- arnir eru samrýndir og verulega skemmtilegir, bæði strákar og stelpur,“ segir Sigurjón Ander- sen, smiður og formaður Gafl- ara, mótorhjólaklúbbs Hafn- arfjarðar. Mótorhjólaklúbbur Hafn- arfjarðar, Gaflarar, var form- lega stofnaður árið 2006 og í dag eru skráðir hundrað og tíu meðlimir, þar af tugur kvenna. Yngsti meðlimur klúbbsins er tæplega þrítugur á meðan sá elsti er ríflega sjötugur. Öll þriðjudagskvöld hittast meðlim- ir og þeysa um götur borgarinnar á mótorhjólunum. Á vorin hittast þeir á þartilgerðum smurdegi þar sem hjólin eru öll yfirfarin fyrir komandi hjólavertíð sumarsins. Þá er alltaf farið í eina langferð út á landsbyggð- ina þar sem félagarnir ferðast saman í nokkra daga á mótorhjólunum. Sjötugur heiðurSfélagi Björn Hermannsson, gjarnan kall- aður Húni innan klúbbsins, hlaut heiðursnafnbót Gaflara á síðasta ári. Hann er elsti meðlimur mótorhjóla- klúbbsins, sjötíu og eins árs gam- all í ár. Björn átti mótorhjól er hann var tvítugur að aldri en tók margra ára hlé. Það var ekki fyrr en fyrir ára- tug sem hann fjárfesti í vespu og það kveikti mótorhjólaáhugann á nýj- an leik. Í dag ekur Björn um á Har- ley Davidson og segir það æðislegt. „Það er engin spurning að þetta er mikill heiður. Að vera félagi í Göflu- runum er alveg meiri háttar því þessi félagsskapur er fínn. Ég fór hringinn, ásamt félögum mínum, í sumar. Eft- ir að ég eignaðist eldgamla vespu þá kveikti það í mér aftur. Nú er ég kom- inn á stærra hjól, keypti mér Harley því það þýðir ekkert annað,“ segir Björn. „Ég er kallaður Húni því ég þyki ekkert mjög hár í loftinu og félög- unum fannst ég ekki nógu stór til að vera kallaður Björn. Það er frábært að hjóla á flottum hjól- um. Að finna skítalyktina frá sveitabæjunum er frábært.“ Kraftur á milli fótanna Sigurjón segir klúbbfélagana hafa ferðast víða um Norð- urland síðastliðið sumar. Að- spurður segir hann fjölbreytta flóru mótorhjóla að finna hjá klúbbfélögum, hjóla af öllum stærðum og gerðum. Sjálfur ekur hann um á Suzuki Bandit 1200 og hefur átt mótorhjól síðustu þrjá áratugi. Gælunafn Sigurjóns innan klúbbsins er Castro, sem er tilvísun í einræðistilburði í stjórnarháttum. „Ætli ég sé ekki kallaður Castro þar sem ég er formaður? Ferðirnar okkar hafa verið mjög skemmtilegar og vel heppnaðar. Nokkrir tugir meðlima taka þátt hverju sinni og góð stemn- ing ríkir,“ segir Sigurjón. „Ég er búinn að vera innviklaður í sportið mjög lengi, enda hrikalega skemmtilegt. Tilfinningin að þeysa um göturnar er einfaldlega mesta frelsi sem hægt er að upplifa. Maður gleymir öllu öðru, það er mjög töff og skemmtilegt að hafa mikinn kraft á milli fótanna.“ trausti@dv.is Miðvikudagur 28. október 200926 hafnarfjörður Fjölmennur og flottur mótorhjólaklúbbur í Hafnarfirði: frábær félagSSKapur Á ferðalagi Tugur mótorhjóla- kappa úr Hafnarfirði ferðaðist um Norðurland í sumar. Húni heiðursfélagi Björn var gerður að heiðursfélaga Gaflaranna á sjötugsafmælinu í fyrra. Lógóið Gaflarar, mótorhjólaklúbbur Hafnarfjarðar, var stofnaður árið 2006. Lið Hafnarfjarðar stóð sig vel í þætt- inum Útsvar hjá Ríkisútvarpinu síð- asta laugardagskvöld. Þar hafði lið Hafnarfjarðar betur gegn Ísafjarð- arbæ. Unnu Hafnfirðingar með 70 stigum gegn 45 stigum Ísfirðinga. Lið Hafnarfjarðar er ansi skemmti- leg blanda. Liðið skipar leikkonan Erla Ruth Harðardóttir ásamt þeim Steini Jóhannssyni og Gísla Ás- geirssyni. Steinn er forstöðumaður kennslusviðs Háskólans í Reykja- vík og Gísli er barnakennari og þýð- andi. Steinn þótti standa sig vasklega í hlaupunum enda reyndur íþrótta- maður á ferð. Hann sagði frá því fyr- ir stuttu í viðtali við Morgunblaðið að hann hefði æft 1000 daga í röð. Ekki sleppt úr degi síðan í desember 2006. Ef hann er veikur hjólar hann inni á þrekhjóli. Steinn og Gísli tóku báðir þátt í járnkarlskeppni (Ironman) í Barce- lona fyrir nokkrum vikum. Í járn- karli synda menn 3,8 km, hjóla 180 km og hlaupa maraþon (42,2 km). Steinn hafnaði í 61. sæti af um 1500 keppendum í karlaflokki og Gísli í 1245. sæti. Báðir voru þeir að ljúka keppni í járnkarli í annað sinn. Ljóst er að ekki vantar keppnisskapið í lið Hafnarfjarðar með járnkarlana inn- anborðs. Lið Hafnarfjarðar stendur sig vel í Spurningakeppni sveitarfélaganna: Járnkarlar í Útsvari Keppendur Hér eru fulltrúar Hafn- arfjarðar í Útsvari í vetur, þau Erla Ruth Harðardóttir, Gísli Ásgeirsson og Steinn Jóhannsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.