Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2009, Síða 30
„Það eru tvö ár síðan að þetta byrj- aði og hefur gengið mjög vel,“ segir Marta Dís Stefánsdóttir hjá Hafnar- fjarðarbæ sem hefur haldið utan um verkefnið þar sem ungir listamenn fá tækifæri til að spreia á veggi í sátt við bæjaryfirvöld. Í sumar voru strákar í unglinga- vinnunni í Hafnarfirði sem sáu um að mála göngin þar sem má spreia og settu þeir einnig verk eftir sig á vegg- ina. Í lok sumars var síðan haldin stór myndlistarsýning og tókst hún gríð- arlega vel og vakti mikla lukku meðal bæjarbúa. „Þetta litaði bæinn svolít- ið í sumar,“ segir Marta og hlær. Sá leiðinlegi stimpill hefur lengi loðað við graffiti að það sé veggja- krot. En graffiti getur verið mjög misjafnt og er miklu meira en bara krot. „Þetta sló ekkert í gegn í byrj- un - kannski skiljanlega - en það hef- ur orðið mikil breyting þar á. Fólk er orðið mun jákvæðara fyrir þessu og opnara þegar það sér að það er ár- angur. Því miður er þó alltaf einhver sem þarf að skemma en það fylgir vís, því miður. En yfirhöfuð hafa krakk- arnir verið að sýna þessu virðingu.“ Í heildina nær verkefnið yfir fimm undirgöng og einn grunn þar sem ungt fólk getur graffað. Athygli vek- ur að fáar stelpur eru í þessum fé- lagsskap en Marta segir samt að þær séu velkomnar og séu síst lakari listamenn. „Það er mjög fáar stelpur í þessu en þær eru þó alveg til. Þær hafa ekki verið hjá mér, því miður.“ Málað er yfir verkin með reglulegu millibili en reynt er að láta flottari verkin standa lengur. „Maður mál- ar þar sem er búið að skemma eða þar sem verkið er orðið gamalt. Þá er hægt að byrja upp á nýtt. Við reynum að halda svæðunum sem snyrtileg- ustum. Svæðin verða subbuleg með tímanum þegar búið er að graffa mikið á sama staðnum. En mjög flott verk fá að standa lengur.“ Fjölmargir hafa komið að verk- efninu og eldri og reyndari graffarar hafa verið duglegir að koma og kenna þeim yngri réttu handtökin. „Mark- miðið er náttúrlega að gera betri og flottari verk. Þetta eru flottir strákar sem eru að gera flott verk. Framtíðar- listamenn.“ benni@dv.is Miðvikudagur 28. október 200930 hafnarfjörður Í fimm undirgöngum í Hafnarfirði hefur íþrótta- og tómstundanefnd bæjarins leyft ungu fólki að graffa. Hefur verkefnið gengið vel í tvö ár þó að einstaka svartur sauður dúkki reglulega upp. Upprennandi listamenn geta þar fengið útrás fyrir sköpunargleði sína í sátt og samlyndi við bæinn. Marta Dís Stefánsdóttir stendur fyrir verkefninu. Nokkrar teguNdir veggjalistar / graffitis: • Tagga: Er þannig að þú ert með penna, oftast svera en einnig mjóa, og taggar taggið með einhverjum stíl. • Bomba: Er þannig að þú tekur taggið þitt og gerir stafina svera með litum og útlínum. Oftast eru bombur með kúlu-(kodda- eða bubble-) stíl. • Döbb: Er eiginlega eins og bomba nema bara aðeins meiri stíll í því, vandaðra og fleiri litir. • Verk: Þá málar maður oftast bakgrunn og gerir þá stórt verk með litum og kannski í þrívídd, hefur jafnvel einhvern sérstakan karakter. • Skapalón (stensill): Þú tekur einhverja mynd sem þú vinnur með þannig að hún er hrein og fín til að skera út. Svo er blaðið sett á vegginn og spreiað á það og út kemur myndin. „Þetta litaði bæinn svo- lítið í sumar.“ vaNtarstelpur Flott verk Verkin eftir unga fólkið í Hafnarfirði eru svo sannarlega töff. Upprennandi listamenn þar á ferðinni. Eldri kenna þeim yngri Fjöldi aðila kemur að verkefninu. Meðal annars koma reyndir graffarar og kenna þeim yngri réttu handtökin. MynD Eygló SchEVing

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.