Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 18. desember 2009 FRÉTTIR
Hetja ársins 2009
Hetja ársins hjá DV verður nú valin í annað sinn. Lesendur eru beðnir umað senda nafn eða nöfn þeirra sem þeim finnst verðugir
þess að bera nafnbótina Hetja ársins 2009 fyrir eitthvað sem viðkomandi afrekuðu á árinu sem nú er senn á enda.
Allir Íslendingar og þeir sem búa hér á landi koma til greina í valinu og er öllum frjálst að senda inn tilnefningar. Ef viðkomandi hefur ekki
komist í fréttirnar fyrir afrek sitt verður að fylgja með lýsing á því hvers konar hetjudáð hann/hún drýgði á árinu.
Ritstjórn DV velur hetjuna og tekur þar mið af innsendum tilnefningum, án þess þó að vera bundin af því að velja hetjuna úr hópi tilnefndra.
Sendu tillögu á hetjaarsins@dv.is
Tilnefningar sendist á netfangið hetjaarsins@dv.is eða á Birtíngur útgáfufélag, Lynghálsi 5, 110 Rvk, merkt „Hetja ársins“.
Skilafrestur er til miðnættis 21. desember.
Niðurstaða kosningarinnar verður kunngjörð í kringum áramótin.
Fjölmargir af þeim einstaklingum
sem lýst hafa kröfum í þrotabú eign-
arhaldsfélagsins Milestone keyptu
skuldabréf og víxla Milestone af
eignastýringardeild Glitnis. Almennt
er um að ræða kröfur um upphæðir
sem nema nokkrum milljónum og
allt upp í 30 milljónir króna. Eigend-
ur Milestone, Karl og Steingrímur
Wernerssynir, voru stórir hluthafar
í Glitni í gegnum eignarhaldsfélagið
Þátt International.
Starfsmenn eignastýringardeild-
arinnar keyptu skuldabréfin og víxl-
ana fyrir hönd viðskiptavinanna,
enda er það svo að tilgangur eigna-
stýringar er að ávaxta fjármuni við-
skiptavinanna. Viðskiptavinirnir
þurftu því almennt ekki að gefa leyfi
sitt fyrir kaupunum á bréfunum í
Milestone. Samkvæmt heimildum
DV fjárfesti eignastýringardeildin
aðallega í bréfum Milestone fyrir
hönd viðskiptavinanna um haustið
2007 og síðar.
Þá var Milestone komið í nokkra
rekstrarerfiðleika og þurfti að verða
sér út um fjármagn, meðal annars
til að standa skil á erlendum lánum.
Það var meðal annars í þeim tilgangi
sem eignarhaldsfélagið Svartháfur
var notað til að leppa milljarðalán-
veitingu frá Glitni til Milestone í árs-
byrjun 2008.
Reiður viðskiptavinur
Einn af þeim einstaklingum sem lýst
hafa kröfu í þrotabú Milestone segist
vera svo reiður út í starfsmenn eigna-
stýringardeildarinnar að hann geti
eiginlega ekki rætt um málið. „Ég get
eiginlega ekki talað um þetta því ég
verð svo reiður. Ég get ekki talað um
þetta án þess að fá flog. Ég er hrika-
lega reiður út í þá,“ segir viðskipta-
vinurinn fyrrverandi.
Hann segist ekki hafa fengið að
vita að starfsmenn eignastýringar-
innar hefðu keypt skuldabréf Mile-
stone fyrir sig fyrr en nokkrum
mánuðum eftir að þeir gerðu það.
Viðskiptavinurinn tapaði á annan
tug milljóna fyrir vikið. Aðspurður
hvenær eignastýringin hafi fjárfest í
skuldabréfinu segir viðskiptavinur-
inn að hann geti ekkert sagt til um
það þar sem eignastýringin hafi séð
um viðskiptin. „Ég veit ekki hvenær
þetta var og ég get ekki svarað þér...
Það hvarflaði ekki að mér að ég ætti
eitthvað í Milestone,“ segir viðskipta-
vinurinn fyrrverandi.
Viðskiptavinurinn segist að-
spurður ekki hafa fengið neinar skýr-
ingar á því frá eignastýringunni af
hverju skuldabréf Milestone hafi ver-
ið keypt fyrir hans hönd. „Skýring-
ar? Allir sem ég talaði við þarna eru
hættir... Ég er reiður út í þá af því að
þetta átti ekki að geta gerst. Þetta er
alveg rosalegt... En þetta er líka svo-
lítið klikk hjá fólki eins og mér sem
fylgist ekki betur með. Maður treystir
sínum banka og eignastýringin segir
manni hvað maður á að gera. En svo
plata þeir mann bara. Ég veitti þeim
þetta umboð og þá getur maður
væntanlega engum um kennt nema
sjálfum sér,“ segir viðskiptavinur-
inn fyrrverandi sem undirstrikar að
hann hafi einungis viljað að fjárfest
yrði fyrir sig á öruggan hátt.
Annar viðskiptavinur, sem ger-
ir nærri 10 milljóna kröfu, segist
vera fúll út í eignastýringuna því
hann hafi beðið um að fjárfest yrði
á öruggan hátt en ekki áhættusam-
an. „Ég treysti bankanum bara fyr-
ir þessu, eignastýringunni það er að
segja,“ segir viðskiptavinurinn sem
segist vera fúll út í bankann vegna
fjárfestingarinnar. Hann segir að
starfsmenn eignastýringarinnar hafi
hugsanlega átt að vita það á þessum
tíma að kaup á bréfum í Milestone
væru ekki örugg fjárfesting.
Bað en var ekki sinnt
Enn annar viðskiptavinur sem DV
hefur rætt við segist hafa beðið
eignastýringuna um að selja víxil-
inn úr eignasafni sínu. Hann segir að
eignastýringin hafi haft umboð til að
fjárfesta fyrir hann og að víxillinn í
Milestone hafi verið keyptur án hans
vitneskju. Hann komst svo að því
nokkrum mánuðum síðar að keypt
hefðu verið bréf í Milestone fyrir á
þriðja tug milljóna króna.
Þegar viðskiptavinurinn fyrrver-
andi bað um að víxillinn yrði seld-
ur á haustmánuðum 2007 fékk hann
síðar þau svör að enginn kaupandi
hefði fundist að víxlinum. Hann sat
því uppi með hann fram að hruni ís-
lenska bankakerfisins í fyrrahaust og
töpuðust peningarnir.
Athygli vekur að vextirnir á víxli
mannsins voru tæp 17 prósent en
vextirnir í peningamarkaðssjóðum
Glitnis, til að mynda Sjóði 9, voru
15,5 prósent. Munurinn á vöxtunum
var því ekki mikill en áhættan af víx-
il- og skuldabréfaviðskiptunum var
margfalt meiri enda tapaði það öll-
um þeim fjármunum sem notaðir
Fyrrverandi viðskiptavinir eignastýringar Glitnis eru reiðir starfsmönnum bankans vegna fjárfestinga í
Milestone. Nokkrir viðskiptavinir töpuðu tugum milljóna af sparnaði sínum. Viðskiptavinir segjast ekki
hafa vitað að fjárfest hefði verið fyrir þá í Milestone fyrr en löngu síðar. Milestone var komið í rekstrarerf-
iðleika þegar fjárfestingarnar áttu sér stað. Yfirmaður hjá Milestone hefur unnið náið með starfsmanni
eignastýringarinnar.
INGI F. VILHJÁLMSSON
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
„ÉG ER HRIKALEGA
REIÐUR ÚT Í ÞÁ“
Óánægja með fjárfestingu í Milestone Nokkrir af fyrrverandi viðskiptavinum eignastýringar Glitnis, sem lýst hafa kröfum í
þrotabú Milestone, eru reiðir út í starfsmenn eignastýringar bankans fyrir að hafa fjárfest fyrir þeirra hönd í víxlum og skuldabréf-
um Milestone. Eigendur Milestone, Karl og Steingrímur Wernerssynir, voru stórir hluthafar í Glitni í gegnum eignarhaldsfélagið
Þátt International.
„Ég veit ekki
hvenær þetta var og
ég get ekki svarað
þér... Það hvarflaði
ekki að mér að
ég ætti eitthvað í
Milestone.“