Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 18. desember 2009 FRÉTTIR Ljóst er af málflutningi í vikunni í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneyt- inu, að hann vissi mæta vel um alvar- lega stöðu bankanna eins og aðir sem sæti áttu í samráðshópi um fjármála- stöðugleika sem starfað hafði frá árs- byrjun 2008. Baldur er sakaður um innherja- svik þegar hann seldi hluti sína í Land- bankanum 18. og 19. september 2008 fyrir liðlega 190 milljónir króna. Við- skiptin voru gerð aðeins hálfum mán- uði fyrir bankahrunið. Málflutningurinn Björn Þorvaldsson flutti málið fyr- ir hönd sérstaks saksóknara. Hann vitnaði meðal annars til skýrslutöku yfir Jónínu S. Lárusdóttur, ráðuneyt- isstjóra í efnahags- og viðskiptaráðu- neytinu. Jónína bar að Baldur hefði setið fund með Sigurjóni Árnasyni og Halldóri J. Kristjánssyni, bankastjór- um Landsbankans, 13. ágúst í fyrra. Þeir hefðu lýst því í algerum trúnaði að Landsbankinn gæti lent í vandræðum því bankinn gæti ekki orðið við kröfum breska fjármálaeftirlitsins um þær fjár- hæðir sem fylgdu því að flytja Icesave í breska lögsögu. Þetta gengur gegn skriflegum upp- lýsingum Baldurs sjálfs frá 18. nóv- ember 2008 um að hann hefði engin samskipti átt við stjórnendur Lands- bankans. Því er lýst í Viðskiptablað- inu 17. desember að Björn hafi með þessu bent á að Baldur hafi bæði sagt ósatt um samskipti sín við stjórnend- ur Landsbankans og sömuleiðis hafi hann búið yfir upplýsingum um alvar- lega stöðu Landsbankans. Hættulegar upplýsingar? Baldur sat fund í Seðlabankanum 31. júlí í fyrra þar sem rædd var alvar- leg staða bankanna. Á fundinum lét Baldur færa til bókar að það gæti orð- ið „banabiti bankanna“ ef upplýsingar um stöðu þeirra yrðu á allra vitorði. Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands, var ekki í neinum vafa og svaraði aðspurð- ur í skýrslutöku að samráðshópurinn um fjármálastöðugleika hefði alltaf frá byrjun búið yfir innherjaupplýsingum. Þrýstingur frá Bretum Í Umsátrinu, bók Styrmis Gunnars- sonar, segir af brýnni þörf fyrir að flytja Icesave-innistæðurnar í breska lögsögu. Sá böggull fylgdi skammrifi að flytja þurfti fimmtung eiginfjár Lands- bankans til Bretlands sem tryggingu á móti inn- stæðunum. Bankinn þurfti því á hundruð milljarða króna láni að halda sem von- laust virtist vera að fá erlendis. Breska fjár- málaeftirlit- ið hafði látið frá sér fara á þess- um tíma upplýsingar um að efnahagsástand- ið á Íslandi væri verra en stjórnvöld héldu fram. Í því fælist að áhættan fyr- ir breska innstæðueigendur í Lands- bankanum væri því meiri en látið væri í veðri vaka. Breska fjármálaeftirlitið taldi vonlaust að Seðlabanki Íslands gæti verið lánveitandi til þrautavara eða fjármagnað íslenska innstæðu- kerfið. „Náist ekki samkomulag verði starfsemi Landsbankans í Bretlandi stöðvuð,“ segir í bók Styrmis og vísar til yfirlýsingar breska fjármálaeftirlitsins. Sumir jafnari en aðrir Karl Axelsson, verjandi Baldurs, hefur bent á að hafi Baldur fengið í hendur innherjaupplýsingar hafi verið skylt að birta þær samkvæmt lögum. Auk þess sé Fjármálaeftirlitinu lögum sam- kvæmt skylt að tryggja að slíkar upp- lýsingar séu birtar. Þess má geta að fulltrúar FME áttu sæti í umræddum samráðshóp, ásamt fulltrúum Seðla- bankans og stjórnvalda. Allir gætu því verið samsekir um að leyna upplýsing- um sem skylt var að birta öllum hlut- höfum á markaði. Var hættulegt að birta upplýsingar? Af málflutningi og skýrslutöku vegna máls Baldurs má augljóst vera að sam- ráðshópurinn, sem hann átti sæti í, réð yfir upplýsingum sem gátu haft áhrif á gengi hlutabréfa í bankanum. Eins og DV benti á í lok nóvem- ber standa allir jafnir frammi fyrir slíkum upplýsingum að lögum, hvort sem þær hafa áhrif til hækkunar eða lækkunar á gengi hlutabréfa. Haf- ið er yfir vafa að upplýsingarnar, sem samráðshópurinn um fjár- málastöðugleika hafði í hönd- unum, gátu haft veruleg áhrif á gengi hlutabréfa í bönkunum. Gegn þessu stendur að hvorki FME, Seðlabankinn né stjórnvöld þóttust með góðu móti geta birt svo alvarleg- ar upplýsingar vegna hættu á áhlaupi á Landsbankann og um leið sett aðra banka í stórhættu. Stjórnvöld og bankamenn hafa því, að því er virðist, hald- ið leyndum innherjaupplýsing- um gegn ákvæðum laga um inn- herjaviðskipti. Þannig hafi Baldur tekið þátt í kerfisbundnu samráði með stjórnvöldum og eftirlits- aðilum um að þegja um raunveru- legt ástand bankanna. Það að sínu leyti kom í veg fyrir að almennir hluthafar í bönkunum gætu brugðist við með því að selja hlutabréf sín í bönkunum. DV er kunnugt um að þessi með- ferð á aðsteðjandi vanda bank- anna af hálfu stjórn- valda er meðal þess sem rannsóknar- nefnd Alþing- is staldrar við í skýrslu sinni sem birt verð- ur eftir um sex vikur. Fulltrúar stjórnvalda, eftirlitsstofnana og banka höfðu löngu fyrir hrun bankanna upplýsingar í höndum sem gátu haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir markaðsverð þeirra. Upplýsingunum var haldið frá grunlausum almennum hluthöfum sem gátu þar af leiðandi ekki varið eignir sínar með því að selja hluti sína í bönkun- um. Baldur Guðlaugsson bókaði í lok júlí í fyrra að það gæti orðið banabiti bankanna ef upplýsingar um stöðu þeirra yrðu á allra vitorði. Sjálfur seldi hann sína hluti fyrir 190 milljónir króna skömmu fyrir hrun. BANABITI BANKANNA BJARGAÐI BALDRI JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is LÖG UM VERÐBRÉFAVIÐSKIPTI Úr grein 122: Útgefanda fjármálagerninga, sem teknir hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði eða verslað er með á markaðstorgi fjármálagerninga (MTF), ber að birta almenningi á Evrópska efnahagssvæðinu allar þær innherjaupplýsingar sem varða hann eins fljótt og auðið er og á jafnræðisgrundvelli. Nýti útgefandi heimild til frestunar skv. 3. mgr. er honum, eða aðila í umboði hans, aðeins heimilt að láta þriðja aðila innherjaupplýsingarnar í té, enda sé það gert í eðlilegu sambandi við starf, stöðu eða skyldur þess sem upplýsingarnar veitir og móttakandi upplýsinganna er bundinn trúnaði um þær, svo sem samkvæmt lögum, reglugerð eða samningi. HVAÐ ERU INNHERJAUPPLÝSINGAR? Úr grein 120: Með innherjaupplýsingum er átt við nægjanlega tilgreindar upplýsingar sem ekki hafa verið gerðar opinberar og varða beint eða óbeint útgefendur fjármálagern- inga, fjármálagerningana sjálfa eða önnur atriði og eru líkleg til að hafa marktæk áhrif á markaðsverð fjármálagerninganna ef opinberi r væru, eins og nánar er kveðið á um í reglugerð sem sett er skv. 131. gr. Upplýsingar teljast opinberar þegar útgefandi fjármálagerninga hefur birt almenningi á Evrópska efnahags- svæðinu þær... Seldi í Lands- bankanum fyrir hrun Baldur Guð- laugsson vélaði mánuðum saman fyrir luktum dyrum um teikn sem áttu eftir að verða banabiti bankanna. Hélt í flesta þræði Davíð Oddsson réð, að margra mati, því sem hann vildi ráða um aðgerðir eða aðgerða- leysi gagnvart vanda bankanna fram eftir síðasta ári. Seðlabankinn Rannsóknarnefnd Alþingis staldrar við meðferð stjórnvalda og eftirlits- aðila á vanda bankanna í umfjöllun sinni um aðdraganda og orsakir bankahrunsins. Innherjaupplýs- ingar Jónasi Fr. Jónssyni, fyrrverandi forstjóra FME, bar að sjá til þess að lögum væri fylgt um birtingu innherja- upplýsinga. Hann og fleiri treystu sér ekki til að meta stöðu þeirra upplýsinga sem þeir höfðu í höndum mánuði fyrir hrun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.