Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 18. desember 2009 FRÉTTIR 1. Hvers vegna er stutt milli hláturs og gráts? Sérfræðingar standa á gati en benda þó á að hlátur og grátur verði við svipaðar aðstæður. „Bæði þessi viðbrögð, hlátur og grátur, eiga sér stað við tilfinningalega örvun, áhrifin eru langvarandi og það er ekki svo auðvelt að slökkva á þessum tilfinningum sem brjótast fram,“ segir sálfræðingurinn Robert R. Provine, höfundur bókarinnar Laughter: A Scientific Investigation. „Við tengjum grát við sorg en tár geta brotist fram við hinar ýmsu kringumstæður; við sársauka, sorg og í sumum tilvikum mikla gleði. Það er erfitt að útskýra þetta en svona höfum við einfaldlega þróast,“ segir augnlæknirinn Lee Duffner í Miami. Á það ber einnig að líta að hlátur og grátur er ástand sem losar um spennu. Fólki, sem hlær eða grætur, líður þess vegna oftar en ekki betur á eftir. 2. Hvers vegna grætur maður þegar maður sker lauk? „Rokgjarnar olíur sem gefa lauknum einkennandi bragð hafa í sér stofn lífrænna sameinda sem eru þekktar sem amínósýrubrennisteinsoxíð. Ef þú skerð, flysjar eða stappar lauk, leysir laukvefurinn lífhvata (ensím) sem nefnast allínasar sem breyta þessum lífrænu sameindum í sýrur með brenni- steini. Þær umbreytast strax í syn-propanethial- S-oxíð sem gufar upp og framkallar tár,“ að því er segir á Vísindavefnum. „Myndun þess nær hámarki eftir 30 sekúndur frá því að laukurinn er skorinn og henni lýkur eftir 5 mínútur eða svo,“ segir þar enn fremur. Góð ráð til að minnka táraflóðið eru til dæmis að hita laukinn fyrst eða skera hann undir rennandi vatni. 3. Hvers vegna brakar í fingrum? Sumir venja sig á það að láta braka í fingrum sínum, ökklum eða öðrum liðamótum. En hvers vegna brakar? Á Vísindavefnum segir að þegar við látum braka í liðnum séum við að færa hann úr eðlilegri stöðu og teygja á liðpokanum. Við það aukist rúmmál hans og þrýstingur minnki. „Í liðvökvanum er uppleyst gas, meðal annars koltvísýringur. Þegar þrýstingurinn minnkar losnar gasið úr vökvanum og myndar loftbólur sem fylla upp í holrúmið sem skapaðist við aukið rúmmál liðpokans. Þegar liðurinn gengur í samt lag aftur vex þrýstingurinn og loftbólurnar falla saman. Talið er að hljóðið sem heyrist þegar við látum smella í liðum myndist þegar gasið losnar úr vökvanum og/eða þegar holrúmin falla saman.“ 4. Hvers vegna fær maður gæsahúð? Fólk fær gæsahúð þegar því er kalt eða þegar það upplifir sterkar tilfinningar, til dæmis hræðslu. En hvað gerist? „Þegar kalt er í veðri reynir líkaminn að tapa sem minnstum varma. Ein leið er að láta líkamshárin rísa því þannig skapast einangrun. Þetta viðbragð kemur sér vel fyrir loðin dýr en gagnast okkur mönnunum lítið,“ segir á Vísindavefnum. Þar segir einnig að þetta viðbragð gegni mikilvægu hlutverki hjá loðnum spendýrum. Hárin á ketti rísa þegar hann er hræddur. Þannig sýnist hann stærri en ella og ólíklegra er að á hann verði ráðist. 5. Hvað er fjörfiskur? Fjörfiskur kallast það ástand þegar augnlokið titrar án þess að nokkuð fáist við ráðið. Ástæðan eru endurteknir ósjálfráðir samdrættir í augnlokinu, sem geta staðið yfir í nokkra klukkutíma og allt upp í nokkra daga. Á Vísindavefnum segir að lítið sé vitað um uppruna fjörfisks. Í flestum tilvikum megi rekja ástæðuna til þreytu, álags og andlegs álags. Ekki sé til nein meðferð við fjörfiski en stundum geti hjálpað að leggja kaldan bakstur á augnlokið ef kippirnir verða óþægilegir. Fjörfiskur er sagður alveg hættulaus. Til séu sjúkdómar sem lýsi sér með kippum í vöðvum í kringum augun en þeir séu sjaldgæfir. 6. Hvers vegna er manni alltaf kalt? Undirstúka heilans stjórnar líkamshita fólks. Hún stjórnar því að líkaminn losar hita í heitu umhverfi en heldur í hitann þegar það er kalt. Járnskortur getur valdið því að fólki er iðulega kalt. Hár blóðþrýstingur, inntaka lyfja og fleiri ástæður geta reyndar einnig leitt til þess að okkur verður kalt. Latur skjaldkirtill leiðir af sér hæg efnaskipti sem getur þýtt að líkaminn heldur hita ekki nægjanlega vel. Þá getur neysla tóbaks þrengt blóðrásarkerfið sem getur meðal annars leitt til kulda á höndum og fótum. 7. Eru eyrun alltaf að vaxa? Já, sjáanlegur hluti eyrnanna vex alla ævi. Hlutfallslega eru eyrun stærst þegar við fæðumst. Þau stækka hratt fram að 10 ára aldri en þá hægir á vextinum. Bresk rannsókn leiddi í ljós að frá 10 ára aldri stækka eyrun að jafnaði um 0,22 millimetra á ári. Aðrar rannsóknir benda til að eyrnasnepillinn lengist og stækki eftir því sem árin líða en karlar hafa stærri eyrnasnepla en konur. Hins vegar vaxa eyrnagöngin ekki, en þau eru mótuð af brjóski og svo beinabyggingu þegar innar er komið. 8. Fæðast öll börn án frekna? Börn geta vitanlega fæðst með fæðingarbletti. Það er hins vegar rétt að engin börn fæðast með freknur, sem húðin framleiðir (með miklu litarefni) sem viðbrögð við því þegar sólin skín á húðina. Ungum börnum, með viðkvæma húð, sem eru mikið úti í sólinni er hættara við að fá húðkrabba- mein seinna á lífsleiðinni. „Freknur sem rauðhærð börn fá gjarnan í andlitið eru ekki fallegar, þær eru merki um sólarskaða,“ segir húðsjúkdóma- fræðingurinn Robin Ashinoff. „Börn og fullorðnir, sem hættir við að fá freknur, ættu að fara í skoðun reglulega og nota sterka sólarvörn,“ segir Robin. 9. Hvað er náladofi? Við fáum stundum náladofa ef við höfum verið lengi í óheppilegri stellingu. „Það sem gerist er að við þrýsting hætta taugarnar að geta flutt tauga- boð og sé um skyntaugar að ræða fær maður dofa eða náladofa en ef hreyfitaugar eiga í hlut verða viðkomandi vöðvar máttlausir. Flestir taugastofnar á útlimum eru blandaðir og innihalda bæði skyn- taugar og hreyfitaugar,“ segir á Vísindavefnum en þessi óþægindi hverfa yfirleitt á nokkrum mínútum eftir að breytt hefur verið um stellingu. 10. Hvað er sinadráttur? Sinadráttur, eða kröftugur samdráttur í vöðva, getur verið afar sársaukafullur. Algengt er að sinadráttur verði til dæmis í kálfa í svefni eða eftir mikla vinnu eða áreynslu. Vökvatap eykur hættu á sinadrætti, sem er algengur hjá íþróttamönnum. Besta ráðið við sinadrætti er að teygja á viðkom- andi vöðva, varlega en ákveðið og þá hverfa óþæg- indin fljótt, að því er fram kemur á Vísindavefnum. Nudd eða heitt bað getur einnig verið gott. Til að koma í veg fyrir sinadrátt er mikilvægt að forðast vökvatap, teygja reglulega fyrir og eftir æfingar og gæta þess að ofreyna sig ekki. Leitið læknis ef sinadráttur verður viðvarandi vandamál. 10UNDUR MANNSLÍKAMANS DV tók saman tíu líkamleg einkenni eða viðbrögð sem hendir okkur flest í daglegu lífi. Byggt á greininni The Odd Body Explained eftir Ben Cramer og svörum á Vísindavefnum. baldur@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.