Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Qupperneq 30
30 FÖSTUDAGUR 18. desember 2009 HELGARBLAÐ
fjóra tíma á nóttu. Líkt og með marga
aðra frumkvöðla vill Magnús helst
ráða öllu. Hann á oft erfitt með að
treysta öðru fólki fyrir hlutum sem
hann telur sig geta gert betur. Í nær-
mynd sem tímariið Mannlíf vann
árið 2005 um Magnús kom fram að
samstarfsfólk hans hefði horft upp á
hann ganga fram af sér með vinnu-
álagi. Kom það starfsmönnum sem
störfuðu í kvikmyndaveri Latabæjar
á óvart hversu lítið Magnús hugsaði
um hollustufæði. „Það er langt síð-
an ég sá mann sem borðaði jafnmik-
ið sælgæti og drekkur jafnmikið gos
og hann. Hafragrauturinn var alltaf
tilbúinn en ég sá hann aldrei borða
hann. Auðvitað reykir hann ekki né
drekkur. Manni finnst samt að mað-
ur sem telur sig fyrirmynd hins heil-
brigða lífstíls ætti að fara eftir honum
sjálfur,“ sagði starfsmaður Latabæjar
í nærmynd Mannlífs.
Lítill rekstrarmaður
Viðmælandi sem DV ræddi við sagði
að það væri líklega einn af ókostum
Magnúsar að hann væri líklega ekki
mikilll rekstarmaður. Hann væri
að fara í of margar áttir með Lata-
bæ í stað þess að einblína fyrst á fáa
staði og klára þau markmið. „Lata-
bæjar hugmyndin er afskaplega göf-
ug hugsun. Magnús hefur hins veg-
ar farið svolítið um víðan völl. Inn
í matföng, drykkjarföng og tölvu-
leikjapælingar. Það hefur hins vegar
vantað að leggja áherslu á einstaka
hluta og klára þá fyrst áður en byrj-
að er á þeim næsta. Hann hefur ver-
ið út um allt en eiginlega ekki klárað
neitt,“ segir viðmælandinn.
Magnús hefur mjög sterkar skoð-
anir um að hann sé að gera rétta
hluti. Hann á erfitt með að samþykkja
hugmyndir annarra um breytingar
og tillögur að því sem betur mætti
fara. Slíkt er oft einkenni kappsamra
frumkvöðla. Líklega má finna svolít-
ið mikla samlíkingu á milli hans og
Kára Stefánssonar, stofnanda deC-
ode, hvað þetta varðar. Viðmæland-
inn sem DV talaði við taldi að það
sama gilti um Magnús og Kára. Það
myndi henta þeim betur að vera
stjórnarformenn. Finna sér síðan
forstjóra með viðskiptamenntun og
þá fjármálahugsun sem oft vantar
hjá frumkvöðlum.
Fjölhæfur íþróttamaður
Í samtali við DV segir Eyjólfur Magn-
ússon Scheving, faðir Magnúsar, að
hann hafi frá unga aldri fylgt sér eftir í
íþróttastarfi sem og í öðrum störfum.
Eyjólfur var formaður sjómannafé-
lagsins í Borgarnesi og tók Magn-
ús þátt í leiksýningum sem haldnar
voru í samkomuhúsi bæjarins. Eyj-
ólfur segir að þrátt fyrir að Magn-
ús hafi verið mjög orkumikill myndi
hann ekki segja að hann hafi verið
ofvirkur. „Hann var duglegur og gat
dundað sér við hlutina. Magnús var
mjög skapandi alla sína tíð. Það var
góður agi í íþróttastarfi í Borgarnesi á
þessum tíma og var Magnús aldrei til
vandræða. Hann hafði mikla leikþrá
og fékk líka frelsi til þess,“ segir hann
um son sinn.
Að sögn Eyjólfs var Magnús mjög
fjölhæfur íþróttamaður og keppti í
bæði fótbolta, körfubolta og frjáls-
um íþróttum. „Hann tók þátt í öllum
íþróttum. Magnús hefði geta orðið
góðum í hvaða íþrótt sem er,“ segir
hann.
Ætlaði að verða arkitekt
Aðspurður segir Eyjólfur að hann
hafi alls ekki búist við því að Magn-
ús myndi fara að starfa við eitt-
hvað tengt líkamsrækt. „Ég bjóst við
því að hann myndi læra arkitektúr.
Hann var það skapandi,“ segir hann.
Ástæðan fyrir því að Magnús lærði
húsasmíði var sú að faðir hans hvatti
hann til þess. Sagði honum að það
væri gott að kunna handtökin áður
en hann færi að læra arkitektúr. „Ég
held að það hafi bara verið tilviljun
að hann fór út í það sem starfar við í
dag eins og svo margt annað í lífinu,“
segir Eyjólfur. Að sögn Eyjólfs komu
arkitekta hæfileikar Magnúsar vel
í ljós þegar hann byggði hús sitt að
Lindarbraut á Seltjarnarnesi. Hús-
ið hafi hann byggt upp frá grunni en
það var að hruni komið þegar Magn-
ús keypti það. „Hann sá fegurðina
í þessu húsi sem maður sér svo vel
í dag en húsið byggði Magnús rétt
rúmlega tvítugur,“ segir hann. Í sam-
tali við DV árið 1994 sagðist Magnús
lítið vinna við smíðar. Einungis fyrir
vini og kunningja enda var hann á
þessum árum á fullu að kenna þolf-
imi auk þess að æfa sjálfur af kappi.
Bæði fjölskyldu-
maður og einfari
Eyjólfur lýsir Magnúsi sem miklum
fjölskyldumanni sem þurfi þó líka
að fá að vera einn. Magnús og Ragn-
heiður eiga tvö börn. Kristófer sem
er 10 ára og Sylvíu Erlu 13 ára. „Hann
er bæði fjölkyldumaður og einfari
í senn líkt og á við um marga lista-
menn.“ Eyjólfur segir erfitt að meta
það hversu lengi Magnús muni halda
áfram með Latabæjar verkefnið sem
hefur verið honum eins og barn. „Ég
hef oft haldið að hann myndi láta
þetta deyja út en tel að það sé erfitt
fyrir hann að sleppa barninu sem
hann hefur skapað. Þetta er hins veg-
ar komið svo langt og miklu lengra
en búist var við,“ segir Eyjólfur. Hann
segir erfitt að nefna ókosti Magnúsar.
Hann sé skipulagður og íhugi hlut-
ina vel.
Kunnugir segja að Magnús geti
þakkað Ragnheiði, sambýliskonu
sinni, mikið fyrir árangur Latabæj-
ar. Í nærmynd Mannlífs árið 2005
kom fram að launagreiðslur til starfs-
manna Latabæjar hafi alltaf staðist.
Slíkt sé oft ekki raunin í mörgum til-
fellum í kvikmyndaðiðnaðinum á Ís-
landi. Er Ragnheiði eignaður heiður-
inn af því að launagreiðslur hafi alltaf
staðist.
Heyrnarlaus dóttir
Magnús eignaðist dótturina Sunnu
Dögg Scheving þegar hann var 23
ára. Magnús og Halldóra Blöndal,
móðir stúlkunnar, hafa aldrei verið
í sambúð. Sunna Dögg hefur átt við
mikla erfiðleika að stríða frá því hún
varð heyrnarlaus ung að aldri. Sunna
Dögg og móðir hennar voru í viðtali
við DV árið 2004. Sunna Dögg var
misnotuð í Heyrnleysingjaskólan-
um frá fimm ára aldri og sagðist í við-
talinu hafa tekið út miklar þjáningar.
Hún sagðist hata níðinginn, Hjálmar
Örn Pétursson sem dæmdur var sek-
ur um að hafa misnotað þrjár stúlk-
ur í Heyrnleysingjaskólanum. Sunna
Dögg hefur verið vistuð á Barna- og
unglingageðdeild Landspítalans og
einnig á Stuðlum. Hún byrjaði að
drekka og nota dóp til að deyfa sárs-
auka sinn.
Í viðtali við Séð og heyrt árið 2008
sagðist Sunna Dögg ekki sátt við
föður sinn. Magnús hafi lítið sem
ekkert sinnt sér. Hún hafi upplifað
mikla höfnun því henni finnist eins
og pabbi sinn líti á hana sem leynd-
armál sem enginn megi vita af. Eitt
sinn hitti hún Ragnheiði út í búð og
sagði hún börnum sínum að Sunna
Dögg væri bara frænka þeirra og ekki
mikið skyld þeim. Þegar Sunna Dögg
var ófrísk hringdi hún heim til Magn-
úsar og talaði við sambýliskonu
hans. Þegar Magnús frétti að hún
hefði hringt heim til sín hringdi hann
brjálaður í móður Sunnu Daggar og
sagði að hún hefði ekki lengur leyfi til
að hringja í sig. Sunna Dögg eignað-
ist barn í lok árs 2008 og sagði Séð og
heyrt frá því að Magnús hefði heim-
sótt þau. Magnús varð því afi einung-
is 43 ára gamall.
Erfitt að fá endurfjármögnun
Stærsti eigandi Latabæjar eru fé-
lög í eigu athafnamannsins Róberts
Wessmann. Róbert á félagið Lat-
ur ehf. sem á 23,2 prósent í Latabæ.
Hann á einnig Salt Invesments sem
fer með 12,2 prósenta hlut í Lata-
bæ. Magnús Scheving og Ragnheið-
ur eiginkona hans fara með tæplega
38 prósenta hlut. Fjárfestingafélagið
Gaumur fer síðan með 15,4 prósenta
hlut og Nýsköpunarsjóður atvinnu-
lífsins 1,9 prósenta hlut.
Í samtali við DV segist Róbert
Wessmann lítið getað tjáð sig um
fjárhagsstöðu Latabæjar. Eins og
áður var nefnt hafa skuldabréfa-
eigendur ákveðið að stefna Lata-
bæ fyrir dóm til að fá vangoldnar
skuldir greiddar. Róbert telur að fjár-
hagsvandræði Latabæjar stafi ekki af
sama meiði og margra íslenskra fyr-
irtækja eins og gjaldmiðlaáhættu.
„Ég held að þetta stafi aðallega af því
að félagið er að reyna að endurfjár-
magna sig. Sá markaður er auðvitað
þungur í dag,“ segir hann.
Vildi fjárfesta í góðu málefni
Róbert segir að ástæða þess að hann
hafi fjárfest í Latabæ hafi verið sú að
honum hafi þótt þetta spennandi
hugmynd. „Þetta höfðar til krakka og
málstaðurinn er góður. Þetta snýst
um heilsusamlegt mataræði og líf-
erni. Mér fannst þetta spennandi
verkefni og þá ekki bara sem fjár-
festing heldur líka sem verkefni til að
láta gott af sér leiða. Ég tel að Magnús
hafi lagt mikið á vogaskálarnar bæði
innan sem utan Íslands með þessu
efni. Að koma réttum skilaboðum til
barna um allan heim,“ segir Róbert.
Hann telur að málstaðurinn hafi
aðallega gert það að verkum að hann
ákvað að fjárfesta í Latabæ. Arðsem-
issjónarmið hafi ekki verið efst á
baugi. Ástæðan hafi líka verið sú að
eftir að hafa starfað lengi í heilsu-
tengdum geira hjá Actavis hafi Lati-
bær verið ágætis viðbót við það.
Telur að Latibær
muni lifa áfram
Róbert segir að Magnús sé gríðarlega
kappssamur einstaklingur og vinnu-
samur. Hann sé með frjóari mönn-
um að mörgu leyti. „Þetta er í raun
bara lýsing á frumkvöðli sem fer af
stað með lítið verkefni sem er búið
að vaxa gríðarlega síðustu ár,“ seg-
ir hann. Róbert telur að óháð þeirri
fjárhagslegu endurskipulagningu
sem Magnús sé að glíma við í dag þá
muni Latibær og það sem verkefnið
stendur fyrir lifa um ókomna fram-
tíð. Óháð því hvernig Latbæ takist
að semja við skuldabréfeigendur og
annað tengt rekstri félagsins. „Hug-
myndafræðin sem slík er orðinn það
sterk að ég tel að Latibær muni alltaf
lifa,“ segir Róbert.
Ólympíuhugsjón
að fjárfesta í Latabæ
Einn af þeim fyrstu sem lögðu fjár-
magn í Latabæ var Jón Ásgeir Jó-
hannesson. Segir sagan að Magn-
ús Scheving hafi stokkið upp í bíl
hjá Jóni Ásgeiri og náð að sann-
færa hann um ágæti Latabæjar á
fimm mínútum. Í samtali við DV
segir Skarphéðinn Berg Steinars-
son, fyrrverandi framkvæmdastjóri
hjá Baugi Group, að líklega hafi
legið einhvers konar ólympíuhug-
sjón á bak við fjárfestingar Baugs
og Gaums í Latabæ. Eins og áður
var nefnt á Gaumur enn um 15,4
prósenta hlut í Latabæ. Skarphéð-
inn segir að vissulega hafi Baug-
ur og Gaumur viljað fá arðsemi af
fjárfestingu sinni. Það hafi þó ekki
verið jafn rík krafa um það í tilfelli
Latabæjar eins og í öðrum fjárfest-
ingum.
Sýnt í 130 löndum
Eins og áður segir fékk Magnús hug-
myndina að Latabæ árið 1992 en
ævintýrið hófst árið 1995. Er upphaf
þess rakið til þess að Karl Helgason,
ritstjóri Æskunnar, hvatti Magnús til
að skrifa bókina Áfram Latibær en
hún kom út árið 1995.Haustið 2003
reisti Latibær 5000 fermetra kvik-
myndaver í Garðabæ. Í ágúst 2004
var byrjað að sýna þættina í Banda-
ríkjunum. Nú tæpum sex árum síðar
hafa verið framleiddir um 50 þættir
sem sýndir eru í 130 löndum víðs-
vegar um heiminn. Árið 2008 gerði
Latibær samning við BBC í Bretlandi
um að samframleiðslu á 26 þáttum.
Í viðtali við Fréttablaðið árið 2008
sagði Magnús Scheving frá för sinni
til Suður-Ameríku. Var Magnúsi boð-
ið að hitta heilbrigðisráðherra Chile
og þegar hann kom til landsins gat
hann ekki gengið í gegnum tollinn
á flugvellinum án þess að gefa toll-
vörðum og börnum eiginhandaárit-
anir. „Konan sem þreif hótleherberg-
ið hjá mér bankaði einn daginn og
spurði kurteisislega hvort hún mætti
koma með barnið sitt sem var á nær-
liggandi leikskóla og hitta mig. Ég
sagði að það væri sjálfsagt og þegar
ég kom niður í anddyrið stuttu síð-
ar voru um áttatíu börn á aldrinum
þriggja til sex ára sem vildu sýna mér
leikrit um hreyfingu. Fólkið á hót-
elinu skildi ekki hvað var eiginlega
um að vera, en ég settist niður í góð-
ar fjörutíu mínútur á meðan börnin
sýndu mér allskyns hreyfingar, arm-
beygjur og hopp sem þau höfðu æft.
Að vera Íslendingur og koma til Chile
og sjá að maður hefur haft áhrif er al-
veg magnað,“ sagði Magnús í viðtali
við Fréttablaðið 2008.
Sprækastur við mótlæti
Ekki liggur ljóst fyrir hvað framtíðin
ber í skauti sér fyrir Latabæ. Fram-
tíð fyrirtækisins virðist nú velta á því
hvað lánadrottnar fyrirtækisins gera.
Það yrði væntanlega mikil synd ef
þetta göfuga verkefni sem stuðlar að
bættri heilsu barna um allan heim
myndi líða undir lok. Flestir sem DV
ræddu við töldu þó ólíklegt að slíkt
muni gerast. Stjórnunarárátta Magn-
úsar Scheving virðist þó fæla fjárfesta
frá því að leggja fjármagn í verkefnið.
Segja viðmælendur að það sé nauð-
synlegt að fá stjórnanda sem hef-
ur betri viðskiptasýn. En líklega ætti
enginn að afskrifa Magnús. Hann
býr yfir meiri orku en flest fólk og er
sagður sprækastur þegar hann þarf
að glíma við mótlæti.
Hús Magnúsar Magnús Scheving byggði þetta glæsilega hús
fjölskyldunnar þegar hann var rétt rúmlega tvítugur að aldri.
LJÓSMYNDARI: RAKEL ÓSK SIGURÐARDÓTTIR
Ætlaði að verða arkitekt Eyjólfur, faðir Magnúsar
segist hafa búist við því að Magnús yrði arkitekt. Hann
hafi verið mjög skapandi. Það hafi líklega verið tilviljun
að Magnús fór í Latabæjarævintýrið.
LJÓSMYNDARI: GUNNAR GUNNARSSON
Orðinn afi Sunna Dögg Scheving er dóttir Magnúsar. Hún eignaðist barn í lok árs
2008 og varð Magnús þá afi 43 ára að aldri. Hann hefur lítið sinnt dóttur sinni sem
hefur glímt við mikla erfiðleika. LJÓSMYNDARI: KRISTINN MAGNÚSSON
Stór hluthafi Róbert Wessmann er einn
stærsti hluthafi Latabæjar. Samkvæmt
heimildum DV mun hann ekki leggja
meira fjármagn í Latabæ.