Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Síða 32
32 FÖSTUDAGUR 18. desember 2009 FRÉTTIR Tiger Woods hefur ekki margt til að gleðast yfir þessa dagana, en þrátt fyrir hneykslið sem nú umlykur hann er ekki vert að horfa fram hjá þeim sigrum sem hann státar af eftir tíu ára tímabil sem einn fremsti íþrótta- maður heims. Tiger Woods hefur unnið sextíu og fjögur mót, þeirra á meðal tólf stórmót. Hann hefur hampað verð- launagrip í öllum heimsálfum og er í fjórða sæti yfir bestu kylfinga sög- unnar. Með þetta að leiðarljósi var Woods kjörinn íþróttamaður ára- tugarins af meðlimum The Associ- ated Press-fréttaveitunnar, og var við kjörið horft til frammistöðu Woods á íþróttavellinum en ekki afreka hans á rúmbríkinni. 56 af 142 Tiger Woods hlaut fimmtíu og sex atkvæði af eitt hundrað fjörutíu og tveimur sem ritstjórnir bandarískra dagblaða, sem aðild eiga að AP, greiddu. Meira en helmingi atkvæða var skilað inn eftir 27. nóvember, en kvöld þess dags varðaði upphafið að skammargöngu Woods. Hjólreiðakappinn Lance Arm- strong varð í öðru sæti með 33 at- kvæði og tennisleikarinn Roger Fed- erer hreppti þriðja sætið með tuttugu og fimm atkvæði og koma þeir ekki meira við sögu hér. Tiger Woods, sem hefur ekki sést á almannafæri síðan hann lenti í óhappinu við heimili sitt í lok nóv- ember, hefur, þegar þetta er skrifað, ekki tjáð sig um viðurkenninguna. Vinir í raun Þeir eru fleiri sem ekki hyggjast snúa baki við Woods. Dúbaí, í Samein- uðu arabísku furstadæmunum, hef- ur verið í fréttum undanfarið vegna erfiðleika í efnahagslífinu, en sam- kvæmt frétt AP hyggjast viðskiptafé- lagar Tigers Woods þar í landi ekki varpa fyrir róða áformum um gerð golfvallar sem bæri nafn Woods, þrátt fyrir erfiðleika furstadæmisins og þann skugga sem nú hvílir yfir Woods. Fyrirtækið sem stendur að baki „The Tiger Woods Dubai“-verkefn- inu, sem snýr bæði að fasteignum og gerð golfvallar, sendi frá sér tilkynn- ingu á miðvikudaginn þar sem sagði að það ætlaði að standa við þá skuld- bindingu að klára fyrsta golfvöllinn sem Tiger Woods hefur hannað sjálf- ur. Fyrirtækið er hluti af Dubai Hold- ing-samsteypunni sem er í eigu em- írsins Mohammeds bin Rashid Al Maktoum. Sjálfur sagði Tiger Woods, í viðtali við AP í júní, að verkefnið væri ekki í hans höndum. Ástkona til fimm ára Á vefsíðu New York Post er vitnað í „vel staðsettan“ heimildarmann sem sagði að Tiger Woods óttaðist að Elin Nordegren, eiginkona hans, myndi skilja við hann og fylla líf hans eymd með því að flytja til Svíþjóðar með börn þeirra tvö. „Hann sér allt hrynja í kringum sig. Ferilinn, fjölskylduna,“ er haft eftir áðurnefndum heimildarmanni. Eins og það sé ekki nóg þá sagði sami heimildarmaður að Woods ótt- aðist að tvær ást- konur til viðbót- ar, að minnsta kosti, gæfu sig fram. Ótti Tig- ers Woods var ekki ástæðulaus því, samkvæmt frétt NYP, líkt og samkvæmt beiðni var hulunni svipt af einni ást- konu til við- bótar, þeirri fjórtándu samkvæmt fréttinni, og var þar komin „Theresa Rog- ers, barmmik- il, ljóshærð, 48 ára móðir og fitnessfrík frá Wellington, Flórída“. Sam- kvæmt fréttinni er Theresa elsta ást- kona Tigers bæði með tilliti til aldurs og lengdar ástarsambands þeirra. Þau hafa átt í „heitu sambandi“ um fimm ára skeið, um allt land, bæði áður og eftir að Tiger og Elin gengu í hjónaband. Stefnir á skilnað Elin Nordegren mun sam- kvæmt nýjustu tíðindum hafa sett sig í samband við háttskrifaðan skilnað- arlögfræðing og hyggst tryggja sér hálfan milljarð af auði Woods vegna ítrekaðra hjúskaparbrota hans. Í tímaritinu People er vitnað í heimildarmann, náinn Elinu, sem er ómyrkur í máli hvað varð- ar fyrirætlanir hennar. „Hún ætl- ar að yfirgefa Tiger [...] Hún hefur gert upp hug sinn. Þetta er eng- in spurning – hann mun aldrei breytast,“ sagði heimildarmað- urinn. Enn einn heimildarmaður nákominn Elinu, sagði frétta- stofu MSNBC að Elin myndi upplýsa og opinbera skilnað hjónanna eftir jólin. „Fyrirgefn- ing er ekki handan við hornið,“ sagði heimildarmaðurinn. Líkist föður sínum Hegðun Tigers hefur ekki kom- ið Dinu Parr, kærustu Tigers Woods úr menntaskóla, á óvart og sagði hún í viðtali við E! News að hann fetaði einfaldlega í fótspor föð- ur síns. „Hann hringdi vælandi og sagði: „Pabbi er með annarri konu,“ og var um megn að segja meir,“ sagði Parr að Tiger hefði gert á sínum yngri árum. „Honum var svo mikið niðri fyrir og ég reyndi bara að vera til staðar fyrir hann og hlusta,“ sagði Dina Parr. Ef eitthvað er að marka frásögn vinar Rachel Uchitel, sem fyrst var nefnd til sögunnar sem ástkona Tig- ers, er hann ekki eins illa haldinn og af er látið. „Tiger hefur sent henni SMS-skilaboð og reynt að finna tíma svo þau gætu hist aftur. Hann er ekki einu sinni sleginn! [...] Rachel sagði að hann hefði sagt sér að hann ætl- aði að skilja við konuna sína henn- ar vegna, að hann þarfnaðist þess að vera hjá henni [Rachel],“ sagði vinur Rachel. Ólíkar áherskur Ef litið er fram hjá orðsendingum sem Tiger Woods hefur sett á vef- síðu sína hefur hvorki sést né heyrst til hans frá því í lok nóvember. Hann hefur á vefsíðu sinni lýst yfir iðrun og lofað bót og betrun. Hann hefur tilkynnt að hann hyggist taka frí frá golfiðkun til að sinna fjölskyldumál- um. Ef fréttir af skilnaðaráformum El- inar eru réttar, og hún flytur til Sví- þjóðar, til Fåglaro-eyjar þar sem hún hefur fest kaup á húsi, fyrir fullt og allt með börn þeirra tvö þá er víst að Tiger fær nægan tíma til að íhuga gjörðir sínar og velta fyrir sér afleið- ingum þeirra. Ef honum verður um megn að gera það í einrúmi þá er mögulegt, samkvæmt síðustu talningu, að fjór- tán kvenmenn séu reiðubúnir að lána honum öxl að gráta við. Í lífi Tigers Woods skiptast á skin og skúrir. Hann var kjörinn íþróttamaður áratugarins af AP, golfvöllur með hans nafni verður gerður í Dúbaí, ástkonur hans eru fjórtán samkvæmt síðustu taln- ingu og konan hans hyggur á skilnað. WOODS FÆR VIÐURKENNINGU „Hann hringdi vælandi og sagði: „Pabbi er með annarri konu,“ og var um megn að segja meir,“ sagði Parr að Tiger hefði gert á sínum yngri árum. KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Stúrinn á svip Íþróttamaður ársins hjá AP. MYND AFP Fåglaro í Svíþjóð Mögulegt framtíðarheimili Elinar Nordegren, eiginkonu Tigers. MYND AFP Holly Sampson Klámmynda- leikkonur, kokteilgengilbeinur og nektardansarar eru á meðal ástkvenna kylfingsins. MYND SPLASH NEWS Joslyn James Ástkonur Tigers sem hafa gefið sig fram eru nú fjórtán talsins. MYND JOSLYNJAMESXXX.COM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.