Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Síða 36
LEIKUR AÐ ORÐUM Mikið hrikalega hlýtur fólk-inu á auglýsingastofun-um og í almannatengsla-fyrirtækjunum að finnast gaman að gera grín að almenningi. Og mikið væri gaman að vita hvort stjórnendur stórfyrirtækjanna sem það vinnur fyrir fatta brandarann eða eru alveg jafnauðtrúa og spunameist- ararnir halda að við hin séum. Alveg er það magnað hvað forsvarsmenn fyrirtækja geta komið fram og útskýrt stefnu fyrirtækisins og manngæsku í hvert sinn sem gengið er í gegnum erfiðleika eða hneykslismál. Var það ekki til dæmis upp- örvandi að heyra Finn Svein- björnsson lýsa einkunnar- orðum og stefnu Arion banka sem færðu okkur loforð um fagmennsku, framsækni, umhyggju og tryggð? Verða vitni að svona mikilli breytingu frá fyrri tíð. Og hvernig var þá að lesa auglýsingarnar hans Ás-mundar Stefánssonar þar sem hann sagði okkur að Landsbankinn stæði fyrir virðingu, heilindum, fagmennsku og eldmóði? En við skulum ekki gera lítið úr minni fyrirtækjum og keðj-um. Kaffitár selur fólki kaffi og te á uppsprengdu verði. En ekki bara hvaða kaffi sem er. Þetta er sko alvörukaffi með sinn sérstaka karakter. Eða getur maður annað en heillast af kaffi sem fær þessa umsögn: „Kaffi frá Indónesíu er hægt að lýsa sem hægu haustveðri við strendur regnskóga. Þungt og drungalegt með mikilli fyllingu.“ Vá, Svarthöfði verður í senn þyrstur og fullur eftir- væntingar og ævin- týraþrár bara við lesturinn, hvernig ætli það verði þá þegar kaffið er drukkið? Og hvað með fyrirtækjanöfn-in? Er ekki hreint stórkost-leg hugsun í nöfnunum N1, B2, C3 og A4? Allt í lagi, allt í lagi. Ég skal viðurkenna það. C3 er ekki fyrirtæki heldur smábíll frá Citroen. En hinir stafirnir og tölurnar eru allt nöfn á fyrirtækjum. Í alvöru, ég er ekki að plata. Passið ykkur bara að rugla ekki B2, sem er starfsmanna- leiga, við 2B, sem er tenglasíða á net- inu. En snúum okkur aftur að bönk-unum sem hafa hver á fætur öðrum tekið upp glæsileg og jákvæð einkunnarorð. Og vaknar þá einföld spurning: Hver ætli hafi verið einkunnarorð bank- anna fyrir hrun? Einhvern veginn efast Svarthöfði um að bankastjórar hafi einhvern tíma lýst fjálglega ein- kunnarorðunum: Græðgi - óráðsía - eyðslugleði - skammtímahugsun. SANDKORN n Viðtal DV við séra Arnald Bárðarson, prest í Glerárkirkju á Akureyri, vakti mikla athygli. Presturinn flýr land vegna sam- félagsmeina á Íslandi og tekur við prests- stöðu í Nor- egi í janúar. Ekki voru allir ánægðir með sjónar- mið prests- ins. Illugi Jökulsson blaðamaður tjáði sig með afgerandi hætti á Facebook og kveður „prestnefn- una“ sem hann segir ekki ætla að taka þátt í siðvæðingunni: „Ætlar kannski náðarsamlegast að snúa aftur, ef hér á sér stað siðvæðing. Finnst greinilega ekki hlutverk sitt að eiga þátt í þeirri siðvæðingu. Blessað- ur farðu og komdu aldrei aftur, séra minn!“ segir Illugi. n Samsæriskenningar eru alltaf skemmtilegar. Einn helsti kenn- ingasmiður af þeim toga er Guð- mundur Magnússon, ritstjóri Eyjunnar, sem á sínum tíma stjórnaði Þjóðmenningarhús- inu eftirminnilega. Guðmundur fjallar í Orðinu á götunni um þá frétt DV að Geir Sveinsson hafi ákveðið að fara í slag um sæti í borgarstjórn. „Fer ekki á milli mála hvaða væntingar blað- ið hefur til frambjóðandans. Orðið á götunni er að þarna sé DV trútt hefðum sínum. Blað- ið hefur allt frá stofnun dregið taum ákveðinna hópa innan Sjálfstæðisflokksins og fréttir þess litast af þeirri afstöðu,“ seg- ir Guðmundur. Skarpsýnustu slúðurkerlingar gætu ekki slegið út þessa kenningu. n Slagur vefmiðlanna um lestur er gríðarharður. Í haust laut Eyjan í gras fyrir Press- unni. Guðmundur Magnús- son, ritstjóri Eyjunnar, fann þá snjallræði sem átti að duga til að stefna á vefinn flestum kosningabærum einstakling- um í þjóðarkosningu um Icesa- ve. Þetta er raunar af svipuðum toga og það sem Ástþór Magn- ússon frambjóðandi kynnti í kosningabaráttu sinni. Vandi Eyjunnar er hins vegar sá að þátttakan í þjóðarkosningunni var dræm og víðs fjarri því að laða fram vitræna niðurstöðu. n Spennan vegna prófkjörs Sjálf- stæðisflokksins magnast óðum. Örtröð er að myndast um annað sæti listans á eftir óumdeildri Hönnu Birnu Krist- jánsdóttur. Flestir eru á því að Gísli Marteinn Baldursson muni bíða ákveðið skipbrot en Júlíus Vífill Ingvarsson skori stórt. Þá gætu Geir Sveinsson og Þorbjörg Helga Vigfúsdótt- ir komið sterk inn í baráttuna. En líklega mun ásóknin í annað sæti listans verða til þess að eng- in leið er til að spá um niður- stöðu og allt getur gerst. LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Sverrir Arngrímsson RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRAR: Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Elísabet Austmann, elisabet@birtingur.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Þetta kemur mér algjörlega í opna skjöldu.“ n Karl Ágúst Úlfsson Spaugstofumaður gefur út bókina Meiri hamingja. Hún er næstmest selda bókin í dag. - Fréttablaðið „Ég hef lengi látið mig dreyma um að leika í sama liði og Snorri Steinn Guðjónsson.“ n Silfurdrengurinn Róbert Gunnarsson samdi við Rhein-Neckar. Hlakkar til að leika með besta vini sínum. - Morgunblaðið „Þú finnur ekkert hér nema staðalbúnaðinn. Hafnabolta- kylfu og kannski eina exi.“ n Húseigandinn Jón Hilmar Hallgrímsson ósáttur við áreiti á heimili sínu í Byggðarendanum. - RÚV „Þó að Barthez hafi ekki haft sömu hæð og nærveru í teignum og ég hafði verður að viðurkennast að hann var betri spyrnumað- ur en ég.“ n Hjörvar Hafliðason léttur er honum var tjáð að Fabian Barthez átti að leysa hann af árið 2007 hjá Breiðabliki. - Fréttablaðið „Það var grátandi fólk á þingflokksfundum.“ n Sölvi Tryggvason gefur fólki innsýn í það sem gerðist á bak við tjöldin í hruninu. - Pressan Kurteisa fréttastofan LEIÐARI Valdhafar stunduðu um áraraðir að sniðganga aðra fjölmiðla en Ríkis-útvarpið og Morgunblaðið. Ástæð-an virtist fyrst og fremst vera að þeir fengu góða þjónustu hjá RÚV og Mogganum. Formenn Sjálfstæðisflokksins hafa til dæmis haft vald til að láta sleppa viðtölum sem tekin eru við þá í Morgunblaðinu, ef efni þeirra er þeim ekki nógu hagfellt. Nýlega lét Óðinn Jónsson, fréttastjóri RÚV, fjarlægja frétt af vefnum, vegna þess að Jór- unn Frímannsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins, gat ekki svarað eðlilegri spurningu fréttamannsins í fréttinni. Kurteisi RÚV við valdhafana á sér lítil takmörk. Þegar Óðinn var spurður hvers vegna fréttin var fjarlægð sagði hann að það hefði verið „lágmarksaðgerð“. Þetta eina tilfelli er í besta falli matsatriði, en svo virðist sem RÚV hafi það fyrir vinnureglu að afmá markvisst „óþægilega“ hegðun stjórn- málamanna. Árið 2007 birti Ríkisútvarpið ekki viðtal sem G. Pétur Matthíasson tók við Geir H. Haarde, vegna þess að Geir reiddist í miðju viðtalinu og bandaði fréttamanninum frá sér með hend- inni. Eftir að hann hafði spurt Geir út í óstöð- ugleika gjaldmiðilsins og ósamræmi í stefnu Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar bolaði Geir honum frá sér með þjósti og neitaði að svara fleiri spurningum. Geir kvaðst vera ósátt- ur við „að maður þyrfti að svara öllu röfli sem upp kæmi í þjóðfélaginu“. Hann sagðist vera forsætisráðherra og þess vegna ákvæði hann sjálfur hvenær hann væri í viðtölum. Á mynd- bandinu sést hvernig fréttamaðurinn reynir að sefa reiði forsætisráðherrans. Norska ríkissjónvarpið, NRK, starfar öðru- vísi. Í viðtali sem NRK tók við upplýsingafull- trúa Glitnis í kringum hrunið kvað við kunnug- legan tón. „Við erum með Glitni hérna. Þetta er mjög sterkur banki,“ sagði upplýsingafulltrú- inn og færði fram þann kunnuglega boðskap að ekki ætti að horfa í baksýnisspegilinn, held- ur aðeins fram á veginn. Spurður út í gríðar- legan gróða sem eigendur bankans hefðu náð út úr honum neitaði Már að svara, stoppaði viðtalið og byrjaði að tala við fréttamanninn á persónulegu nótunum. „Má ég aðeins tala við þig,“ sagði hann. NRK sýndi allt. RÚV hefði án vafa klippt þetta út. RÚV er svo kurteist að auð- maðurinn, sem reyndi að kaupa dagblað til að leggja það niður vegna umfjöllunar, vildi veita RÚV hundruð milljóna króna styrk, fullur vel- þóknunar. RÚV samþykkti boðið. Ef Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráð- herra bolar reiðilega frá sér fréttamanni í við- tali við RÚV um skattahækkanir hans mun viðtalið væntanlega verða grafið. Um leið veit ráðherrann að best er að fara í viðtal hjá RÚV, því þar verður tryggt að hann komi ekki illa út. Ruðningsáhrif RÚV á fjölmiðlamarkaðnum geta falist í því að erfitt er að keppa við gagn- rýnisleysið um viðtöl við valdhafana. Á sama tíma er erfitt fyrir fjölmiðla, eins og öll önnur fyrirtæki, að keppa við niðurgreidda starfsemi. Það segir hins vegar sína sögu um fréttir RÚV að jafnmargir Íslendingar horfa nú á aðgangs- harðar fréttir á áskriftarstöðinni Stöð 2 og frétt- ir RÚV sem almenningur borgar. Fréttirnar á RÚV áttu að vera einn helsti burðarstólpi lýð- ræðisins, en þær virðast fremur gæta ímyndar stjórnmálamanna en hagsmuna almennings. JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJÓRI SKRIFAR. Norska ríkissjónvarpið, NRK, starfar öðruvísi. BÓKSTAFLEGA Hér vil ég vera Alltaf má finna fólk eins og mig – fólk sem trúir því að réttlæti og heiðar- leiki hljóti sess í samfélaginu. Við trúum því að lán okkar verði sett í þann búning að okkur verði gert kleift að hafa þak yfir höfði og við eigum þá von að okurvextir verði ekki látnir stýra lífshlaupi okkar. Við eigum þá veiku von að haftastefna og kúgunarmáttur verðtryggingar heyri brátt sögunni til. Við trúum því bókstaflega að sagan sem skrifuð var af Dóra og Hádegismóra verði kom- andi kynslóðum víti til varnaðar, að Engeyjarkóngurinn og kúlulána- drottningin fái aldrei að stíga fæti inní Stjórnarráð Íslands. Við biðjum guð á himnum að forða okkur frá því að fleðulæti Framsóknar og glópa- lán Sigmundar Davíðs Oddssonar (eða hvað hann nú heitir sá ágæti maður) tilheyri sögu sem seint verð- ur unnt að gleyma. Þegar við gengum fram og börð- um potta og pönnur þá vildum við varpa ljósi á ásýnd réttlætisins. Og þegar við brenndum kapla með það að markmiði að hindra að kjaftavað- all kryddsíldarpakksins færi í loftið þá vildum við að rödd heiðarleikans fengi að heyrast. Núna viljum við að heiðarleg vinnubrögð ríkisvaldsins skili okkur sanngirni. Glyðra græðginnar og konungur kaupsýslunnar hafa kostað samfé- lagið miklar fórnir og þeir eru ekki margir sem leyfa sér að hugsa þá hugsun til enda að hérna komist Sjálfstæðisflokkur og Framsókn aft- ur til valda. En við hin sem berum í brjósti veika von um sigursæld rétt- lætis og heiðarleika viljum láta rík- isvaldið virkja það fólk sem þjóðin og umheimurinn getur treyst. Við eigum fólk sem er þess megnugt að styrkja stöðu þjóðarinnar á erlendri grund og við eigum til fólk sem styrkt getur stöðu einstaklinganna hér heima. Það tók ekki nema örfáa daga að tryggja stöðu fjármagnseigenda þeg- ar endurreisn bankakerfisins fór af stað. Núna er komið að því að rétta hlut okkar hinna – einstaklinganna, fjölskyldnanna í landinu. Núna er kominn tími til að rétta okkar hlut, leyfa okkur að lifa á landinu sem við fæddumst á og gefa okkur kost á mannsæmandi lífskjörum. Ég trúi á sanngirni og ég vona að mér verði leyft að lifa á Íslandi. En neyði menn mig til að yfirgefa land og þjóð þá mun ég að sjálfsögðu sakna þess sem eitt sinn hétu yndis- legir átthagafjötrar. Nú fæ ég dóm, með frelsið skert ég fer í svarta holið en ég hef ekkert af mér gert og engu hef ég stolið. KRISTJÁN HREINSSON skáld skrifar „Ég trúi á sanngirni og ég vona að mér verði leyft að lifa á Íslandi.“ SKÁLDIÐ SKRIFAR 36 FÖSTUDAGUR 18. desember 2009 UMRÆÐA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.