Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Qupperneq 48
48 FÖSTUDAGUR 18. desember 2009 HELGARBLAÐ
ar á Hlemm. „Ég tók bara strætó þangað á
morgnana og var þar meira og minna allan
daginn þann veturinn. Þá varð ég partur af
þessum hópi sem seinna var kallaður pönk-
ararnir á Hlemmi.“ Fjölmargir þekktir pönk-
arar voru í þessum hópi með Jóni sem sjálf-
ur var kallaður Jónsi pönk á þessum tíma.
„Þarna voru pönkarar eins og Sjálfsfróun,
Didda Jónsdóttir sem síðar varð skáldkona,
Frikki pönk og fleiri.“
Jón á hlýjar minningar frá þessum tím-
um og honum þykir greinilega vænt um
þetta skeið í lífi sínu. „Yndislegur tími. Þetta
var bara eins og Astrid Lindgren hefði skap-
að þetta fyrir okkur. Við réðum okkur sjálf og
gerðum bara það sem við vildum.“ Þó að eit-
urlyfjaneysla og óregla hafi oft verið tengd við
pönkið segir Jón lítið hafa verið um allt slíkt.
„Við vorum aðallega að hangsa og fíflast.“
Jón hafði þó kynnst ýmsu og kallaði ekki
allt ömmu sína í þeim efnum. „Á þessum tím-
um var ekki auðvelt fyrir ungling að verða sér
úti um eiturlyf. Það voru ekki margir að selja
þau og þeir sem voru að selja til dæmis hass
vildu ekki selja þrettán ára gömlum unglingi
það.“ Það var hins vegar vinsælt að taka inn
sjóveikistöflur og var auðvelt að verða sér
úti um þær. „Maður gat keypt að mig minnir
fimm stykki saman í einu og það var auðvelt
að fara bara í tvö apótek. Þá var maður kom-
inn með nógu margar. Svo var líka töluvert
um sniff á þessum tíma, gas og svoleiðis. Ég
gerði þetta nokkuð reglulega, að taka inn sjó-
veikistöflur. Alveg þangað til að ég var næst-
um því dáinn af því. Ég var fluttur á neyðar-
móttökuna og öllu var dælt upp úr mér. Ég
man ekkert eftir því en ég var þarna á spítala
alveg í nokkra daga á eftir.
Eftir þetta varð ég hrædd-
ur og þorði þessu ekki aft-
ur.“
VISTAÐUR Á NÚPI
Vera Jóns á Hlemmi og
fjarvera hans frá skóla
varð á endanum til þess að
hann var sendur á ungl-
ingaheimilið Núp í Dýra-
firði. „Þetta var héraðsskóli
og eins konar geymslu-
staður fyrir vandræðaungl-
inga og ég var þarna í tvö
og hálft ár.“ Mikið hefur
verið fjallað um svipuð
áfangaheimili í fjölmiðl-
um undanfarin ár, svo sem
Breiðavík og Kumbaravog,
en þar fengu börn og ungl-
ingar að líða mikið harðræði og jafnvel mis-
notkun. Jón vill þó ekki líkja vistinni á Núpi
við þessi heimili þó að þar hafi margt mis-
jafnt gengið á.
„Þetta var alveg hardcore. Maður var læst-
ur inni og það voru rimlar á gluggunum. Það
var ýmislegt sem viðgekkst þar en það var
ekkert svona kerfisbundið ofbeldi í gangi eins
og á sumum þessara staða.“ Á kvöldin var öll-
um herbergjum og hurðum læst og eins og
áður sagði voru rimlar á gluggunum. „Það
voru samt bara rimlar á gluggum sem hægt
var að opna. Þannig að ef það hefði kviknað
í eða eitthvað þannig, þá hefði maður alveg
getað brotið glugga og komið sér út.“
Þó undarlegt megi virðast líkaði Jóni vist-
in á Núpi nokkuð vel. „Í það heila var bara
mjög skemmtilegt að vera þarna. Mér fannst
mjög þægilegt að vera þar því það var enginn
að lemja mig á Núpi. Ég var aldrei laminn þar
þó að margir aðrir hafi verið það. Ég fékk að
vera svona í friði með mitt og var áfram gef-
ið tækifæri á því að vanrækja allan skóla sem
ég hafði bara ekki nokkurn einasta áhuga á.
Enda alltaf átt við mikla námsörðugleika að
stríða. Þannig að ég var bara nokkuð sáttur.“
Ekki var þó sömu sögu að segja um alla þá
sem dvöldu á Núpi. „Það voru þarna nokkrir
sem voru mjög illa staddir tilfinningalega og
andlega yfir höfuð.“ Jón segir þá einstaklinga
ekki hafa fengið neina sérstaka hjálp meðan
á dvöl þeirra stóð. „Ekki frá hinu opinbera.
Bara þá ef þeir áttu gott fólk að.“
STÓRFURÐULEGUR
UNGLINGUR
Aðspurður segir Jón að sér hafi tekist vel að
jafna sig á því þótt hann hafi orðið fyrir of-
beldi og einelti þegar hann var yngri. „Þó svo
að ég hafi orðið fyrir barðinu á búllíum var
það alls ekkert þannig að allir væru eitthvað á
móti mér. Alls ekki. Ég var alveg stórfurðuleg-
ur á þessum tíma og einhverjum skólafönt-
um fannst bara eðlilegast að lemja mig.
Ívar Hauksson, sá landsþekkti kraftlyft-
ingamaður, golfari og handrukkari, var til
dæmis með mér í skóla og lamdi mig alveg
á reglulegum basis. Ég sagði frá því einhvern
tímann í viðtali og þá var leitað eftir við-
brögðum hjá honum. Þá sagðist hann muna
eitthvað eftir því og hélt bara að ég hefði
haft gott af því. Hann var líka að læra karate
á þessum tíma og mjög áhugasamur um of-
beldi almennt.“
ÍBÚÐ MEÐ ENGU KLÓSETTI
Jón hefur alltaf átt mjög auðvelt með að sjá
húmorinn í öllum sköpuðum hlutum og jafn-
vel í aðstæðum sem aðrir myndu telja allt
annað en fyndnar. „Fyrr eða síðar sér mað-
ur húmorinn í þessum hlutum. Auðvitað er
maður ekkert bara hoppandi glaður með að
það sé verið að lemja mann en eftir á reynir
maður að sjá húmorinn í svona hlutum. Mér
finnst það líka vera val fyrir fólk að gera það.
Þegar við lendum í einhverju, þá er það hluti
af því að takast á við aðstæður sem við ráð-
um ekki við. Til þess að komast yfir hlutina er
mikilvægt að sjá það fyndna í þeim. Þannig
sigrumst við á þeim. En fólk sem gerir það
ekki það situr bara fast. Fast í reiðinni.“
Til að útskýra mál sitt betur nefnir Jón
dæmi sem honum dettur skyndilega í hug.
„Tökum sem dæmi að einhver kaupir sér
íbúð. Hún væri ódýr og flott, þú ættir pening
og myndir bara kýla á þetta. Alveg ógeðslega
glaður. Svo myndir þú bara komast að því
að það væri ekkert klósett í íbúðinni sem þú
varst að kaupa. Auðvitað yrðir þú alveg rosa-
lega reiður út í sjálfan þig og reiður út í þann
sem seldi þér íbúðina. En ef þú myndir ekki
á endanum sjá húmorinn í því að hafa ver-
ið svo vitlaus að kaupa íbúð með engu kló-
setti án þess að spá í því, þá værirðu bara allt-
af reiður og ég nenni ekki að vera reiður. Ég
bara nenni því ekki.“
Húmorinn hefur verið Jóni ótrúlega mik-
ilvægur og hans leið til þess að takast á við
ýmislegt. „Ég er eða hef verið mjög dugleg-
ur, ég er reyndar hættur því að mestu leyti,
að koma mér í
mjög fáránleg-
ar aðstæður.
Ég er fljótfær,
grunnhygg-
inn, hégóm-
legur og skap-
mikill. Og hefði
ég ekki húm-
orinn þá væri
ég bara á geð-
deild. Ég væri
bara reiður og
ruglaður. Það
hefur verið al-
veg lífsnauð-
synlegt fyr-
ir mig að hafa
húmor enda
er húmor ekk-
ert annað en gáfuleg leið
til þess að leysa úr hlutum.
Enda heitir þetta kímni-
gáfa á íslensku. Það er svo
margt í lífinu sem maður
ræður bara ekkert við. Ég
ætlaði aldrei að láta lemja
mig. Það var ekkert sérstakt
markmið hjá mér.“
„ÞROSKAHEFTUR“ Á
TÖLUR
Eftir að Jón snéri aftur af
Núpi var hann kominn á
framhaldsskólaaldurinn og
því kominn tími til að halda
skólagöngunni áfram. „Ég
sótti um í MH en komst ekki
inn því ég hafði ekki einu
sinni lokið samræmdu próf-
unum.“ Jón komst svo síðar
inn í MH en hann entist ekki
lengi þar. „Ég var í eina önn
í MH, eina önn í Flensborg,
einn vetur í FÁ, einn vetur í FB og var skráður
í MS en var aldrei þar.“
Jón flakkaði á milli skóla og það var í raun-
inni aldrei á dagskrá hjá honum að sinna
náminu af neinni alvöru. „Ég gerði aldrei
neitt. Ég var bara þarna að hanga með vinum
mínum. Ég hafði nákvæmlega engan áhuga
á því að læra. Ég sá þá og sé ekki enn þá
neinn tilgang í að læra dönsku
eða stærðfræði. Þetta voru og
eru hlutir sem ég hef bara ekki
nokkurn einasta áhuga á. Ég
vissi það allan tímann að þessi
skólaganga væri tilgangslaus
nema ég myndi ljúka stúd-
entsprófi sem var gjörsamlega
óhugsandi fyrir mig.
Kannski ekki síst vegna þess
að ég er með tegund af lesblindu
eða talnablindu sem kallast
kalkúlexía. Ég kann plús og mín-
us og það er allt og sumt. Nei,
ókei, ég kann plús. Ég kann ekki
alveg mínus. Ég er bara algjör-
lega þroskaheftur þegar kemur
að þessu. Ég veit ekki hvort þetta
sé viðurkennt í dag, þessi kalkúl-
exía, en hún var það að minnsta
kosti ekki þegar ég var í skóla.“
Jón hangsaði því
í skóla fyrir vilja for-
eldra sinna og til þess
að komast hjá því að
vera í drepleiðinleg-
um og illa borgaðri
vinnu. „Eina valið sem
ég hafði gagnvart for-
eldrum mínum var
annaðhvort að vera
í skóla eða fara að
vinna. Og að vinna
úti um vetur er algjör
viðbjóður. Ég vildi
því frekar vera í skól-
anum og hanga með
vinum mínum.“
FRÁBÆRT Á
ATVINNULEYSIS-
BÓTUM
Jón gafst þó upp á
því að slæpast inni
á milli og réð sig þá
í ýmiss konar vinnu
sem honum líkaði
undantekningarlaust
illa við. „Ég vann við ótrúlega margt. Hand-
langari hjá smiðum, að hreinsa mótatimbur,
leggja hellur, vann í Hampiðjunni, vann í öll-
um þess verksmiðjum, Plastos, Plastprent og
á fleiri stöðum. Þetta var allt ógeðslega leið-
inlegt, ógeðslega erfitt og illa borgað.“
Jón sá fram á að hann ætti aldrei eftir að
klára stúdentspróf en að húka í vinnu sem
hann þoldi ekki var heldur ekki líf sem hann
gat sætt sig við. „Ég prófaði að feika það að
vera atvinnulaus í smá tíma og það var ágætt.
Þá gat ég bara hangið heima og horft á víd-
eó en samt fengið pening fyrir. Logið svo að
foreldrum mínum að ég væri alltaf að leita að
vinnu sem ég var alls ekki að gera. Þetta var
mjög gott tímabil.“
En Jóni tókst ekki að halda sér á bótunum
til lengdar. „Þá var ég búinn að vera of lengi
á bótum og þurfti að fara að vinna vinnu sem
ég var neyddur til þess að taka. Þá fór ég að
vinna hjá borginni við að keyra um og taka
rusl úr almenningsruslatunnum. Þetta vor-
um ég og einhverjir þrír þroskaheftir menn
sem vorum í þessu.“
SJÓARALAUN Á GEÐDEILD
Jón var heldur ekki sáttur í starfi sínu hjá
borginni og leitaði enn á ný að betri lausn.
„Þarna var ég svona 17 ára og ég vildi eitt-
hvað betra. Þá fór ég að leita mér að vinnu á
geðdeild. Það er innivinna. Maður þarf ekki
að vera neitt að erfiða. Þar er maður bara inn-
an um fólk og tekur þátt í mannlegum sam-
skiptum og svona.“
Þar kynntist Jón yndislegum heimi. „Ég
fékk fyrst vinnu á geðdeild Borgarspítalans,
svo á geðdeildum Landspítalans, Kleppi og
einnig á Kópavogshæli. Þetta var yndisleg-
ur heimur og sérstaklega að vinna nætur-
vaktir. Það hentaði mér mjög vel.“ Jón segir
margt hafa spilað inn í um hvers vegna hann
kunni svo vel við starfið. „Eins og ég segi
þá var þetta þægileg innivinna og svo hittir
maður mikið af skemmtilegu og áhugaverðu
fólki á geðdeildum. Bæði starfs- og vistmenn.
Ég kynntist mörgu frægu fólki í þessu starfi.
Til dæmis bróður Einars Más sem Englar al-
heimsins eru um. Kynntist honum mjög vel.“
Jón segir það ekki heldur hafa komið sér
illa að starfið var betur launað en flest þau
sem hann hafði verið í áður. „Maður gat unn-
ið yfirvinnu og næturvaktir þannig að mað-
ur fékk reiknað álag og svona sem var ágætt.
Svo einu sinni þegar það var mikill skortur á
starfsfólki á geðdeildum þá gerði ég einn al-
veg brilljant hlut. Ég lækkaði starfshlutfall-
„ÉG VAR ALVEG STÓRFURÐU-
LEGUR Á ÞESSUM TÍMA OG
EINHVERJUM SKÓLAFÖNTUM
FANNST BARA EÐLILEGAST
AÐ LEMJA MIG.“
Tvíhöfði Jón
og Sigurjón
Kjartansson.
Besti flokkurinn Er með fullt
af góðum baráttumálum.