Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Qupperneq 53

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Qupperneq 53
HELGARBLAÐ 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR 53 „Við eigum til að tengja krabbamein við dauðann og vissulega var grein- ingin mikið áfall, en samt ákveðin léttir fyrir Atla því þá var hann loks- ins búinn að fá að vita hvað í raun og veru var að valda honum öllum þess- um þjáningum og hann gat byrjað af fullum krafti að berjast við krabba- meinið,“ segir Jón Halldórsson, vin- ur Atla Thoroddsen flugstjóra, en Atli lést í sumar eftir baráttu við krabba- mein. Þegar Atli dó var hann langt kominn með bókina Dagbók rokk- stjörnu en bókin byggir á bloggfærsl- um hans eftir að hann greindist með krabbameinið. Nú hafa aðstandend- ur Atla klárað bókina sem fæst í öll- um helstu bókabúðum. Staðráðinn í að sigra Jón, eða Nonni eins og hann er kall- aður, segist alltaf hafa haldið í von- ina um að vinurinn myndi sigrast á veikindunum en viðurkennir að ótt- inn hafi þó alltaf verið til staðar. Þeir félagar kynntust árið 1995 þegar Atli byrjaði, ásamt vinum sínum í flug- inu, að æfa í líkamsræktarstöðinni Þokkabót sem Jón starfaði í á þeim tíma. Nonni segir vináttuna hafa þróast hratt og áður en langur tími hafi liðið hafi þeir tveir verið orðn- ir trúnaðarvinir. „Við vorum líkir á mörgum sviðum. Höfðum gaman af mótorhjólum, veiði, hraða og falleg- um konum, svo eitthvað sé nefnt. Ég trúði og treysti honum fyrir mörgum hlutum í mínu lífi og trúnaðurinn var gagnkvæmur. Þegar hann fékk að vita að hann væri með krabbamein tók ég meðvitaða ákvörðun um að standa með honum í gegnum þetta erfiða verkefni. Ég vildi vera til stað- ar fyrir hann,“ segir Nonni og bætir við að það hafi verið erfitt að horfa hjálparvana á vininn veikjast svo al- varlega. „Auðvitað var það sárt en ég gerði það sem ég gat til þess að styðja hann í baráttunni. Ég hringdi í hann svo til daglega og fékk að heyra fréttir. Stundum voru símtölin stutt, bara rétt til að heyra í honum hljóð- ið, en svo var líka bara alltaf gaman að heyra í honum því Atli var með skemmtilegri mönnum sem ég hef kynnst,“ segir Nonni og bætir við að Atli hafi gert tilveruna bjartari þrátt fyrir erfiðleikana. „Hann var með svo ótrúlega jákvætt viðhorf og var staðráðinn í að sigra. Auðvitað átti hann sínar erfiðu stundir en hann leyfði sér ekki oft að fara á þann stað og hann hjálpaði fólkinu í kringum sig við að takast á við veikindin með sínu stórkostlega viðhorfi.“ Svekktur vegna samskiptaleysis Nonni lýsir Atla sem skemmtilegum ævintýramanni. „Ég kallaði hann oft Litla manninn,“ segir hann brosandi og bætir við að Atli hafi verið gaur- inn sem framkvæmdi hlutina og lét drauma sína rætast. „Atli var for- dómalaus og víðsýnn og alltaf tilbú- inn að skoða málin frá öllum hliðum og það var ekki til neitt vont í honum. Hann var algjör hetja,“ segir hann en bætir við að Atla hafi þótt erfið- ast að bíða en það hafi hann oft þurft að gera í veikindunum. „Hann talaði mikið um hvað það væri erfitt að sitja og bíða eftir rannsóknum og niður- stöðum úr þeim. Hann vildi frekar fá að vita hvað væri í gangi svo hann gæti tæklað hlutina. Samskiptaleysi milli lækna reyndi líka mikið á hann og hann var oft mjög sár og svekkt- ur yfir því hvað þeir virtust eiga erfitt með samskipti sín á milli.“ Skrifaði á morfíntrippi Þrátt fyrir veikindi Atla hélt Nonni áfram með sitt daglega líf, enda vinn- andi maður með stóra fjölskyldu. „Þrátt fyrir svona áföll verður lífið að halda áfram sinn vanagang, enda hefði Atli ekki viljað að líf mitt hefði breyst vegna veikinda hans. Hann gat ekki lengur ferðast um, ekið um á mótorjóli eða gert aðra hluti eins og hann vildi. Hann sagði oft við mig að ef hann væri bara með krabba- mein og krabbinn væri ekki bú- inn að eyðileggja annan fót hans þá hefði allt verið mun auðveldara. Fyr- ir svona ári síðan vorum við að ræða saman og talið barst að því hvernig honum fyndist best að eyða degin- um. Atli sagðist vera búinn að horfa á allar DVD-myndir sem framleiddar hefðu verið og einnig vera búinn að lesa allt það sem að hann hefði kom- ist í. Ég spurði hann af hverju hann færi ekki að hanna heimasíður til að drepa tímann. Hann sagðist ekki hafa áhuga á því en að hann væri að hugsa um að skrifa bók um reynslu sína , einhvers konar dagbók.Hug- myndina hafði hann fengið frá bók sem Nikki Sixx í Mötley Crüe hafði skrifað og hann hugsaði sem svo að fyrst Nikki gat skrifað sína bók á heróíntrippi ætti hann að geta skrif- að sína bók á morfíntrippi. Við fórum svo og hittum Stefán Mána rithöfund sem svaraði spurn- ingum Atla um hvernig best væri að koma sér í að skrifa bókina. Stef- án Máni veitti honum mikinn inn- blástur til að kýla á þetta og held ég að hann hafi verið byrjaður að vinna í bókinni nokkrum mínútum eftir fundinn,“ segir Nonni og bætir við að hann sé í góðu sambandi við fjöl- skyldu Atla sem skildi eftir sig eigin- konu og tvær dætur. Ekkja Atla heit- ir Ásta Hallgrímsdóttir og samkvæmt Nonna var hún staðráðin í að klára bókina eftir andlát eiginmannsins, enda hafi hún og Hrafn Thorodd- sen, bróðir Atla, verið búin að lofa honum því. „Ásta er mikil hetja og þvílíkur klettur. Hún er alveg ótrúleg en stundum hef ég haft áhyggjur að hún sé hreinilega of hörð við sig en mér sýnist hún samt vera á góðu róli, staðráðin í að lifa lífinu til fullnustu og öðlast hamingju inn í sitt líf, eitt- hvað sem hún og stelpurnar eiga svo sannarlega skilið.“ Ræddu tilgang lífsins Nonni segist hafa verið heppinn að hafa fengið að vera einn af þeim sem sátu yfir Atla þar til yfir lauk. „Síðustu skiptin sem við hittumst lá hann í móki en tveimur vikum áður áttum við það ótrúlegasta spjall sem ég hef átt við nokkurn mann. Hann hringdi í mig eftir miðnætti eftir að hafa feng- ið að heyra frá læknunum að tíminn væri líklega á þrotum. Í þessu tilfinn- ingaríka samtali okkar fórum við yfir hversu vænt okkur þótti hvorum um annan og ræddum tilgang lífsins og út á hvað þetta líf gengi í raun og veru. Ég sagði við hann að ég teldi að þegar maður stæði frammi fyrir dauðanum hlyti maður að gera sér betur grein fyrir hvað það væri sem skipti mestu máli í lífinu og bað hann um að gefa mér ráð til að lifa eftir. Hann sagðist vera með þrjú ráð fyrir mig og hló í gegnum tárin. Hann sagði mér að í raun væru þetta sjálfsagt einhverj- ar klisjur sem ég hefði heyrt áður en væri samt það sem hann vildi ráðleggja mér. „Í fyrsta lagi,“ sagði Atli, „eig- um við að njóta hverrar ein- ustu mínútu og ekki vera hafa áhyggjur af öllu mögu- legu.“Annað ráð frá honum var að vera ekki að stressa mig á hlut- um sem við getum ekki stjórnað, já, og að hætta stressa okkur á einhverj- um litlum hlutum sem í raun skipta sjaldn- ast nokkru máli. Og í þriðja lagi sagði hann að ég ætti að láta alla mína drauma rætast, bæði stóra og smáa,“ segir Nonni og bætir við að hann sé einmitt maður- inn sem dreymi stóra drauma. „Hann sagði mér að láta allavega reyna á þá stóru svo framarlega sem ég særi engan því við vitum ekki nema þeir rætist. Auðvitað hefur maður heyrt þetta allt þúsund sinnum en eftir að hafa heyrt þetta frá honum er ég enn meðvitaðri um að fara eftir þessu.“ Verkirnir eru farnir Nonni segist sakna Atla mikið og að hann grípi oft í bókina þegar hann hugsi hvað mest um hann. „Ég sakna hans gríðarlega, enda mikill miss- ir. Við gátum hlegið saman og grátið saman, við treystum hvor öðrum. Atli var ævintýramaður og ég sakna þess mikið að geta ekki hringt í hann þeg- ar ég fæ einhverja dellu í hausinn og látið hann peppa mig áfram. Hann sá aldrei neinar hindranir, bara lausnir. Hann var alltaf að framkvæma eitt- hvað og hugsaði ávallt fram á við og það sýndi sig best í því að þegar hann dó var hann með hundabók við rúm- ið sitt. Þótt hann vissi í hvað stefndi ætlaði hann að fá sér hund þegar hann jafnaði sig en nú er þessi hund- ur kominn á heimilið, ótrúlega fal- legur golden retriver sem þær mæð- gur, Ásta, Andrea og Júlíana, sjá um. Atli hræddist ekki dauðann. Hann sagðist heppinn því draumar hans hefðu þegar ræst. Hann átti yndis- legar dætur og frábæra konu og hafði orðið flugstjóri, eins og hann hafði dreymt um. Það sem hann óttaðist hins vegar mest af öllu var að yfirgefa stelpurnar sínar þrjár. Hann vissi að þær ættu góða að og að allt yrði í lagi en hann hafði samt áhyggjur. Ég lof- aði honum að við vinirnir myndum fylgjast með þeim og hann þakkaði fyrir það því þótt hann vissi það svo sem fyrir sagði hann að það væri gott að fá að heyra það. Það er kannski eitthvað sem við megum muna í svona erfiðleikum, að orða hugsanir okkar og láta vita að við séum til stað- ar. Mig dreymdi Atla um daginn og sá hann þá fyrir mér með Gulla heitn- um, manni mömmu Atla, en Gulli dó einnig fyrir skömmu úr krabbameini. Þeir voru í grænum fjalladal og Atli var með mótorhjólið sitt. Hann sagð- ist hafa það gott og að verkirnir væru farnir. Ef ég þekki Litla manninn rétt er hann núna að leika sér, keyra mótorhjól, fljúga flugvélum og ræða heimsmálin þess á milli.“ indiana@dv.is Þegar Atli Thoroddsen flugstjóri greindist með krabbamein tók trúnaðarvinur hans, Jón Halldórsson, með- vitaða ákvörðun um að vera til staðar fyrir hann í veikindunum og á dánarbeðinum lofaði hann honum að fylgjast með stelpunum hans þremur. Þegar ljóst var hvert stefndi ræddu þeir félagar um tilgang lífsins og fékk Jón þrjú góð ráð hjá Atla. Þótt líklega sé um klisjur að ræða er Jón staðráðinn í að taka leiðbeiningarn- ar alvarlega og lifa eftir ráðum vinarins héðan í frá. Atli var langt kominn með bókina Dagbók rokkstjörnu þegar hann lést en nú hafa aðstandendur hans lokið við bókina sem fæst í öllum bókabúðum. „Hún er alveg ótrú- leg en stundum hef ég haft áhyggjur að hún sé hreinilega of hörð við sig en mér sýnist hún samt vera á góðu róli, staðráðin í að lifa lífinu til fullnustu og öðlast hamingju inn í sitt líf, eitthvað sem hún og stelpurnar eiga svo sannarlega skilið.“ „Það sem hann óttaðist hins vegar mest af öllu var að yfirgefa stelp- urnar sínar þrjár.“ Saknar hans gríðarlega Dagbók rokkstjörnu Atli var langt kominn með bókina þegar hann lést en bókin er byggð á bloggfærslum hans. Vinir og aðstandendur Atla lofuðu honum að klára bókina eftir hans dag og hafa þegar staðið við það.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.