Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Qupperneq 58

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Qupperneq 58
UMSJÓN: KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON, kgk@dv.is Gylfi Þór Gíslason ÍÞRÓTTAKENNARI Á SELFOSSI Gylfi fæddist á Selfossi og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann lauk fullnaðar- og gagnfræðaprófi á Sel- fossi, stundaði nám við Íþrótta- kennaraskóla Íslands á Laugarvatni og lauk þaðan prófum 1970. Þá hef- ur hann sótt fjölda námskeiða er lúta að þjálfun og íþróttakennslu. Hann stundaði söngnám hjá Má Magnússyni og síðar hjá Sigurveigu Hjaltested um nokkurra ára bil og framhaldsnám i forvörnum gegn vímuefnum í Bandaríkjunum 1995- 96. Gylfi var í sumarvinnu hjá Sel- fossbæ og Rafveitu Selfoss á ungl- ings- og námsárum. Hann hóf kennslu við Gagnfræðaskóla Sel- foss, nú Vallaskóla, 1970. Kenndi þar til ársins 2000 og var síðan námsráðgjafi við Grunnskólann í Grindavík til 2001 er hann hætti störfum sökum veikinda. Gylfi æfði og keppti í knattspyrnu með UMF Selfossi á unglingsárun- um, lék með meistaraflokki Fram 1971, Víkingi í Ólafsvík 1974 og lék með unglingalandsliðinu 1966, fyrstur Selfyssinga. Hann stundaði knattspyrnuþjálfun, einkum á Sel- fossi en auk þess hjá Fylki, Víkingi í Ólafsvík og ÍBÍ á árunum 1970-93. Gylfi sat í stjórn knattspyrnu- deildar UMF Selfoss um árabil og í unglingaráði félagsins. Hann hefur starfað mikið að leiklist á Selfossi frá unga aldri og sat í stjórn Leikfé- lags Selfoss um nokkurra ára skeið. Hann hefur sungið m.a. með Karla- kór Selfoss, Skagfirsku söngsveitinni og Þjóðleikhúskórnum, hefur sung- ið opinberlega við ýmsar athafnir og söng m.a. í uppfærslum Þjóðleik- hússins á söngleikjunum My Fair Lady, Fiðlaranum á þakinu og óp- erunni Á valdi örlaganna. Þá hefur Gylfi fengist við frístundamálun á síðustu árum. Fjölskylda Gylfi kvæntist 31.1. 1971 Sigurlínu Guðmundsdóttur, f. 27.9. 1949, starfsmaður Landsbanka Íslands. Þau skildu árið 2000. Hún er dótt- ir Guðmundar Jóhannssonar, fyrrv. forstöðumanns á Litla-Hrauni og símstöðvarstjóra á Selfossi, og k.h., Ólafar Maríu Guðmundsdóttur húsmóður. Börn Gylfa og Sigurlínu eru Gísli Rafn, f. 13.6. 1970, mannvirkjahönn- uður á Selfossi en kona hans er Val- eria Gylfason; Ívar Örn, f. 12.6. 1971, bílstjóri við Mjólkurbú Flóamanna, búsettur á Selfossi en kona hans er Elva Björg Þráinsdóttir húsmóðir; Ólöf María, f. 13.9.1976, húsmóðir á Selfossi, en maður hennar er Bjarni Kristinsson framkvæmdastjóri. Gylfi á nú sjö barnabörn. Eiginkona Gylfa er Vhoranout Polsaksai, f. 12.12. 1954, húsmóð- ir sem annast Gylfa nú í veikindum hans. Albróðir Gylfa er Björn Ingi Gíslason, f. 2.9.1946, hárskeri á Sel- fossi. Hálfsystkini Gylfa, samfeðra: Ámundi Reynir Gíslason, f. 7.6. 1924, nú látinn, bílstjóri, var búsett- ur í Kópavogi; Ingigerður Kristín Gísladóttir, f. 11.1. 1928, húsmóðir í Reykjavík; Hulda Gísladóttir, f. 2.11. 1929, d. 1974, húsmóðir í London; Reynir Gíslason, f. 19.8. 1930, d. 19.8. 1935; Regína Hanna Gísladótt- ir, f. 17.11. 1932, skrifstofumaður í Reykjavík; Björgvin Óskar Gíslason, f. 15.8. 1936, d. 2.11. 1936. Foreldrar Gylfa voru Gísli Sig- urðsson, f.24.12. 1896, d. 5.6. 1970, hárskeri í Reykjavík og á Selfossi og þekktur söngmaður og eftirherma, og k.h., Rannveig Sigurbjörnsdóttir, f. 1.12. 1918, d. 1.4. 1984, húsmóðir. Gylfi mun verja afmælisdegin- um með fjölskyldu sinni en tekur á móti heillaóskum í húsnæði Karla- kórs Selfoss klukkan 14 - 16. 60 ÁRA Á SUNNUDAG 70 ÁRA Á LAUGARDAG Kjartan Jóhannsson FYRRV. RÁÐHERRA, FYRRV. FRAMKVÆMDASTJÓRI EFTA OG SENDIHERRA Kjartan fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1959, prófi í byggingaverkfræði frá Kungliga Tekniska Högskolan í Stokkhólmi 1963, stundaði nám í rekstrarhag- fræði við Háskólann í Stokkhólmi 1963-64, lauk MS-prófi í rekstrar- verkfræði frá Illinois Institute of Technology í Bandaríkjunum 1965 og doktorsprófi í aðgerðarrannsókn- um frá sama skóla 1969. Kjartan var dósent við HÍ 1974- 89, rak sjálfstæða ráðgjafarþjónustu 1968-78, var þingmaður Alþýðu- flokksins í Reykjaneskjördæmi 1978- 89, sjávarútvegsráðherra 1978-80, viðskiptaráðherra 1979-80, sendi- herra Íslands hjá EFTA 1989-94 og framkvæmdastjóri EFTA 1994- 2000, sendiherra í utanríkisráðuneytinu 2000-2002 og í Brussel 2003-2005. Kjartan var varaformaður Al- þýðuflokksins 1974-80 og formaður flokksins 1980-84. Hann sat í stjórn RARIK 1969-74, í stjórn ÍSAL 1970- 75, var formaður útgerðarráðs BÚH 1970-74, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði 1974-78, formaður Styrktarfélags aldraðra í Hafnarfirði 1976-79, sat í nefnd um endurskoðun bankakerf- isins 1979-85, í stjórnarnefnd Rík- isspítalanna 1987-89, var formaður nefndar um staðgreiðslu skatta 1987, nefndar um húsnæðislán 1988-89 og Evrópustefnunefndar 1988-89. Hann var fulltrúi á allsherjarþing- um SÞ 1976, 1982 og 1985, fulltrúi Ís- lands á þingi Evrópuráðsins 1980-89, sat í stjórn Grænlandssjóðs 1985-87 og formaður Íslandsdeildar í þing- mannanefnd EFTA 1985-89. Kjartan hefur skrifað bækur, bæk- linga og bókarkafla um ýmis efni. Enn fremur fjölmargar greinar í margvísleg fagtímarit, dagblöð og víðar. Fjölskylda Kona Kjartans er Irma Karlsdóttir, f. 26.3. 1943, bankafulltrúi. Foreldrar hennar: Alf Eriksson, f. 14.9. 1919, bifreiðastjóri, og Gerda Andréasson, f. 10.4. 1922, verslunarmaður. Dóttir Kjartans og Irmu: Maria, f. 22.3. 1963, hagfræðingur, maki Þorkell Guðmundsson, f. 17.9. 1963 verkfræðingur, í San Jose í Kaliforníu. Börn þeirra, Kári verkfræðingur, Atli, menntaskólanemi, Sunna mennta- skólanemi. Systir Kjartans: Ingigerður Maria, f. 13.5. 1944, lyfjatæknir, maki Reyn- ir Guðnason, fyrrverandi skólastjóri, börn, Jóhann Guðni, Birna, Astrid María. Foreldrar Kjartans: Jóhann Þor- steinsson, f. 9.5. 1899 á Berustöð- um í Ásahreppi í Rangárvallasýslu, d. 16.3. 1976, kennari og forstjóri, og Astrid Þorsteinsson, f. 13.11. 1908 í Visnum í Svíþjóð, d. 1.7. 2000, hjúkr- unarfræðingur. Ætt Jóhann var bróðir Arndísar, ömmu Guðna Ágústssonar, fyrrv. landbún- aðarráðherra og fyrrv.formanns Framsóknarflokksins. Jóhann var sonur Þorsteins, b. á Berustöðum, bróður Sigurjóns, langafa séra Úlf- ars Guðmundssonar prófasts. Hálf- systir Þorsteins var Anna Jónsdóttir, langamma Flosa heitins Ólafsson- ar leikara. Þorsteinn var sonur Þor- steins, hreppstjóra á Syðri-Rauðalæk í Holtum og Berustöðum Jónssonar, b. á Hrygg í Flóa Einarssonar. Móð- ir Þorsteins hreppstjóra var Guðlaug Helgadóttir, systir Guðmundar, afa Nínu Sæmundsson listmálara. Annar bróðir Guðlaugar var Bjarni, langafi Guðbjarna, föður Sigmundar, fyrrv. háskólarektors. Móðir Þorsteins Þor- steinssonar var Arndís Helgadóttir, b. á Litlaparti í Þykkvabæ Einarssonar, og Önnu Magnúsdóttur. Móðir Önnu var Ragnhildur Árnadóttir, b. í Hábæ, bróður Vilborgar, móður Rannveigar, konu Bjarna riddara og langömmu Matthíasar skósmiðs, afa Matthías- ar Mathiesen, fyrrv. ráðherra, föður Árna, fyrrv. fjármálaráðherra. Móðir Jóhanns var Ingigerð- ur, systir Árna, afa séra Jóns Dalbú Hróbjartssonar, sóknarprests í Hall- grímskirkju. Annar bróðir Ingigerðar var Runólfur, afi Sverris Sigurðssonar málverkasafnara. Ingibjörg var dóttir Runólfs, b. í Áshóli, bróður Sigurðar, langafa Sigþórs, föður Guðmundar, skrifstofustjóra í landbúnaðarráðu- neytinu. Runólfur var sonur Runólfs, b. á Brekkum í Holtum Nikulásson- ar, b. í Narfakoti í Njarðvík Snorra- sonar. Móðir Runólfs á Brekkum var Margrét, systir Þorgerðar, móður Guðnýjar skáldkonu, móðurömmu Haralds Níelssonar prófessors, föð- ur Jónasar, fyrrv. bankastjóra. Syst- ir Guðnýjar var Margrét, amma Ól- afs Friðrikssonar verkalýðsleiðtoga. Bróðir Guðnýjar var Magnús, lang- afi Björns Sigfússonar háskólabóka- varðar, föður Sveinbjarnar, fyrrv. háskólarektors, en bróðir Björns var Halldór, skattstjóri Reykjavíkur. Önnur systir Margrétar var Guðrún, amma Björns M. Olsen háskólarekt- ors og langamma Auðar, fyrrv. ráð- herra, og Jóns Auðuns, fyrrv. dóm- prófasts. Kjartan tekur á móti gestum í Veislusalnum á 7. hæð í Verslunar- miðstöðinni Firði, Fjarðargötu 13- 15, Hafnarfirði, kl. 16-18 á afmæl- isdaginn. Gjafir, blóm og ræður vinsamlegast afþakkaðar. KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is Berglind Erlendsdóttir HÚSMÓÐIR Á SELFOSSI Berglind fæddist á Selfossi en ólst upp í Hveragerði. Hún var í Grunn- skólanum í Hveragerði, Skógar- skóla um skeið og stundaði nám við Snyrtiakademíuna í Kópavogi. Berglind starfaði við dvalar- heimlið Ás í Hveragerði um ára- bil, síðan við Heilsuhæli HLNFÍ í Hveragerði og hefur verið heima- vinnandi frá 2007. Fjölskylda Maður Berglindar er Erlendur Ást- geir Ástgeirsson, f. 25.1. 1975, mjólk- urfræðingur hjá Mjólkurbúi Flóa- manna. Dóttir Berglindar og Ragnars Inga Péturssonar er Jenný Björk Ragnarsdóttir, f. 29.6. 1999. Sonur Berglindar og Erlends er Arnar Kári Erlendsson, f. 23.3. 2009. Bróðir Berglindar er Bjarnþór Erlendsson, f. 24.1. 1977, starfsmað- ur hjá Orkuveitunni. Foreldrar Berglindar eru Erlend- ur Hilmisson, f. 9.2. 1952, rafvirki við Dvalarheimilið Ás í Hveragerði, og Guðlaug Björk Bjarnþórsdóttir, f. 19.12. 1956, starfsmaður við Lands- bankann á Selfossi. Eiginmaður Guðlaugar er Dav- íð Jóhannesson, f. 28.7. 1950, gull- smiður. 30 ÁRA Á FÖSTUDAG 58 FÖSTUDAGUR 18. desember 2009 ÆTTFRÆÐI Guðfinna Ásta Birgisdóttir MARKAÐSFULLTRÚI HJÁ VÍNBÚÐUNUM Guðfinna fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Vesturbænum. Hún gekk í Melaskóla og Hagaskóla, stundaði nám á nýmálabraut við Mennta- skólann í Hamrahlíð og lauk það- an stúdentsprófi árið 1999. Hún lauk BS-prófi í almannatengslum við Champlain College í Vermont- fylki í Bandaríkjunum árið 2003. Guðfinna stundaði verslunar- störf á námsárunum hér á landi og hefur sinnt ýmsum markaðsverk- efnum frá útskrift. Fjölskylda Eiginmaður Guðfinnu er Hrafnkell Helgi Helgason, f. 4.1. 1978, við- skiptafræðingur. Tengdaforeldrar Guðfinnu eru Helgi Jón Jónsson , f. 9.3.1952, húsgagnasmiður, og Inga Hjördís Aðalbjarnardóttir, f. 22.08.1951, kennari. Synir Guðfinnu og Hrafnkels eru Benedikt Birgir Hrafnkelsson, f. 13.11. 2003; Hilmar Helgi Hrafn- kelsson, f. 2.4. 2009. Bróðir Guðfinnu er Ingólf- ur Birgisson, f. 18.9. 1988, nemi í lyfjafræði við HÍ. Foreldr- ar Guðfinnu eru Birgir Ing- ólfsson, f. 23.1. 1953, auglýs- ingateiknari, og Auður Jónsdótt- ir, f. 17.3. 1953, mannauðsráðgjafi. 30 ÁRA Á FÖSTUDAG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.