Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Síða 76

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Síða 76
SKEMMTILEGUR JÓLAVEFUR Fyrir þá sem eru sjúkir í allt tengt jólunum, þá er jólavefur Júlla sniðug afþreyging í aðdraganda jólanna. Á síðunni má finna allt milli himins og jarðar sem varðar jólin auk afar nákvæmrar niðurtalningar í hátíðina. Skemmtileg síða fyrir öll jólabörn. Slóðin er www.julli.is/jolavefur.htm. Stökk rifjasteik með ratatouille-grænmeti fyrir 6-8 n 1,5 kg rifjasteik n 1 tsk. nýmalaður pipar n 1 msk. Maldon-salt n vatn Kryddið rifjasteik með pipar og ½ msk. af salti. Leggið kjötið í eldfast mót og látið pöruna snúa niður. Hellið vatni í mótið þannig að það nái 2 cm upp á kjötið. Setjið kjötið inn í 190°C heitan ofn í 20 mín. Snúið þá kjötinu við og skerið fallegar rendur í pöruna. Stráið restinni af saltinu yfir pöruna og steikið áfram í 30 mín. Skerið rifin í hæfilegar sneiðar og leggið ofan á grænmetið. Berið fram með t.d. steiktum kartöflum. Ratatouille-grænmeti n 6 msk. ólífuolía n 1 laukur, smátt saxaður n 4 dl niðursoðnir tómatar, maukaðir n 1 tsk. tómatmauk n 2-3 hvítlauksgeirar, pressaðir n 1 tsk. tímían n 1 tsk. basilíka n 1 tsk. óreganó n 1 eggaldin, skorið í þunnar sneiðar n 1 kúrbítur, skorinn í þunnar sneiðar n 1 löng, gul paprika, skorin í þunnar sneiðar n 1 löng, rauð paprika, skorin í þunnar sneiðar n 2 rauðlaukar, skornir í þunnar sneiðar n 2 msk. tímían n salt og nýmalaður pipar Látið lauk krauma í 2 msk. af olíu í potti í 2 mín. og bætið þá niðursoðnum tómötum, tómatmauki, hvítlauk, tímíani, basilíku og óreganó saman við, sjóðið niður um 1/3 og smakkið til með salti og pipar. Hellið tómatsósunni í stórt, eldfast mót og raðið grænmetinu ofan á sósuna. Penslið yfir með restinni af ólífuolíunni og kryddið með tímían og salti og pipar. Bakið í ofninum með rifjasteikinni í 40 mín. Úr nýjasta tölublaði Gestgjafans: STÖKK RIFJASTEIK UMSJÓN: INDÍANA ÁSA HREINSDÓTTIR, indiana@dv.is PASSAÐU ÞRÝSTINGINN Raunhæfar væntingar Ef ættingjar þínir eru vanir að rífast allt árið um kring eru litlar líkur á að þeir muni ekki gera það á aðfangadagskvöld líka. Settu þig í spor annarra Það er ástæða fyrir öllu. Mamma er svona úrvinda því hún hefur verið á þönum alla aðventuna svo allt verði klárt fyrir jólin. Pabbi er svona úrillur því hann fór yfir um á vísakortinu. Minnkaðu skaðann Ef fjölskyldunni kemur ekki vel saman á eðlilegum degi mun áfengi ekki hjálpa til við að finna hinn sanna jólaanda. Búðu til þínar hefðir Ef skilnaður hefur sundrað fjöl- skyldunni er hægt að spila af fingrum fram. Ef börnin eru hjá mömmu á aðfangadag er ekkert sem bannar pabba að „halda“ aðfangadag á jóladag. Þannig upplifa börnin jólin hjá báðum foreldrum. HOLLUR LAX Í JÓLAUNDIR- BÚNINGNUM Fyrir jólin er um að gera að spara við sig steikurnar og saltaða og reykta kjötið og prófa eitthvað nýtt. Í bók- inni Eldað af lífi og sál eftir Rósu Guðbjartsdóttur er fullt af freistandi og einföldum uppskriftum sem allir geta framkvæmt en þar er meðal annars að finna lax í balsamsírópi. Laxinn er látinn marínerast í engifer, sojasósu, hvítlauk og ólífuolíu og er svo steiktur eða grillaður. Rósa hellir að lokum balsamsírópi yfir laxinn og ber hann fram með grænmeti og kartöflum. Gerist ekki girnilegra. Eða hollara! Silja Úlfarsdóttir spretthlaupari var komin með meira en nóg af æfingum þegar hún lagði skóna á hilluna. Í dag hefur hún eignast barn og langar að koma sér í form aftur. Hún er komin í mikið jólaskap og segir bestu jólagjöfina þá að eiginmaðurinn nái að jafna sig eftir erfið veikindi en hann fékk vírus í heilann. 76 FÖSTUDAGUR 18. desember 2009 LÍFSSTÍLL „Það er svo sannarlega hlaupaæði í gangi á Íslandi í dag,“ segir hlaupa- drottningin Silja Úlfarsdóttir sem er að stofna hlaupahóp í FH. „Hlaupið er einfalt og fyrir alla og fyrirhöfn- in er engin. Þú þarf ekki að koma þér inn í einhverja líkamsræktar- stöð heldur stekkur bara af stað hvar sem er. Í þessum hópi verður öllum frjálst að vera með, hvort sem þeir eru byrjendur eða lengra komnir, svo að frá og með áramótum þarf enginn Hafnfirðingur að hlaupa einn um bæinn.“ Litli afreksmaðurinn Silja og eiginmaður hennar, júdó- kappinn Vignir Grétar Stefánsson, eignuðust sitt fyrsta barn 7. maí en þau höfðu verið saman í tíu ár þann 8. „Það tók okkur tíu ár að búa Sindra Dan til,“ segir Silja brosandi. Þeg- ar hún er spurð hvort Sindri Dan eigi eftir að æfa spretthlaup eins og mamman eða júdó eins og pabbinn brosir hún og segir: „Hann verður góður í því sem hann tekur sér fyr- ir hendur, ég lofa því, og ég kallaði hann litla afreksmanninn minn á meðgöngunni. Bæði júdó og frjálsar eru góður grunnur að afreksíþrótta- manni svo er það spurning hver verður svo heppinn að fá hann í sitt lið.“ Var komin með nóg Silja er margfaldur Íslands- og bik- armeistari í sprett- og grindarhlaupi. Hún var einnig smáþjóða- og Norð- urlandameistari og var valin frjáls- íþróttakona Íslands árið 2006 en ákvað árið 2008 að leggja skóna á hilluna. „Ég var búin að æfa yfir mig og var komin með meira en nóg.  Svo þegar löngunin kviknaði aftur í ein- hverjar æfingar var ég orðin ófrísk og morgunógleðin farin að hrjá mig. Ég hreyfði mig því nánast ekkert á meðgöngunni og er bara núna fyrst að fá löngun til að gera eitthvað al- mennilegt, enda drengurinn orðinn sjö mánaða og aðeins auðveldara að finna tíma,“ segir hún og bætir við að hún ætli að nota jólin til að koma sér í form. „Einhverra hluta vegna léttist ég alltaf í kringum jólin og kannski er það vegna þess hvað ég er einföld þegar kemur að mat. Ég er alls ekki þessi mikla matmanneskja og gæti auðveldlega lifað á konfekti öll jólin. Ég þarf samt að finna út hvað ég vil gera og ég veit ekki hvort langhlaup- ið eigi við mig. Ég er svo mikill sprett- hlaupari og myndi bara sprengja mig strax. Mér finnst gaman að æfa frjáls- ar, þar eru skemmtilegustu æfing- arnar, en mig langar líka að vera með í handboltanum hjá FH en hef engan tíma í það, því miður.“ Erfiður nóvember Silja segist vera komin í jólaskap, enda til mikils að hlakka með lítinn jólastubb á heimilinu. „Sindri Dan spennist upp þegar hann sér öll þessi jólaljós og við erum að pæla í að setja jólatréð upp snemma í ár til að leyfa honum að njóta sem lengst. Jólagjöf- in í ár er að við verðum öll heil heilsu en Vignir veiktist alvarlega í nóvem- ber. Sá mánuður var mjög erfiður,“ segir hún og bætir við að læknar hafi talið að um svínaflensu væri að ræða. „Mér var hætt að lítast á blikuna og svo kom í ljós að hann var kominn með vírus í heila. Líkurnar á að hann jafni sig alveg eru ekki miklar en, sem betur fer, virðist það þó ætla að verða raunin. Að hann nái sér að fullu er besta jólagjöfin.“ indiana@dv.is Íþróttafjölskylda Silja segir Sindra Dan án efa verða afreksmann í íþróttum eins og foreldrarnir. LÉTTIST ALLTAF UM JÓLIN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.