Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Side 78

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Side 78
78 FÖSTUDAGUR 18. desember 2009 NAFN OG ALDUR? „Ólafur Arnalds, 23 ára.“ ATVINNA? „Að semja og spila tónlist. Samt aðallega að svara tölvupósti frá umboðsmönnum og eiga símtöl við ýmsa aðila.“ HJÚSKAPARSTAÐA? „Ég er bara svona þefa-, smella-, bless-gaur.“ FJÖLDI BARNA? „Enginn.“ HEFUR ÞÚ ÁTT GÆLUDÝR? „Já, ég átti hamstur sem hét Pattólfur, hann dó. Svo átti ég þrjá froska. Einn stóran og tvo litla og stóri var alltaf að misþyrma litlu froskunum kynferðis- lega. Það var ekki gaman að horfa upp á það eða hlusta ... Hverjum hefði dottið það í hug að froskar stynji?“ HVAÐA TÓNLEIKA FÓRST ÞÚ Á SÍÐAST? „Kimono og Bloodgroup á Sódómu Reykjavík, það var geðveikt.“ HEFUR ÞÚ KOMIST Í KAST VIÐ LÖGIN? „Nei.“ HVER ER UPPÁHALDSFLÍKIN ÞÍN OG AF HVERJU? „Munda, úlpan mín. Hún er svo hlý og svo lít ég út eins og geimkúreki í henni, sem er auðvitað geð- veikt.“ HEFUR ÞÚ FARIÐ Í MEGRUN? „Nei, enda kannski ekki mikil þörf á. Ég er 60 kíló. En ég er í detoxi núna eftir viku af ógeðsmat í hljóð- verinu.“ HEFUR ÞÚ TEKIÐ ÞÁTT Í SKIPULÖGÐUM MÓTMÆL- UM? „Nei. Og ætla ekki að gera það fyrr en ég hef ein- hverja lausn á málunum sem ég veit að virkar. Nenni ekki að standa þarna og segja bara „nei“ og hafa svo ekkert betra til málanna að leggja.“ TRÚIR ÞÚ Á FRAMHALDSLÍF? „Nei, ekki beint. En ég trúi því að dauðinn sé ekki endalok alls. Orka hverfur aldrei, hún færist bara til.“ HVAÐA LAG SKAMMAST ÞÚ ÞÍN MEST FYRIR AÐ HAFA HALDIÐ UPP Á? „Skammast mín ekki fyrir minn tónlistarsmekk. Setti meira að segja cover-útgáfu sem ég gerði af Miley Cyrus-lagi á netið.“ HVAÐA LAG KVEIKIR Í ÞÉR? „Who’s got the love - The XX remix.“ TIL HVERS HLAKKAR ÞÚ NÚNA? „Tónleikanna minna 22. desember í Salnum.“ HVAÐA MYND GETUR ÞÚ HORFT Á AFTUR OG AFTUR? „Garden State, því hún lætur manni líða yndislega með lífið.“ AFREK VIKUNNAR? „Vann um 17 tíma á dag í að mixa næstu plötu mína. Kláraði næstum því.“ HEFUR ÞÚ LÁTIÐ SPÁ FYRIR ÞÉR? „Já, það var kjaftæði.“ SPILAR ÞÚ Á HLJÓÐFÆRI? „Umm ... já ...“ VILTU AÐ ÍSLAND GANGI Í EVRÓPUSAMBANDIÐ? „Nei, get ekki séð tilganginn með því.“ HVAÐ ER MIKILVÆGAST Í LÍFINU? „Markmiðin sem maður setur sér, vinirnir/fjöl- skyldan og hamingjan.“ HVAÐA ÍSLENSKA RÁÐAMANN MUNDIR ÞÚ VILJA HELLA FULLAN OG FARA Á TRÚNÓ MEÐ? „Dabba kóng.“ HVAÐA FRÆGA EINSTAKLING MYNDIR ÞÚ HELST VILJA HITTA OG AF HVERJU? „Arvo Part og spjalla um tónlist.“ HEFUR ÞÚ ORT LJÓÐ? „Já, einhvern tíma þegar ég var yngri. Það var drasl. Ég skrifa samt stundum texta, þeir eru skárri.“ NÝLEGT PRAKKARASTRIK? „Ég er ekki mikill prakkari í mér, man ekki eftir neinu. Er samt með eitt frábært í undirbúningi.“ HVAÐA FRÆGA EINSTAKLINGI LÍKIST ÞÚ MEST? „Will Smith.“ ERTU MEÐ EINHVERJA LEYNDA HÆFILEIKA? „Ég er með óeðlilega liðuga putta, þú vilt ekki sjá það.“ Á AÐ LEYFA ÖNNUR VÍMUEFNI EN ÁFENGI? „Sumt, já. Áfengi mætti hins vegar alveg banna, það eru fá vímuefni hættulegri en áfengi.“ HVER ER UPPÁHALDSSTAÐURINN ÞINN? „Sumarbústaður fjölskyldunnar við Álftavatn.“ HVAÐ ER ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ GERIR ÁÐUR EN ÞÚ FERÐ AÐ SOFA? „Bursta tennurnar.“ HVER ER LEIÐ ÍSLANDS ÚT ÚR KREPPUNNI? „Að hætta að horfa á fréttirnar, hætta að benda fingrum og byrja að hugsa jákvætt.“ Ólafur Arnalds tónlistarmaður sendi nýlega frá sér plötuna Found Songs. Hann verður með útgáfutónleika í Salnum í Kópavogi þriðjudaginn 22. desember. Uppáhaldskvikmynd Ólafs er Garden State og hann sér ekki tilgang í því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Hann vill að landsmenn hætti að horfa á fréttirnar og fari að hugsa jákvætt. VISSI EKKI AÐ FROSKAR GÆTU STUNIÐ Betulic birkilaufstöflurnar innihalda 98% birkilaufsduft og eru framleiddar af natni með aðferð sem varðveitir upprunalega eiginleika birkilaufs sem allra best. Það er mikil og gömul hefð fyrir því að nota birkilauf sem fæðubótarefni til að hraða efnaskiptum og losa vatn úr líkamanum, draga úr bólgum og afeitra líkamann (detox). Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, auk þess sem það örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Ráðlagður dagskammtur 2 til 4 töflur er samsvarar 980 - 1960 mg. af birkilaufi. Betulic inniheldur hvorki laktósa, glúten, sætuefni né ger. BETULIC - BIRKILAUF www.birkiaska.is www.pingpong.is Suðurlandsbraut 10 2.h. • Reykjavík Sími 568 3920 og 897 1715 Borðtennisborð Fanntófell sérhæfir sig i framleiðslu á borðplötum, sólbekkjum og matarborðum eftir óskum hvers og eins. Fanntófell hf | Bíldshöfða 12 | 110 Reykjavík | S. 587-6688 www.fanntofell.is | fanntofell@fanntofell.is FANNTÓFELL borðplötur - sólbekkir Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur NICOLAI Véla- og hjólastillingar Tímareimar - Viðgerðir BIFREIÐASTILLINGAR Faxafeni 12 Sími 588-2455

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.