Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Page 82

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Page 82
Heitir bitar í janúar 82 FÖSTUDAGUR 18. desember 2009 ADRIANO FLAMENGO n Eitt sinn allra besti framherji heims tapaði baráttunni fyrir djammguðinum svo um mun- ar. Adriarno státar af mjög góðu markaskori hvar sem hann hefur spilað og einnig með landsliðinu. Hann hefur verið að leika með Flamengo í heimalandinu en gert mönnum það ljóst víðs vegar um heiminn að hann er klár í Evrópu- boltann aftur. Roma, AC Milan og West Ham eru öll sögð fylgjast náið með þessum gífurlega sterka og hæfileikaríka framherja. Geri hann bara eins og félagi sinn Ronaldin- ho, djammi bara á fimmtudögum, ætti hann að eiga framtíð fyrir sér hvar sem er. DIEGO FORLAN ATLETICO MADRID n Félagi Forlan í framlínunni hjá Atletico, Sergio Aguero, er líklega heitari biti en hann er mjög traustur sínu liði og ætlar að vera hjá því út tíma- bilið. Forlan hefur lítið verið í því að gefa þannig yfirlýsingar og staða Atletico í deildinni í ár lofar ekki góðu. Afar ólíklegt er að það komist í meistaradeildina, hvað þá Evrópukeppni. Forlan hefur raðað inn mörkun- um á Spáni og hefur David Moyes, knattspyrnustjóri Ev- erton, fylgst náið með Úr- úgvæanum. Honum gekki ekki svo vel á Englandi síð- ast en það var þá. NANI MANCHESTER UNITED n Potúgalinn helskorni hefur lítið sem ekkert gert á Old Trafford. Sir Alex Ferguson hefur sagt að hann ætli ekki að selja Nani í janúar en það væri svo sem ekki í fyrsta skipt- ið sem Skotinn segði eitt og gerði annað. Ítölsk lið hafa borið víurnar í strákinn, þá sérstaklega spútniklið meistaradeildarinnar í ár, Fiorent- ina. Þá hafa öll stóru liðin í Portúgal áhuga á að fá hann. Þau aftur á móti hafa ekki efni á honum. Þar yrði lík- lega um lánssamning að ræða en Sir Alex Ferguson tekur það vart í mál. Sjálfur vill Nani vera áfram á Old Trafford en hann þarf þá að fara að gera miklu, miklu betur. Leikmannamarkaðurinn opnar í janúar með öllum þeim sögu- sögnum sem honum fylgja. Lið- in keppast ætíð um að styrkja sig fyrir seinni hluta tímabilsins og alltaf er fylgst með feitustu bitunum. Nokkrir afar góðir leikmenn gætu mögulega fært sig um set í byrjun næsta árs. KLAAS-JAN HUNTELAAR AC MILAN n Markaskorarinn ógurlegi hefur vart sést frá því hann skipti frá Ajax til Real Madrid í janúar. Hann staldraði stutt við í Madríd og flutti sig til yfir til annars stórliðs, AC Milan, í sumar. Þar hefur hann einnig gert lítið annað en að verma tréverkið og er orðinn pirraður á því. Pato, Marco Borri- ello og Filipo Inzaghi eru allir á undan honum í goggunarröðinni. Mjög líklegt er að hann fari frá Milan í janúar og gæti verið að hann fari heim til Hollands. Ekki þó aftur til Ajax, heldur til Steve McLaren og hans manna í FC Twente en þar er verið að byggja upp sterkt lið fyrir framtíðina. LUCA TONI FC BAYERN n Ítalinn hávaxni mun kveðja þýsku risana í janúar. Það er nokkuð ljóst. Hann var stór hluti af liðinu sem endur- heimti þýska meistaratitilinn og hefur staðið sig vel hjá FC Bayern en nýráðinn þjálfari liðsins, Louis van Gaal, hefur engan áhuga á að nota hann. Sérstaklega ekki eftir að þeim félögunum lenti saman um daginn. Mörg stórlið í Evrópu eru á eftir framherjanum en talið er að Jose Mourinho hjá Inter sé hvað áhugasamastur um að klófesta Toni. EIÐUR SMÁRI AS MONACO n Besti knattspyrnumaður Íslands hefur ekkert getað hjá Mónakó og var hreinlega tekinn út úr hópnum í vikunni fyrir slaka frammistöðu. Eitt- hvað sem hefur aldrei gerst á hans ferli. Hvort það er einfaldlega franski boltinn sem hann ekki getur er erfitt að segja til um. Það vita þó allir hvaða hæfileikum Eiður býr yfir og ættu mörg ensk lið að hugsa sér gott til glóðarinnar í maí. Á Englandi er þó ekkert skattaskjól og þarf Eiður að borga niður gamlar syndir. Það gæti spilað inn í. LUIS SUAREZ AJAX n Einn allra heitasti bitinn á markaðinum í dag. Suarez er svoleiðis að raða inn mörkunum með Ajax í Hollandi. Liðinu gengur þó ekki nægi- lega vel, er í þriðja sæti, heilum ellefu stigum á eftir forystusauðunum í FC Twente. Mörg lið eru á höttunum á eftir Suarez, meðal annars Manchester United og Chelsea. Það verður erfitt fyrir strákinn að neita stórliðunum í janúar komi kallið þar sem hollenski meistaratitiilinn virðist úr augsýn enn eitt árið. RUUD VAN NISTELROOY REAL MADRID n Það er enginn í heiminum betri að sparka boltanum inn í markið heldur en Ruud van Nistelrooy. Markaskorari sem er fyrir löngu búinn að sanna gildi sitt. Markakóngur í þremur löndum. Hann hefur verið mikið meiddur að undanförnu en er óðum að jafna sig. Nistelrooy á sér vart viðreisnar von hjá Real Madrid og er leynt og ljóst að vonast til þess að komast frá félaginu í janúar. Liverpool og Arsenal hafa bæði borið víurnar í hann, Wenger hefur þó sagt hann útbrunninn og gamlan. Það er allvega ljóst að það lið sem fær Nistelrooy mun skora mörk. Það er margsannað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.