Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Qupperneq 90
90 FÖSTUDAGUR 11. desember 2009 DAGSKRÁ
Vélmennavæðingin á Facebook
Facebook er að mörgu leyti frábært apparat, kosti þess þekkja næstum því allir Ís-
lendingar og óþarfi er að fjölyrða
sérstaklega um þá. Hins vegar virðist
mér sem með tilkomu Facebook hafi
samskiptagreind margra skerst stór-
kostlega.
Helsti sökudólgurinn í þess-
ari hnignun mannlegrar tjáningar
er „like“ takkinn á Facebook. Með
honum er allt einfaldað svo mikið
að stundum fattar maður varla hvar
manneskjan endar og tölvan byrjar.
Það er eins og þær hafi runnið í eitt,
svo vélræn og tilfinningasnauð eru
samskiptin á Facebook.
Ég spyr, hversu langt viljum við
að tæknin gangi til þess að gera okk-
ur lífið þægilegra? Nú þarf fólk ekki
einu sinni að hugsa til þess að lýsa
hrifningu sinni á einhverju. Nú ýtir
það bara á takka og skilaboðin eru
komin til alheimsins. „Valgeir Örn
líkar þetta!“
Þróunin á Facebook er í þá átt
að þegar fólk er sérstaklega ánægt
með stöðuuppfærslu eða tengla, þá
sleppir það því að ýta á like-takkann
og skrifar í staðinn setningar á borð
við: „Váá! Like á þetta!“ Og ef fólk er í
sérstaklega miklu stuði, þá gerir það
jafnvel hvort tveggja. Ýtir á „like“ og
skrifar „like“.
Sömu samskiptagreindarskertu
hóparnir hafa nú myndað grasrót-
arsamtök víða á Facebook, þar sem
þess er krafist að „don´t like“ eða
„líkar ekki“ takka verði bætt við. Ekki
hef ég enn séð tilganginn í þeirri
miklu réttlætisbaráttu og óttast þró-
unina frekar en að fagna henni. Ég
hef suma á Facebook grunaða um
að þeir þrái að verða að vélmennum.
Að endanlega takmarkið sé að aldrei
þurfi að glitta í mannlega eiginleika
og tilfinningar á Facebook, heldur
verði lífið þar eins og tölvuspil eða
afgreiðslukassi í matvörubúð. Við
tjáum okkur með því að ýta takka.
Tvo takka, líkar þetta takkann og lík-
ar þetta ekki takkann.
VALGEIR ÖRN RAGNARSSON HEFUR VAXANDI ÁHYGGJUR AF FACEBOOK PRESSAN
STÖÐ 2 EXTRA
SJÓNVARPIÐ
14:00 The Doctors
14:45 The Doctors
15:30 The Doctors
16:15 The Doctors
17:00 The Doctors
17:45 Oprah
18:30 Seinfeld (4:22)
18:55 Seinfeld (5:22)
19:20 Seinfeld (24:24)
19:45 Seinfeld (1:22)
20:10 So You Think You Can Dance (16:25)
21:35 So You Think You Can Dance (17:25)
22:30 Blade (12:13)
23:15 Seinfeld (4:22)
23:40 Seinfeld (5:22)
00:05 Seinfeld (24:24)
00:30 Seinfeld (1:22)
00:55 Logi í beinni
01:40 Auddi og
Sveppi
02:15 ET Weekend
03:05 Modern Toss (5:6)
03:30 Sjáðu
03:55 Fréttir Stöðvar 2
04:35 Tónlistarmyndbönd
frá Nova TV
STÖÐ 2
07:00 Dynkur smáeðla
07:15 Lalli
07:20 Þorlákur
07:30 Boowa and Kwala
07:35 Gulla og grænjaxlarnir
07:45 Elías
08:00 Algjör Sveppi
09:35 Scooby-Doo og félagar
10:00 Apaskólinn
10:25 Flicka
12:00 Nágrannar
12:20 Nágrannar
12:40 Nágrannar
13:00 Nágrannar
13:20 Nágrannar
13:45 Grey‘s Anatomy (8:23)
14:35 So You Think You Can Dance (16:25)
16:00 So You Think You Can Dance (17:25)
16:55 Oprah
17:40 60 mínútur
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:55 Íþróttir
19:02 Veður
19:10 Jólaréttir
Rikku
Í þessum sér-
staka jólaþætti
býður Rikka
vel völdum og
þjóðþekktum
gestum til
jólahlaðborðs
þar sem
boðið verður
upp á einkar
áhugaverða
blöndu af
sígildum
réttum sem prýða öll alvörujólahlaðborð og aðra
nýstárlegri sem eiga fullt erindi á jólahlaðborð
landans.
19:45 Sjálfstætt fólk
20:25 The Mentalist (4:22)
21:15 Numbers (23:23)
22:05 Mad Men (10:13)
22:55 60 mínútur
23:40 NCIS (19:19)
00:25 Time Bomb
01:50 American Pie
Presents
03:30 Numbers
(23:23)
04:15 The Mentalist
(4:22)
05:00 Mad Men
(10:13)
05:50 Fréttir
08.00 Morgunstundin okkar
08.01 Friðþjófur forvitni (17:20)
08.24 Lítil prinsessa (12:35)
08.34 Þakbúarnir (14:52)
08.47 Með afa í vasanum (14:52)
09.00 Disneystundin
09.01 Stjáni (42:52)
09.23 Sígildar teiknimyndir (13:42)
09.30 Nýi skólinn keisarans (50:52)
09.52 Hanna Montana
10.15 Tobbi tvisvar (31:33)
10.50 HM í handbolta kvenna Bein útsending
frá úrslitaleiknum sem fram fer í Kína.
12.40 Stórviðburðir í náttúrunni (3:6)
13.35 Aftur á brettið
15.05 Reimleikar á Buxley Hall
16.35 Þögnin kallar
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Stundin okkar
18.35 Jóladagatalið - Klængur sniðugi
18.45 Jóladagatalið - Klængur sniðugi
19.00 Fréttir
19.30 Veðurfréttir
19.40 Alexander Rybak - Ævintýri í
óperunni Upptaka frá tónleikum söngvarans
og fiðluleikarans Alexanders Rybaks, sem vann
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár, í
óperuhúsinu í Osló.
20.30 Himinblámi (8:16)
21.20 Sunnudagsbíó - Köfunarkúlan og
fiðrildið
23.15 Vínarfílharmónían í Sjanghaí
00.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
STÖÐ 2 SPORT
STÖÐ 2 BÍÓ
08:50 Gillette World Sport
09:20 Franski boltinn
11:00 Spænski boltinn
12:40 Evrópudeildin
14:25 Augusta Masters Official
16:40 Þýski handboltinn Bein útsending frá
stórleik Kiel og Hamburg í þýska handboltanum.
18:10 Spænski boltinn
21:20 Atvinnumennirnir okkar
22:00 NBA körfuboltinn Bein útsending frá leik
Miami og Portland í NBA körfuboltanum.
08:05 Stick it 4,3
10:00 Candles on Bay Street5,6
12:00 Cats & Dogs 7,1
14:00 Stick it
16:00 Candles on Bay Street
18:00 Cats & Dogs
20:00 Moonraker 8,8 James Bond rannsakar
einkennilegt rán á geimskutlu sem átti sér stað
í háloftunum. Eigandi skutlunnar er auðjöfurinn
Hugo Drax og brátt fara böndin að berast að
honum sjálfum. Það lítur út fyrir að hann ætli sér
heimsyfirráð og það er í hlutverki Bond að koma
í veg fyrir það. Það er Roger Moore sem fer með
aðalhutverkið.
22:05 The Invasion 6,1
00:05 Thank You for Smoking8,9
02:00 From Dusk Till Dawn 29,9
04:00 The Invasion
06:00 For Your Eyes Only
STÖÐ 2 SPORT 2
08:10 Mörk dagsins
08:50 Enska úrvalsdeildin
10:30 Enska úrvalsdeildin
12:10 Premier League World
12:40 Mörk dagsins
13:20 Enska úrvalsdeildin (Wolves - Burnley)
15:45 Enska úrvalsdeildin (West Ham - Chelsea)
18:00 Enska úrvalsdeildin (Everton - Birming-
ham)
19:40 Enska úrvalsdeildin
21:20 Enska úrvalsdeildin
23:00 Enska úrvalsdeildin
Einkunn á IMDb merkt í rauðu.SUNNUDAGUR
SKJÁR EINN
06:00 Pepsi MAX tónlist
10:30 World Cup of Pool 2008 (29:31)
11:20 Dr. Phil
12:05 Dr. Phil
12:50 Dr. Phil
13:35 Still Standing (4:20)
14:00 The Truth About Beauty (1:3)
14:50 America’s Next Top Model (9:13)
15:40 Top Design (1:10)
16:30 Innlit/ Útlit (8:10)
17:00 Spjallið með Sölva (13:13)
17:50 The Office (9:28)
18:15 30 Rock (11:22)
18:40 Matarklúbburinn (6:6)
19:10 Survivor (7:15)
20:00 Top Gear (4:12) Að þessu sinni fá félagarnir
það verkefni að keyra frá Sviss til norðvest-
urstrandar Englands á einum bensíntanki. Á
akstursbrautinni prufukeyrir James ótrúlegan
Pagani Zonda F Roadster og The Stig fær loksins að
taka hringinn á Bugatti Veyron.
21:00 Law & Order: Special Victims Unit
(15:19)
21:50 House (9:24)
22:40 Dexter (5:12)
23:30 Dexter (6:12)
00:20 Dexter (7:12)
01:10 Dexter (8:12)
02:00 Pepsi MAX tónlist
ÍNN
14:00 Ertu í mat?
14:30 Segðu mér frá bókinni
15:00 Léttari leiðir með Gaua litla
15:30 Í nærveru sálar
16:00 Hrafnaþing
17:00 Græðlingur
17:30 Mannamál
18:00 Maturinn og lífið
18:30 Neytendavaktin
19:00 60 plús Þáttur á ljúfum nótum um aldna
unglinga.Umsjón sr Bernharð. Guðmundsson,Guð-
rún Guðlaugsdóttir og Tryggvi Gíslason.
19:30 Óli á Hrauni Þáttur um stjórnmál í umsjón
Ólafs Hannessonar og Viðars Helga Guðjohnsen.
20:00 Hrafnaþing Ætlar atvinnulífið að láta tæra
vinstristjórn valta yfir sig?
21:00 Í kallfæri
21:30 Birkir Jón
22:00 Hrafnaþing.
23:00 Segðu mér frá bókinni
23:30 Anna og útlítið
Dagskrá ÍNN er endurtekin um helgar og allan sólarhringinn.
FRUMSÝNING
HELGARINNAR
n IMdB.com: 8,3/10
n Rottentomatoes.com: 84/100%
n Metacritic.com: 84/100
Leikstjórn: James Cameron,
Leikarar: CCH Pounder, Giovanni
Ribisi, Sigourney Weaver, Stephen
Lang, Zoe Saldana, Michelle
Rodriguez og Sam Worthington.
Sjónvarpsáhorfendur hafa úr nægu að velja þegar kemur að jólamyndum á laugar-daginn. Bæði RÚV og Stöð
2 sýna vinsælar jólamyndir, enda
styttist óðum í jólin. Stöð 2 sýn-
ir tvær jólamyndir í röð á laugar-
daginn en RÚV eina. Stöð 2 sýnir
myndirnar Jack Frost og Fred Claus
en RÚV The Santa Clause 3.
Af þessum þremur myndum
er það Fred Claus sem fær bestu
einkunnina á kvikmyndavefnum
IMDb.com eða 5,7. Þar næst kemur
Jack Frost með 4,6 og loks The Santa
Clause 3: The Escape Clause með
4,0. Enginn þeirra fær háa einkunn
en þær ættu þó allar að standa fyrir
sínu sem er að auðga jólandann og
framkalla nokkur hlátrasköll með-
fram því.
Það eru þekktir leikarar sem
fara með aðalhlutverkin í öllum
myndunum þremur. Í Jack Frost er
það Michael Keaton sem er einna
helst þekktur fyrir hlutverk sitt sem
Batman. Í Fred Claus er það hinn
kaldhæðni Vince Vaughn sem leik-
ur bróður jólasveinsins en honum
til halds og trausts er hágæðaleik-
arinn Paul Giamatti. Í The Santa
Clause 3 er það svo Tim Allen sem
snýr aftur í þriðja sinn sem jóla-
sveinninn.
BOURNE
EÐA BOND
Sjónvarpið sýnir á laugardaginn
spennumyndina The Bourne Ulti-
matum frá árinu 2007. Þetta er þriðja
og síðasta myndin um Jason Bourne
sem Matt Damon leikur. Mikið hefur
verið deilt um það eftir að Bourne
kom fram á sjónarsviðið hvort hann
eða James Bond sé hinn fullkomni
njósnari. Bond-aðdáendur segja
Bourne ekki standast Bretanum
snúning hvað varðar þokka og getu
en Bourne-aðdáendur segja hann
alvörunjósnara sem takist á við
alvöruhluti í heimi þar sem flugskór
og ósýnilegir bílar séu hvergi nærri
til að bjarga þegar hætta steðjar að.
Dæmi nú hver fyrir sig.
JÓLAMYNDAFLÓÐ
Fred Claus Á Stöð 2 á laugardaginn.
Þetta helst í sjónvarpinu um helgina: