Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Síða 96

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Síða 96
n „Þetta var nú meira bullið. Það er ömurlegt að þurfa að svara þessu. Það er bara góð vinátta okkar á milli og ég elska hann ekkert meira en Margréti,“ segir Birgitta Jónsdótt- ir alþingismaður og hlær dátt. Í hin- um vinsæla dálki Heyrt í tímarit- inu Séð og Heyrt er greint frá því að heitt sé á milli Birgittu og Þórs Saari, þingmanna Hreyfingarinnar, og jafnvel sé talað um ást á Alþingi í því sambandi. „Það er svo mik- ið um að vera núna hér í söl- um Alþing- is að maður nennir varla að svara svona,“ segir Birg- itta. Ekki rauð jól hjá RÚV! FRÉTTASKOT 512 70 70 DV BORGAR 2.500 KRÓNUR FYRIR FRÉTTASKOT SEM LEIÐIR TIL FRÉTTAR. FYRIR FRÉTTASKOT SEM VERÐUR AÐALFRÉTT Á FORSÍÐU GREIÐAST 25.000 KRÓNUR. FYRIR BESTA FRÉTTASKOT VIKUNNAR GREIÐAST ALLT AÐ 50.000 KRÓNUR. ALLS ERU GREIDDAR 100.000 KRÓNUR FYRIR BESTA FRÉTTASKOT HVERS MÁNAÐAR. Óðinn Jónsson, fréttastjóri RÚV, skil- aði jólagjöf bandaríska sendiráðsins sem barst á fréttastofu RÚV á dög- unum. Bandaríska sendiráðið sendi nokkrar rauðvínsflöskur, stílaðar á Óðin sjálfan og einstaka fréttamenn. „Þetta var jólagjöf frá sendiráðinu. Ég þáði jólakveðjuna með þökkum, en mér fannst ástæðulaust að þiggja frá þeim rauðvín. Mér finnst það ekki viðkunnanlegur siður að senda ein- staka starfsmönnum vínflöskur,“ segir Óðinn í samtali við DV. Aðspurður hvaða fréttamenn hafi fengið vínflösku frá sendiráðinu svar- ar hann: „ Satt best að segja fór ég ekki yfir það. Ekki er ólíklegt að þarna hafi verið gjafir til þeirra sem hafa verið í samskiptum við sendiráðið, til dæm- is þeirra sem eru í erlendum fréttum. Ég skrifaði þetta ekki niður og vil þess vegna ekki tilgreina einstök nöfn. Ég lét einfaldlega skila þessu til baka með skriflegum þökkum og góðri jólakveðju til starfsmanna ameríska sendiráðsins. Tilgangurinn var ekki að sýna van- þakklæti eða einhverja efnislega af- stöðu til gefandans. Mér þykir ein- faldlega óþarfi og ekki við hæfi að senda einstaka starfsmönnum frétta- stofunnar vínflöskur með jólakveðj- um. Ég býst við að öðrum fjölmiðla- mönnum hafi líka verið sendar svona jólagjafir.“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, frétta- stjóri Stöðvar 2, kannast ekki við að slík gjöf hafi borist inn á borð til hans. „Ég myndi ekki þiggja hana, heldur myndi ég gefa vínið til Mæðrastyrks- nefndar. Ég hef aldrei mætt í veislur hjá bandaríska sendiráðinu, ætli þeir séu ekki hættir að senda mér svona,“ segir Óskar. valgeir@dv.is ELSKAR EKKI SAARI Hreint lostæti úr íslenskri náttúru... Fjal la lamb hf . • Röndinni 3 • 670 Kópasker i • Sími 465-2140 • www.f ja l la lamb. is 1• H æsta einkun m atgæ›ing a D V Hólsfjalla- hangikjötið Hæsta einkun í smökkun DV 2006-2007 Hæsta einkun í smökkun DV 2009 Bandaríska sendiráðið gaf völdum fréttamönnum rauðvínsflösku í jólagjöf: SKILAÐI RAUÐVÍNI FRÁ SENDIRÁÐI n Bíókóngurinn Árni Samúelsson í Sambíóunum stakk sér inn á sér- staka forsýningu kvikmyndarinn- ar Bjarnfreðarson þegar myndinni var rennt í gegn fyrir gagnrýnendur og fulltrúa fjölmiðla á mánudag- inn. Árni veit yfirleitt hvað hann syngur þegar kemur að vinsælum bíómyndum og sagði viðstöddum að þarna væri örugglega mynd árs- ins á ferðinni. Fáum blandast svo sem hugur um að þessum lokakafla Nætur-, Dag- og Fangavaktarþátt- anna sé beðið með eftirvæntingu, enda hafa vinsældir sjónvarpsþátt- anna verið með eindæmum. Árni var svo viss í sinni sök að hann sló um sig með þekktum frösum úr þáttunum eftir að hann hafði spáð bíómyndinni velgengni. „Eigum við að ræða það eitt- hvað?“ ÁRNI VEÐJAR Á BJARNFREÐARSON n Bóksala fyrir jólin virðist ganga vel og dæmi um að bækur séu að fara í þriðju og fjórðu prentun. Þannig mun ævisaga Vigdísar Finnboga- dóttur vera á leið í þriðju prentun og stefnir í að verða langmest selda ævisaga ársins. Áhugi og kraftur Vigdísar, sem verður áttræð í apríl, í jólabókaflóðinu hefur vakið athygli en hún er auglýst í þremur áritun- um um helgina. Öllu minna fer fyrir Arnaldi Indriðasyni sem, líkt og fyrri ár, heldur sig að mestu til hlés, sem ekki virðist koma að sök því bók hans Svörtuloft stefnir í að verða meðal mest seldu bóka hans frá upphafi. VIGDÍS Á FLEYGIFERÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.