Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Blaðsíða 53
JÓLABLAÐ 23. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR 53 Hreindýrakjöt er sá hátíðarmatur sem inniheldur fæstar hitaeiningar. Ef hollusta matvæla er mæld í hita- einingum má segja að það sé hollasta stórsteik sem völ er á. Kalkúnn, hrefnukjöt og rjúpur fylgja fast á eftir en þessi matvæli innihalda jafnframt ákaflega lítið magn fitu. DV tók saman næringarinnihald í algengum hátíðarmat. Hafið þó í huga að jólin eru aðeins einu sinni á ári og borðið það sem ykkur finnst best. Hreindýrið ER HOLLAST Hreindýrakjötið er eitt magrasta kjöt sem völ er á og inniheldur jafn- framt fæstar hitaeiningar, sam- kvæmt samanburði DV á næring- arinnihaldi algengs hátíðarmatar. Hreindýrakjöt er ákaflega prótein- rík fæða en í 100 grömmum af hráu kjöti eru 22 grömm af próteini. Upplýsingarnar eru fengnar úr IS- GEM, gagnagrunni Matís. Minnst fita í hrefnukjöti Fast á hæla hreindýrsins fylgir kalkúnakjöt, hrefnukjöt og rjúpur en hitaeiningarnar í 100 grömm- um eru á bilinu 106 til 111 talsins. Magn próteins í þessum fæðuteg- undum er á bilinu 22 til 25 grömm, mest í hrefnukjöti. Ofantaldar fæðutegundir skera sig jafnframt úr þegar kemur að fitu- innihaldi. Hrefnukjötið er magr ast, inniheldur aðeins 0,9 grömm af fitu í hverjum 100 grömmum. en rjúp- ur, hreindýr og kalkún inniheld- ur rétt um 2 grömm. Engar mett- aðar fitusýrur eru í hrefnukjöti en 0,6 grömm eru í rjúpum og litlu meira í kalkún og hreindýri. Vart þarf að taka fram að með rjómalag- aðri sósu eða feitu meðlæti er auð- velt að gera magra máltíð feita eða óholla. Svínakjötið feitast Það svínakjöt sem er algengast á jólaborðum Íslendinga er líklega hamborgarhryggur. Í 100 grömm- um af kjöti eru 217 hitaeiningar, litlu fleiri en í svínabóg sem inni- heldur 216 hitaeiningar. Í hryggn- um eru auk þess 2,5 grömm af salti í hverjum 100 grömmum af hráu kjöti, en allar upplýsingarn- ar eiga við hrátt kjöt. Í 100 grömm- um af hamborgarhrygg eru auk þess nærri 17 grömm af fitu. Þar af eru mettaðar fitusýrur 6,9 grömm en því meira sem er af ómettuð- um fitusýrum, því mýkri verður fitan. Mettuð fita er yfirleitt hörð við stofuhita og þykir óhollari en ómettuð. Enginn af þeim jólamat sem DV kannaði innihélt meiri fitu en hamborgarhryggurinn. Lambalæri inniheldur 14,1 gramm, hangikjöt 10 grömm og villt gæs 7,1 gramm í hverjum hundrað af kjöti. Saltið mest í hangikjöti Flestum heilsuhraustum eistakling- um er óhætt að leyfa sér að borða fitu- eða saltmikinn mat endrum og eins, eins og næringarfræðing- ar hafa bent á. Þó er ágætt að vera meðvitaður um það sem maður læt- ur ofan í sig, ekki síst í ljósi þess að útköll sjúkraflutningamanna eru sjaldan fleiri en á hátíðardögum, þegar fólk belgir sig gjarnan út af söltum eða feitum mat. Eins og sjá má í meðfylgjandi töflu er það aðeins hamborgar- hryggur og hangikjöt sem inniheld- ur salt, hangikjötið 3,7 grömm en hamborgarhryggurinn 2,5 grömm í hverjum 100 grömmum af kjöti. Saltmagn í öðrum matvælum er óverulegt, eða á bilinu 0,1 til 0,2 grömm í hverjum hundrað grömm- um. Þó kjötið sé í grunninn ósalt- að ber að hafa í huga að flestir salta eða krydda matinn eftir smekk. baldur@dv.is Næring í hátíðarmat (í 100 g) Tegund Hitaeiningar Prótein (g) Steinefni (g) Salt (g) Vatn (g) Fita (g) Mettuð fita(g) Hreindýr 106 22,0 0,9 Ósaltað* 74,0 2,0 0,9 Kalkúnn 107 21,9 1,0 Ósaltað 75,5 2,2 0,8 Hrefna 108 25,0 1,0 Ósaltað 73,1 0,9 0,0 Rjúpa 111 23,3 1,4 Ósaltað 73,0 2,0 0,6 Nautalundir 134 20,0 1,1 Ósaltað 73,0 6,0 2,8 Gæs 155 22,8 1,1 Ósaltað 69,0 7,1 2,5 Hangikjöt 165 18,8 4,6 3,7 66,4 10,0 4,2 Lambalæri 200 18,5 1,0 Ósaltað 66,5 14,1 6,0 Svínabógur 216 18,0 1,0 Ósaltað 66,1 16,0 6,4 Hamborgarhr. 217 16,6 3,5 2,5 62,6 16,8 6,9 *HRÁTT KJÖTIÐ ER ÓSALTAÐ EN FÓLK SALTAR GJARNAN MATINN VIÐ ELDUN. Hreindýrið er hollt og gott Hrein- dýrakjöt er hitaeiningasnauðasta kjöt sem völ er á. MYND: TORBJÖRN ARVIDSON Lambið klikkar ekki Í 100 grömmum af lambalæri eru um 14 grömm af fitu og um 200 hitaeiningar. Gæsabring- ur Kjöt af villtm dýrum er allajafna fitusnautt og próteinríkt. Rjúpan er vinsæl Rjúpnakjöt er ákaflega magurt og próteinríkt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.