Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Síða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Síða 57
23. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR 57 „Geta pabbar ekki - grátið,“ spurði Helgi Björnsson á árum áður með SSSól. Pep Guardiola svaraði þeirri spurningu um síðustu helgi og grét þegar Barcelona vann sinn sjötta bikar á árinu 2009. Hann er þó ekki eina stórstjarna íþróttanna sem hefur grátið fyrir framan heiminn. VÆLANDI Á VELLINUM KLIKKAÐI Á ÖGURSTUNDU John Terry grét þegar lið hans Chelsea tapaði úrslitaleik í Meistaradeildinni gegn Manchester United. Terry klikkaði á ögurstundu og grét í rigningunni í Moskvu. SÍÐASTI LEIKURINN Þegar Andre Agassi spilaði sinn síðasta leik á ferlinum stóðu áhorfendur upp og klöppuðu enda Agassi gríðarlega vinsæll. Það var of mikið fyrir harðjaxlinn sem grét eins og nýfætt barn. MJÚKUR MAÐUR Tennis menn virðast vera mjúkir á vellinum því Roger Federer hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar grátið fyrir framan heiminn. Hann er samt alltaf jafnvinsæll. DÚNDRAÐI FRAMHJÁ Kobe Bryant hefur átt mörg snilldartilþrif á vellinum og fagnað mörgum sigrum. Hann hefur samt aldrei grátið á vellinum. Hins vegar þegar hann játaði framhjáhald á blaðamannafundi sáust tár leka niður. GRÉT FYRIR PABBA Faðir Michaels Jordan var myrtur skömmu fyrir úrslita- keppnina og bjuggust margir við að Jordan myndi ekki spila með Chicago. En hann er engum líkur og spilaði eins og engill og landaði NBA-titlinum. Eftir verðlaunaafhendinguna grét hann með bikarinn til minningar um föður sinn. MISSTI SIG Christiano Ronaldo lét gjörsam- lega allt flakka þegar Portúgalar voru slegnir út af HM 2006. Hann labbaði af vellinum með ekka og heimurinn stóð á öndinnni. Hann hefur þó jafnað sig og ætlar að fara alla leið í sumar á HM. GRÉT Á EFTIR Terrel Owens játaði að hafa misnotað verkjalyfið Hydrocodone en hélt kúlinu á blaðamannafundinum og grét ekki þar. Hins vegar þegar hann var búinn þá missti Owens sig og grét utandyra - með sólgler- augu. SILFURMAÐURINN Það eru ekki margir sem hafa upplifað jafnoft og Michael Ballck að vera í silfurliði. Hann hefur þó ekki oft misst sig en eftir HM 2006 gat hann ekki leynt vonbrigðum sínum og grét. SÁR FÖÐURMISSIR Samúð heimsins er ekki sérstaklega á bandi Tiger Woods þessa dagana. En hann átti alla samúð í heimi þegar faðir hans hafði skyndilega fallið frá og Tiger vann mót - með grátstafinn í kverkunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.