Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2009, Blaðsíða 57
23. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR 57 „Geta pabbar ekki - grátið,“ spurði Helgi Björnsson á árum áður með SSSól. Pep Guardiola svaraði þeirri spurningu um síðustu helgi og grét þegar Barcelona vann sinn sjötta bikar á árinu 2009. Hann er þó ekki eina stórstjarna íþróttanna sem hefur grátið fyrir framan heiminn. VÆLANDI Á VELLINUM KLIKKAÐI Á ÖGURSTUNDU John Terry grét þegar lið hans Chelsea tapaði úrslitaleik í Meistaradeildinni gegn Manchester United. Terry klikkaði á ögurstundu og grét í rigningunni í Moskvu. SÍÐASTI LEIKURINN Þegar Andre Agassi spilaði sinn síðasta leik á ferlinum stóðu áhorfendur upp og klöppuðu enda Agassi gríðarlega vinsæll. Það var of mikið fyrir harðjaxlinn sem grét eins og nýfætt barn. MJÚKUR MAÐUR Tennis menn virðast vera mjúkir á vellinum því Roger Federer hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar grátið fyrir framan heiminn. Hann er samt alltaf jafnvinsæll. DÚNDRAÐI FRAMHJÁ Kobe Bryant hefur átt mörg snilldartilþrif á vellinum og fagnað mörgum sigrum. Hann hefur samt aldrei grátið á vellinum. Hins vegar þegar hann játaði framhjáhald á blaðamannafundi sáust tár leka niður. GRÉT FYRIR PABBA Faðir Michaels Jordan var myrtur skömmu fyrir úrslita- keppnina og bjuggust margir við að Jordan myndi ekki spila með Chicago. En hann er engum líkur og spilaði eins og engill og landaði NBA-titlinum. Eftir verðlaunaafhendinguna grét hann með bikarinn til minningar um föður sinn. MISSTI SIG Christiano Ronaldo lét gjörsam- lega allt flakka þegar Portúgalar voru slegnir út af HM 2006. Hann labbaði af vellinum með ekka og heimurinn stóð á öndinnni. Hann hefur þó jafnað sig og ætlar að fara alla leið í sumar á HM. GRÉT Á EFTIR Terrel Owens játaði að hafa misnotað verkjalyfið Hydrocodone en hélt kúlinu á blaðamannafundinum og grét ekki þar. Hins vegar þegar hann var búinn þá missti Owens sig og grét utandyra - með sólgler- augu. SILFURMAÐURINN Það eru ekki margir sem hafa upplifað jafnoft og Michael Ballck að vera í silfurliði. Hann hefur þó ekki oft misst sig en eftir HM 2006 gat hann ekki leynt vonbrigðum sínum og grét. SÁR FÖÐURMISSIR Samúð heimsins er ekki sérstaklega á bandi Tiger Woods þessa dagana. En hann átti alla samúð í heimi þegar faðir hans hafði skyndilega fallið frá og Tiger vann mót - með grátstafinn í kverkunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.