Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 30. desember 2009 FRÉTTIR Fjárfestirinn Róbert Melax gerði örvæntingarfulla tilraun til að gera upp milljarðaskuldir sínar við Kaup- þing í Lúxemborg í kjölfar bankahrunsins. Róbert kom þó að lokuðum dyrum og þurfti að horfa upp á eignir sínar verða að litlu sem engu í hrunadansinum. Meðal þess sem Róbert hafði skuldsett sig fyrir var lúxus- íbúð í London. RÓBERT VILDI AFSKRIFA MILLJARÐA SKULDIR Fjárfestirinn Róbert Melax, sem var einn af stofnendum Lyfju á sín- um tíma, bauð Kaupþingi í Lúx- emborg að hann myndi greiða bankanum 20 prósent af tæplega 3,5 milljarða skuldum sínum við í bankann í byrjun nóvember í fyrra, samkvæmt heimildum DV. Tilboð Róberts, sem var viðskiptavinur einkabankaþjónustu Kaupþings í Lúxemborg, kom um mánuði eftir íslenska efnahagshrunið og stóð hann frammi fyrir gríðarlegu eignatapi. Meirihluti eigna Ró- berts hafði verið settur í söluferli þegar þetta var. Forstjóri Kaupþings í Lúxem- borg, Magnús Guðmundsson, hafnaði hins vegar tilboði Róberts, samkvæmt traustum heimildum DV. Ef Kaupþing hefði þegið til- boð Róberts á þessum tíma hefði það þýtt að hann hefði greitt um 700 milljónir af tæplega 3,5 millj- arða skuldum sínum við bankann. Afgangur skulda hans hefði ver- ið afskrifaður. Róbert hafði fengið veðkall frá bankanum í október og hefur tilboð hans líkast til verið til að bregðast við því. Átti í Glitni og Saga Capital Róbert hefur nánast ekkert verið í samfélagsumræðunni hér á landi eftir íslenska efnahagshrunið þrátt fyrir að vera ansi stöndugur fjárfest- ir. Hann er lyfjafræðingur að mennt og var annar af stofnendum Lyfju, ásamt Inga Guðjónssyni, árið 1996. Árið 2004 seldu þeir hluti sína í Lyfju til smásölurisans Haga en lyfjakeðj- an hafði sameinast Lyfjabúðunum fjórum áður. Eftir þetta var Lyfja al- farið í eigu Haga sem seldi keðjuna skömmu síðar. Róbert hefur verið nokkuð um- svifamikill fjárfestir síðan og átti meðal annars hlutabréf í Glitni og fjárfestingabankanum Saga Capi- tal. Róbert var sömuleiðis um tíma í stjórn Saga Capital þar sem hann átti rúmlega 10 prósenta hlut þegar mest lét. Róbert átti sömuleiðis hlut í norska fasteignafélaginu City Cent- er Properties sem og í ýmsum öðrum félögum víða um lönd, eins og í Sví- þjóð og á Bresku Jómfrúareyjum. Keypti lúxusvillu í London Hluti skulda Róberts við Kaupþing í Lúxemborg var tilkominn vegna þess að hann fjárfesti í íbúð í Lond- on á fyrri hluta árs 2007. Til þess fékk Róbert meðal annars lán frá Kaup- þingi Singer og Friedlander sem nam meira en 4 milljónum punda, eða meira en hálfum milljarði króna á þáverandi gengi, samkvæmt heim- ildum DV. Íbúðin, sem er á 66 Oakwood Court í London, kostaði Róbert 4,5 milljónir punda og var langstærstur hluti kaupverðsins, rúmar 4 milljón- ir, tekinn að láni hjá Kaupþingi. Ró- bert var því, að hluta til að minnsta kosti, að biðja um afskriftir á skuld- um sem voru tilkomnar vegna kaupa á húsnæði sem kostaði meira en hálfan milljarð króna á þávirði. Þess skal þó getið að á þessum tíma hafði gengi erlendra gjaldmiðla tvöfaldast miðað við gengi íslensku krónunn- ar og voru fjárfestar eins og Róbert í þeirri hræðilegu stöðu að horfa á eignir sínar brenna upp og skuldirn- ar margfaldast. Þeir vissu sömuleið- is ekki á þessum tíma hversu langt niður gengi íslensku krónunnar gæti hrapað í kjölfar hrunsins. Lýsandi fyrir dramatík hrunsins Eitt af því sem Róbert vildi gera á þessum tíma til að grynnka á skuld- um sínum var að reyna að selja hlutabréf sín í Saga Capital, sem metin voru á 700 milljónir króna, fyrir um 180 milljónir króna. Ætlað- ur kaupandi að bréfunum var Saga Capital sjálft. Þessi viðskipti gengu líkast til ekki eftir þar sem eignar- haldsfélag Róberts, Tammuz, er enn þá skráð fyrir hlutafé í bankanum sem metið er á 700 milljónir króna að nafnvirði. Hann vildi hins veg- ar forðast það í lengstu lög að selja eignir sínar í bríaríi á brunaútsölu. Hluti af vandamálum Róberts á þessum tíma var sömuleiðis að eftir að félag í hans eigu, Standhóll, hafði selt rúmlega eins prósenta hlut í Glitni í apríl 2007, fjárfesti hann í skuldabréfum Bakkavarar og Ex- ista fyrir áeggjan Kaupþings í Lúx- emborg, samkvæmt heimildum DV. Þau skuldabréf byrjuðu hins vegar að glata verðgildi sínu skömmu síð- ar og með falli Kaupþings varð verð- mæti þeirri afar óljóst þar sem Ex- ista hafði verið stærsti hluthafinn í Kaupþingi. Fjármunirnir sem hann fékk fyrir sölu sína á Glitnisbréfun- um á besta tíma urðu því að litlu. Frásögnin af þessum fjárfest- ingum Róberts Melax og áhrifun- um sem hann varð fyrir vegna falls íslensku bankanna haustið 2008 er að mörgu leyti lýsandi fyrir stöðu margra fjárfesta á þessum tíma- punkti. Við tók tímabil gríðarlegr- ar óvissu þar sem margir fjárfest- ar fengu veðköll frá lánardrottnum sínum og reyndu að semja um upp- gjör skulda sinna án þess að vita mikið um hver staða krónunnar yrði á næstunni. Þegar litið er til þess hversu dramatískar þessar björgun- araðgerðir hafa verið er nokkuð hjá- kátlegt að hugsa til þess að stofnað hafi verið til hluta þessara skulda vegna kaupa á ýmiss konar lúxus, eins og íbúðar fyrir hálfan milljarð króna í tilfelli Róberts. Ekki er vitað hver staða Róberts er í dag og hefur DV ekki tekist að ná í hann. INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is Hafnaði beiðni Róberts Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, hafnaði beiðni Róberts Melax sem falið hefði í sér skuldaafskrift upp á milljarða króna. Íbúðin, sem er á 66 Oakwood Court í Lond- on, kostaði Róbert 4,5 milljónir punda og var langstærstur hluti kaup- verðsins, rúmar 4 millj- ónir, tekinn að láni hjá Kaupþingi. Lán til að kaupa íbúð í London Róbert fékk lán frá Kaupþingi til að kaupa lúxusíbúð í London fyrir rúman hálfan milljarð króna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.