Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 30. desember 2009 FRÉTTIR Fjárfestirinn Róbert Melax gerði örvæntingarfulla tilraun til að gera upp milljarðaskuldir sínar við Kaup- þing í Lúxemborg í kjölfar bankahrunsins. Róbert kom þó að lokuðum dyrum og þurfti að horfa upp á eignir sínar verða að litlu sem engu í hrunadansinum. Meðal þess sem Róbert hafði skuldsett sig fyrir var lúxus- íbúð í London. RÓBERT VILDI AFSKRIFA MILLJARÐA SKULDIR Fjárfestirinn Róbert Melax, sem var einn af stofnendum Lyfju á sín- um tíma, bauð Kaupþingi í Lúx- emborg að hann myndi greiða bankanum 20 prósent af tæplega 3,5 milljarða skuldum sínum við í bankann í byrjun nóvember í fyrra, samkvæmt heimildum DV. Tilboð Róberts, sem var viðskiptavinur einkabankaþjónustu Kaupþings í Lúxemborg, kom um mánuði eftir íslenska efnahagshrunið og stóð hann frammi fyrir gríðarlegu eignatapi. Meirihluti eigna Ró- berts hafði verið settur í söluferli þegar þetta var. Forstjóri Kaupþings í Lúxem- borg, Magnús Guðmundsson, hafnaði hins vegar tilboði Róberts, samkvæmt traustum heimildum DV. Ef Kaupþing hefði þegið til- boð Róberts á þessum tíma hefði það þýtt að hann hefði greitt um 700 milljónir af tæplega 3,5 millj- arða skuldum sínum við bankann. Afgangur skulda hans hefði ver- ið afskrifaður. Róbert hafði fengið veðkall frá bankanum í október og hefur tilboð hans líkast til verið til að bregðast við því. Átti í Glitni og Saga Capital Róbert hefur nánast ekkert verið í samfélagsumræðunni hér á landi eftir íslenska efnahagshrunið þrátt fyrir að vera ansi stöndugur fjárfest- ir. Hann er lyfjafræðingur að mennt og var annar af stofnendum Lyfju, ásamt Inga Guðjónssyni, árið 1996. Árið 2004 seldu þeir hluti sína í Lyfju til smásölurisans Haga en lyfjakeðj- an hafði sameinast Lyfjabúðunum fjórum áður. Eftir þetta var Lyfja al- farið í eigu Haga sem seldi keðjuna skömmu síðar. Róbert hefur verið nokkuð um- svifamikill fjárfestir síðan og átti meðal annars hlutabréf í Glitni og fjárfestingabankanum Saga Capi- tal. Róbert var sömuleiðis um tíma í stjórn Saga Capital þar sem hann átti rúmlega 10 prósenta hlut þegar mest lét. Róbert átti sömuleiðis hlut í norska fasteignafélaginu City Cent- er Properties sem og í ýmsum öðrum félögum víða um lönd, eins og í Sví- þjóð og á Bresku Jómfrúareyjum. Keypti lúxusvillu í London Hluti skulda Róberts við Kaupþing í Lúxemborg var tilkominn vegna þess að hann fjárfesti í íbúð í Lond- on á fyrri hluta árs 2007. Til þess fékk Róbert meðal annars lán frá Kaup- þingi Singer og Friedlander sem nam meira en 4 milljónum punda, eða meira en hálfum milljarði króna á þáverandi gengi, samkvæmt heim- ildum DV. Íbúðin, sem er á 66 Oakwood Court í London, kostaði Róbert 4,5 milljónir punda og var langstærstur hluti kaupverðsins, rúmar 4 milljón- ir, tekinn að láni hjá Kaupþingi. Ró- bert var því, að hluta til að minnsta kosti, að biðja um afskriftir á skuld- um sem voru tilkomnar vegna kaupa á húsnæði sem kostaði meira en hálfan milljarð króna á þávirði. Þess skal þó getið að á þessum tíma hafði gengi erlendra gjaldmiðla tvöfaldast miðað við gengi íslensku krónunn- ar og voru fjárfestar eins og Róbert í þeirri hræðilegu stöðu að horfa á eignir sínar brenna upp og skuldirn- ar margfaldast. Þeir vissu sömuleið- is ekki á þessum tíma hversu langt niður gengi íslensku krónunnar gæti hrapað í kjölfar hrunsins. Lýsandi fyrir dramatík hrunsins Eitt af því sem Róbert vildi gera á þessum tíma til að grynnka á skuld- um sínum var að reyna að selja hlutabréf sín í Saga Capital, sem metin voru á 700 milljónir króna, fyrir um 180 milljónir króna. Ætlað- ur kaupandi að bréfunum var Saga Capital sjálft. Þessi viðskipti gengu líkast til ekki eftir þar sem eignar- haldsfélag Róberts, Tammuz, er enn þá skráð fyrir hlutafé í bankanum sem metið er á 700 milljónir króna að nafnvirði. Hann vildi hins veg- ar forðast það í lengstu lög að selja eignir sínar í bríaríi á brunaútsölu. Hluti af vandamálum Róberts á þessum tíma var sömuleiðis að eftir að félag í hans eigu, Standhóll, hafði selt rúmlega eins prósenta hlut í Glitni í apríl 2007, fjárfesti hann í skuldabréfum Bakkavarar og Ex- ista fyrir áeggjan Kaupþings í Lúx- emborg, samkvæmt heimildum DV. Þau skuldabréf byrjuðu hins vegar að glata verðgildi sínu skömmu síð- ar og með falli Kaupþings varð verð- mæti þeirri afar óljóst þar sem Ex- ista hafði verið stærsti hluthafinn í Kaupþingi. Fjármunirnir sem hann fékk fyrir sölu sína á Glitnisbréfun- um á besta tíma urðu því að litlu. Frásögnin af þessum fjárfest- ingum Róberts Melax og áhrifun- um sem hann varð fyrir vegna falls íslensku bankanna haustið 2008 er að mörgu leyti lýsandi fyrir stöðu margra fjárfesta á þessum tíma- punkti. Við tók tímabil gríðarlegr- ar óvissu þar sem margir fjárfest- ar fengu veðköll frá lánardrottnum sínum og reyndu að semja um upp- gjör skulda sinna án þess að vita mikið um hver staða krónunnar yrði á næstunni. Þegar litið er til þess hversu dramatískar þessar björgun- araðgerðir hafa verið er nokkuð hjá- kátlegt að hugsa til þess að stofnað hafi verið til hluta þessara skulda vegna kaupa á ýmiss konar lúxus, eins og íbúðar fyrir hálfan milljarð króna í tilfelli Róberts. Ekki er vitað hver staða Róberts er í dag og hefur DV ekki tekist að ná í hann. INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is Hafnaði beiðni Róberts Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, hafnaði beiðni Róberts Melax sem falið hefði í sér skuldaafskrift upp á milljarða króna. Íbúðin, sem er á 66 Oakwood Court í Lond- on, kostaði Róbert 4,5 milljónir punda og var langstærstur hluti kaup- verðsins, rúmar 4 millj- ónir, tekinn að láni hjá Kaupþingi. Lán til að kaupa íbúð í London Róbert fékk lán frá Kaupþingi til að kaupa lúxusíbúð í London fyrir rúman hálfan milljarð króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.