Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Side 2
Björgunarfélag Árborgar gæti neyðst
til þess að flytja út úr húsnæði sínu
á Selfossi vegna gjaldþrots Björg-
unarmiðstöðvar Selfoss. Ráðist var í
byggingu Björgunarmiðstöðvarinn-
ar fyrir nokkrum árum, en skömmu
eftir bankahrunið stöðvuðust fram-
kvæmdirnar. Upphaflega stóð til
að auk björgunarsveitarinnar yrði
slökkvistöð og miðstöð fyrir sjúkra-
flutninga í húsinu, sem er sérhann-
að fyrir slíka starfsemi. Gerðir voru
samningar við þessa aðila um að
leigja hluta hússins. Upp úr sam-
starfinu slitnaði síðar.
Framkvæmdir hafa verið stopp
í um 18 mánuði, en Björgunarfé-
lag Árborgar ákvað að flytja inn í
hálfklárað húsnæðið. Í vikunni yf-
irtók Íslandsbanki svo húsið vegna
ógreiddra skulda og gæti Björgun-
arfélagið lent á hrakhólum í kjölfar
þess og þar með orðið óstarfhæft.
Vilja kaupa húsið
Björgunarfélagið vill kaupa þann
hluta byggingarinnar sem það hef-
ur notað síðustu misseri, en ljóst er
að umtalsverða fjárhæð vantar upp
á til þess að það sé hægt. Upphæð-
in er talin vera á bilinu 20 til 30 millj-
ónir króna. Áður en ráðist var í bygg-
ingu Björgunarmiðstöðvarinnar átti
félagið eigið húsnæði, sem ákveð-
ið var að selja til þess að fjármagna
framkvæmdirnar við Björgunarmið-
stöðina.
Ármann Ingi Sigurðsson, formað-
ur Björgunarfélags Árborgar, segir að
nú sé beðið eftir því að hefja samn-
ingaviðræður við Íslandsbanka um
framtíð byggingarinnar. Stofnað var
sérstakt hlutafélag í kringum bygg-
ingu hússins, sem varð gjaldþrota í
haust. Björgunarfélagið á þess vegna
ekki á hættu að fleiri eignir þess, svo
sem farartæki og björgunarbúnaður,
verði teknar upp í skuldir við lánar-
drottna. Rekstur Björgunarfélagsins
er sagður tryggur.
Áður en Íslandsbanki yfirtók hús-
ið höfðu iðnaðarmenn tekið niður
vaska og klósett sem sett höfðu verið
upp í húsinu, en ekki fengist borgað
fyrir. Þrátt fyrir að húsið sé hálfklárað
þá telur Ármann mjög mikilvægt að
Björgunarfélagið verði áfram í hús-
inu, enda er það sérhannað fyrir
slíka starfsemi. „Við erum þar enn
þá, en bankinn er búinn að taka hús-
ið yfir. Einhvers staðar þurfum við
að geyma öll tækin okkar og þetta er
líka félagsaðstaða fyrir björgunarfé-
lagið,“ segir Ármann og bætir við: „Ef
við þurfum að yfirgefa húsnæðið, þá
munum við gera það, en án húsnæð-
is erum við ekki útkallsfær.“
Biðja ekki um meira en aðrir
Á bilinu 400 til 500 manns eru á skrá
hjá Björgunarfélagi Árborgar og þar
af eru tæplega 50 virkir meðlimir.
Björgunarfélagið gegnir mjög mik-
ilvægu starfi á svæðinu og á síðast-
liðnu ári fóru meðlimir þess í um 40
útköll. „Við erum tilbúin til að fara
hvert sem er og hvenær sem er. Það
sást um daginn þegar skjálftinn reið
yfir á Haítí. Þá voru björgunarsveit-
armenn farnir að undirbúa brottför
þremur tímum eftir skjálftann,“ seg-
ir hann.
Ármann vonast til þess að mál-
inu ljúki farsællega fyrir félagið. „Við
erum ekki að bijða um að fá eitthvað
annað en það sem aðrir hafa feng-
ið. Við erum að biðja um aðstoð til
að kaupa part af húsinu í því ástandi
sem það er.“
Björgunarsveitin hefur þegar vak-
ið athygli bæjarstjórnar Árborgar á
vanda sínum, en málið er skammt á
veg komið í bæjarstjórninni.
Björgunarfélag Árborgar hefur misst nýtt, hálf-
klárað húsnæði sitt í hendur Íslandsbanka vegna ógreiddra
skulda. Félag sem stofnað var um byggingu Björgunarmiðstöðv-
ar á Selfossi er farið í þrot og gæti Björgunarfélagið lent á hrak-
hólum. Á bilinu 20 til 30 milljónir króna vantar upp á svo félagið
geti keypt húsið.
HITT MÁLIÐ
ÞETTA HELST
- ÞESSAR FRÉTTIR BAR HÆST Í VIKUNNI
ICESAVE-MAÐUR Í GÓÐUM MÁLUM
Núverandi yfirmaður
Landsbankans í Lond-
on, Baldvin Valtýsson,
stýrði bankan-
um einnig fyrir
hrun. Hann
var einn launa-
hæsti banka-
maður landsins
meðan Landsbankinn
bauð upp á Ice save.
Baldvin vill ekki gefa
upp hver laun hans
eru en fullyrða má að þau nemi tugum milljóna á ári. Baldvin var
útibússtjóri Landsbankans í London frá því í lok apríl 2007 og þar
til íslenska bankakerfið féll haustið 2008. Hann var því yfirmaður
bankans þar í landi á meðan boðið var upp á Icesave-reikningana.
Byrjað var að bjóða upp á Icesave í Bretlandi í október 2006, um
hálfu ári áður en Baldvin tók við útibússtjórastöðunni í Landsbank-
anum í London af Lárusi Welding. Baldvin hélt svo áfram að leiða
starfsemi hins fallna Landsbanka í London eftir hrunið.
RÁÐGÁTAN Á TORTÓLA
Engir lánasamningar eru til
um 800 milljóna lánveitingar
frá Samson til fjögurra félaga
í skattaskjólinu Tortóla. Óvíst
er hverjir eiga Tortólafélögin
sem lánað var til en að minnsta kosti
eitt þeirra hefur verið sagt eign Björgólfs
Thors. Skiptastjóri þrotabús eignar-
haldsfélagsins Samsonar, Helgi Birg-
isson, rannsakar nú lánveitingarnar.
Samson var eignarhaldsfélag Björgólfs
Guðmundssonar, sonar hans Björgólfs
Thors og Magnúsar Þorsteinssonar
sem hélt utan um kjölfestuhlut þeirra
í Landsbankanum á árunum 2003 til
2008. Þrotabúinu hefur gengið erfiðlega að fá upplýsingar um af-
landsfélögin þrátt fyrir að búið sé að opinbera kröfurnar á hend-
ur félögunum. Til að mynda hafa ekki fengist upplýsingar um það
hverjir eiga félögin, þó líklega hafi þau verið í eigu Björgólfsfeðga
sjálfra.
ÞÚSUNDIR FARAST Á HAÍTÍ
„Öll borgin er í myrkri.
Það eru þúsundir sem
sitja á götun-
um og hafa í
engin hús að
venda. Fólk
hleypur um,
grætur og
öskrar,“ sagði Rach-
mani Domersant,
aðgerðastjóri hjálpar-
samtakanna Food for
the Poor, um ástandið
í höfuðborginni Port-au-Prince eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir
Haítí. Jarðskjálfti upp á 7,3 á Richter reið yfir og lagði alla borgina
nánast í rúst. „Fólk reynir að grafa ættingja sína úr rústum húsa
með vasaljósum. Ég held að tala dauðsfalla hlaupi ekki á hundr-
uðum, heldur þúsundum,“ sagði Domersant. Jarðskjálftinn hafði
hræðilegar afleiðingar í för með sér fyrir íbúa einhvers fátækasta
ríkis jarðar. Íbúar hafa mátt þola miklar hörmungar á undanförn-
um árum, blóðuga uppreisn, matarskort og mikla fátækt.
2
3
1
MÁNUDAGUR OG ÞRIÐJUDAGUR 11. – 12. janúar 2010 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 4. TBL.100. ÁRG. – VERÐ KR. 395
LEYNDARHJÚPUR
SAMSON:
Áslaug Friðriksdóttir
varaborgarfulltrúi:
Í VIÐSKIPTUM
VIÐ PABBA
OG BORGINA
LÖGGAN MEÐ
VÆNDISKÚNNA
Í SIGTINU
KAUPÞINGSMAÐUR
FYRIR BRESKUM DÓMI
DV birtir vitnisburðinn
KAUPÞINGSMAÐUR
FYRIR BRESKUM DÓMI
ÁSLAUG FRIÐRIKSDÓTTIR VARABORGARFULLTRÚI:
Í VIÐSKIPTUM
VIÐ PABBA
OG BORGINA
LÖGGAN MEÐ
VÆNDISKÚNNA
Í SIGTINU
FRÉTTIR
FRÉTTIR
n ERLENDUM VÆNDISKONUM FJÖLGAR
n DV BIRTIR VITNISBURÐ GUÐNA NÍELS AÐALSTEINSSONAR
SENDU
STÓRFÉ
TIL TORTÓLA
n GJALDÞROTA Á RÁNDÝRUM BENZ
n SKIPTASTJÓRI LEITAR 790 MILLJÓNA
n BÓKHALDI BJÖRGÓLFA ÁBÓTAVANT
ALLTAF
Í ÚRSLIT
n MATTI FÓR ÁFRAM
2 MÁNUDAGUR 11. janúar 2010 FRÉTTIR
Engir lánasamningar eru til um 800 milljóna lánveitingar frá
Samson til fjögurra félaga í skattaskjólinu Tortólu. Óvíst er
hverjir eiga Tortólufélögin sem lánað var til en að minnsta kosti
eitt þeirra hefur verið sagt eign Björgólfs Thors. Þrotabú Sam-
sonar hefur litlar upplýsingar fengið um félögin.
Skiptastjóri þrotabús eignarhalds-
félagsins Samsonar, Helgi Birgis-
son, rannsakar nú hundraða millj-
óna króna lánveitingar frá félaginu til
fjögurra aflandsfélaga á Bresku Jóm-
frúareyjum á árunum fyrir banka-
hrunið. Um er að ræða fjórar lánveit-
ingar til eignarhaldsfélaga sem heita
Eldoris, Amber International, Opal
Global Investments og Bentis Hold-
ing upp á samtals um 800 milljónir
króna.
Samson var eignarhaldsfélag
Björgólfs Guðmundssonar, sonar
hans Björgólfs Thors og Magnús-
ar Þorsteinssonar sem hélt utan um
kjölfestuhlut þeirra í Landsbankan-
um á árunum 2003 til 2008.
Erfitt að fá upplýsingar
Þrotabúinu hefur gengið erfiðlega
að fá upplýsingar um aflandsfélög-
in þrátt fyrir að búið sé að opinbera
kröfurnar á hendur félögunum. Til
að mynda hafa ekki fengist upplýs-
ingar um það hverjir eiga félögin, þó
líklega hafi þau verið í eigu Björgólfs-
feðga sjálfra. Til að mynda greindi
Sigrún Davíðsdóttir, fréttaritari RÚV
í London, frá því í október síðastliðn-
um að Björgólfur Thor hefði stofnað
Amber International á sínum tíma.
Ein af ástæðunum fyrir því af
hverju erfiðlega gengur að fá upp-
lýsingar um aflandsfélögin er sú
að skráningargjöld hafa ekki verið
greidd af einhverjum þeirra í lang-
an tíma og starfsmenn félagaskrár
á Tortólu vilja ekki gefa upplýsing-
ar um félögin vegna þessa. Félögin
virðast detta af skrá, líkt og þau séu
ekki til, vegna þess að ekki hafa verið
greidd af þeim opinber gjöld. Þrota-
búið stendur því frammi fyrir því að
þurfa að greiða skráningargjöld fé-
laga á Tortólu til að komast yfir upp-
lýsingar um þau.
Hæsta lánið 580 milljónir
Hæsta lánið af þessum fjórum er
til Opal Global Investments en það
nemur um 580 milljónum króna.
Hin lánin eru lægri. Lánið til Eld-
oris nam 85 milljónum króna, Amb-
er fékk 45 milljónir króna að láni
og Bentis Holding fékk 80 milljónir
króna í lán.
Upphæðirnar eru eignfærðar sem
lán í bókhaldi Samsonar og því er
ljóst að stjórnendur félagsins hafa
litið á greiðslurnar sem slík jafnvel
þó að engar nánari útskýringar sé að
finna fyrir lánveitingunum.
Engir útfylltir lánasamningar
Engir útfylltir lánasamningar eru í
búinu vegna lánanna, samkvæmt
heimildum DV. Eingöngu hefur
fundist einn lánasamningur vegna
þessara lánveitinga. Þar er um að
ræða samning vegna lánsins til Opal
Global Investments. Sá lánasamn-
ingur er hins vegar ekki undirritaður.
Þetta er eitt stærsta vandamálið
sem þrotabúið stendur frammi fyr-
ir varðandi lánveitingarnar þar sem
enn erfiðara er að rekja þær fyrir vik-
ið. Einu gögnin um lánveitingarn-
ar sem finna má í bókhaldi félags-
ins eru millifærslubeiðnir þar sem
stjórnendur Samsonar biðja um að
tilteknar upphæðir verði millifærð-
ar út af reikningum félagsins og yfir
á reikninga aflandsfélaganna í gegn-
um Landsbankann í Lúxemborg.
Samkvæmt heimildum DV er bú-
ist við því að þessar lánveitingar út úr
Samson skýrist endanlega á næstu
vikum, meðal annars það hverjir eiga
félögin sem fengu lánað. Þrotabúið
mun væntanlega fá upplýsingar um
þessar lánveitingar frá fyrrverandi
stjórnendum Samsonar, samkvæmt
heimildum DV.
Bókhaldið „snúið“
Þessi tíðindi af óreiðunni í bókhaldi
Samsonar vegna þessara lánveit-
inga til Tortólufélaganna stemma við
fréttir sem áður hafa verið sagðar um
uppgjörið á þrotabúi Samsonar. Svo
virðist sem bókhaldi félagsins hafi
verið verulega ábótavant í mörgum
tilfellum.
Þannig greindi DV frá því í júlí að
þrotabúið hefði stefnt Björgólfi Guð-
mundssyni fyrir að hafa notað rúm-
ar 111 milljónir króna af fé Samsonar
til að greiða eftirstöðvar 500 milljóna
skuldabréfs sem var stofnframlag
í minningarsjóð dóttur hans, Mar-
grétar Björgólfsdóttur. Dóttir Björ-
gólfs lést af slysförum langt fyrir ald-
ur fram.
Bókhaldsfærslan á þeirri greiðslu
var sögð „snúin“ í tölvupósti frá Sig-
þóri Sigmarssyni, stjórnarformanni
Samsonar, til Ágústs H. Leósson-
ar, framkvæmdastjóra Samsonar, í
febrúar 2008 þar sem gefin eru fyrir-
mæli um þessa millifærslu af reikn-
ingum Samsonar:
„Bókhaldið í kringum þetta er
kannski dálítið snúið... Orðið hef-
ur að samkomulagi að Samson ehf.
greiði eftirstöðvar af skuldabréfi
sem BG [Björgólfur Guðmundsson,
innsk. blaðamanns] gaf uppruna-
lega út sem stofnframlag í Minning-
arsjóð Margrétar Björgólfsdóttur.
Þetta er þriðja greiðslan af fimm. Þó
að um sé að ræða skuldabréf gefið út
af BG, þá hefði ég viljað líta svo á að þetta sé ekki greiðsla fyrir hönd BG
heldur einfaldlega framlag í sjóðinn
og gjaldfært sem slíkt. Það hlýtur að
vera einhver flötur á því...“
Eins greindi DV frá því að 11
milljóna króna láni frá Samson til
KR-sports hefði verið breytt í styrk
skömmu fyrir bankahrunið árið
2008. Engir lánasamningar voru
heldur til í búinu vegna þess láns,
líkt og í tilfelli Tortólulánanna fjög-
urra.
INGI F. VILHJÁLMSSON
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
Tortóla er eyja í Karabíska hafinu. Hún er stærsta og
fjölmennasta eyjan af hinum svokölluðu Bresku Jóm-
frúreyjum. Evrópubúar hófu ferðir þangað eftir árið
1493 þegar Kristófer Kólumbus hafði fundið eyjarnar.
Á Tortóla búa um 25 þúsund manns. Tortóla varð gríð-
arvinsælt skattaskjól eftir að Bresku Jómfrúreyjarnar
tóku upp alþjóðleg fyrirtækjalög árið 1984.
Samkvæmt greinaflokki Morgunblaðsins stofnuðu
íslenskir aðilar mörg hundruð félög á Tortólaeyjum.
136 félög til heimilis á Tortólaeyjum fengu starfsleyfi
á Íslandi á árunum 2000 til 2008. Hin félögin sem ekki
eru skráð hérlendis voru stofnuð af dótturfélögum
bankanna erlendis og var það oftast gert í Lúxemborg.
Þar voru Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir með úti-
bú. Evrópska efnahagssvæðið tók til starfa árið 1994
en í því fólst hið svokallað fjórfrelsi en í því felst með-
al annars frjálst flæði fjármagns. Frá árinu 1996 starf-
rækti Kaupþing verðbréfasjóð í Lúxemborg og árið
1998 var verðbréfafyrirtækið Kaupthing Luxemborug
S.A. stofnað.
Ari Matthíasson leikari sagðist í Silfri Egils hafa ver-
ið viðstaddur kynningu Kaupþings á vogunarsjóðn-
um GIR Capital Investment árið 1999. Sjóðurinn var
skráður á Caymaneyjum í mars árið 2000. Á fundin-
um var viðstöddum tjáð að þeir myndu fá arðgreiðsl-
ur tvisvar á ári og þær væri hægt að fá greiddar inn á
reikninga hvar sem er í heiminum. Segja má að þetta
hafi verið upphafið að því sem síðar varð venjan í ís-
lensku viðskiptalífi. Ástæðan á þeim tíma var fyrst
og fremst háir skattar á Íslandi. Á þeim tíma þurfti
að borga 45 prósent skatt af söluhagnaði umfram 3,2
milljónir króna. Fjármagnstekjuskattur fór þó síðar í
tíu prósent sem þó kom ekki í veg fyrir að menn stofn-
uðu félög á Tortólaeyjum.
Morgunblaðið sagði frá því að mun fleiri Tortóla-
félög hafi verið stofnuð frá ágúst 2008 fram að banka-
hruninu í október en áður. Á þessu þriggja mánaða
Hundruð íslenskra félaga á Tortóla:
Tortólaparadísin
tímabili sóttu 14 félög um starfsleyfi á Íslandi. Kaup-
þing, Landsbankinn og Glitnir voru skráðir umsjón-
araðilar um 65 prósenta af þeim Tortólafélögum sem
höfðu starfsleyfi á Íslandi. DV sagði frá því í maí í fyrra
að Sigurður Valtýsson, forstjóri Exista, hefði fært all-
an eignarhlut sinn í Exista til Yenvis Inc. á Tortóla 11.
september 2008 nokkrum vikum fyrir bankahrunið.
Fjögur félög sem skráð voru á Tortóla áttu nokkuð
stóran hlut í Landsbankanum. Þessi félög keyptu bréf
í Landsbankanum og geymdu þau þar til starfsmenn
Landsbankans nýttu sér kauprétti á þeim. Kaupin
voru oftast fjármögnuð af Kaupþingi eða Glitni en ekki
Landsbankanum sjálfum. Vegna þessa fyrirkomu-
lags hafa hlutabréfakaup starfsmanna Landsbankans
ekki verið jafnmikið í umræðunni og hlutabréfakaup
starfsmanna Kaupþings og Glitnis en þeir bankar lán-
uðu sínum starfsmönnum beint. Þetta leiddi til þess
að aðrir kaupendur á hlutabréfamarkaði gátu ekki gert
sér grein fyrir því hverjir væru eigendur þessara fjög-
urra Tortólafélaga sem áttu í Landsbankanum sem
voru raunverulega í eigu starfsmanna bankans.
as@dv.is
RANNSAKAR MILLJÓNA LÁN BJÖRGÓLFA TIL TORTÓLA
Danska blaðið Berlingske Tidende sagði frá því á
föstudag að Björgólfur Thor Björgólfsson lifi enn lúx-
uslífi í London á meðan Íslendingar berjist við Breta
og Hollendinga um hvernig leysa eigi úr Icesave-deil-
unni. Segir blaðið frá því að persónuleg skuld Björgólfs
Thors við Landsbankann í Bretlandi nemi 260 milljón-
um punda eða sem nemur 53 milljörðum króna mið-
að við núverandi gengi. Íbúð hans í Notting Hill-
hverfinu í London sé metinn á átta milljónir
punda eða sem nemur 1.600 milljónum króna.
Blaðið segir líka frá því að Íslendingar
hafi orðið reiðir þegar þeir komust að því
að Björgólfsfeðgar hafi fengið lán hjá Bún-
aðarbankanum árið 2003 til að borga fyrir
30 prósent af hlut sínum í Landsbankan-
um. Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi
bankastjóri Landsbankans, átti frum-
kvæðið að því að fá lánið hjá Búnað-
arbankanum. Var það notað til að
borga 30 prósent hlut af þeim 11,2
milljörðum króna sem eignarhalds-
félagið Samson greiddi fyrir 46 pró-
senta hlut í Landsbankanum. Var
lánið veitt á sömu kjörum og Lands-
bankinn hafði lánað Eglu, sem var í
eigu S-hópsins, til að kaupa Búnað-
arbankann. as@dv.is
Björgólfur Thor Björgólfsson í
Berlingske Tidende:
LIFIR LÚXUSLÍFI
Í LONDON
n Eignarhaldsfélagið Samson var
úrskurðað gjaldþrota 12. nóvember
2008 og nema lýstar kröfur í búið
tæpum hundrað milljörðum króna.
Eignir félagsins eru hins vegar aðeins
metnar á 2,3 milljarða króna. Stærsta
eign Samsonar, kjölfestuhluturinn
í Landsbankanum sem keyptur
var af íslenska ríkinu í árslok 2002
fyrir rúma 11 milljarða króna, varð
verðlaus þegar Fjármálaeftirlitið tók
bankann yfir í október 2008. Félagið
var stofnað gagngert til þess að fara
með þennan eignarhluta.
n Eigendur Samsonar voru þeir
Björgólfur Guðmundsson, sonur
hans Björgólfur Thor og Magnús
Þorsteinsson.
Samson
FRÉTTIR 11. janúar 2010 MÁNU
DAGUR 3
Bókhaldsóreiða Samsonar Þrotabú
Samsonar rannsakar lánveitingar út úr félaginu
til fjögurra félaga á Tortólu. Samson var stofnað
árið 2002 til að halda utan um eignarhlut
Björgólfsfeðga og Magnúsar Þorsteinssonar í
Landsbankanum. Myndin af þremenningunum
er tekin í Þjóðmenningarhúsinu árið 2002 í
tengslum við kaup þeirra á bankanum.
Björgólfur Guðmundsson keyr-
ir enn um á 2007 árgerð af
Benz-jeppa sem metinn er á
um 12 milljónir króna þrátt fyr-
ir 58 milljarða króna persónu-
legt gjaldþrot. Sást hann síðast
keyrandi um götur Reykjavík-
ur á bílnum síðasta föstudag
með bílnúmerið RE 001. Eins
og kunnugt er úrskurðaði Hér-
aðsdómur Reykjavíkur hann
gjaldþrota síðasta sumar og
var talað um stærsta persónu-
lega gjaldþrot Íslandssögunnar.
Samkvæmt heimildum Stöðvar
2 bar Björgólfur vitni hjá rann-
sóknarnefnd Alþingis á föstu-
daginn eftir að Stöð 2 hafði sagt
frá því að hann hefði ekki verið
yfirheyrður af nefndinni tveim-
ur dögum áður. Björgólfur var
sem kunnugt er stjórnarfor-
maður Landsbankans. Hann
hafði áður sent rannsóknar-
nefndinni gögn um starfsemi
Landsbankans.
58 milljarða ábyrgðir
Persónulegar ábyrgðir Björgólfs
Guðmundssonar við Lands-
bankann og dótturfélög hans
námu um 58 milljörðum króna.
Stærstur hluti þessara ábyrgða
er tilkominn vegna fjárfestinga-
félagsins Grettis sem var stærsti
hluthafinn í Eimskip og Ice-
landic Group eða um 50 millj-
arðar króna. Þess skal þó getið
að upphaflega lánaði Lands-
bankinn Gretti þegar félagið var
í eigu Magnúsar Þorsteinsson-
ar. Eftir að Björgólfur tók við fé-
laginu Gretti gerðist hann per-
sónulega ábyrgur til að treysta
veð Landsbankans.
Þegar íslenska útrásin var á
hátindi sínum sumarið 2007
voru eigur Björgólfs
Guðmunds-
sonar
metn-
ar á
170
milljarða króna. Var hlutur
hans í Landsbankanum met-
inn á 90 milljarða króna, fjár-
festingabankanum Straumi á
40 milljarða króna, Eimskipi á
19 milljarða króna, Icelandic
Group á fjóra milljarða og hlut-
ur í West Ham United á 15 millj-
arða króna. Einnig átti félagið
Árvakur sem átti Morgunblaðið
áður en það varð gjaldþrota og
líka Eddu/ Mál og menningu.
Konan borgar
Þegar Björgólfur fór í mál við
Stöð 2 og Vísi
vegna
fréttaflutnings þeirra af meint-
um millifærslum hans og ann-
arra auðmanna á peningum yfir
á erlenda bankareikninga borg-
aði Þóra Hallgrímsson, eigin-
kona hans, 1,4 milljónir króna
í málskostnaðartryggingu fyrir
hann. Hann gat ekki sjálfur lagt
trygginguna fram vegna per-
sónulegs gjaldþrots. Þau hjón-
in búa enn í 440 fermetra glæsi-
villu á Vesturbrún í Reykjavík
þar sem Þóra hefur verið skráð-
ur eigandi síðan 1994.
Á 12 MILLJÓNA JEPPA
Í boði Þóru Björgólfur Guðmundsson
býr ásamt eiginkoni sinni Þóru Hall-
grímsson í 440 fermetra húsi hennar á
Vesturbrún í Reykjavík. Auk þess borgaði
Þóra málskotstryggingu fyrir Björgólf
þegar hann fór í mál við Stöð 2 og Vísi.
Björgólfur Guðmundsson keyrir um götur Reykjavíkur á 12 milljóna króna
Benz-jeppabifreið þrátt fyrir 58 milljarða króna persónulegt gjaldþrot.
Björ-
gólfur bar vitni fyrir rannsóknarnefnd Alþingis síðasta föstudag eftir að
Stöð
2 hafði sagt frá því að hann hefði ekki verið yfirheyrður.
ANNAS SIGMUNDSSON
blaðamaður skrifar: as@dv.is
Magnús Þorsteinsson
varð fyrstur gjaldþrota:
FLÚÐI TIL
RÚSSLANDS
Magnús Þorsteinsson var fyrsti íslenski
útrásarvíkingurinn sem úrskurðaður var
persónulega gjaldþrota eftir að efnahags-
hrunið skall á haustið 2008. Héraðsdómur
Norðurlands eystra kvað upp úrskurð þess
efnis að bú hans yrði tekið til gjaldþrota-
skipta vegna vanefnda við fjárfestingar-
bankann Straum-Burðarás.
Magnús skuldaði Straumi rúman millj-
arð króna vegna sjálfsskuldarábyrgð-
ar sem hann skrifaði upp á árið 2007.
Straumur gerði ítrekaðar tilraunir til að
fá skuldina greidda upp eftir að hún hafði
gjaldfallið í byrjun september árið 2008,
samkvæmt úrskurði héraðsdóms. Magnús
taldi fyrir héraðsdómi að ekki væri hægt
að taka bú hans til gjaldþrotaskipta hér
á landi því lögheimili hans væri skráð í
Rússlandi en ekki hér á landi.
Magnús fór í mál við Stöð 2
og Vísi vegna fréttaflutn-
ings þeirra af meintum
millifærslum hans og
annarra auðmanna á
peningum yfir á er-
lenda bankareikninga
líkt og gamli félagi
hans Björgólfur Guð-
mundsson. Ekki er vitað
hver borgaði málskostn-
aðartryggingu hans. Magnús
og Björgólfur gátu ekki
lagt fram tryggingu sína
þar sem þeir eru báðir
persónulega gjaldþrota.
as@dv.is
2 FÖSTUDAGUR 15. janúar 2009 FRÉTTIR
„Ef við þurfum að yfir-
gefa húsnæðið, þá
munum við gera það,
en án húsnæðis erum
við ekki útkallsfær.“
VALGEIR ÖRN RAGNARSSON
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
NEYÐARKALL FRÁ
BJÖRGUNARSVEIT
Á hrakhólum Íslandsbanki hefur tekið yfir
húsnæði Björgunarfélags Árborgar eftir að
Björgunarmiðstöðin á Selfossi varð gjaldþrota.
Ef félagið er án húsnæðis er það óútkallsfært.
20 FÖSTUDAGUR 15. janúar 2009 FRÉTTIR
„ÞETTA ER ÖNGÞVEITI“
Þann 12. janúar, klukkan 16.53 að
staðartíma, reið jarðskjálfti, sem
mældist 7 á Richter, yfir Haítí. Skjálft-
inn var sá öflugasti sem þjóðin hefur
upplifað í um 200 ár. Miðja skjálftans
var rétt utan höfuðborgarinnar, Port-
au-Prince, og fjöldi bygginga hrundi
eða varð fyrir skemmdum, þeirra á
meðal forsetahöllin, þinghús lands-
ins og höfuðstöðvar Sameinuðu
þjóðanna.
Mikið tjón varð víða í höfuðborg-
inni þar sem hús hrundu til grunna
og fjöldi fólks grófst í rústunum. For-
sætisráðherra Haítí, Jean-Max Bell-
erive, sagðist telja að yfir eitt hundr-
að þúsund manns hefðu farist í
hamförunum.
Um 200 starfsmanna Sameinuðu
þjóðanna er saknað og á fimmtudag
var staðfest að sextán þeirra væru
dánir. Samkvæmt fréttum er erki-
biskup Port-au-Prince, Joseph Serge
Miot, á meðal þeirra sem fórust, sem
og yfirmaður Sameinuðu þjóðanna í
Port-au-Prince.
Samtökin Læknar án landamæra
gátu ekki veitt aðstoð sem skyldi því
þrjár hjálparmiðstöðvar þeirra biðu
tjón í jarðskjálftanum og fjöldi slas-
aðra Haíta var því án læknisaðstoðar.
KOLBEINN ÞORSTEINSSON
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
FRÉTTIR 15. janúar 2009 FÖSTUDAGUR 21
Þinghúsið er hrunið.
Skattstofan er hrunin.
Skólar hafa hrunið. Sjúkrahús
hafa hrunið. Í mörgum skólum
er fullt af látnu fólki. Sjúkra-
húsin eru full af fólki. Þetta
er stórkostleg eyðilegging.
RENÉ PRÉVAL
FORSETI HAÍTÍ
Þetta er öngþveiti.
Ég fór í fimm læknamið-
stöðvar, þar á meðal stóran
spítala, og flestar þeirra voru
ekki starfhæfar. Flestar hafa
skemmst og ég sá óhugnan-
lega mörg lík.
STEFANO ZANNINI
YFIRMAÐUR LÆKNA ÁN LANDAMÆRA
Öngþveiti og örvænting
„Skólar hafa hrunið. Sjúkrahús
hafa hrunið.“
Borg í rústum Illa
byggð hús standast
ekki náttúruöflin.
OXYTARM
Endurnærir og hreinsar ristilinn
Allir dásama OXYTARM
Í boði eru 60-150 töflu skammtar
30days&
Betri apótekin og Maður lifandi www.sologheilsa.is.
Losnið við hættulega kviðfitu og
komið maganum í lag með því að
nota náttúrulyfin Oxytarm og
30 days saman -120 töflu skammtur -
DETOX