Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Side 6
SANDKORN
n Starfshópur á vegum sjávar-
útvegsráðherra, sem fæst við að
endurskoða kvótakerfið, hefur
ekki komið saman til fundar
síðan í nóvember. Þetta þykir
ýmsum undarlegt sem telja end-
urskoðun
kvótakerfis-
ins eitt mik-
ilvægasta
stefnumál
ríkisstjórn-
arinnar.
Menn velta
fyrir sér
þessum
seinagangi og þykjast sjá í hendi
sér að formaður nefndarinnar
og varaformaður, þeir Guðbjart-
ur Hannesson og Björn Valur
Gíslason, séu hlaðnir Icesave-
og endurreisnarstörfum. Og
spyrja í leiðinni hvort ekki sé ráð
að setja hörkutólið Ólínu Þor-
varðardóttur yfir nefndina sem
seint beygir sig fyrir sægreifun-
um eins og dæmin sanna.
n Áhyggjur manna af því að rík-
isstjórnin sé á góðri leið með að
stinga endurskoðun kvótakerf-
isins og innlausn kvótans ofan í
skúffu eru orðnar það miklar að
skotið var á
neyðarfundi
síðastliðinn
miðvikudag
þar sem rætt
var um að
endurvekja
Samtök um
þjóðareign
með nú-
tímalegu sniði í anda InDefence.
Á fundinn mættu bæði gamlar
kempur, eins og Grétar Mar
Jónsson, Jón Magnússon og Jón
Baldvin Hannibalsson, en einn-
ig yngri baráttumenn sem boða
nýjar aðferðir og ný sjónarhorn.
Tólf ár eru liðin síðan Samtök
um þjóðareign voru stofnuð,
meðal annars af mönnum eins
og Ágústi Einarssyni rektor á
Bifröst.
n Ýmislegt bendir til þess að
átökin um kvótakerfið eigi eftir
að magnast til muna og að útspil
Friðriks J. Arngrímssonar, fram-
kvæmdastjóra LÍÚ, um að stefna
flotanum í land, geti allt eins
snúist í höndum sægreifanna.
Sagan segir að stjórn LÍÚ hafi
þegar fyrir áramót lagt á ráðin
um að sigla flotanum í land léti
ríkisstjórnin ekki af fyrningar-
leiðinni. Þetta mun hafa borist
Atla Gíslasyni, formanni sjávar-
útvegsnefndar Alþingis,
til eyrna skömmu eftir
að sægreifarnir fjöll-
uðu um málið innan
sinna raða. „Þeir
munu aldrei
sigla flotanum
í land,“ á Atli að
hafa sagt van-
trúaður.
6 FÖSTUDAGUR 15. janúar 2009 FRÉTTIR
Eignarhaldsfélagið Hnotskurn er
á lokasprettinum við að semja um
skuldir félagsins sem nema 2.800
milljónum króna. Eignir félagsins
nema hins vegar einungis 244 millj-
ónum sem eru fasteignir og lóðir. Fé-
lagið fékk lán til hlutabréfakaupa í
Tryggingamiðstöðinni. Það eignaðist
síðan hlutabréf í FL Group þegar það
félag keypti Tryggingamiðstöðina.
Félagið er í eigu Katrínar Pétursdótt-
ur, forstjóra Lýsis, og Gunnlaugs Sæv-
ar Gunnlaugssonar, fjárhaldsmanns
Guðbjargar Matthíasdóttur í Vest-
mannaeyjum til margra ára.
Í samtali við DV vildi Katrín Pét-
ursdóttir ekki tjá sig um stöðu fé-
lagsins og vísaði á lögmanninn Sig-
urbjörn Magnússon sem stendur í
samingaviðræðum um uppgjör á
skuldum félagsins. Sigurbjörn er auk
þess stjórnarformaður Árvakurs, út-
gefanda Morgunblaðsins.
Ekki náðist í Gunnlaug
Sævar þrátt fyrir ítrekað-
ar tilraunir.
Nánast búið
að semja
„Það er verið að skoða
uppgjör á skuldum fé-
lagsins hjá Glitni. Þær
viðræður eru á lokastigi
og ég vonast til að
það verði ekki
langt í að þær
verði leiddar
til lykta,“ seg-
ir Sigurbjörn
Magnússon,
lögmað-
ur eignar-
haldsfé-
lagsins
Hnot-
skurnar. Hann vill ekki gefa upp hvort
verið sé að semja um einhverjar af-
skriftir af skuldum félagsins. Það
liggi þó í hlutarins eðli að ein-
hverjar afskriftir fari fram hjá
þessu félagi líkt og öðrum sem
vinna að fjárhagslegri end-
urskipulagningu sinni í sam-
starfi við bankastofnanir. Sig-
urbjörn tekur þó fram að
viðræðurnar séu á
viðskiptalegum
forsendum.
Inni í félag-
inu séu enn-
þá einhverjar
eignir á móti
skuldum.
15. stærst í
FL Group
Gunnlaug-
ur og Katrín
eignuðust hlutabréf í FL Group þeg-
ar félagið keypti Tryggingamiðstöð-
ina haustið 2007. Fengu þau bréf í FL
Group á genginu 24,3 og nam mark-
aðsverðmæti bréfanna á þeim tíma
um 1.995 milljónum króna. Sá hlut-
ur dugði þeim til að verða 15. stærsti
hluthafinn í FL Group með 0,82 pró-
senta hlut. Í ársreikningi félagsins fyr-
ir árið 2007 kemur hins vegar fram að
þau hafi þurft að selja um 20 prósent
af bréfum sínum í FL Group. Hluta-
bréfaverð FL Group lækkaði um 40
prósent frá september 2007 til loka
þess árs. Má telja líklegt að félagið
hafi fengið veðkall (e. margin call)
frá Glitni vegna lækkandi gengis FL
Group og því verið þvingað til að
selja.
Vék úr stjórn vegna vanskila
Katrín Pétursdóttir sat í stjórn Glitnis
og líka FL Group. Samkvæmt heimild-
um DV varð Katrín að víkja úr stjórn
Glitnis í lok febrúar 2008 þar sem fé-
lag hennar, Hnotskurn, var komið
í vanskil með lán sín við bankann.
Enda hafði markaðsverðmæti hlut-
ar félagsins Hnotskurnar í FL Group
rýrnað mjög mikið. Eins og áður var
nefnt nam markaðsverðmæti hlutar
félagsins í FL Group um 1.195 millj-
ónum króna í septem ber 2007. Í lok
desember sama ár var hlutur félags-
ins metinn á 993 milljónir króna en
þá hafði það verið þvingað til að selja
um 20 prósent af bréfum sínum í
FL Group. Katrín hefur sem fyrrum
stjórnarmaður í Glitni þurft að sitja
vitnaleiðslur í máli Vilhjálms Bjarna-
sonar gegn Glitni vegna kaupa bank-
ans á hlutabréfum Bjarna Ármanns-
sonar. Vilhjálmur taldi að þau hefðu
verið keypt á yfirverði en stjórnin
var sýknuð af þessum ásökunum í
Hæstarétti.
Eignarhaldsfélagið Hnotskurn sem er í eigu Katrínar Pétursdóttur, forstjóra Lýs-
is, og Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar er á lokastigi við að ná samningum við
skilanefnd Glitnis um uppgjör á skuldum félagsins. Helsta eignin voru hlutabréf í FL
Group. Skuldirnar eru tólf sinnum hærri en eignir.
SEMJA UM
AFSKRIFTIR
ANNAS SIGMUNDSSON
blaðamaður skrifar: as@dv.is
Tjáir sig ekki Katrín Péturs-
dóttir, forstjóri Lýsis, vill ekki
tjá sig um 2.800 milljóna króna
skuldir félags í hennar eigu
sem átti hlutabréf í FL Group.
Skuldum vafinn Gunnlaugur Sævar
Gunnlaugsson, fjárhaldsmaður Guðbjargar
Matthíasdóttur í Vesmannaeyjum, reið ekki
feitum hesti frá því að skipta bréfum sínum í
Tryggingamiðstöðinni fyrir bréf í FL Group.
Gunnar I. Birgisson býður sig fram sem bæjarstjóri þrátt fyrir stöðu sakbornings:
Bæjarstjóraefni enn undir grun
Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi
bæjarstjóri Kópavogsbæjar, hefur
enn stöðu sakbornings í rannsókn
efnahagsbrotadeildar ríkislögreglu-
stjóra vegna alvarlegra lögbrota.
Hin meintu brot áttu sér stað í bæj-
arstjóratíð hans og snúa að óeðli-
legum lánveitingum Lífeyrissjóðs
Kópavogsbæjar til sveitarfélagsins.
Gunnar sat þá bæði sem bæjarstjóri
og stjórnarmaður í lífeyrissjóðnum.
Þegar málið kom upp var það
rannsakað hjá Fjármálaeftirlitinu.
Vegna grunsemda um alvarlegt lög-
brot var það síðar sent til efnahags-
brotadeildar ríkislögreglustjóra.
Helgi Magnús Gunnarsson, saksókn-
ari efnahagsbrota hjá embættinu,
hefur verið með málið til rannsóknar
frá því í fyrrasumar. „Rannsókninni
miðar áfram en henni er ekki lokið.
Við höfum verið að yfirheyra stjórn-
armennina og þeir hafa allir stöðu
sakborninga. Grunsemdir eru enn
til staðar um alvarleg brot og þær
beinast að stjórnendum og stjórnar-
mönnum,“ segir Helgi Magnús.
Gunnar býður sig fram sem bæj-
arstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í
Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosn-
ingarnar sem fram undan eru. Þar
ætlar hann sér aftur á toppinn. „Ég
hef góðar væntingar til prófkjörsins,
enda fengið góðar viðtökur. Ég sækist
eftir því að verða aftur forystumaður
flokksins,“ segir Gunnar. trausti@dv.is
Grunaður um lögbrot Gunnar sat
sem bæjarstjóri og stjórnarmaður
lífeyrissjóðsins þegar meintar óeðlilegar
lánveitingar fóru fram.