Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Síða 8
SANDKORN
8 FÖSTUDAGUR 15. janúar 2009 FRÉTTIR
Slitastjórn Glitnis hefur nú til athug-
unar að rifta samningum við Karl
Steingrímsson í Pelsinum sem á dög-
unum seldi kínverska sendiráðinu
fasteignina við Skúlagötu 51. Litið er
svo á að veðhafar í fasteigninni; Glitn-
ir, Íslandsbanki og Arion banki, hafi
verið blekktir í söluferlinu og félag í
eigu Karls hafi ætlað að skjóta undan
hundruðum milljóna króna.
Eignin er veðsett framangreind-
um bönkum og þrotabúi Glitnis fyrir
hátt í einn milljarð króna samkvæmt
heimildum DV eða langt umfram það
söluverð sem Karl og félag í hans eigu
kynntu veðhöfum í desember síðast-
liðnum. Steinunn Guðbjartsdóttir hjá
slitastjórn Glitnis segir að verið sé að
skoða málshöfðun á hendur Karli og
syni hans. Samkvæmt heimildum DV
eru líkur til þess að bankarnir kæri
feðgana fyrir tilraunir til að hafa af
þeim fé og líkur eru til þess að málið
verði meðhöndlað sem lögreglumál.
Brynjar Níelsson lögfræðingur hefur
verið fenginn til þess að fara með mál-
ið fyrir Glitni.
Kauptilboð frá Indverjum
Málavextir eru þeir að 14. desember
síðastliðinn undirritaði Aron Karls-
son, sonur Karls Steingrímssonar, fyr-
ir hönd félagsins 2007 ehf tilboð Auro
Investment Partners í Bandaríkjun-
um um kaup á 4.200 fermetra fast-
eign við Skúlagötu 51 þar sem áður
var Sjóklæðagerðin. Auro Investment
er í eigu Indverja sem hafa nokk-
ur tengsl við landið og höfðu fengið
augastað á byggingunni, hugsanlega
fyrir hótelrekstur. Húsið er uppgert
og sem stendur er það innréttað sem
skrifstofubygging eða annað atvinnu-
húsnæði á fjórum hæðum með bíla-
geymslu og kjallara. Umsamið kaup-
verð var 575 milljónir króna.
Veðsett bönkunum upp úr rjáfri
Í yfirlýsingu frá 21. desember hétu Ari-
on banki, Íslandsbanki og Glitnir að
aflétta öllum veðum af byggingunni
þegar kaupverðið, 575 milljónir króna,
hefði verið greitt inn á reikning í Arion
banka í eigu Vindasúlna ehf. Vegna
yfirveðsetningar fasteignarinnar var
umræddur reikningur handveðsettur
Arion banka og um samið að bönk-
unum væri heimilt að skipta söluand-
virðinu milli sín í hlutfalli við kröfur.
Þannig átti Arion banki að fá 239 millj-
ónir króna upp í kröfur sínar, Íslands-
banki 155 milljónir króna og Glitnir
banki liðlega 180 milljónir króna.
Yfirlýsing bankanna um þessi
skipti gilti til 31. desember síðastlið-
ins samkvæmt gögnum sem DV hefur
undir höndum. Athuga ber að bank-
arnir voru á þessum tíma í góðri trú
um að viðskiptin færu fram milli 2007
ehf, félags Karls Steingrímssonar og
Arons sonar hans, annars vegar og
Auro Investment Partners hins vegar.
Bankarnir voru
með sölunni
reiðubúnir að
fallast á um-
samið verð og
afskrifa nokkur
hundruð millj-
ónir króna. DV
hefur heimildir
fyrir því að fast-
eignin hafi ver-
ið veðsett bönk-
unum fyrir um
900 milljónir
króna.
Eignin flutt
milli einka-
hlutafélaga
feðganna
Meðan þessu
vatt fram í
desember síð-
astliðnum seldu Karl og Aron sjálf-
um sér eignina með því að flytja hana
úr Vindasúlum efh yfir í annað félag
í þeirra eigu undir nafninu 2007 ehf.
Þetta félag keyptu feðgarnir nýverið,
en upphaflegur tilgangur þess var út-
flutningur notaðra ökutækja og annar
skyldur rekstur. Flutningur Skúlagötu
51 inn í 2007 ehf var réttlættur þannig
að fasteignin yrði að vera í félagi sem
laust væri undan öðrum kröfum sem
kynnu að vera gerðar á Vindasúlur
ehf. Gögn sem DV hefur aðgang að
sýna að Vindasúlur afsöluðu eigninni
við Skúlagötu 51 til 2007 ehf þann 14.
desember, sama dag og kauptilboð
2007 ehf og
Auro Invest-
ment Partn-
ers var sam-
þykkt með
vitund veð-
hafanna.
Léku
tveimur
skjöldum
Samhliða
þessum við-
skiptum
seldu Karl
og Aron kínverska sendiráðinu bygg-
inguna fyrir 7 milljónir dollara, jafn-
virði 870 milljóna króna. Mismunur
á því og söluverðinu sem bankarn-
ir unnu með er rétt um 300 milljónir
króna. Þannig hafa bankarnir efni til
þess að ætla að seljendurnir, Karl og
Aron, hafi vísvitandi ætlað að svíkja
bankana um mismuninn eða 300
milljónir króna.
Um þetta vitnar kaupsamning-
ur 2007 ehf við kínverska sendiráðið
frá 17. desember síðastliðnum. Undir
hann ritar Aron Karlsson og H.E. Su
Ge sendiherra Kína á Íslandi. Samn-
ingnum var þinglýst 7. janúar síðast-
liðinn, fyrir liðlega viku.
Sama dag og Karl og Aron gerðu
samninginn við kínverska sendiráð-
ið barst ríkisskattstjóra tilkynning um
breytingu á stjórn og prókúru í félag-
inu 2007 ehf þar sem feðgarnir Karl og
Aron setjast einir í
stjórn og gerast pró-
kúruhafar félagsins.
Stefnir í málaferli
Halda verður til
haga að í uppruna-
legum kaupsamn-
ingi indverska fé-
lagsins og 2007 ehf
var sá fyrirvari sam-
þykktur að kröfu
feðganna Karls og
Arons að þeir gætu
rift samningnum
bótalaust og áður en
greiðsla hefði borist
sæju þeir einhverja
meinbugi á því að
fullnægja skyldum
samningsins með
einhverjum hætti.
Var þeim í sjálfsvald
sett að rifta samn-
ingnum ef þeir teldu það þjóna hags-
munum sínum. Þetta urðu þeir þó að
gera með einföldum tölvupósti til full-
trúa kaupendanna, Auro Investment
Partners. Að því uppfylltu var þeim
heimilt að ráðstafa eigninni við Skúla-
götu 51 að vild.
Feðgarnir tilkynntu Auro Invest-
ment Partners aldrei neitt í tölvupósti
samkvæmt heimildum DV. Ekki held-
ur upplýstu þeir bankana – veðhaf-
ana – um að 575 milljóna króna sölu-
samningurinn væri úr gildi en nýr 870
milljóna króna samningur hefði verið
gerður við kínverska sendiráðið.
Þannig voru bankarnir í góðri trú
fram yfir áramót þegar upplýst var að
Skúlagata 51 væri komin í eigu kín-
verska sendiráðsins. Þessu kunna tals-
menn slitastjórnar Glitnis og bank-
anna illa og því stefnir í málaferli gegn
Karli og Aroni.
Karl Steingrímsson og Aron sonur hans seldu kínverska sendiráðinu Skúlagötu 51 fyr-
ir 870 milljónir króna á sama tíma og bönkum, sem eiga veð í húseigninni, var kynnt
575 milljóna króna tilboð frá indversku félagi. Húseignin er yfirveðsett Íslandsbanka,
Arion banka og þrotabúi Glitnis og íhuga bankarnir málshöfðun gegn feðgunum.
HÓTA KARLI Í PELS-
INUM MÁLAFERLUM
Ekki heldur upplýstu
þeir bankana – veðhaf-
ana – um að 575 millj-
óna króna sölusamn-
ingurinn væri úr gildi en
nýr 870 milljóna króna
samningur hefði ver-
ið gerður við kínverska
sendiráðið.
JÓHANN HAUKSSON
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Skúlagata 51 Húsið er samtals um 4.200
fermetrar og er nú í eigu kínverska sendi-
ráðsins. Það er yfirveðsett bönkunum sem
krefja seljandann um kínverska peninga.
Karl Steingrímsson og Ester
Ólafsdóttir Karl og Aron, sonur
þeirra hjóna, kynntu bönkunum
575 milljóna króna söluverð en
seldu í raun kínverska sendiráðinu
á 870 milljónir króna.
Yfirlýsing bankanna Skúlagata
51 er yfirveðsett bönkunum. Þeir
ætluðu að samþykkja 575 milljóna
króna samning og létta öllum veðum
af húseigninni, afskrifa hundruð
milljóna með öðrum orðum.
Kaupsamningur Kaupsamningur
2007 ehf og kínverska sendiráðsins
var undirritaður af Aroni Karlssyni
og H.E. Su Ge sendiherra Kína 17.
desember síðastliðinn.
n Hrannar B. Arnarsson, að-
stoðarmaður Jóhönnu Sigurð-
ardóttur, er kominn í vörn fyrir
skrif sín á Facebook og skrifaði
þar nýlega að hann hugsaði
þetta eins og
hvert annað
rabb við eld-
húsborðið,
þó vinirn-
ir sem sæju
skrif hans
væru á átj-
ánda hundr-
að. Hrann-
ar hefur
oft vakið athygli með skrifum
sínum og hefur verið ólatur við
að vekja athygli á málflutningi
þeirra sem hafa tekið undir
með ríkisstjórninni og eins við
að gagnrýna þá sem hafa farið
hörðum orðum um stefnu og
gjörðir ríkisstjórnarinnar. Hafa
sumir reyndar haft á orði að
þeir sem sækja vildu línuna til
Jóhönnu fengju hana skýrasta í
Facebook-færslum Hrannars.
n Stuðningsmenn KR eru sumir
hverjir orðnir hálfuggandi fyr-
ir átök næsta sumars. Félagið
er nú næsta markvarðalaust í
meistara-
flokki og
ekki bætir
úr skák að
Björgólfur
Takefusa,
langmarka-
hæsti leik-
maður liðs-
ins í fyrra, er
hugsanlega á leið til Þýskalands
í atvinnumennsku. Að auki
hafa nokkrir leikmenn af yngri
kynslóðinni farið til útlanda
til reynslu að undanförnu. Og
þó KR-ingar hafi fengið marga
góða leikmenn til sín síðustu ár
og náð öðru sæti í úrvalsdeild
síðasta sumar ku einhverjir hafa
áhyggjur af lærisveinum Loga
Ólafssonar. En stundum hefur
verið sagt að veturinn sé ein-
mitt tími ótímabærra áhyggna
og óraunhæfra drauma.
n Litskrúðugur aðalfundur Týs,
félags ungra sjálfstæðismanna í
Kópavogi, hefur meiri þýðingu
en bara þá að kjósa hverjir eru
þar í stjórn. Áskorendurnir, sem
töpuðu atlögu sinni að sitjandi
stjórn, þykja hallir undir fram-
boð Ármanns Kr. Ólafssonar
sem hefur nú boðið sig fram
gegn Gunnari I. Birgissyni í
prófkjöri sjálfstæðismanna.
Mikið var smalað fyrir fundinn
og höfðu sitjandi stjórnarliðar,
sem hallast frekar að Gunnari
og njóta enn fremur stuðnings
hans, sigur að lokum. Gæti það
gagnast honum þegar í próf-
kjörið er komið.
n Umfjöllun hægrivefjarins
AMX um aðalfund ungsjálf-
stæðisfélagsins Týs í Kópavogi
vekur athygli, ekki aðeins fyrir
það sem þar stendur held-
ur einnig fyrir það sem kemur
ekki fram. Þar eru taldir upp
nokkrir úr
Deigluarmi
Sjálfstæð-
isflokksins
sem fluttu
lögheimili
úr Reykjavík
í Kópavog
til að styðja
Pétur Magn-
ús Birgis-
son og samherja gegn sitjandi
stjórn. Það sem vantar hins veg-
ar alveg er að ýmsir stuðnings-
menn sitjandi stjórnar gerðu
slíkt hið sama, þar á meðal þeir
sem stundum hafa verið upp-
nefndir „flugræningjarnir“ eftir
SUS-kjör á Ísafirði. Þykir AMX,
undir ritstjórn Óla Björns Kára-
sonar, varaþingmanns Sjálf-
stæðisflokksins í Kraganum, þó
hafa góðar tengingar inn í Sjálf-
stæðisflokkinn.