Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Blaðsíða 16
ovich, listakokkinn Nigellu Lawson, fatahönnuðinn Valentino og leikar- ana Hugh Grant og Sean Connery. Lýður býr skammt frá íslenska sendiráðinu í London sem er í sömu byggingu og danska sendiráðið. Líkt og í tilfelli húss Björgólfs virtist eng- inn vera heima hjá Lýði, líkt og þegar farið er fram hjá húsi hans við Star- haga í Vesturbænum. Allt var slökkt í fallega húsinu hans við Cadogan Place og enginn virtist vera heima. Ekkert lífsmark var inni í húsinu en fyrir utan það stóð Porsche-sportbíll, sem kannski er í eigu Lýðs. Í næsta húsi við Lýð stóðu tveir hörkulegir náungar í jakkafötum og reyktu; þeir virtust vera að bíða eft- ir manninum sem þeir vinna við að þjóna. Í skugga Stam- ford Bridge Heppilegt er að fara frá húsi Lýðs í Knightsbridge og til Chelsea til að skoða næsta hús sem er risavaxið fjölbýlishús þar sem Sigurður Einarsson, stjórnar- formaður Kaupþings, átti íbúð í og Pálmi Haraldsson í Fons á enn hús- næði í, eftir því sem næst verður komist. Byggingin stendur við King’s Road, örstutt frá heimavelli knatt- spyrnuliðsins Chelsea, og er afar rammger. Hún er umkringd háum veggjum og öryggisverðir gæta íbú- anna og eigna þeirra. Sigurður er, eins og áður segir, ekki lengur búsettur í þessari byggingu en hann er bú- settur í London. Eng- inn sem DV náði tali af getur hins vegar greint frá því hvar Kaupþingsmaður- inn fyrrverandi býr í borginni. Sigurður, sem er með réttar- stöðu grunaðs manns í rannsókn saksóknara á Al- Thani-málinu virðist því næst- um fara huldu höfði meðal Íslend- inganna í London. Enginn veit um Jón Þorstein eða Magnús Líkt og mikil leynd hvílir yfir því hvar Sigurður býr þá veit sömuleiðis held- ur enginn hvar Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður í spari- sjóðnum Byr, býr um þessar mundir. Jón er með réttarstöðu sakbornings í Exeter-málinu svokallaða og brotnaði saman við yfirheyrslur hjá sérstök- um saksóknara fyrir skömmu og sagði frá málinu. Hann mun nú vera orðinn aðal- vitnið í þessu máli. Svo mikil leynd hvílir yfir íverustað Jóns Þor- steins að ekki einu sinni hans eigin fjölskylda veit hvar hann heldur til um þessar mundir en hann yfirgaf Ísland eft- ir að losnað úr farbanni skömmu fyrir jól. Af öðrum íslensk- um auðmönnum sem búa í London má svo auðvit- að nefna Magnús Ármann, en enginn veit heldur hvar hann heldur til, og svo loks Mile- stone-manninn Steingrím Wernersson. Ekki er vit- að hvar Steingrímur býr. Af yfirreið DV um Lundúnaborg að dæma er ekkert sem bendir til annars en að brott- fluttu íslensku auðmennirnir lifi eins og blóm í eggi í borginni þrátt fyr- ir bankahrunið og kreppuna heima fyrir. Hrunið virðist enn sem kom- ið er hafa lítil áhrif á þeirra daglega líf út frá húsa- og bílakosti þeirra að dæma. Kannski heyrir hrunið bara sögunni til í hugum þeirra ef það þá átti sér stað til að byrja með. 16 FÖSTUDAGUR 15. janúar 2009 FRÉTTIR „Flestir Bretar hafa aðeins mjög óljósa hug- mynd um út á hvað Icesave-málið gengur. Hinn óbreytti borgari tengir íslenska efna- hagshrunið við það að hann þurfi að greiða hærri fasteignaskatta í ár vegna þess að margar breskar sveitastjórnir áttu peninga sem töpuð- ust með bönkunum þegar þeir féllu. Og hann man líka eftir þeirri ringulreið sem skapaðist þegar fólk sem átti peningainnistæður á Edge- og Icesave-reikningunum gat ekki tekið þá út,“ segir Rowena Mason, blaðamaður á The Tele- graph og Sunday Telegraph. „Þrátt fyrir að Icesave-samkomulagið í nú- verandi mynd komi sér miklu verr fyrir rík- issjóð Íslands og íslenska skattborgara en þá bresku deila álitsgjafar úr röðum viðskipta- blaðamanna enn þá um málið sín á milli. En þeir sem hafa grandskoðað Icesave-samkomu- lagið virðast, almennt séð, hafa nokkra samúð með Íslendingum út af efnahagsástandinu í landinu og vegna þess að þeir eiga að greiða 5,5 prósent vexti af Icesave-láninu. Mín persónulega skoðun er sú að ríkisstjórnir beggja landanna hafi ekki haldið vel á spöðunum í Icesave-deil- unni. Þeirrar tilhneigingar hefur gætt að menn virðast gleyma því að bæði breskir og íslenskir skattgreið- endur eru fórnar- lömb í þessu máli og að eftirlitsaðil- ar í báðum lönd- um beri ábyrgð á því að hafa ekki áttað sig á glæ- fralegum rekstri bankanna. Í Bretlandi er það almennt ekki á vit- orði fólks að verið sé að rannsaka mögu- lega ólöglega háttsemi í íslenska banka- kerfinu. Enn síður er það á vitorði almennings að á meðan stjórnmála- menn röfla um Icesave hafa marg- ir af þeim bankamönnum sem bera ábyrgð á hruninu flutt frá Reykjavík til í London, í hús sem kosta marg- ar milljónir punda, og rúnta nú um betri hverfi borgarinnar á jeppun- um sínum,“ segir hún. ingi@dv.is Rowena Mason er blaðamaður á The Telegraph og hefur fjallað um Ísland í tvö ár: Icesave-menn í lúxus í London Rowena Mason Blaðamaður á The Telegraph og Sunday Tele graph í London. Hún hef- ur fjallað um málefni Íslands í blaðinu frá hruninu 2008. Jón Þorsteinn Jónsson Mikil leynd hvílir yfir því hvar hann býr um þessar mundir. Magnús Ármann Einn þeirra útrásarvíkinga sem fáir vita hvar á heima. Steingrímur Wernersson Athygli vakti þegar hann flutti út og hafði meðal annars snekkju með sér. Lítið er vitað um hvar hann býr. Í næsta nágrenni Meðal nágranna Lýðs Guðmundssonar er Elísabet Bretlandsdrottning sem heldur stundum til í Buckinghamhöll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.