Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Blaðsíða 16
ovich, listakokkinn Nigellu Lawson,
fatahönnuðinn Valentino og leikar-
ana Hugh Grant og Sean Connery.
Lýður býr skammt frá íslenska
sendiráðinu í London sem er í sömu
byggingu og danska sendiráðið. Líkt
og í tilfelli húss Björgólfs virtist eng-
inn vera heima hjá Lýði, líkt og þegar
farið er fram hjá húsi hans við Star-
haga í Vesturbænum. Allt var slökkt
í fallega húsinu hans við Cadogan
Place og enginn virtist vera heima.
Ekkert lífsmark var inni í húsinu en
fyrir utan það stóð Porsche-sportbíll,
sem kannski er í eigu Lýðs. Í næsta
húsi við Lýð stóðu tveir hörkulegir
náungar í jakkafötum og reyktu; þeir
virtust vera að bíða eft-
ir manninum sem
þeir vinna við að
þjóna.
Í skugga Stam-
ford Bridge
Heppilegt er að
fara frá húsi Lýðs
í Knightsbridge
og til Chelsea til
að skoða næsta hús
sem er risavaxið
fjölbýlishús
þar
sem Sigurður Einarsson, stjórnar-
formaður Kaupþings, átti íbúð í og
Pálmi Haraldsson í Fons á enn hús-
næði í, eftir því sem næst verður
komist.
Byggingin stendur við King’s
Road, örstutt frá heimavelli knatt-
spyrnuliðsins Chelsea, og er afar
rammger. Hún er umkringd háum
veggjum og öryggisverðir gæta íbú-
anna og eigna þeirra.
Sigurður er, eins og áður segir,
ekki lengur búsettur í þessari
byggingu en hann er bú-
settur í London. Eng-
inn sem DV náði tali
af getur hins vegar
greint frá því hvar
Kaupþingsmaður-
inn fyrrverandi
býr í borginni.
Sigurður, sem
er með réttar-
stöðu grunaðs
manns í rannsókn
saksóknara á Al-
Thani-málinu
virðist því
næst-
um fara huldu höfði meðal Íslend-
inganna í London.
Enginn veit um Jón Þorstein
eða Magnús
Líkt og mikil leynd hvílir yfir því hvar
Sigurður býr þá veit sömuleiðis held-
ur enginn hvar Jón Þorsteinn Jónsson,
fyrrverandi stjórnarformaður í spari-
sjóðnum Byr, býr um þessar mundir.
Jón er með réttarstöðu sakbornings í
Exeter-málinu svokallaða og brotnaði
saman við yfirheyrslur hjá sérstök-
um saksóknara fyrir skömmu
og sagði frá málinu. Hann
mun nú vera orðinn aðal-
vitnið í þessu máli.
Svo mikil leynd hvílir
yfir íverustað Jóns Þor-
steins að ekki einu sinni
hans eigin fjölskylda
veit hvar hann heldur til
um þessar mundir en
hann yfirgaf Ísland eft-
ir að losnað úr farbanni
skömmu fyrir jól.
Af öðrum íslensk-
um auðmönnum sem búa
í London má svo auðvit-
að nefna Magnús Ármann, en
enginn veit heldur hvar hann
heldur til, og svo loks Mile-
stone-manninn Steingrím
Wernersson. Ekki er vit-
að hvar Steingrímur
býr.
Af yfirreið DV
um Lundúnaborg
að dæma er ekkert
sem bendir til annars en að brott-
fluttu íslensku auðmennirnir lifi eins
og blóm í eggi í borginni þrátt fyr-
ir bankahrunið og kreppuna heima
fyrir. Hrunið virðist enn sem kom-
ið er hafa lítil áhrif á þeirra daglega
líf út frá húsa- og bílakosti þeirra að
dæma. Kannski heyrir hrunið bara
sögunni til í hugum þeirra ef það þá
átti sér stað til að byrja með.
16 FÖSTUDAGUR 15. janúar 2009 FRÉTTIR
„Flestir Bretar hafa aðeins mjög óljósa hug-
mynd um út á hvað Icesave-málið gengur.
Hinn óbreytti borgari tengir íslenska efna-
hagshrunið við það að hann þurfi að greiða
hærri fasteignaskatta í ár vegna þess að margar
breskar sveitastjórnir áttu peninga sem töpuð-
ust með bönkunum þegar þeir féllu. Og hann
man líka eftir þeirri ringulreið sem skapaðist
þegar fólk sem átti peningainnistæður á Edge-
og Icesave-reikningunum gat ekki tekið þá út,“
segir Rowena Mason, blaðamaður á The Tele-
graph og Sunday Telegraph.
„Þrátt fyrir að Icesave-samkomulagið í nú-
verandi mynd komi sér miklu verr fyrir rík-
issjóð Íslands og íslenska skattborgara en þá
bresku deila álitsgjafar úr röðum viðskipta-
blaðamanna enn þá um málið sín á milli. En
þeir sem hafa grandskoðað Icesave-samkomu-
lagið virðast, almennt séð, hafa nokkra samúð
með Íslendingum út af efnahagsástandinu í
landinu og vegna þess að þeir
eiga að greiða 5,5 prósent
vexti af Icesave-láninu.
Mín persónulega skoðun
er sú að ríkisstjórnir beggja
landanna hafi ekki haldið vel
á spöðunum í Icesave-deil-
unni. Þeirrar tilhneigingar
hefur gætt að menn virðast
gleyma því að bæði breskir
og íslenskir skattgreið-
endur eru fórnar-
lömb í þessu máli
og að eftirlitsaðil-
ar í báðum lönd-
um beri ábyrgð á
því að hafa ekki
áttað sig á glæ-
fralegum rekstri
bankanna.
Í Bretlandi er það almennt ekki á vit-
orði fólks að verið sé að rannsaka mögu-
lega ólöglega háttsemi í íslenska banka-
kerfinu. Enn síður er það á vitorði
almennings að á meðan stjórnmála-
menn röfla um Icesave hafa marg-
ir af þeim bankamönnum sem bera
ábyrgð á hruninu flutt frá Reykjavík
til í London, í hús sem kosta marg-
ar milljónir punda, og rúnta nú um
betri hverfi borgarinnar á jeppun-
um sínum,“ segir hún.
ingi@dv.is
Rowena Mason er blaðamaður á The Telegraph og hefur fjallað um Ísland í tvö ár:
Icesave-menn í lúxus í London
Rowena Mason Blaðamaður
á The Telegraph og Sunday
Tele graph í London. Hún hef-
ur fjallað um málefni Íslands
í blaðinu frá hruninu 2008.
Jón Þorsteinn Jónsson
Mikil leynd hvílir yfir því hvar
hann býr um þessar mundir.
Magnús Ármann Einn
þeirra útrásarvíkinga sem
fáir vita hvar á heima.
Steingrímur Wernersson Athygli
vakti þegar hann flutti út og hafði
meðal annars snekkju með sér.
Lítið er vitað um hvar hann býr.
Í næsta nágrenni Meðal nágranna
Lýðs Guðmundssonar er Elísabet
Bretlandsdrottning sem heldur
stundum til í Buckinghamhöll.