Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 15. janúar 2009 FRÉTTIR „ÞETTA ER ÖNGÞVEITI“ Þann 12. janúar, klukkan 16.53 að staðartíma, reið jarðskjálfti, sem mældist 7 á Richter, yfir Haítí. Skjálft- inn var sá öflugasti sem þjóðin hefur upplifað í um 200 ár. Miðja skjálftans var rétt utan höfuðborgarinnar, Port- au-Prince, og fjöldi bygginga hrundi eða varð fyrir skemmdum, þeirra á meðal forsetahöllin, þinghús lands- ins og höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna. Mikið tjón varð víða í höfuðborg- inni þar sem hús hrundu til grunna og fjöldi fólks grófst í rústunum. For- sætisráðherra Haítí, Jean-Max Bell- erive, sagðist telja að yfir eitt hundr- að þúsund manns hefðu farist í hamförunum. Um 200 starfsmanna Sameinuðu þjóðanna er saknað og á fimmtudag var staðfest að sextán þeirra væru dánir. Samkvæmt fréttum er erki- biskup Port-au-Prince, Joseph Serge Miot, á meðal þeirra sem fórust, sem og yfirmaður Sameinuðu þjóðanna í Port-au-Prince. Samtökin Læknar án landamæra gátu ekki veitt aðstoð sem skyldi því þrjár hjálparmiðstöðvar þeirra biðu tjón í jarðskjálftanum og fjöldi slas- aðra Haíta var því án læknisaðstoðar. KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.