Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Side 22
Hundruð þúsunda Haíta hafa beðið aðstoðar alþjóðasamfélagsins síðan öflugur jarðskjálfti reið yfir höfuðborg- ina Port-au-Prince á þriðjudaginn. Mikil ringulreið varð í borginni og fólk leitaði örvinglað ættingja í rúst- um húsa sem hrunið höfðu til grunna. Lík lágu eins og hráviði á götum borg- arinnar og slasaðir gátu hvergi leitað aðstoðar því flestar sjúkrastofnanir höfðu skemmst. Fyrstu björgunar- og hjálparstarfs- menn komu til landsins aðfaranótt fimmtudagsins og var íslenska sveit- in á meðal þeirra fyrstu. Mikið liggur við að björgunarstörf hefjist sem fyrst og björgunar- og leitarsveitir þurfa að keppa við tímann í viðleitni til að finna fólk á lífi í rústunum. Umfang hamfaranna er slíkt að erf- itt getur reynst að meta manntjón og skemmdir. Þeir sem lifðu skjálftann af glíma við vatnsskort auk þess sem hlutar borgarinnar eru án rafmagns. Því greip fólk til þess ráðs að kveikja elda á götum úti til að ylja sér, hugga aðra og leita huggunar sjálft. Rauði krossinn áætlaði að þrjár milljónir manna þyrftu á aðstoð að halda, húsaskjóli, matvælum og hreinu vatni, og fjöldi Haíta myndi þurfa aðstoð út árið. „Í sumum hverfum er ekkert fólk að sjá og ég veit ekki hvar íbúar þeirra eru,“ sagði René Préval, forseti lands- ins, en hann áætlaði að 30.000 til 50.000 manns hefðu farist í jarðskjálft- anum. Jean-Max Bellerive forsætis- ráðherra er enn svartsýnni og sagði að fjöldi látinna gæti jafnvel hlaupið á hundruðum þúsunda. Talsmaður haítíska Rauða kross- ins, Pericles Jean-Baptiste, sagði að lyfjabirgðir stofnunarinnar væru á þrotum. „Það eru of margir sem þarfn- ast hjálpar, okkur skortir tæki, okkur skortir líkpoka,“ sagði hann. Undir þetta taka samtökin Læknar án landamæra sem voru meðal þeirra fyrstu á vettvang eftir skjálftann ógur- lega. Um 800 starfsmenn samtakanna voru staddir í landinu þegar jarð- skjálftinn reið yfir og hafa þeir undan- farna tvo daga verið að athafna sig við bágbornar aðstæður í Port-au-Prince. Einn af yfirmönnum Lækna án landamæra á svæðinu, Stefano Zann- ini, lýsti aðstæðum á vefsíðu sam- takanna. „Ég heimsótti fimm sjúkra- miðstöðvar í dag, þar á meðal stóran spítala, og flestar þeirra voru óstarf- hæfar. Margar þeirra eru illa skemmd- ar og ég sá óhugnanlegt magn af lík- um.“ Á fimmtudaginn lýstu fréttaskýr- endur CNN á vettvangi aðstæðum sem svo að gríðar sterk nálykt hefði mætt björgunarsveitarfólki sem barð- ist við að sinna skyldum sínum við erf- iðar aðstæður á vettvangi, umkringt særðum íbúum og stöflum af líkum á götum úti. „Miðbær Port-au-Prince samanstendur af líkum og grjótmuln- ingi,“ sagði Eric Marrapodi, fréttamað- ur CNN á Haítí. 22 FÖSTUDAGUR 15. janúar 2009 FRÉTTIR KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Haítí er á vesturenda eyjunn- ar Hispaníóla í Karíbahafi. Haítí þekur um þriðjung eyjunnar, en Dóminíska lýðveldið er á austur- hluta eyjunnar. Upphaflega var Hispaníóla byggð Taíno Arawak- indjánum, en þann 5. desember 1492 tók Kristófer Kólumbus land í Saint-Nicolas, lýsti eyjuna eign Spánar og hófst þá tími hörm- unga hjá eyjarskeggjum. Eyjarskeggjum var gert að vinna gull undir stjórn hinna nýju herra og voru þeir sem neit- uðu að vinna annaðhvort drepn- ir eða hnepptir í þrældóm. Evrópumennirnir báru með sér smitsjúkdóma sem voru með öllu óþekktir í Karíbahafinu og voru þeir ein helsta ástæða fækkunar eyjarskeggja. En fækk- unina mátti einnig rekja til slæmrar meðferðar, vannæringar og lækkandi fæðingartíðni. Fyrsti bólusóttarfaraldurinn geisaði á eynni árið 1507. Þrælaeyja Þrælainnflutningur Spánverja hófst upp úr 1517 og Taíno Arawak-indjánar dóu nánast út á Hisp- aníóla. Þeir sem voru svo lánsamir að komast undan komu sér fyrir í fjöllunum og síðar meir blönduðust þeir afrískum strokuþrælum og úr varð kynþátturinn „zambos“. Innan tíðar settust Frakkar að á vesturhluta Hispaníóla en þeir samþykktu ekki yfirvald Spánverja fyrr en 1660 og átök voru nokkuð tíð. Árið 1697 skiptu Frakkar og Spánverjar með sér Hispaníóla. Frakkar fengu vesturhluta eyjunnar og kölluðu Saint Domingue. Franskir landnemar streymdu til Saint Dom- ingue og í kringum 1790 var svo komið að Frakk- ar höfðu stungið Spánverja af með tilliti til auð- legðar og íbúafjölda og Saint Domingue varð ein ríkasta nýlenda Frakka í Nýja heiminum. Saint Domingue hefur verið lýst sem einni grimmilegustu þrælanýlendu sögunnar sé horft til þeirrar hörkulegu meðferðar sem þræl- ar sættu, en talið er að þriðjungur nýinnfluttra þræla hafi dáið innan örfárra ára eftir komuna þangað. Bylting í Frakklandi og Saint Domingue Franska byltingin 1789- '99 olli samfélagslegum róstum á Saint Dom- ingue og árið 1791 hófst uppreisn á meðal þræl- anna og jókst spennan enn frekar í kjölfar aftöku Loðvíks XVI Frakklands- konungs. Frakkar afnámu þrælahald í nýlendunni með það fyrir augum að mynda bandalag með frjálsum þeldökkum íbú- um eyjarinnar. Sex mán- uðum síðar var þrælahald afnumið. Það kom í hlut Toussaints L'Ouverture, fyrr- verandi þræls og leiðtoga í uppreisninni, að koma á friði í Saint Domingue og hafði hann að lokum erindi sem erfiði. L'Ouverture hafði kom- ið á fót sveigjanlegum her, og öguðum, og hrakti á brott bæði Frakka og Breta sem hugðu á innrás í nýlenduna og stofnaði viðskiptasamband við Bandaríkin og Bretland. Svik Frakka og sjálfstæði En á Frakka runnu tvær grímur með tilliti til þrælahalds í nýlendunum og Napóleon Bonap- arte sendi 30.000 manna her til að hernema eyj- una að nýju og koma á þrælahaldi. Frakkar buðu L'Ouverture til samningaviðræðna, rændu hon- um og sendu til Frakklands þar sem hann end- aði ævi sína sem fangi. Við kyndlinum tók önnur frelsishetja, Jean- Jacques Dessalines, og hafði hann sigur gegn Frökkum og að lokum fór svo að hinir fyrrver- andi þrælar lýstu yfir sjálfstæði og Haítí varð til 1. janúar 1804, eina ríkið sem varð til í kjölfar þrælauppreisnar. Dessalines gerði útlæga eða lét drepa alla hvíta menn sem eftir voru, en var sjálfur ráðinn af dögum 1806 og ríkið skiptist upp í konungs- ríki Henris Christophe í norðri og lýðveldi undir stjórn Alexandres Pétion í suðri. Að lokum tókst Jean-Pierre Boyer, sem síðar varð forseti, að sameina Haítí. Bitbein stórvelda Frakkar voru þó allt annað en sáttir og í júlí 1825 sendi Karl X konungur fjórtán skipa flota til að endurheimta Haítí. Til að halda sjálfstæði komst Boyer að samkomulagi við Frakka. Samkvæmt því myndu Frakkar viðurkenna sjálfstæði Haítí gegn greiðslu 150 milljóna franka og var greiðsl- an hugsuð sem skaðabætur vegna tapaðs gróða af þrælasölu. Greiðslan var síðar lækkuð í 90 milljónir franka. Boyer var við völd á Haítí til 1843 þegar hann var neyddur frá völdum og í kjölfarið fylgdi fjöldi valdaránstilrauna, og hlutar hersins, yfirstéttin og verslunarstéttin deildu um völdin, en þegar hér var komið sögu voru innflytjendur frá Þýska- landi, Bandaríkjunum, Frakklandi og Englandi orðnir fjölmennir í ríkinu. Árið 1888 studdi Bandaríkjastjórn byltingu hersins gegn ríkisstjórninni og síðar reyndu fleiri ríki að seilast til valda á Haítí. Í janúar 1914 gengu breskir, bandarískir og þýskir hermenn á land undir því yfirskyni að borgarar þeirra landa þyrftu á vernd að halda. Undir bandarískum yfirráðum Haítí var hersetið af Bandaríkjamönnum frá 1915 til 1935. Eftir brottför Bandaríkjamanna fór þjóðvarðlið með stjórn landsins til 1957. Frá 1957 til 1986 ríkti einræðisfjölskylda Duvaliers á Haítí og breytti ríkinu í eins konar konungsríki sem einkenndist af persónudýrkun og spillingu. Fjölskyldan stofnaði dauðasveitir og fjöldi Haíta flúði land. Duvalier-fjölskyldan naut stuðnings Bandaríkjamanna til ársins 1986 þegar mótmæli gegn fjölskyldunni neyddu hana í útlegð. Í desember 1990 var Jean-Bertrand Aris- tide kjörinn forseti Haítí, en neyddist til að flýja í útlegð í september 1991. Hann tók aftur við embættinu 1994 fyrir milligöngu Bandaríkja- manna. Aristide lét af embætti 1995 og var endurkjörinn árið 2000. 2004 neyddist Aristide til að flýja enn á ný eftir valdarán hersins. Nú- verandi forseti Haíti, René Préval, var kjörinn árið 2006, en hann var einnig forseti ríkisins frá 1995 til 2000. Seinni tíma hamfarir Haítar eru ekki óvanir náttúruhamförum og þann 17. september 2004 skildi hitabeltisstorm- urinn Jeanne eftir sig slóð dauða og eyðilegging- ar. Rúmlega 3.000 manns fórust í flóðum og aur- skriðum. Í maí sama ár fórust yfir 3.000 í flóðum. Banvænir hitabeltisstormar árið 2008 kost- uðu að minnsta kosti 331 mannslíf og hvirfilbylj- ir árið 1999 kostuðu 9.398 mannslíf. Síðustu hamfarirnar sem þessi hrjáða þjóða þarf að þola áttu sér stað á þriðjudaginn þeg- ar jarðskjálfti sem mældist 7 á Richter reið yfir með þeim afleiðingum að fjöldi húsa hrundi til grunna og tugir þúsunda létust. Saga Haítí „Í sumum hverfum er ekkert fólk að sjá og ég veit ekki hvar íbúar þeirra eru.“ „OKKUR SKORTIR LÍKPOKA“ Jean-Jacques Dessalines Sýndi nýlenduherrunum enga miskunn. Barist við ströndina Haítí varð sjálfstætt ríki 1. janúar 1804. Þeir sem lifðu af jarðskjálftann á Haítí höfðust við á götum úti í kjölfar skjálftans. Víða var ekkert rafmagn, hreint vatn og matvæli skorti og fólk beið í örvæntingu eftir hjálp alþjóðasamfélagsins. Umfang hamfaranna er gríðarlegt og þær munu hafa áhrif á um þrjár milljónir manna. Ungt fórnarlamb Slösuð stúlka liggur á dýnu úti á götu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.