Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Page 24
ICESAVE-NEFNDIN Það eina sem getur bjargað Íslendingum út úr Icesave-málinu er samninganefnd skipuð þrautseigustu og útsmognustu Íslendingum heims- ins. Svarthöfði hefur tekið að sér að mynda nefndina til að fyrirbyggja að henni verði aftur stýrt af alþýðu- bandalagsmanni. Kallað hefur verið eftir því að Ólafur Ragnar Grímsson forseti sjái sjálfur um samn-ingaviðræðurnar. Það væru afglöp. Að vanda mundi forsetinn halda langar ræður um gríðarleg- ar auðlindir Íslendinga, þannig að breska samninganefndin myndi slefa af græðgi. Það síð- asta sem við þurfum er slíkur samningamaður. Fyrstan í nefndina vel-ur Svarthöfði Lárus Björn Svavars-son. Nei, hann er ekki sonur Svavars Gestssonar. Lárus er oftast kallaður Lalli Johns og enginn myndi láta sér detta í hug að rukka hann um eitt eða neitt. Enda myndi hann ekki borga krónu. Með Lalla í nefndinni kæmu Íslendingar út í plús úr Icesave-málinu. Sumir segja að samningamenn eigi að vera harðir. Því verður ekki neitað að harðsvíraðar samningakempur geta beygt veikari andstæðinga, en ekki þegar allt er í hnút. Við þurfum krútt. Raun- ar þurfum við krúttlegustu fullorðna menn þessa heims, hljómsveitina Sigur Rós. Bretarnir skilja ekki orð af því sem þeir segja, en samt finnst þeim þeir í senn töff og krúttlegir, hvernig sem á því stend- ur. „Hoppípolla, gobble digook,“ myndu þeir óma himneskri, dáleiðandi röddu. Og meðan þýðandinn miðlaði textum þeirra jafnóðum myndu Bretar smám sam- an verða þess áskynja að Íslendingar væru ekki í neinum stígvélum, þeir væru með vind í hárinu og rennblaut- ir með blóðnasir. Eins og handrukk- aðir unglingar. Sem formann nefndarinnar skipar Svarthöfði Ólaf Stefáns-son handboltamann. Hann stöðvar hverja neikvæða kröfu Breta með pípi svo þeir komast ekki fet. Ef hann nær ekki að sannfæra þá, mun hann rugla þá svo mikið að þeir samþykkja hvað sem er. Og þannig verður það að hin djarfa samninga- nefnd Íslands skipuð Lalla Johns, Sigur Rós og Ólafi Stefánssyni, snýr aft- ur heim með glæsileg- an samning þjóðinni til bjargar. „Það eru hlutir að birtast hér sem áður voru bara hugsanir og tilfinningar. Við vorum að klifra þetta fjall og það voru tvær leið- ir í dag. Önnur var *bíb* og hin var upp.“ SANDKORN n Sú ákvörðum skilanefndar Landsbankans að halda Bald- vini Valtýssyni, stjórnanda úti- bús bankans í London, í vinnu á ofurlaunum eftir hrun vekur almenna furðu og reiði. DV sagði frá því á miðviku- dag að Bald- vin væri einn af þeim sem fylgdu Sig- urjóni Árna- syni, fyrrverandi Landsbanka- stjóra, úr Búnaðarbankanum á sínum tíma. Þegar Lárus Weld- ing hætti sem yfirmaður útibús Landsbankans í London tók Baldvin við markaðssókninni með Icesave. Baldvin er Sigl- firðingur og hóf feril sinn sem bæjarritari nyrðra. n Baldvin Valtýsson hefur átt mikla blómatíð í banka allra landsmanna og haft allt að 250 milljónum á ári í laun. Hermt er að hann hafi verið hægri hönd Björgólfs Guðmundsson- ar, aðaleiganda bankans. Hans sérsvið hafi framan af verið að sjá um lánveit- ingar til ríka fólksins á Íslandi og leiðbeina því við að koma peningum í skjól á Tórtóla og öðrum aflandseyjum. Þegar spilaborgin hrundi til grunna hafði hann þau klókindi til að bera að komast undir vernd- arvæng skilanefndar og halda vinnunni á kostnað kröfuhafa bankans. n Gríðarleg áhersla er lögð á það í Landsbankanum undir stjórn Ásmundar Stefánssonar, ekki síður en í skilanefndinni, að viðhalda leynd varðandi þau brot sem áttu sér stað í bankan- um áður en hrunið varð. Þótt um sé að ræða ríkisbanka gæta menn þess vandlega að upplýs- ingar séu faldar og eru tregir til að láta þær af hendi. Óljóst er hve lengi Ásmundur á að sitja sem bankastjóri en eitt af lof- orðum ríkisstjórnarinnar var að auglýsa stöðu hans. n Meðal þeirra borgarfulltrúa sem eru mikið í umræðunni er Gísli Marteinn Baldursson sem nam borgarfræði í Edinborg á kjörtímabil- inu. Í fyrstu var hann á fullum launum sem borgar- fulltrúi við gríðarlega óánægju annarra borgarfulltrúa. Hann var ekki sviptur fullum launum fyrr en Hanna Birna Kristjánsdótt- ir borgarstjóri tók af skarið í lok janúar 2008. Hann hélt þó launum sem formaður borgar- stjórnarflokksins og uppskar 100 þúsund krónur á mánuði fyrir ekkert framlag. LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Sverrir Arngrímsson RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRAR: Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Elísabet Austmann, elisabet@birtingur.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Ég er bara svona góður.“ n Hreiðar Leví Guðmundsson þegar hann svaraði spurningu íþróttafréttamanns RÚV um hvers vegna hann hefði varið svo vel í leiknum gegn Portúgal. - RÚV „Við erum enn meðal ríkustu þjóða í heimi.“ n Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Þórólfur segir ekkert nýtt að því sé haldið fram í kreppum að norræn þjóðfélög hafi ekki efni á að reka velferðarkerfi í fremstu röð. - Fréttablaðið „Ráðningu Davíðs má líkja við að bankaræningi yrði skipaður dómari í Hæstarétti til þess að dæma í eigin sök.“ n Þórður Snær Júlíusson, fyrrverandi blaðamaður Morgunblaðsins, sem segir sér hafa verið boðið að taka þátt í sögufölsun með því að starfa undir ritstjórn Davíðs Oddssonar. - Reykjavík Grapevine „Venjulegur hiti á þessum árstíma er í kringum 20 til 25 gráður hér í Flórída.“ n Ívar Guðmundsson sem lenti í frosti í sólarlandaferð sinni til Flórída í Bandaríkjunum þar sem mikill kuldi hefur verið undanfarnar tvær vikur. - DV „Nei.“ n Logi Geirsson sem afþakkaði viðtal, sennilega í fyrsta skipti á ævinni, við íþróttafréttamann RÚV. - RÚV Fífl með fjöregg LEIÐARI Stjórn Landssambands íslenskra út-gerðarmanna ræddi það á fundi sín-um fyrir jól að stefna fiskiskipaflot-anum til hafnar og þvinga þannig stjórnvöld til að hætta afskiptum af nýting- arrétti á fiskistofnum. Sægreifar Íslands eru uppfullir af reiði vegna þess að réttkjör- in stjórnvöld vilja koma auðlindum hafsins aftur í eigu þjóðarinnar og ljúka því svarta tímabili Íslandssögunnar sem á sér upphaf í því að framsal og síðar veðsetning kvóta var heimiluð. Sú efnahagslega rúst sem Ísland er í dag á sér klárlega rætur í framgöngu þeirra sem nú telja sig þess umkomna að dýpka enn á kreppunni með því að stöðva fiskveiðar. Grunnurinn að þeirri bólu, sem nú er sprung- in, var lagður þá örlaganótt sem Alþingi sam- þykkti að útgerðarmönnum væri heimilt að veðsetja óveiddan fisk. Verð á kvóta fór upp úr öllu valdi á örfáum árum. Fíflin í bönk- unum ýttu undir hærra verð og hækkuðu þannig veðhæfni. Þróunin varð sú að þjóð- areignin var veðsett langt umfram það sem hún nokkru sinni gat gefið af sér. Það liggur í eðli slíkrar bólu að hún springur á endanum. Í dag er óveiddur fiskur á Íslandsmiðum veð- settur útlendingum langt umfram greiðslu- getu útgerða. Það er mikill misskilningur útgerðar- manna að þeir eigi fiskimiðin í kringum Ís- land. Lögin eru skýr. Auðlindin, fiskistofn- arnir, eru sameign íslensku þjóðarinnar. Frá sjónarhóli hins almenna Íslendings er miklu nær að líta á sjómennina sem fulltrúa þjóð- arinnar. Þeir sækja fiskinn við þær háskalegu aðstæður sem gjarnan skapast á einu erf- iðasta hafsvæði í heimi. En þeir voru aldrei spurðir um það hvort leyfa ætti jakkalökkum LÍÚ að veðsetja hinn óveidda fisk. Fiskverka- fólkið, sem dagana langa vinnur á smánar- launum við að gera verðmæti úr fiskinum, var heldur ekki spurt. Þrátt fyrir að sjómenn séu hlutaráðnir á skipin kom aldrei til álita að þeir fengju að veðsetja sinn hluta af auðlind- inni. Þrælar fá ekki inni í bönkum. Útgerðar- mennirnir hrifsuðu til sín fjöreggið og veð- settu það langt upp fyrir hæstu siglutoppa. Afleiðingin af kvótakerfinu er öllum ljós. Byggðarlög hafa farið niður undir stig fátækt- ar. Sægreifarnir hafa komið sér upp þræl- um sem borga okurverð fyrir að sækja fisk í sjó. Nú er staðan sú að öll þjóðin er að kom- ast undir þrælahlekki þeirra sem hanga urr- andi á þjóðareigninni, sem hundar á roði. Og nú hóta mennirnir í jakkafötunum með þéttskrifuðu veðbókarvottorðin að hætta veiðum og kalla þrælana heim. Þjóðin verð- ur að stöðva þess menn strax. Auðlindin er eign allra Íslendinga. Ríkisstjórnin verður að standa við þau fyrirheit að færa þjóðinni aft- ur eign sína. REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRI SKRIFAR. Og nú hóta mennirnir í jakkafötunum BÓKSTAFLEGA Hundar hádegismóra Þjóðaratkvæðagreiðsla er fyrirbæri sem fjórflokkurinn og syndasel- ir samtryggingarinnar óttast. Ef svo væri ekki þá hefðu menn á þingi fyr- ir löngu komið því í verk að afgreiða lög um þjóðaratkvæðagreiðslu. Þingmenn vita að beint lýðræði er háð svo hárfínni línu að augnablik- sæði eins manns getur snúið af- stöðu heillar þjóðar. Klíkusamfé- lag getur ekki reitt sig á vilja þjóðar eða duttlunga fjöldans. Með þjóðar- atkvæðagreiðslu tapast einn mikil- vægasti þáttur íslenskrar stjórnsýslu – gleymska kjósenda. Mér er spurn: Er ekki í lagi að nýta fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu virkilega í þágu lýðræðis? Við gæt- um slegið allavega sjö flugur í einu höggi og kosið um: Urriðafossvirkj- un, sölu á raforku til stóriðju, inn- köllun veiðiheimilda, stuðning ríkis við stjórnmálaflokka, aðskilnað ríkis og kirkju, afstöðu til ESB-umsóknar, ábyrgð ráðamanna, beingreiðslur til bænda, sjómannaafslátt og svona mætti lengi telja. Helmingaskiptaveldið vildi ekki neina bévítans þjóðaratkvæða- greiðslu og mér segir svo hugur að stjórnmálamönnum sé helst hugs- að hlýtt til þess arna ef það fær að liggja í gleymskunnar dvala. Núna stökkva þeir úr fylgsnum sínum pen- ingaþvottamennirnir í Framsókn og Sjálfstæðisflokki og vilja að þingið sameinist um niðurstöðu. Hér tala sömu menn og hundsuðu tillögu Ögmundar Jónassonar um þá leið sem hann kallaði 63-0. Sigmundur Davíð Oddsson, eða hvað hann nú heitir og hann þarna enn einn kján- inn þeirra sjallaballa vilja núna fara leið sátta og vilja helst að allir gleymi því hverjir voru hundar í bandi þeg- ar höfðinginn sjálfur fór fyrir liði út- rásarvíkinga. Núna er þó allavega talað um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um svokallaða ríkisábyrgð. Þökk sé þeim sem á þingi sýndu mótspyrnu, þökk sé fólki eins og Ögmundi Jón- assyni, Lilju Mósesdóttur, Ásmundi Daða og Guðfríði Lilju. Þökk sé öllu því fólki sem hefur skoðanir og þorir að láta þær lifa, jafnvel þótt þær fari í berhögg við vilja þeirra flokka sem fólkið tilheyrir. Þessu fólki eigum við að þakka það að núna glittir í lýð- ræðið. Menn geta sagt að í VG sé að finna óþægu deildina og menn mega bak- tala þá sem þora að hafa sjálfstæðar skoðanir. Eins mega menn tala upp- hátt um þá hlýðnu hunda sem Dav- íð Oddsson teymdi út og suður hér í eina tíð. Kannski munu kallast góð kjörin hér á landi ef enskir hafa okkar þjóð eins og hund í bandi. KRISTJÁN HREINSSON skáld skrifar „Klíkusamfélag getur ekki reitt sig á vilja þjóðar eða duttlunga fjöldans.“ SKÁLDIÐ SKRIFAR 24 FÖSTUDAGUR 15. janúar 2009 UMRÆÐA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.