Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Side 44
44 FÖSTUDAGUR 15. janúar 2009
10 STJÓRARsem lofuðu góðu en ...
Fjölmargir efnilegir knattspyrnu-
stjórar hafa stigið fram á sjónarsvið-
ið á undanförnum árum. Þeir eiga
það allir sameiginlegt að hafa náð
frábærum árangri með liðum sínum í
stuttan tíma. Þeir eru hins vegar allir
þess vafasama heiðurs aðnjótandi að
vera gleymdir flestum í dag. DV tók
saman þá tíu eftirminnilegustu.
einar@dv.is
SRECKO
KATANEC
n Katanec var ungur að árum þegar hann
gerði ótrúlega hluti með slóvenska landsliðið
í kringum aldamótin. Slóvenar höfðu í raun
ekki getað neitt áður en hann tók við en
hann kom liðinu óvænt inn á Evrópumótið
árið 2000. Tveimur árum síðar kom hann
liðinu svo á HM í Suður-Kóreu þar sem allt
fór í bál og brand. Honum og helstu stjörnu
liðsins, Zlatko Zahovic, lenti saman og fór
það svo að Zahovic var sendur heim eftir
einn leik. Slóvenar töpuðu öllum leikjunum
og urðu aðhlátursefni keppninnar. Eftir
það hætti Katanec og tók við Olympiakos í
Grikklandi. Þar gekk allt á afturfótunum og
eftir aðeins þrjá mánuði við stjórnvölinn var
hann látinn taka pokann sinn. Sömu sögu
var að segja þegar hann tók við makedónska
landsliðinu. Nú er Katanec við stjórnvölinn
hjá landsliði Sameinuðu arabísku furstadæm-
anna og er fyrir flestum gleymdur.
RUDI VÖLLER
n Það vakti athygli þegar Rudi Völler var ráðinn þjálfari þýska landsliðsins
árið 2000. Hann var við stjórnvölinn þegar England burstaði Þjóðverja 5:1
í Þýskalandi en náði að gera frábæra hluti með liðið. Þýskir fjölmiðlar lýstu
liði Völlers sem því versta í sögu þýskrar knattspyrnu en engu að síður
kom hann liðinu í úrslitaleik HM árið 2002 þar sem liðið tapaði reyndar 2:0
fyrir Brasilíu. Eftir hörmulegt gengi á Evrópumótinu árið 2004 hætti hann
sjálfviljugur og tók við Roma. Eftir einn mánuð í starfi hætti hann og sneri
aftur til Þýskalands sem tæknilegur ráðgjafi hjá Bayer Leverkusen.
JACQUES SANTINI
n Santini var stjórinn sem gerði Lyon að því stórveldi sem það er í dag
í franska boltanum og gerði liðið að frönskum meisturum árið 2002 .
Svo fór að hann tók við franska landsliðinu eftir eftirminnilega slaka
frammistöðu liðsins á HM 2002. Santini hélt áfram á sigurbraut og vann
liðið undir hans stjórn alla átta leikina í undankeppni EM 2004. Á einhvern
óskiljanlegan hátt ákvað Santini hins vegar að hætta með liðið fyrir mótið
til að taka við miðlungsliði Tottenham. Stærri mistök hefur varla nokkur
knattspyrnustjóri gert. Eftir þrettán leiki með Tottenham hætti Santini hjá
félaginu og hvarf gjörsamlega af fótboltasviðinu.
KLAUS TOPPMÖLLER
n Það muna eflaust margir eftir Toppmöll-
er sem gjarnan sást með brjálæðislega
hárgreiðslu á hliðarlínunni hjá Bayer
Leverkusen í byrjun aldar - ávallt með
sígarettu í munnvikinu. Hann gerði
frábæra hluti með Bayer Leverkusen um
leið og hann tók við félaginu árið 2001.
Enginn titill vannst á hans fyrsta tímabili
en Leverkusen-liðið spilaði stórbrotinn
sóknarbolta með menn á borð við Michael
Ballack, Ze Roberto og Bernd Schneider
innaborðs. Undir stjórn Toppmöller komst
Leverkusen í úrslit Meistaradeildarinnar
árið 2002 og úrslit þýska bikarsins sama
ár. Báðum úrslitaleikjunum töpuðu þeir
að vísu og enduðu í öðru sæti þýsku deildarinnar. Innan við ári eftir þetta
frábæra gengi var Toppmöller látinn taka pokann sinn og síðan þá hefur
hann aldrei fundið fjöl sína og lítið til hans spurst.
HECTOR CUPER
n Hver man ekki eftir stórbrotnu liði Valencia
sem komst tvívegis í úrslitaleik Meistara-
deildarinnar skömmu eftir aldamótin? Þá
var Hector Cuper við stjórnvölinn og Gaizka
Mendieta í liðinu. Raunar var Valencia ekki
fyrsta liðið sem Hector Cuper sló í gegn
með. Hann hafði áður gert frábæra hluti í
sólinni á Mallorca og stýrði liðinu í þriðja sæti
deildarinnar árið 1999. Eftir það tók hann við
Valencia og gerði frábæra hluti. En gleðin tók
enda þegar Cuper var ráðinn til Inter á Ítalíu
sumarið 2001. Fyrsta tímabilið var reyndar
ágætt og var Inter grátlega nálægt því að
vinna deildina í fyrsta skipti í þrettán ár. Þeir
töpuðu hins vegar 4–2 í síðasta leiknum
gegn Lazio og hirti Juventus titilinn fyrir
vikið. Sem kunnugt er var Brassinn Ronaldo í
liðinu þá. Hann fór hins vegar til Real Madrid
árið 2002 og sagði hann að deilur við Cuper
hefðu ráðið úrslitum. Orðspor Cupers beið
hnekki fyrir vikið og ári síðar var hann horfinn
á braut. Hann fór á milli félaga eftir það: aftur
til Mallorca, Real Betis og Parma en náði sama
og engum árangri. Hann tók svo við landsliði
Georgíu sem tapaði meðal annars fyrir Íslandi
á haustmánuðum. Nú er Cuper, eins og
Mendieta, nánast gleymdur en hann stjórnar
núna liði Aris Thessaloniki í Grikklandi.
RAYNALD
DENOUEIX
n Eftir að hafa spilað í fimmtán ár við góðan
orðstír með franska félaginu Nantes kom að því að
Denoueix fékk tækifæri til að sanna sig sem stjóri.
Það gerðist einmitt hjá sama félagi árið 1997 þegar
hann fékk það tækifæri að taka við af hinum goðsagnarkennda Coco Suadeau.
Þrátt fyrir að hafa litla peninga milli handanna tókst Denoueix að byggja liðið upp
á efnilegum leikmönnum. Sú uppbygging skilaði svo árangri árið 2001 þegar liðið
vann frönsku deildina. Næsta tímabil á eftir var ekki jafngott. Liðið tapaði stigum
gegn minni spámönnum og fór það svo að Denoueix var látinn taka pokann sinn.
Denoueix fór þá til Spánar þar sem hann gerði frábæra hluti með Real Sociedad og
var liðið nálægt því að vinna spænsku deildina árið 2003. En allt fór á sama veg og
hjá Nantes. Liðinu gekk illa tímabilið þar á eftir og var Denoueix rekinn. Síðan þá
virðist þessi eitt sinn efnilegi stjóri algjörlega hafa horfið af sjónarsviðinu og félögin
Real Sociedad og Nantes, leika nú í neðri deildum Frakklands og Spánar.
BERND KRAUSS
n Austurríkismaðurinn Krauss var talinn
með þeim efnilegri í bransanum á tíunda
áratug liðinnar aldar. Hann gerði frábæra
hluti með Borussia Mönchengladbach og
vakti það athygli hversu skemmtilegan
sóknarbolta lið undir hans stjórn spiluðu.
Undir hans stjórn vann liðið bikarmeist-
aratitilinn í Þýskalandi árið 1995 og
endaði í fimmta sæti deildarinnar. Þaðan
var ferðinni heitið til Spánar þar sem
hann tók við Real Sociedad. Eftir ágætan
tíma þar sneri hann aftur til Þýskalands
árið 2000 til að taka við Dortmund. En
aðeins tveimur mánuðum síðar var
honum sagt upp eftir hörmulegt gengi.
Krauss sneri aftur til Spánar, nú til að taka
við eyjaskeggjunum í Mallorca. Þar tók
ekkert betra við og hætti hann eftir eitt
tímabil. Síðan þá hefur Krauss stjórnað
lítt þekktum liðum um allan heim. Nú er
hann við stjórnvölinn hjá miðlungsliðinu
Schwadorf í Austurríki.
DAVID O'LEARY
n Stjórinn sem talinn var vera næsti Alex
Ferguson. Stjórnaði Leeds á síðasta blóma-
skeiði félagsins í kringum aldamótin og kom
liðinu í fjórða sæti ensku deildarinnar á sínu
fyrsta tímabili. Árið 2000 endaði Leeds
í þriðja sæti deildarinnar og sama
ár komst liðið í undanúrslit Evrópu-
keppni félagsliða þar sem tap gegn
Galatasaray var staðreynd. Næsta
tímabil á eftir var þó enn betra því þá
komst liðið áfram í Meistaradeildinni
og unnu sinn riðil. Lærisveinar O'Leary
slátruðu Deportivo á leið sinni í
undanúrslitin þar sem þeir töpuðu
fyrir Valencia. En í kjölfarið lenti
Leeds í skuldafeni og þurfti að selja
alla sína bestu menn. O'Leary var
svo rekinn eftir hörmulegt gengi.
Hann tók við Aston Villa og náði
félaginu aldrei á flug. Síðan hann var
rekinn, árið 2006, hefur O'Leary verið
atvinnulaus.
ALBERTO ZACCHERONI
n Zaccheroni hóf ferilinn hjá Udinese þar sem hann gerði ágæta hluti.
Hann tók svo við Milan eftir að Capello hætti með félagið. Undir stjórn
Capello hafði Milan lent í tíunda sæti deildarinnar sem var engan veginn
ásættanlegt. Zaccheroni var ekki lengi að snúa Milan-liðinu á rétta braut.
Hann fékk til að mynda gömlu markamaskínuna Oliver Bierhoff til liðsins
sem hjálpaði liðinu að vinna deildina á fyrsta tímabili Zaccheroni. En eftir
þetta lá leiðin niður í ræsið. Hann var rekinn árið 2001 eftir slakt gengi
Milan-liðsins og ákvað í kjölfarið að taka við Lazio. Þar lék hann stórt
hlutverk í að rústa ferli Gaizka Mendieta og raunar einnig Stefano Fiore
sem báðir náðu sér engan veginn á strik undir stjórn hans hjá Lazio. Eftir
brottharfið þaðan dó Zaccheroni ekki ráðalaus og tók við Inter þar sem
hann gerði ekkert og var rekinn. Eftir fjóra hörmungarmánuði hjá Torino
árið 2004 hefur Zaccheroni verið atvinnulaus.
JOHN GREGORY
n Aston Villa var heitasta liðið í ensku deild-
inni tímabilið 1998-99 undir stjórn Gregory.
Þeir voru til að mynda á toppnum um langt
skeið og spiluðu skemmtilegan og aðlaðandi
sóknarbolta. Paul Merson, Dion Dublin og
Julian Joachim voru stjörnurnar og allt gekk
eins og í sögu. Margir töldu að John Gregory
myndi taka við enska landsliðinu en þá kom
martröðin. Aston Villa gekk illa tímabilið 2001 til 2002 og snemma árs
2002 var honum sagt upp. Hann tók við Derby County en tókst ekki
að bjarga þeim frá falli í ensku deildinni.Eftir það tók hann við liði QPR
þar sem allt gekk á afturfótunum. Nú er Gregory í Ísrael þar sem hann
stjórnar smáliðinu Akhi frá Nasaret. Þeir eru nýliðar í deild þeirra bestu
í Ísrael og í raun dæmdir til að falla aftur niður um deild.