Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 22. janúar 2010 FRÉTTIR
Borgarfulltrúarnir í Reykjavík þiggja
vænar greiðslur fyrir setu í stjórn-
um fyrirtækja í eigu borgarinnar.
Sitji borgarfulltrúar í borgarráði eða
fari fyrir nefndum og ráðum reikn-
ast auk þess 25 prósenta álag ofan á
grunnlaunin. Í stjórnartíð R-list-
ans voru gerðar breyting-
ar á stjórnkerfi borgar-
innar sem áttu meðal
annars að stuðla
að jafnari launum
borgarfulltrúa.
Þorbjörg
Helga Vigfús-
dóttir, fulltrúi
Sjálfstæðis-
flokks, telur að
breytingarnar
„hvetji borgar-
fulltrúa til að sinna
verkefnum að lág-
marki í fagráðum en
sækja viðbótarlaun í
stjórnum utan Ráðhúss-
ins.“ Oddný Sturludóttir,
borgarfulltrúi Samfylkingar,
segir að orð Þorbjargar stað-
festi „að borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins hafi einungis
áhuga á kaupinu sínu“. Breytingarn-
ar hafi verið gerðar til að auka lýð-
ræði í borginni.
Fylgjast betur með Orkuveit-
unni
DV hefur fjallað um háar greiðslur
fyrirtækja á borð við Orkuveituna
og dótturfélags þess, REI, til þeirra
borgarfulltrúa er sitja í stjórnum fyr-
irtækjanna. Spurningar hafa vaknað
um hvort borgarfulltrúarnir
eigi heima í stjórnum fyr-
irtækjanna. Þorbjörg
Helga Vigfúsdótt-
ir segir að í tilviki
Orkuveitunnar
hafi borgin brennt
sig á í REI-mál-
inu að borgar-
fulltrúar hafi ekki
verið vel með á
nótunum um
starfsemi fyrir-
tækisins. „Við
lentum í svaka-
legri klemmu
með að vera ekki
nógu tengd Orku-
veitu Reykjavíkur. Þess
vegna eiga allir erfitt
með að segja að
við ættum
að slíta
líflínuna alveg þarna á milli,“ segir
Þorbjörg.
Eigendur og stjórnendur sama
fólkið
Oddný Sturludóttir skrifaði í blaða-
grein í desember að skoða þurfi mál-
ið í víðara samhengi og spyr hvort
eðlilegt sé að borgarfulltrúar sitji yf-
irleitt í stjórnum fyrirtækja. „Það er
andstætt nútímalegum stjórnarhátt-
um í fyrirtækjum að sama fólk sinni
bæði hlutverki stjórnarmanna og
eigenda, borgarfulltrúar ættu að ein-
beita sér að því síðarnefnda. Í ofaná-
lag er um starfandi stjórnmálamenn
að ræða og það er ekkert launung-
armál að t.d. Orkuveita Reykjavíkur
hefur liðið fyrir það allt of lengi að
stjórnmálamenn noti hana sem víg-
völl í pólitískum slag,“ skrifaði Odd-
ný.
Þorbjörg Helga segir að í stjórn-
artíð hundrað daga meirihlutans
hafi pólitíkin einnig ráðið ferðinni
í Orkuveitunni. „Oddný skrifaði í
sinni grein að kjörnir fulltrúar eigi
ekki að sitja í stjórnum. En í hundrað
daga meirihlutanum settu þau inn
í Orkuveituna fyrrverandi formann
Framsóknarflokksins, fyrrverandi
þingmann Samfylkingarinnar og svo
framvegis.“
Launin í stjórnum hærri
Þorbjörg Helga segir vanta opin-
skáa umræðu um stjórnkerfið. Það
sé rangt hjá Oddnýju að telja að
vangavelturnar snúist einvörðungu
um launakjörin. „Ég var formaður
tveggja ráða í borginni. Ég fæ ekki
álag fyrir bæði ráðin. Borgarfull-
trúinn hefur mikið að gera í báðum
ráðum en fær ekki greitt fyrir vinnu
nema í öðru þeirra. Það er kannski
þess vegna sem fulltrúar fara frekar
í stjórn fyrirtækjanna þar sem launin
eru hærri,“ segir Þorbjörg.
Oddný Sturludóttir segir í samtali
við DV að Sjálfstæðismenn skilji ekki
um hvað breytingarnar á stjórnkerf-
inu snúist. „Þorbjörg og meirihlut-
inn byrjuðu á því árið 2006 að kljúfa
menntaráð og menntasvið í tvennt
og bætti þannig við fyrir hina upp-
teknu borgarfulltrúa sem hún talar
mikið um og vorkennir. Það sem hún
og Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei
skilið er að stjórnkerfisbreytingarnar
á síðasta kjörtímabili snerust um að
auka lýðræðið, að færa þjónustuna
við íbúana út í hverfin. Það er gott
að fá það algjörlega staðfest og opin-
berað að borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins hafa bara áhuga á kaupinu
sínu.“
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir að stjórnkerfið í borginni hvetji borgar-
fulltrúa til að sækja í vel launaðar stjórnarstöður í borginni sem bitni á vinnu í nefndum og ráðum borgar-
innar. Oddný Sturludóttir segir sjálfstæðismenn upptekna af eigin launamálum. Borgarfulltrúar geta meira
en tvöfaldað fastar mánaðarlegar greiðslur sínar með margvíslegum stjórnarsetum og formennsku í ráðum
og nefndum á vegum borgarinn og borgarfyrirtækja.
MEÐ UPP UNDIR
MILLJÓN Á MÁNUÐI
Það er gott að fá það algjörlega
staðfest og opinberað
að borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins hafa
bara áhuga á kaupinu
sínu.“
HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is
n Björk Vilhelmsdóttir
Grunnlaun borgarfulltrúa 404.664
Starfskostnaður 36.400
Borgarráð 101.166
Stjórn Faxaflóahafna 81.000
Heildarlaun 623.230
n Dagur B. Eggertsson
Grunnlaun borgarfulltrúa 404.664
Starfskostnaður 36.400
Borgarráð 101.166
Stjórn Samb. ísl. sveitarfélaga 70.500
Heildarlaun 612.730
n Gísli Marteinn Baldursson
Grunnlaun borgarfulltrúa 404.664
Formaður borgarstjórnarflokks 110.166
Starfskostnaður 36.400
Borgarráð 101.166
Heildarlaun 652.396
n Jórunn Frímannsdóttir
Grunnlaun borgarfulltrúa 404.664
Varamaður í borgarráði 26.440
Starfskostnaður 36.400
Formaður velferðarráðs 101.166
Stjórnarformaður Strætó 109.204
Stjórn Faxaflóahafna 80.912
Heildarlaun 758.786
n Júlíus Vífill Ingvarsson
Grunnlaun borgarfulltrúa 404.664
Starfskostnaður 36.400
Varamaður í borgarráði 26.440
Formaður skipulagsráðs 101.166
Stjórnarform. Faxaflóahafna 161.824
Stjórn Austurhafnar 57.000
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur 112.500
Heildarlaun 899.994
n Kjartan Magnússon
Grunnlaun borgarfulltrúa 404.664
Borgarráð 101.166
Starfskostnaður 36.400
Form. Íþrótta- og tómstundar. 101.166
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur 112.500
Stjórnarformaður REI 180.000
Heildarlaun 935.896
n Oddný Sturludóttir
Grunnlaun borgarfulltrúa 404.664
Varamaður í borgarráði 26.440
Starfskostnaður 36.400
Form. í borgarstjórnarflokki 101.166
Heildarlaun 568.670
n Ólafur F. Magnússon
Grunnlaun borgarfulltrúa 404.664
Starfskostnaður 36.400
Form. í borgarstjórnarflokki 101.166
Heildarlaun 542.230
n Óskar Bergsson
Grunnlaun borgarfulltrúa 404.664
Starfskostnaður 36.400
Formaður borgarráðs 161.866
Form. borgarstjórnarflokks 101.166
Heildarlaun 704.096
n Sigrún Elsa Smáradóttir
Laun borgarfulltrúa 404.664
Varamaður í borgarráði 26.440
Starfskostnaður 36.400
Stjórnarseta í OR 112.500
Stjórnarmaður í REI 90.000
Heildarlaun 670.004
n Sóley Tómasdóttir
Grunnlaun borgarfulltrúa 404.664
Varamaður í borgarráði 26.440
Starfskostnaður 36.400
Form. í borgarstjórnarflokki 101.166
Faxaflóahafnir 80.912
Heildarlaun 649.582
n Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Grunnlaun borgarfulltrúa 404.664
Forseti borgarstjórnar 101.166
Starfskostnaður 36.400
Borgarráð 101.166
Stjórn Sorpu bs. 70.824
Heildarlaun 714.220
n Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir (Í
fæðingarorlofi)
Grunnlaun borgarfulltrúa 404.664
Starfskostnaður 36.400
Heildarlaun 441.064
n Þorleifur Gunnlaugsson
Grunnlaun borgarfulltrúa 404.664
Starfskostnaður 36.400
Borgarráð 101.166
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur 112.500
Stjórn Samb. ísl. sveitarfélaga 70. 500
Heildarlaun 725.230
Laun borgarfulltrúa
Eftir áhugasviði Oddný Sturludóttir
segir að samfylkingarfólkið í borgar-
stjórn velji sér málaflokka eftir
áhugasviði, reynslu og þekkingu.
Ekki einfalt mál Þorbjörg
Helga Vigfúsdóttir segir
umhugsunarefni hvort
borgarfulltrúar eigi að sitja
í stjórnum fyrirtækja.
Hún telur þó að þörf hafi
verið á því í málefnum
Orkuveitunnar.