Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 22. janúar 2010 FRÉTTIR Borgarfulltrúarnir í Reykjavík þiggja vænar greiðslur fyrir setu í stjórn- um fyrirtækja í eigu borgarinnar. Sitji borgarfulltrúar í borgarráði eða fari fyrir nefndum og ráðum reikn- ast auk þess 25 prósenta álag ofan á grunnlaunin. Í stjórnartíð R-list- ans voru gerðar breyting- ar á stjórnkerfi borgar- innar sem áttu meðal annars að stuðla að jafnari launum borgarfulltrúa. Þorbjörg Helga Vigfús- dóttir, fulltrúi Sjálfstæðis- flokks, telur að breytingarnar „hvetji borgar- fulltrúa til að sinna verkefnum að lág- marki í fagráðum en sækja viðbótarlaun í stjórnum utan Ráðhúss- ins.“ Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar, segir að orð Þorbjargar stað- festi „að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi einungis áhuga á kaupinu sínu“. Breytingarn- ar hafi verið gerðar til að auka lýð- ræði í borginni. Fylgjast betur með Orkuveit- unni DV hefur fjallað um háar greiðslur fyrirtækja á borð við Orkuveituna og dótturfélags þess, REI, til þeirra borgarfulltrúa er sitja í stjórnum fyr- irtækjanna. Spurningar hafa vaknað um hvort borgarfulltrúarnir eigi heima í stjórnum fyr- irtækjanna. Þorbjörg Helga Vigfúsdótt- ir segir að í tilviki Orkuveitunnar hafi borgin brennt sig á í REI-mál- inu að borgar- fulltrúar hafi ekki verið vel með á nótunum um starfsemi fyrir- tækisins. „Við lentum í svaka- legri klemmu með að vera ekki nógu tengd Orku- veitu Reykjavíkur. Þess vegna eiga allir erfitt með að segja að við ættum að slíta líflínuna alveg þarna á milli,“ segir Þorbjörg. Eigendur og stjórnendur sama fólkið Oddný Sturludóttir skrifaði í blaða- grein í desember að skoða þurfi mál- ið í víðara samhengi og spyr hvort eðlilegt sé að borgarfulltrúar sitji yf- irleitt í stjórnum fyrirtækja. „Það er andstætt nútímalegum stjórnarhátt- um í fyrirtækjum að sama fólk sinni bæði hlutverki stjórnarmanna og eigenda, borgarfulltrúar ættu að ein- beita sér að því síðarnefnda. Í ofaná- lag er um starfandi stjórnmálamenn að ræða og það er ekkert launung- armál að t.d. Orkuveita Reykjavíkur hefur liðið fyrir það allt of lengi að stjórnmálamenn noti hana sem víg- völl í pólitískum slag,“ skrifaði Odd- ný. Þorbjörg Helga segir að í stjórn- artíð hundrað daga meirihlutans hafi pólitíkin einnig ráðið ferðinni í Orkuveitunni. „Oddný skrifaði í sinni grein að kjörnir fulltrúar eigi ekki að sitja í stjórnum. En í hundrað daga meirihlutanum settu þau inn í Orkuveituna fyrrverandi formann Framsóknarflokksins, fyrrverandi þingmann Samfylkingarinnar og svo framvegis.“ Launin í stjórnum hærri Þorbjörg Helga segir vanta opin- skáa umræðu um stjórnkerfið. Það sé rangt hjá Oddnýju að telja að vangavelturnar snúist einvörðungu um launakjörin. „Ég var formaður tveggja ráða í borginni. Ég fæ ekki álag fyrir bæði ráðin. Borgarfull- trúinn hefur mikið að gera í báðum ráðum en fær ekki greitt fyrir vinnu nema í öðru þeirra. Það er kannski þess vegna sem fulltrúar fara frekar í stjórn fyrirtækjanna þar sem launin eru hærri,“ segir Þorbjörg. Oddný Sturludóttir segir í samtali við DV að Sjálfstæðismenn skilji ekki um hvað breytingarnar á stjórnkerf- inu snúist. „Þorbjörg og meirihlut- inn byrjuðu á því árið 2006 að kljúfa menntaráð og menntasvið í tvennt og bætti þannig við fyrir hina upp- teknu borgarfulltrúa sem hún talar mikið um og vorkennir. Það sem hún og Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei skilið er að stjórnkerfisbreytingarnar á síðasta kjörtímabili snerust um að auka lýðræðið, að færa þjónustuna við íbúana út í hverfin. Það er gott að fá það algjörlega staðfest og opin- berað að borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins hafa bara áhuga á kaupinu sínu.“ Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir að stjórnkerfið í borginni hvetji borgar- fulltrúa til að sækja í vel launaðar stjórnarstöður í borginni sem bitni á vinnu í nefndum og ráðum borgar- innar. Oddný Sturludóttir segir sjálfstæðismenn upptekna af eigin launamálum. Borgarfulltrúar geta meira en tvöfaldað fastar mánaðarlegar greiðslur sínar með margvíslegum stjórnarsetum og formennsku í ráðum og nefndum á vegum borgarinn og borgarfyrirtækja. MEÐ UPP UNDIR MILLJÓN Á MÁNUÐI Það er gott að fá það algjörlega staðfest og opinberað að borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins hafa bara áhuga á kaupinu sínu.“ HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is n Björk Vilhelmsdóttir Grunnlaun borgarfulltrúa 404.664 Starfskostnaður 36.400 Borgarráð 101.166 Stjórn Faxaflóahafna 81.000 Heildarlaun 623.230 n Dagur B. Eggertsson Grunnlaun borgarfulltrúa 404.664 Starfskostnaður 36.400 Borgarráð 101.166 Stjórn Samb. ísl. sveitarfélaga 70.500 Heildarlaun 612.730 n Gísli Marteinn Baldursson Grunnlaun borgarfulltrúa 404.664 Formaður borgarstjórnarflokks 110.166 Starfskostnaður 36.400 Borgarráð 101.166 Heildarlaun 652.396 n Jórunn Frímannsdóttir Grunnlaun borgarfulltrúa 404.664 Varamaður í borgarráði 26.440 Starfskostnaður 36.400 Formaður velferðarráðs 101.166 Stjórnarformaður Strætó 109.204 Stjórn Faxaflóahafna 80.912 Heildarlaun 758.786 n Júlíus Vífill Ingvarsson Grunnlaun borgarfulltrúa 404.664 Starfskostnaður 36.400 Varamaður í borgarráði 26.440 Formaður skipulagsráðs 101.166 Stjórnarform. Faxaflóahafna 161.824 Stjórn Austurhafnar 57.000 Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur 112.500 Heildarlaun 899.994 n Kjartan Magnússon Grunnlaun borgarfulltrúa 404.664 Borgarráð 101.166 Starfskostnaður 36.400 Form. Íþrótta- og tómstundar. 101.166 Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur 112.500 Stjórnarformaður REI 180.000 Heildarlaun 935.896 n Oddný Sturludóttir Grunnlaun borgarfulltrúa 404.664 Varamaður í borgarráði 26.440 Starfskostnaður 36.400 Form. í borgarstjórnarflokki 101.166 Heildarlaun 568.670 n Ólafur F. Magnússon Grunnlaun borgarfulltrúa 404.664 Starfskostnaður 36.400 Form. í borgarstjórnarflokki 101.166 Heildarlaun 542.230 n Óskar Bergsson Grunnlaun borgarfulltrúa 404.664 Starfskostnaður 36.400 Formaður borgarráðs 161.866 Form. borgarstjórnarflokks 101.166 Heildarlaun 704.096 n Sigrún Elsa Smáradóttir Laun borgarfulltrúa 404.664 Varamaður í borgarráði 26.440 Starfskostnaður 36.400 Stjórnarseta í OR 112.500 Stjórnarmaður í REI 90.000 Heildarlaun 670.004 n Sóley Tómasdóttir Grunnlaun borgarfulltrúa 404.664 Varamaður í borgarráði 26.440 Starfskostnaður 36.400 Form. í borgarstjórnarflokki 101.166 Faxaflóahafnir 80.912 Heildarlaun 649.582 n Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Grunnlaun borgarfulltrúa 404.664 Forseti borgarstjórnar 101.166 Starfskostnaður 36.400 Borgarráð 101.166 Stjórn Sorpu bs. 70.824 Heildarlaun 714.220 n Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir (Í fæðingarorlofi) Grunnlaun borgarfulltrúa 404.664 Starfskostnaður 36.400 Heildarlaun 441.064 n Þorleifur Gunnlaugsson Grunnlaun borgarfulltrúa 404.664 Starfskostnaður 36.400 Borgarráð 101.166 Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur 112.500 Stjórn Samb. ísl. sveitarfélaga 70. 500 Heildarlaun 725.230 Laun borgarfulltrúa Eftir áhugasviði Oddný Sturludóttir segir að samfylkingarfólkið í borgar- stjórn velji sér málaflokka eftir áhugasviði, reynslu og þekkingu. Ekki einfalt mál Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir segir umhugsunarefni hvort borgarfulltrúar eigi að sitja í stjórnum fyrirtækja. Hún telur þó að þörf hafi verið á því í málefnum Orkuveitunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.