Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Page 11
Barist um fjórða sæti Baráttunni um fjórða sætið má einn- ig gefa gaum. Þar takast á Ragnar Sær Ragnarsson og Kristján Guðmunds- son en einnig Áslaug Friðriksdóttir og Hildur Sverrisdóttir. Þær tilheyra báð- ar sama hópi eða armi innan flokks- ins. Hildur býður sig nú fram í fyrsta skipti og gefur kost á sér í fjórða til fimmta sæti. Hún er mágkona Illuga Gunnarssonar alþingismanns. Áslaug er dóttir Friðriks Sophussonar og hef- ur undanfarin ár verið í varaborgar- fulltrúahópi Sjálfstæðisflokksins. Viðmælendur DV innan borgar- stjórnarflokksins fyrir helgina áttu erfitt með að átta sig á styrkleika ein- stakra frambjóðenda auk þess sem erfitt hefur reynst að beina athygli fjöl- miðla að framboðsmálum fyrir borg- arstjórnarkosningarnar í vor. Auk Hönnu Birnu reikna þó flestir með að Júlíusi Vífli, Þorbjörgu Helgu og Kjartani takist að tryggja sér ör- ugg sæti. Meiri óvissa ríkir um Geir Sveinsson og Gísla Martein sem með- al annars hefur þurft að svara fyrir borgarstjórnarstörf sín samhliða námi erlendis. Þar með gæti baráttan um fimmta til áttunda sæti orðið tvísýn, en Sjálfstæðisflokkurinn er nú með 7 kjörna fulltrúa af 15 í borgarstjórn. Í þann slag gætu blandast Geir Sveins- son, Áslaug Friðriksdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Gísli Martein Baldurs- son, Marta Guðjónsdóttir og Jórunn Frímannsdóttir auk einhverra sem bjóða sig fram í sæti neðar á listanum. FRÉTTIR 22. janúar 2010 FÖSTUDAGUR 11 – VERKIN TALA Gylfaflöt 32 • 112 Reykjavík • Sími 580 8200 www.velfang.is • velfang@velfang.is Fr um Nýtt og traust umboð fyrir á Íslandi varahlutir þjónusta verkstæði vélar NICOLAI Véla- og hjólastillingar Tímareimar - Viðgerðir BIFREIÐASTILLINGAR Faxafeni 12 Sími 588-2455 ÚTSALA - ÚTSALA ÚTS ALA Sérverslun veiðimannsins - Laugarveg 178 - Sími: 551 6770 - www.vesturrost.is Vesturröst Skotveiðimenn - Stangveiðimenn MEÐ UPP UNDIR MILLJÓN Á MÁNUÐI Hart er barist um annað sæti fram- boðslista Sjáflstæðisflokksins í Reykjavík, en prófkjör flokksins fer fram á morgun, laugardag. Aðeins 18 tilkynntu um framboð áður en framboðsfrestur rann út um miðjan desember síðastliðinn, eða sex færri en fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar 2006. Enginn frambjóðandi áræddi að bjóða sig fram í fyrsta sætið gegn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, núver- andi borgarstjóra. Staða hennar þykir sterk eins og lesa mátti úr niðurstöð- um könnunar í desember síðastlið- inum. Þá reyndust tveir af hverjum þremur borgarbúum ánægðir eða frekar ánægðir með störf hennar. Öðru máli gegnir um annað sæti á lista flokksins. Þar keppa fjórir nú- verandi borgarfulltrúar, þau Júlíus Vífill Ingvarsson. Kjartan Magnús- son, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson. Öll til- heyra þau svonefndum sexmenn- ingahópi sem lýsti óánægju með störf Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, þáver- andi borgarstjóra, í REI-málinu svo- nefnda en þeirri óánægju var komið á framfæri við Geir H. Haarde, þáver- andi formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, á árinu 2007 þegar REI-málið fór hátt í fjölmiðlum. Mál manna nú er að rétt hafi verið að stíga á bremsurnar í REI-málinu og rjúfa á þau tengsl við kaupsýslumenn sem vildu eignast ítök í orkulindum og orkuvinnslu. Á móti kemur að ekki hefur gróið um heilt milli Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og stuðningsmanna hans annars vegar og sexmenning- anna hins vegar. Vilhjálmur hefur nú dregið sig í hlé en tengdasonur hans, Geir Sveinsson fyrrverandi hand- boltakappi, etur nú kappi við Júlí- us Vífil, Kjartan, Þorbjörgu Helgu og Gísla Martein um annað sætið. Hugsað til framtíðar Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvers vegna slagurinn sé svo harður um annað sætið á sama tíma og frjáls fjár- stuðningur við einstaka frambjóð- endur sætir meiri gagnrýni en áður og þeir hafa úr minna að moða í próf- kjöri. Ein skýringin er sú að keppend- urnir um annað sætið meti það svo að Hanna Birna kunni fyrr en seinna að flytjast af vettvangi borgarmálanna inn á svið landsmálastjórnmálanna. Það er að sínu leyti byggt á vanga- veltum um að Bjarna Benedikts- syni, núverandi formanni Sjálfstæð- isflokksins, hafi ekki tekist að treysta valdastöðu sína í flokknum og margt sé honum mótdrægt, svo sem eins og viðskipti hans og ættmenna hans við eigendur Milestone og Sjóvár. Því kunni svo að fara að Bjarni víki um leið og Hanna Birna hæfist til meiri metorða innan flokksforystunnar. Þótt ekkert verði um þetta fullyrt er eins víst að hugboð um breyting- ar innan flokksforystunnar á næstu misserum dragi ekki úr baráttuvilja þeirra sem slást nú um annað sætið í borgarstjórn. Þannig skynji þeir bar- áttuna um annað sætið sem mögu- lega baráttu um leiðtogasætið í ná- lægri framtíð. Mikil óvissa Litlar vísendingar er að hafa um stöð- una nú aðrar en þá könnun sem DV birti um áramótin um traust sem bor- ið er til núverandi borgarfulltrúa. Þar bar hæst mikill stuðningur við Hönnu Birnu en slakt gengi Gísla Marteins og Jórunnar Frímannsdóttur, sem býð- ur sig fram í þriðja sæti ásamt Mörtu Guðjónsdóttur, formanni Varðar. HÖRÐ BARÁTTA UM ANNAÐ SÆTI Um helgina ræðst hverjir skipa það sem kalla má örugg sæti borgarstjórnarlista Sjálfstæðisflokksins. Nokkur óvissa rík- ir um stöðu þeirra sem bítast um annað sætið. Borgarstjórinn. Engum datt í hug að bjóða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur birginn enda er staða hennar sterk samkvæmt niðurstöðum kannana. n Hanna Birna Kristjánsdóttir 1. sæti n Gísli Marteinn Baldursson 2. sæti n Kjartan Magnússon 2. sæti n Júlíus Vífill Ingvarsson 2. sæti n Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir 2. sæti n Geir Sveinsson 2. sæti n Jórunn Frímannsdóttir 3. sæti n Marta Guðjónsdóttir 3. sæti n Áslaug Friðriksdóttir 4. sæti n Kristján Guðmundsson 4. sæti n Ragnar Sær Ragnarsson 4. sæti n Hildur Sverrisdóttir 4. - 5. sæti n Þorkell Ragnarsson 5. sæti n Elínbjörg Magnúsdóttir 5. sæti n Björn Gíslason 5. sæti n Benedikt Ingi Tómasson 5. sæti n Emil Örn Kristjánsson 6. sæti n Jónann Páll Símonarson 7.- 8. sæti Prófkjör Sjálfstæðisflokksins: Þannig skynji þeir baráttuna um annað sætið sem mögulega baráttu um leiðtogasætið í nálægri framtíð. JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.