Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 22. janúar 2010 HELGARVIÐTAL E rtu uppi í skýjunum yfir velgengninni eða tekurðu árangrinum með jafnað- argeði? Það er sami skíturinn sem fylg- ir þessum heimi og flestum öðrum heimum. Þú þarft að hafa djúpa þörf fyrir að segja það sem þú þarft að segja í þinni list til að fara út í svona heim. Ég held fast í mín hjartans mál og takmörk. Tek einn dag í einu og reyni að byggja minn heim þannig að það sé meiri gleði en hitt á hverj- um degi, svona á meðan ég er enn á leiðinni til þess konar frelsis sem ég hef í huga.“ Ert þú á leiðinni að verða risastjarna? „… á barmi frelsisins sem ég hef í huga.“ Hvaða stóru verkefni eru fram und- an? „Ég fer að fylgja eftir Dead of Night, myndinni sem ég tók upp síð- ast. Það er mikil vinna við kynningar og ég legg mikið hjarta í það þar sem maður er nú að leyfa fólki að smakka réttinn sem maður er búinn að vera að púla yfir.  Það þýðir ekki að grýta matnum bara í liðið. Svo á ég líka lag á plötu Preservation Hall Band sem kemur út í febrúar. Þeir eru snilling- ar sem eiga stóran þátt í sköpun New Orleans-djasssögunnar og hafa spil- að með öllum sem hafa komið þar við.  Trommarinn var trommarinn hans Ray Charles. Þeir báðu mig að syngja lag sem þeim þykir afskaplega vænt um, C´est Si Bon, sem Eartha Kitt gerði frægt á sínum tíma en út- gáfa Louis Armstrong er ekki síður dásamleg. Ég fékk að móta mér mína eigin skoðun á þessu lagi. Ekki leið- inlegt.“ Dead of Night með Taye Diggs - hryll- ingsmynd? Hvernig líst þér á það? Þú hefur leikið í hryllingsmynd áður, ekki satt? Spænskri?  „Ég hef leikið í hryllingsmynd áður en Dead of Night er bara alls engin hryllingsmynd. Hún er aks- jón-kómedía.  Svipuð Men in Black í áferð.  Svaka fjör.  Ég fékk að berj- ast við 20 fullvaxna karlmenn í einu. Með hnífum.“ Var Journey to the Center of the Earth stóra breikið? „Journey markaði svo sannarlega tímamót á mínum ferli.  Það er afar óvenjulegt að einhver nýr komi inn í svona stóra rullu svo það var vissu- lega tekið eftir því.  Ég var hins veg- ar látin vinna vel fyrir þessu tæki- færi.  Þetta tók allt í allt um fjóra mánuði og um 25 fundi.“ Hvernig voru viðbrögð þín þegar þú vissir að þú hefðir nælt í hlutverkið? „Ég grét.“ Finnurðu fyrir stuðningi okkar heima? „Íslendingar hafa sýnt mér hlið sem ég átti hreinlega ekki von á. Sem þjóð erum við hörð af okkur, vinnum og erum ekki í því að tjá tilfinningar um of. Þess vegna þykir mér gríðar- lega vænt um allan þann hlýhug, já- kvæðni og hvatningu sem mér hef- ur verið sýnd. Ég er hreinlega mjög snortin.“ Þú ert klassískt menntuð, áttu draumahlutverk á sviði? „Mig hefur alltaf langað að bíta meira í Ibsen og Chekhov því tungu- málið og ljóðlistin eru svo falleg en draumarullan breytist með hverju tímabili. Mig dauðlangar aftur á svið. Læt verða af því bráðlega.  Þarf að- eins að einbeita mér hér fyrst.“ Leikhús vs. kvikmyndir? „Epli og appelsínur.“ Drama eða grín? „Byggist bæði á því sama.  Svo er aksjón annað dýr en byggist líka á því sama.  Það fer bara eftir hvernig þig langar að segja sögu hverju sinni.“ Hvaða leikara/leikvenna horfir þú upp til? „Gene Hackman er bestur, Faye Dunaway, Jack Nicholson, Paul New- man… þetta er alvörufólk. Gunn- ar Eyjólfsson var minn lærimeistari í Þjóðleikhúsinu og ég dáist enn þá að honum. Það er mikið af stórkost- legum listamönnum á Íslandi.  Það er einsdæmi hvað við eigum mikið af frábæru tónlistarfólki, Björk, Sig- ur Rós, Emilíönu Torrini, Mugison og svona get ég haldið áfram.  Erró er einstakur.  Baltasar Kormákur er að gera mjög flotta hluti. Stefán Karl er frábær. Ég tala nú ekki um öll okk- ar skáld og rithöfunda, myndlistar- menn og málara. Mér hefur alltaf fundist það vera lýsandi fyrir þjóð- ina að þegar fólk hér áður fyrr átti hvorki í sig né á voru menn að reisa prentverksmiðjur, því varla gat þjóð- in haldið sér lifandi en hún gat skrif- að og skapað eins og skrattinn sjálfur væri að kynda undir. Ég er mjög stolt af löndum mínum.“ Værir þú til í að festast í gríni og róm- antískum ástarmyndum? „Það sem ég tek mér fyrir hend- ur er alls ekkert út í bláinn. Það er heilmikið lið í kringum mig sem styður mig og ráðleggur um allar svona ákvarðanir. Ég ákveð og skil- greini hvað er í hjartanu mínu svo hjálpumst við að til að finna því sem bestan stað.  Er það ekki ágætis of- einföldun? En bara svona svo að það sé á hreinu eru grín- og ástarmyndir æði.  Það er líka æði að berjast með sverðum. Það bara fer eftir því hvern- ig liggur á manni.  Langar mig að heyra sætan fiðlusöng eða éta mann í morgunmat í dag? Það er spurning- in.“ Þú talaðir um að hafa líklega slegið met Cameron Diaz með fjölda prufa fyrir myndina Journey. „Ég tel mig nokkuð örugga með titilinn.  Held því alveg stíft fram þangað til annað kemur í ljós.  Það þarf að leggja sig fram til að ná af mér titlinum.“ Hvernig er að ganga rauða dregilinn með öllum stjörnunum og hvernig velur þú fötin? „Það getur verið gaman að labba rauðu dreglana, sérstaklega þegar það tengist ákveðnu verkefni.  Mér finnst það þægilegra því þá hef ég ákveðið andrúmsloft í huga, and- rúmsloft verkefnisins.  Ég er aðeins hlédrægari þegar ég er beðin að koma bara sem ég, geri það eigin- lega bara til að styðja við bakið á vin- um mínum þegar þeir biðja fallega. Þegar ég kem fram til þess að kynna ákveðið verkefni er það bara fram- lenging á rullunni. Það sama er að segja um dressið, skartgripina, hár- ið og málninguna. Ég vinn með stíl- Draumarnir rætast Leikkonan Anita Briem grét þegar hún fékk hlutverkið í kvik- myndinni Journey to the Center of the Earth en hlutverkið markaði tímamót á leiklistarferli hennar. Anita býr með kær- asta sínum, leikstjóranum Dean Paraskevopoulos, í Holly- wood-hæðum, þar sem þau lifa og hrærast í heimi kvikmynda, glamúrs og stjörnufans. Frægðarsól Anitu hefur risið afar hratt eftir ævintýramyndina og í dag elta ljósmyndarar hana á röndum þegar hún kíkir út á lífið. Anita er hógværðin uppmál- uð en viðurkennir að vera á barmi frelsisins sem hún stefni að. Anita Briem kemst í plötuspilara í fyrsta skiptið Myndin er tekin af kærasta Anítu, leikstjóranum Dean Paraskevo- poulos, og heitir á ensku: Anita Briem first moment with record player. MYND DEAN PARASKEVOPOULOS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.