Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 41
LÍFSSTÍLL 22. janúar 2010 FÖSTUDAGUR 41
SARAH JESSICA PARKER Í STÍLISERINGAR
Kjaftasögur þess efnis að tískudrottningin og aðalleik-
kona Sex and The City, Sarah Jessica Parker, sé að taka að
sér að vera listrænn stjórnandi bandarísku tískukeðjunn-
ar Halston eru í fullum gangi. Í fyrstu var talið að ungfrú
Parker væri nýtt andlit auglýsingaherferðar þeirra en nú
eru uppi getgátur um að hún muni setjast í stílistastólinn.
Ein jólin bauð hann landsmönnum
að kaupa sér syndaaflausn en fyrir
þessi jól gaf hann út tískubók.
Listaverkabókin sem komin er
í verslanir inniheldur hugmynda-
fræði „Beauty Swift“-kynslóðarinn-
ar eins og hann kallar hana og heim-
ildarljósmyndir frá Beauty Camp
Weekend, en sá gjörningur fór fram
í júlí á Nýlistasafninu undir hand-
leiðslu Snorra.
Snorri fékk til liðs við sig þær
Önnu Sóleyju Viðarsdóttur og Dag-
nýju Berglindi Gísladóttur til að
mynda hina „heilögu þrenningu“
og saman segjast þau vilja bæta og
fegra heiminn. Auk þess fékk hann
með sér vini sína til að taka þátt í
vinnslu bókarinnar. Þar má nefna
Spessa, sem á ljósmyndir í bókinni
ásamt kápumynd, og Kristján Karls-
son, sem myndskreytti bókina. Árni
Már Erlingsson, sem einnig á myndir
í bókinni, sá um uppsetningu.
„Fjármálakreppan og fallið stóra,
sem heimurinn og íslenska þjóðin
varð fyrir, gefur kærkomið tækifæri
til að viðurkenna tilveru „Beauty
Swift“,“ segir Snorri. „Efnislegu gild-
in okkar tróðu okkur niður í svaðið
og andlegu gildin munu reisa okk-
ur við. Kreppan mikla skall á í þeim
tilgangi að stöðva óhóflegt neyslu-
mynstur í nútímasamfélögum eins
og á Íslandi.“
Snorri segir fallegasta og ham-
ingjuríkasta tímabil jarðarbúa vera
fram undan og lýsir bók sinni sem
hnyttinni, kaldhæðinni og þaul-
hugsaðri ádeilu á árið 2007 og til-
gangur bókarinnar sé einhvers kon-
ar vakning fyrir okkur. Sama hvaða
skoðanir fólk hefur á verkum Snorra
er eitt víst að athygli vekja þau.
Í kringum Snorra Ásmundsson listamann er aldrei lognmolla
VILL BÆTA OG FEGRA HEIMINN
UMSJÓN: HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR
NAOMI NEITAR
BRITAIN´S NEXT
TOP MODEL
Tískurisinn Roberto Cavalli valdi
núverandi kærustu George Clooney
til þess að sitja fyrir í nýjustu herferð
sinni. Hún heitir Elisabetta Canalis
og situr hún fyrir í undirfötunum
einum saman. Myndirnar tóku Mert
Alas og Marcus Piggot.
KÆRASTA CLOON-
EYS SJÓÐHEIT
Breska ofurfyrirsætan Naomi
Campbell ku hafa átt í samningsvið-
ræðum við framleiðendur Britain´s
Next Top model um að vera dómari
í þáttunum. Mun hún hafa hætt við
þar sem hún vildi ekki skuldbinda
sig í of langan tíma. Það þykir
mörgum án efa leitt, því gaman
hefði verið að sjá dívuna segja
nýliðunum til syndanna.
LESBÍSK OFURFYR-
IRSÆTA KVÆNIST
Á meðan tískuheimurinn bíður
spenntur eftir fregnum af brúðkaupi
Marc Jacobs hefur frétt af ástum
annars samkynhneigðs pars vakið
mikla athygli. Ofurfyrirsætan
ástralska, Catherine McNeil er sögð
trúlofuð annarri ástralskri stjörnu að
nafni Ruby Rose, sem hefur getið sér
gott orð í heimalandinu sem kynnir
á MTV en byrjaði feril sinn í
fyrirsætukeppni og lenti í öðru sæti
á meðan ástin hennar núverandi bar
sigur úr býtum.
SPARITÍSKA
Kápan Kápa bókar-
innar er skrautleg.
Þríeykið Saman uppi í rúmi.
Gott getur verið að spara með því
til dæmis að kaupa sumarfatnað og
sundföt um miðjan vetur eða vetrarföt
yfir hásumartímann. Bestu kaup mín á
síðasta ári voru þegar við vinkonurnar
sátum í sólbaði fyrir utan Thorvalds-
en-kaffihúsið í júlí og slysuðumst inn
í Gyllta köttinn, sem selur að miklu
leyti notuð föt. Tilgangur innlitsins var
að splæsa í svaka kúl sólgleraugu til að
verjast sterkri sumarsólinni en end-
aði með því að við fórum út með sinn
pelsinn hvor á hálfvirði.
Það er líka mjög sniðugt að kíkja
inn í svokallaðar Outlet-búðir sem
selja oft háklassa vörumerki fyrir
mjög lítinn pening. Ef hönnunin er
góð og klassísk fer hún heldur ekki
úr tísku. Það sem heppilegra er, er sú
staðreynd að mínimalisminn verður í
hávegum hafður í ár. Þá er alltaf hægt
að kíkja inn í ódýrari verslanir og
kaupa fylgihluti, eins og hatta, nælur,
hálsfestar og trefla, sem poppa upp
sígildan og einfaldan fatnað.
Varast skal að kaupa fatnað sem
þarf að fara með í hreinsun, það get-
ur kostað skildinginn. Svo er um að
gera að vinkonuhópurinn fari í gegn-
um fataskápinn sinn og haldi saman
fatamarkað eða skiptist á fötum. Föt-
in sem þú ert komin með leiða á gætu
verið gulls ígildi hjá vinkonunum og
öfugt.
Fatamarkaður Rauða krossins og
Kolaportið hafa aukið vinsældir sínar
gríðarlega á síðustu misserum og það
er aldrei að vita hvaða gersemar þar
er að finna. Ef maður er duglegur að
leita og gefur sér tíma, gæti vel verið
að gamall Lanvin-jakki hefði slysast
þangað inn og seljist nú fyrir klink!
Eins er um að gera að læra að
redda sér á saumavélinni því þá getur
maður breytt fötum, lagfært og leik-
ið sér.
Í kreppu gegnum aldirnar hefur
orðatiltækið „neyðin kennir naktri
konu að spinna“ átt vel við og því er
nú um að gera að nota hugmynda-
flugið og láta til sín taka.
Kreppan og tískan eru ekkert sérlega smart par. Flest erum við án efa komin með upp í
kok af krepputali og það skiljanlega. Hins vegar er það ljóst að þegar umfram krónum
til að eyða í tískufatnað fækkar er gott að vera séð og sniðug í fatainnkaupunum.
Fullkomnar gallabuxur Það
sem allar konur þurfa að eiga
Aðsniðinn jakki Fer seint
úr tísku
Töff fylgihlutir Þurfa ekki
að kosta aleiguna
Klassíski rykfrakkinn Er að
slá í gegn um þessar mundir
Fallegur pels Er frábær
fjárfesting
Hvít skyrta
Er nauðsynleg
hverri athafna-
konu
Marilyn Mon-
roe Þekkti litla
svarta kjólinn
vel
Svart, aðsniðið pils Er
sérstaklega klæðilegt.