Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Síða 42
42 FÖSTUDAGUR 22. janúar 2010 ÞAÐ SEM ÞÚ VISSIR EKKI um strákana okkar Landsliðsmenn Íslands í handbolta hafa margt sagt, gert og brallað í gegnum tíðina. Á bak við þekkt andlit keppninsmannanna sem þjóðin elskar er ýmislegt sem ekki allir vita. Hér á eftir fylgja nokkrar sögur og skemmtilegar staðreyndir um strákana okkar. Með fyrirvara um ýkjur viðmælenda fylgja hér upplýsingar um strákana, byggðar á gömlum viðtölum við þá og mæður þeirra, viðtölum við vini þeirra, samherja, andstæðinga, fjölskyldumeðlimi og aðra sérfræðinga. GUÐJÓN VALUR SIGURÐSSON n Eftirlætismaturinn hans er ný ýsa, kartöflur og rúgbrauð, læri, hakk og spaghettí. n Var ekkert smá stórt barn – fæddist ríflega 20 merkur og 57 cm. n Sérgrein hans utan handboltans er þrif á baðherbergjum. n Rúllar sig á ganginum á hótelinu í Austurríki með svokallaðri band- vefslosunarrúllu. Er það aðallega til þess að sýna sig á nærbuxunum enda er Guðjón vel vaxinn og líkamsfitan ekki nema 2%. SNORRI STEINN GUÐJÓNSSON n Gott jarðsamband Snorra fær hann frá móður sinni, Karen Christensen. n Borðaði einkum morgunkorn á morgnana þegar hann var yngri. n Var markahæsti maður Shell-mótsins í fótbolta í Eyjum. n Er sagður dýrka lyktina af handboltum. RÓBERT GUNNARSSON n Borðaði yfirleitt „Fylkismáltíðina“ fyrir leiki og mót þegar hann var yngri. Hún samanstendur af kornflexi, ristuðu brauði með osti, appelsínusafa og lýsi. n Hann er mikill sælkeri en á sex ára afmælisdegi sínum borðaði hann upp úr rjómaskálinni með bestu lyst. n Eitt helsta áhugamál Róberts er tíska. n Róbert var góður markvörður í fótbolta og varði mark KVA eitt sumarið. n Gerir „óviðeigandi“ teygjur fyrir leiki inni í klefa. Nakinn! ÁSGEIR ÖRN HALLGRÍMSSON n Kærasta Ásgeirs er flugfreyja. n Keppti mikið í frjálsum þegar hann var yngri. Hann hljóp 60 metrana á Gogga Galvaska-mótinu í Mosfellsbæ á 9,50 sekúndum árið 1995 (11 ára). Hann varð síðastur í því hlaupi. n Hann vann þó spjótkastkeppnina á Framhaldsskólamótinu árið 2002 með kasti upp á 44,98 metra. n Varð annar í sínum flokki í 10 kílómetra hlaupinu í Reykjavíkurmar- aþoninu árið 1997. Þá aðeins 13 ára gamall. ALEXANDER PETERSSON n Uppáhaldsleikmaður Alexanders var alltaf Ólafur Stefánsson. n Á sínum yngri árum var hann í glæpagengi í Lettlandi. n Ver tíma sínum á kvöldin í að skrifa barnabók á íslensku. ÓLAFUR GUÐMUNDSSON n Ekkert fer meira í taugarnar á honum en fólk með plástra eða sjúkraumbúðir. n Ólafur og Aron urðu saman Partille-cup-meistarar í fjórða flokki sem er eitt allra sterkasta unglingamót heims. Árið áður duttu þeir út í átta liða úrslitum og þegar þeir horfðu á úrslitaleikinn sögðu þeir hvor við annan að þeir ætluðu að vinna mótið árið eftir. Undirbúningur hófst nánast strax eftir að þeir komu heim og ári seinna hömpuðu þeir titlinum. VIGNIR SVAVARSSON n Er að byggja upp sitt eigið stúdíó og ætlar að leggja fyrir sig tónlist- ina eftir handboltaferilinn. n Var í sambandi við Önnu Rakel. n Var skytta í yngri flokkum Hauka. n Er góður vinur fréttamannsins Andra Ólafssonar á Stöð 2.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.