Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Side 56
n Fréttamaðurinn Haukur Holm er að byrja með fastan fréttatíma á útvarpsstöðinni Kananum frá og með 1. mars, en Haukur er bundinn 365 fram að þeim tíma. Nýja starfið leggst vel í Hauk sem segir að stefn- an sé að byrja smátt og byggja svo smám saman ofan á það. Áætlað sé að efna til samstarfs við frétta- stofur með tímanum. Aðspurður um hvaða stefnu fréttir á Kanan- um muni taka, segir Haukur: „Við verðum ábyrg og alvarleg svo það sé hægt að trúa okkur, en við ætlum að reyna að vera lifandi og ekki þunglamaleg.“ Til að byrja með verður fréttatími á Kananum á klukkustund- arfresti frá klukkan sjö á morgnana til hádegis. Frétta-Haukur á Kanann! FRÉTTASKOT 512 70 70 DV BORGAR 2.500 KRÓNUR FYRIR FRÉTTASKOT SEM LEIÐIR TIL FRÉTTAR. FYRIR FRÉTTASKOT SEM VERÐUR AÐALFRÉTT Á FORSÍÐU GREIÐAST 25.000 KRÓNUR. FYRIR BESTA FRÉTTASKOT VIKUNNAR GREIÐAST ALLT AÐ 50.000 KRÓNUR. ALLS ERU GREIDDAR 100.000 KRÓNUR FYRIR BESTA FRÉTTASKOT HVERS MÁNAÐAR. Legsteinar seljast nú eins og heitar lummur þegar íslensk steinskurðar- fyrirtæki auglýsa útsölur á legstein- um. Það færist í aukana að fyrirtækin auglýsi útsölu á þessum árstíma en þannig má til dæmis finna góð tilboð hjá S. Helgasyni og Granítsmiðjunni. Stefán Ari Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri S. Helgason, segir reynslu fyrirtækisins af legsteinaút- sölum góða og ljóst er að Íslendingar nýti sér góð tilboð. „Við höfum verið með útstölu á legsteinum undanfar- in fimm ár og ég sé að flest fyrirtæk- in eru farin að gera þetta. Legsteinar eru vara eins og önnur vara og þeir fara á útsölu líka. Þar setjum við leg- steina sem hafa selst hægar hjá okk- ur og gefum afslátt af þeim,“ segir Stefán. „Fólk kemur mikið til okkar á útsölum og þá seljast legsteinarn- ir meira. Ættingjar eru gjarnan að kaupa legsteina eftir á og því gríp- ur fólk tækifærið þegar legsteinarnir bjóðast á góðum kjörum. Viðskiptin taka alltaf kipp hjá okkur á útsölunni og hún hefur reynst vel þannig að við höldum þessu áfram.“ trausti@dv.is HAUKUR Á KANANN Afsláttur 50% KERTALUKTIR Útsöluverð frá 2.250 kr. F A B R I K A N Gerum hús að heimili RIVIERA MAISON | SIA | SERAX | SÖDAHL | UMBRA | SEMPRE | ETHNICRAFT | BECARA | IITTALA | BRÖSTE | HOUSE DOCTOR Tekk Company – Sími 564 4400 – www.tekk.is Holtagarðar Opið: Laugardag 10-17 Sunnudag 13-17 Kringlan Opið: Laugardag 10-18 Sunnudag 13-18 LEðURSófI PISA Útsöluverð 107.400 kr. BASTSTóLL m. SESSU Útsöluverð 19.800 kr. PúðAvER 40x40 og 60x60cm Nokkrir litir Útsöluverð frá 1.080 kr ÚtsAlA! EIKARSKENKUR Útsöluverð 111.000 kr. Afsláttur 40% Afslát tur40% Afsláttur 40% Afsláttur 40% Íslendingar nýta sér góð tilboð á legsteinum þessa dagana: LEGSTEINAR RJÚKA ÚT Á ÚTSÖLU n Þeir sem geta og þeir sem ekki geta, spila fússball. Svo virðist alla- vega vera í höfuðstöðvum Knatt- spyrnusambands Íslands en þar á bæ hafa menn verið að leika sér í fússball, eða fótboltaspili, síðustu vikur. Á endanum voru það markas- stjórinn, Ómar Smárason, og mót- stjórinn, Birkir Sveinsson, sem léku til úrslita eftir langa undankeppni. Fór það svo að markaðsstjórinn hafði sigur, 10-9, og hélt þannig uppi heiðri Eyjamanna. Geta KSÍ-menn slakað að- eins á þessa dagana enda lognið á undan storminum í gangi. Með hverjum degi styttist í deildar- bikarinn sem mark- ar upphaf nýs knatt- spyrnu- tímabils. MARKAÐSSTJÓRINN MEISTARI n Lára Ómarsdóttir fréttamaður lenti í því á dögunum að fá bráðaof- næmiskast með þeim afleiðingum að hún var flutt í skyndi á spítala. Á spítalanum fékk Lára góðan lyfja- skammt í æð til að fá líkamann í rétt jafnvægi aftur. Hún þurfti þó ekki að dvelja lengi því hún fékk að fara heim sama dag en það var bara til að fara heim að hvíla sig. Hún var heima hjá sér í þrjá heila daga og var samkvæmt heimildum ekki mjög hrifin af því að vera frá vinnu svo lengi. Engar skýringar hafa fengist hvers vegna og hvaðan bráðaofnæmið kom en slíkt getur verið lífshættulegt ef ekki er brugðist rétt við. Hún er nú komin á fullt aft- ur í neytendafrétt- ir sem hún starfar við hjá RÚV en hefur samkvæmt heimildum ekki alveg náð sér af fullu. FÉKK BRÁÐA- OFNÆMISKAST Nóg að gera Á legsteinaútsölunum er nóg að gera og færst hefur í aukana að fyrirtækin auglýsi útsölur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.