Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 9. apríl 2010 FRÉTTIR
SKOÐA LÁN FONS
TIL HULDUFÉLAGS
Þrotabú Fons finnur engar skýringar á þriggja milljarða króna láni frá Fons til huldufélags í Panama.
Lítið sem ekkert er vitað um félagið. Þrotabúið yfirheyrir bankastarfsmann í Lúxemborg til að fá upp-
lýsingar um lánið. Lánið var afskrifað í bókum Fons árið 2008.
Þrotabú Fons, eignarhaldsfélags-
ins sem áður var í eigu Pálma Har-
aldssonar og Jóhannesar Kristins-
sonar, rannsakar nú um þriggja
milljarða króna lánveitingu til
eignarhaldsfélags í Panama sem
nánast ekkert er vitað um. Félagið
í Panama heitir Pace Associates og
var lánið veitt árið 2007.
Rætt hefur verið um lánið
nokkrum sinnum á skiptafundum
í þrotabúi Fons en sem stendur er
lítið vitað um eðli félagsins eða til-
gang lánsins. Engar upplýsingar
um þetta er að finna í þeim gögn-
um um starfsemi félagsins sem
þrotabú Fons hefur undir hönd-
um.
Lánið fór til Panama í gegn-
um Landsbankann í Lúxemborg
og snýst rannsókn þrotabúsins á
lánveitingunni meðal annars um
að reyna að fá upplýsingar um
lánafyrirgreiðsluna frá tilteknum
starfsmanni Landsbankans þar í
landi.
Skýrsla fyrir dómi
Erfiðlega hefur hins vegar geng-
ið að fá upplýsingar um lánið frá
starfsmanninum og hefur þrotabú-
ið leitað til Héraðsdóms Reykjavík-
ur til að taka skýrslu af starfsmann-
inum. Talið er að starfsmaðurinn
geti varpað einhverju ljósi á málið
og tilgang lánveitingarinnar.
Yfirheyrsla yfir þessum starfs-
manni Landsbankans átti að
fara fram símleiðis í Héraðsdómi
Reykjavíkur á miðvikudaginn. Yf-
irheyrslunni var hins vegar frestað
um viku þar sem dómarinn í mál-
inu lagði áherslu á að maðurinn
hefði lögmann sér til fulltingis í
yfirheyrslunni. Ein af ástæðun-
um fyrir því af hverju starfsmað-
ur Landsbankans kann að vera
tregur til að ræða um lánið er að
skiptastjóri bankans hefur gefið
fyrirmæli um að einstakir starfs-
menn ræði ekki um málefni bank-
ans sem kunni að vera háð banka-
leynd. Reynt verður að ræða aftur
við manninn um Panamalánið í
næstu viku.
Lánið afskrifað hjá Fons
Eitt af því sem vakti athygli starfs-
manna þrotabúsins varðandi lán-
ið til þessa huldufélags í Panama
var að það var afskrifað í bókum
Fons fyrir efnahagshrunið árið
2008. „Það er undarleg afskrift á
allri fjárhæðinni í bókum félags-
ins sem erfitt hefur verið að rekja,“
segir heimildarmaður DV. Ekkert
er vitað um hvert peningarnir sem
runnu til þessa félags fóru á end-
anum en ljóst er að eigendur Fons
töldu að félagið myndi ekki fá fjár-
munina til baka.
Engin ákvörðun hefur verið tek-
in um það í þrotabúinu hvað gert
verður í málinu og þurfa frekari
upplýsingar um lánið að liggja fyrir
áður en það verður ákveðið. Hugs-
anlegt er þó að höfðað verði riftun-
armál eða skaðbótamál á hendur
fyrrverandi eigendum Fons þegar
meira liggur fyrir um lánið, meðal
annars hver átti félagið í Panama
og í hvaða tilgangi lánið var veitt.
INGI F. VILHJÁLMSSON
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
Það er undarleg afskrift á allri
fjárhæðinni í bókum
félagsins sem erfitt
hefur verið að rekja.
Ekkert vitað um félagið Þrotabú Fons skoðar nú þriggja milljarða króna
lánveitingu til Pace Associates sem skráð er í Panama í Suður-Ameríku. Nánast
ekkert er vitað um félagið eða af hverju lánið var veitt.
Lánið afskrifað Lánið til Panamafélagsins
var afskrifað í bókum Fons árið 2008 en
þrotabú félagsins reynir nú að verða sér úti um
upplýsingar um þetta huldufélag, meðal annars
með skýrslutökum í Héraðsdómi Reykjavíkur
af bankastarfsmönnum í Landsbankanum í
Lúxemborg. Pálmi Haraldsson var eigandi Fons.
Egill Grímsson, stjórnarformaður
Arctic Trucks, sem fór með þátta-
gerðarmönnum breska sjónvarps-
þáttarins Top Gear, sem sýndur er
á BBC, upp að hrauninu á Fimm-
vörðuhálsi, segir rangt að sjón-
varpsmennirnir hafi ekið á jeppum
yfir logandi hraunið. Sagt var frá því
í fréttum fyrir helgi að sjónvarps-
mennirnir hefðu farið á jeppa upp á
hraunið þar sem kviknað hafi í hjól-
börðunum.
Egill segir í yfirlýsingu sem hann
sendi fjölmiðlum vegna málsins að
eingöngu framdekkjum á einum bíl
hafi verið ekið upp á heitan hraun-
jaðarinn. Tilgangurinn hafi verið
að láta kvikna í dekki fyrir mynda-
vélarnar, meðal annars til að sýna
hversu hættulegt hraunið er. Þeg-
ar því markmiði var náð var bílnum
þegar í stað bakkað niður af heitum
hraunjaðrinum.
Lögreglan á Hvolsvelli gagnrýndi
þessar aðfarir sjónvarpsmannanna
í frétt á Vísi á fimmtudaginn en Eg-
ill Grímsson heldur því hins vegar
fram að menn hafi farið mjög varlega
við upptöku atriðisins og fyllsta ör-
yggis hafi verið gætt. „Við undirbún-
ing og skipulag ferðarinnar óskaði
Arctic Trucks eftir nærveru Hjálpar-
sveitar skáta í Kópavogi, enda hefur
Arctic Trucks í áraraðir átt mjög gott
samstarf við hjálparsveitir landsins.
Útvegaði sveitin meðal annars fjar-
skipta- og ljósabúnað auk sprunguör-
yggisbúnaðar. Á leiðinni að eldstöðv-
unum lenti hópurinn í mjög slæmu
veðri og erfiðri færð. Kom nærvera
hjálparsveitarinnar sér einkar vel og
lýsti starfsfólk BBC ánægju sinni með
þau faglegu og fumlausu vinnubrögð
sem hjálparsveitin viðhafði.“
Hann segir atriði Top Gear-manna
á Fimmvörðuhálsi verða mikla land-
kynningu, enda nýtur þátturinn mik-
illa vinsælda.
Stjórnarformaður Arctic Trucks segir bresku sjónvarpsmennina hafa farið varlega á Fimmvörðuhálsi:
Top Gear-menn kveiktu í hjólbörðum
Hraunið á Fimmvörðuhálsi Þátta-
gerðarmenn á vegum Top Gear óku bíl
upp á heitan hraunjaðarinn þannið að
framdekkin fóru upp á hraunið.