Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 9. apríl 2010 FRÉTTIR Hugarfarið, sem birtist í tölvupóstum stjórnenda Glitnis og helstu eigendanna, á rætur að rekja til einkvæðingar bankanna, að mati Vilhjálms Bjarnasonar lektors. „Það sem menn vissu ekki var að eigendur banka úti í bæ stjórnuðu honum með þeim hætti sem nú er orðið ljóst.“ Náin tengsl eru á milli Stímmáls- ins og meginatriða í málshöfðun skilanefndar Glitnis á hendur helstu stjórnendum og eigendum bankans. „Ég hef ástæðu til að ætla að þetta sé eitt af mörgum málum af þessum toga sem eiga eftir að koma fram, einnig í hinum bönkunum tveimur, Kaupþingi og Landsbanka Íslands hf.,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, lekt- or við Háskóla Íslands og stjórnar- maður í Samtökum fjárfesta. „Þetta virðist hafa verið orðin starfsvenja. Það voru engin skil milli starfsemi bankans og þessara svo- kölluðu eigenda. Þeir tæmdu bank- ann innan frá. Menn geta hugleitt hvort eftirlit hafi brugðist en ég held að menn hafi ekki áttað sig á því að þetta hugarfar var komið inn í bank- ana. Fulltíða manneskja kennir ekki foreldrunum um slæmt uppeldi sitt þegar á reynir. Auðvitað brást eftir- litið; bankakerfi hrynur ekki nema vegna þess að eftirlitið brást að ein- hverju leyti. En það sem brást á und- an var stjórnin á bönkunum. Menn vissu um valdatengslin en það sem menn vissu ekki var að eigendur banka úti í bæ stjórnuðu honum með þeim hætti sem nú er orðið ljóst.“ Ekki haldbært, segir Lárus Stefna á hendur Glitniseigendunum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Pálma Haraldssyni og fjórum yfirmönnum Glitnis, þeim Lárusi Welding, Rósant Má Torfasyni, Magnúsi Arnari Arn- grímssyni og Guðnýju Sigurðardóttur, snýst í meginatriðum um 6 milljarða króna lánveitingu, sem skilanefnd Glitnis telur ólögmæta. Þar af leiðandi gerir hún jafnháa skaðabótakröfu á hendur sexmenningunum. Lárus Welding, fyrrverandi for- stjóri Glitnis, sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að DV birti forsíðufrétt um stefnu á hendur honum. Hann kveðst hafa unnið af fullum heilindum og samkvæmt reglum bankans með það að markmiði að verja hagsmuni hans í erfiðu markaðsumhverfi sumarið 2008. „Fyrir liggur að í þessum við- skiptum, sem voru að stærstum hluta framlenging á áður ótryggðu láni og að minni hluta ný lánveiting, batn- aði heildartryggingarstaða bankans verulega gagnvart þessum viðskipta- vin. Ég tel því kröfugerð bankans á hendur mér ekki studda haldbær- um rökum og harma sérstaklega að skilanefnd bankans kjósi að draga almenna starfsmenn bankans inn í þessi málaferli, sem verða fyrirsjáan- lega mjög tímafrek og kostnaðarsöm,“ segir Lárus í yfirlýsingu sinni. Rætur í einkavæðingu bankanna Fyrir liggur að skýrsla rannsóknar- nefndar Alþingis verður birt næst- komandi mánudag og augljóslega mun kastljós fjölmiðla beinast að henni. Vilhjálmur Bjarnason kveðst ótt- ast að stjórnmálamenn og embætt- ismenn varpi sök hver á annan. „Það má búast við skítkasti milli stjórn- málamanna og embættismanna þeg- ar skýrslan liggur fyrir. En gerendur í leiknum eru eigendur og stjórnend- ur bankanna. Ég kveð ekki upp dóma fyrir fram en vil horfa á orsakasam- hengið. Það eru þessir aðilar sem eru gerendurnir. Vanræksla og vangá er eitt en ásetningur er allt annað mál. Þetta voru ekki starfsvenjur í bönkun- um fram til ársins 1998. En það sem gerðist eftir þann tíma og eftir einka- væðinguna í kringum árið 2003 hefur mér ekki verið fyllilega kunnugt um fyrr en núna. Já, ég rek þetta til einka- væðingarinnar. Það mátti ekki anda á þessa herra.“ JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar johannh@dv.is En það sem gerð-ist eftir þann tíma og eftir einkavæð- inguna í kringum árið 2003 hefur mér ekki ver- ið fyllilega kunnugt um fyrr en núna. „Best Way to Rob a Bank is to Own One“ Segir Þorvaldur Gylfason prófess- or í blaðagrein og vitnar til bókartitils bandaríska afbrotafræðingsins Williams Black. Almennur fjárfestir Vilhjálmur er viss um að skaðabótakrafa skilanefndar Glitnis sé aðeins sú fyrsta af mörgum sem gerðar verði á hendur stjórnendum og eigendum föllnu bankanna. Samskiptahættirnir milli stjórnenda og eigenda Glitnis birtast í tölvu- póstum sem að nokkru leyti eru raktir í stefnu skilanefndar Glitnis á hendur tveimur eigendum bank- ans, þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Pálma Haraldssyni, auk Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra bank- ans, og þremur öðrum yfirmönnum í bankanum. Í tölvupóstunum kemur einnig við sögu Einar Örn Ólafsson, áður yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar hjá Glitni. Hann hætti snögglega hjá Glitni fyrri hluta árs í fyrra og er nú forstjóri Skeljungs hf. Stefnendur telja tölvupóst- ana sýna svo ekki verði um villst að stærstu eigendur Glitnis hafi verið eins konar skuggastjórnendur bank- ans og farið sínu fram. TÖLVUPÓSTUR 5. MAÍ 2008 Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs Group, leggur til við Lárus Welding að bankinn kaupi hlutabréf í Aurum af Pálma fyrir 6 milljarða króna og andvirðið verði nýtt að hluta í „trygg- ingargöt PH (Pálma Haraldssonar) upp á 3.0 ma kr.“ [...] „PH (skyldi fá) 2,2 ma. kr. í cash“, samkvæmt tillögu Gunnars. TÖLVUPÓSTUR 11. MAÍ 2008 Jón Ásgeir Jóhannesson skrifar Lár- usi Welding: „Klára FOX, 2) Klára kaup á Byr bréfum af BG (Baugur Group) og 4) Klára 101 capital þarf helst að fá BJ (Bjarni Jóhannsson við- skiptastjóri Glitnis) til að koma til NY og klára þetta með mér er með góða hugmynd að lausn.“ Í stefnunni er dreginn út töluliður 3), en þar stendur eftirfarandi: „Klára Goldsmith (Aurum) ef þessu 1 millj- arði sem ég átti að fá grett þarf 250 að fara til að borga yfirdrátt hjá GLB (Glitnir) prinsip mál að vera ekki með persónulegar skuldir í mér. Rest get ég raun geymt hjá GLB þ.e.a.s. 750 þannig net cash út hjá GLB er 1,2 til PH.“ TÖLVUPÓSTUR 22. MAÍ 2008 Jón Ásgeir sendir Lárusi og Bjarna tölvupóst með fyrirsögninni „Þetta eru málin sem ég er að bögga ykkur með aðallega í tekjuöflun fyrir bank- ann setti þetta skýrrt upp the Bonus way svo við getum með einföldum hætti klárð.“ Þar sagði einnig: „Þetta eru málin nenni ekki að bögga ykkur á hverjum degi með þessu enda ætlast ég tila ð CEO þessara félaga vinni sín mál ef við komum þessum málum frá er borðið mitt hreint. Annars er kannski best að ég verði starfandi stjórnarfor- maður GLB (Glitnis).“ Fram kemur að þessi tölvupóstur var sendur Bjarna, en einnig Magnúsi Arnari, Rósant Má og Einari Erni Ól- afssyni. Það gerði Lárus með eftirfar- andi orðum: „Maggi Bjarni þið verð- ui að búa til lánamál úr efstu tveimur málnum þarna og tka þetta fyrir.“ TÖLVUPÓSTUR 23. MAÍ 2008 Einar Örn Ólafsson, framkvæmda- stjóri fyrirtækjaráðgjafar Glitn- is, sendir svarpóst til Lárusar: „mér finnst hinn góði eigandi okkar að- eins setja þig í erfiða stöðu með þess- um mail. Goltsmith er t.d. virði 1,5 en ekki 4,0 o.s.frv. En ég geri allt sem þú segir mér að gera, kv. Einar.“ TÖLVUPÓSTUR 3. JÚNÍ 2008 Pálmi Haraldsson sendir Guðnýju Sigurðardóttur, lánastjóra Glitnis, tölvupóst vegna mögulegra kaupa bankans á hlut Fons í Aurum (Golts- mith), en hún hafði áður sent Pálma yfirlit um stöðu gjaldfallinna lána. Í tölvupóstinum gefur Pálmi yfir- mönnum Glitnis, Lárusi og Guðnýju, fyrirmæli: „Ég ítreka að ég legg mikla áherslu á að við gerum eþtta með þeim hætti sem rtt var um 1. Þið greiðið 6000m fyrir Aurum bréf- in að því gefnu að þið séuð komin með puttið sem ykkur var lofað í gær 2. Við greiðu upp F38 2,730m 3. Við greiðum upp Plastprent lán- ið 522 og þið haldið samt bréfunum áfram til tryggingar á skuldum okkar, 4. Lánið frá því í febrúar reiðum við vexti og lánið framlengist í eitt ár á sömu kjörum og vextir rúllast áfram. 5. 500m fara inn á markaðsviðskipti okkar 6. 1000 fara í að greiða skuld við JAJ 7. Rest er frítt til ráðstöfunar fyrir Fons.“ 9. júlí 2008 lagði Guðný fram lána- beiðni fyrir hönd Fons og FS38 ehf. (Pálma), alls 6 milljarða króna. Fram kemur í stefnu að eiginleg útgreiðsla úr bankanum yrði 2 milljarðar króna og átt við að þeir skiptust á milli Jóns Ásgeirs og Pálma í gegnum Fons hf. Lánið er samþykkt þennan dag á fundi í bankanum án þess að nokkur fái að beita neitunarvaldi sínu, eins og það er orðað í stefnunni. TÖLVUPÓSTUR 10. JÚLÍ 2008 Einar Örn, framkvæmdastjóri fyrir- tækjaráðgjafar, sendir tölvupóst til Lárusar: „Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki af hverju við við lánum ekki bara palma 2. ma.kr. til að koma fyrir á cayman, áður en hann fer á hausinn, I stað thess að fara I alla þess goldsmith aefingu.“ Stefna skilanefndar er byggð á tölvupóstum lykilmanna: „ÉG GERI ALLT SEM ÞÚ SEGIR MÉR AÐ GERA“ Ekki sérlega kátur „Mér finnst hinn góði eigandi okkar aðeins setja þig í erfiða stöðu með þessum mail ...“ sagði Einar Örn Ólafsson í tölvupósti til Lárusar. Valdamikill eigandi Stefnendur telja víst að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi ekki aðeins gætt sinna hagsmuna heldur einnig Pálma Haraldssonar innan bankans. Fyrirtæki á brauðfótum Rakið er að staða Pálma Haraldssonar og fyrirtækja hans hafi verið bágborin sumarið 2008. RÓTIN Í EINKAVÆÐINGU BANKANNA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.