Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 9. apríl 2010 FÖSTUDAGUR 15 Bakteygjubrettið • Eykur sveigjanleika • Linar bakverki Nálastungudýnan • Eykur orkuflæði og vellíðan • Er slakandi og bætir svefn Stuðningshlífar • Einstök hönnun og gæði • Bak, úlnliðs, ökkla- og hnéhlífar www.eirberg.is • 569 3100 Stórhöfða 25 Opið virka daga frá kl. 9 -18 Swopper vinnustóllinn • Góður fyrir bak og axlir • Styrkir kviðvöðvana Airfree lofthreinsitækið • Betra loft - betri líðan! • Eyðir örverum og ryki Heilsusamlegar vörur Verð frá 9.750 kr. Verð 7.950 kr. Verð 118.700 kr. Verð frá 33.950 kr. Þorvaldur Gylfason hagfræði- prófessor kemur inn á málið í grein í Fréttablaðinu 8. apríl: „Höfuðskýr- ingin á hruni bankanna blasir nú við. Eigendurnir létu greipar sópa með aðferð, sem bandaríski afbrotafræð- ingurinn Willam Black lýsir vel í bók sinni The Best Way to Rob a Bank Is to Own One: How Corporate Executives and Politicians Looted the S&L Ind- ustry (Besta leiðin til að ræna banka er að eiga banka: Hvernig forstjórar og stjórnmálamenn létu greipar sópa um sparisjóðina).“ Stímmálið og stefna skilanefndar Fram hefur komið að þeir 6 milljarð- ar, sem stefna skilanefndar Glitnis tekur til, hafa ekki verið til rannsóknar hjá Ólafi Haukssyni, sérstökum sak- sóknara. Aftur á móti staðfestir Ólaf- ur í samtali við DV að Stímmálið sé til rannsóknar hjá embættinu en rann- sóknin sé þó skammt á veg komin. Fyrir liggur að náin tengsl eru á milli þessara tveggja mála. Stím var einkahlutafélag í eigu ýmissa fjárfesta. Það hafði keypt hlutabréf í Glitni og FL Group fyrir um 25 milljarða króna í nóvember 2007, meðal annars fyrir 20 milljarða króna lánsfé frá Glitni. Um var að ræða kúlulán til 12 mánaða á 20 prósenta vöxtum. Félagið keypti í Glitni fyrir tæpa 16,5 milljarða og í FL Group fyrir rúma 6,5 milljarða. Eignarhlutur Stíms í Glitni varð að engu í bankahruninu og eignarhlut- urinn í FL Group varð nánast verð- laus. Þegar Glitnir var í þann mund að samþykkja 6 milljarða króna lánið til FS38 ehf. og Fons hf. sumarið 2008 var Fons í verulegum kröggum. Í stefn- unni segir orðrétt: „Á þessum tíma var Fons hf. í verulegum vanskilum við bankann. Félagið skuldaði afborgan- ir af lánasamningum að fjárhæð um það bil 3,4 milljarðar króna en af þeirri fjárhæð voru um það bil 2,7 milljarð- ar króna vegna láns sem Fons hf. hafði endurlánað til Stím ehf. í gegnum dótturfélagið FS38 ehf. Stím ehf. var komið að fótum fram og eignir þess verðlitlar ef nokkrar enda hafði bank- inn afskrifað kröfur sínar á Stím ehf.“ Lárus Welding Skilanefnd Glitnis stefnir Lárusi, Jóni Ásgeiri, Pálma Haraldssyni og fleirum vegna lánastarfsemi bankans. MYND SIGTRYGGUR ARI Íslandsbanki vék þeim Guðnýju Sigurðardóttur, Magnúsi Arn- ari Arngrímssyni og Rósant Má Torfasyni tímabundið frá störfum í síðustu viku í kjölfar stefnu gegn þeim og Jóni Ásgeiri Jóhannes- syni, Pálma Haraldssyni og Lár- usi Welding. Samkvæmt heimild- um DV er talið að þetta sé einungis fyrsta stefna skilanefndar Glitnis á hendur fyrrverandi eigendum og stjórnendum gamla Glitnis. Fjöldi starfsmanna Glitnis sem fengu kúlulán eru nú í lykilstöðum hjá Ís- landsbanka. Stefndu fengu kúlulán Bæði Magnús Arnar Arngrímsson og Rósant Már Torfason fengu 800 milljóna króna kúlulán til hluta- bréfakaupa í Glitni þann 15. maí 2008. Magnús, sem hefur starfað á fyrirtækjasviði Íslandsbanka á félagið Margin ehf. sem myndi út- leggjast „veð“ á íslensku. Félagið fékk kúlulán til hlutabréfakaupa í Glitni í maí 2008. Félagið skuld- ar 1.207 milljónir króna sem eru á gjalddaga í maí 2012. Magnús er einn besti vinur Lárusar Weld- ing, fyrrverandi forstjóra Glitnis, og kom til starfa hjá bankanum á sama tíma og Lárus. Rósant Már Torfason, sem hef- ur starfað sem framkvæmdastjóri áhættustýringar, lánaeftirlits og lögfræðisviðs Íslandsbanka, fékk 800 milljóna króna kúlulán til hlutabréfakaupa í Glitni í maí 2008 í gegnum félagið Strandatún. „Það er ljóst að eiginfjárstaða þessa fé- lags er verulega neikvæð,“ sagði Rósant í samtali við DV í mars 2009. Það voru orð að sönnu því að eigið fé félagsins er neikvætt um 1.200 milljónir króna. Óbreytt áhættu- og lánastjórn Athygli vekur að þeim Guðrúnu Gunnarsdóttur, Sverri Erni Þor- valdssyni, Magnúsi Bjarnasyni og Helga Antoni Eiríkssyni sem sátu í áhættunefnd ásamt þeim Guð- nýju, Magnúsi og Rósanti Má, er ekki stefnt. Ástæðan er sú að þau voru ekki viðstödd fundinn þeg- ar lánveitingin sem stefnan snýst um var framkvæmd. Ef skilanefnd Glitnis stefnir fleiri fyrrverandi stjórnendum og eigendum gamla Glitnis er þó talið líklegt að þeim verði einnig stefnt. Sverrir Örn starfar í dag sem forstöðumaður áhættustýringar Íslandsbanka. Þar starfa 22 starfs- menn. Engin breyting hefur verið gerð í starfsmannahaldi áhættu- stýringar. Í lánaeftirliti Íslands- banka starfa 20 starfsmenn. Þar er Guðrún Gunnarsdóttir for- stöðumaður. Hún var í sama starfi í gamla bankanum. Undir hana heyra lánanefndir sem þurfa að samþykkja lánveitingar bankans. Allir starfsmenn þar störfuðu áður hjá Glitni. Kúlulánþegi til Landsvirkjunar Magnús Bjarnason sem sat í áhættunefndinni starfar í dag sem framkvæmdastjóri mark- aðs- og viðskiptaþróunar Lands- virkjunar. Félagið IDA ehf. sem er í eigu Magnúsar skuldaði skila- nefnd Glitnis 640 milljónir króna í lok árs 2008 samkvæmt ársreikn- ingi félagsins. Skuldin er til kom- in vegna kúluláns sem Magnús fékk til hlutabréfakaupa á meðan hann starfaði sem framkvæmda- stjóri alþjóðasviðs Glitnis. Hann fékk kúlulánið í mars 2007 sama dag og Helgi Anton Eiríksson og Birna Einarsdóttir fengu sams konar lán. Einar Örn Ólafsson, núver- andi forstjóri Skeljungs, sem skrif- aði tvo tölvupósta sem birtir eru í stefnunni, var framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Glitnis þegar áhættunefnd Glitnis samþykkti lán- veitinguna sem þeim er nú stefnt fyrir. Hann fékk 800 milljóna króna kúlulán til hlutabréfakaupa í Glitni þann 15. maí 2008 í gegnum félag- ið Einarsmelur 18 ehf., en félag- ið skuldar í dag um 1.200 milljón- ir króna sem voru á gjalddaga árið 2009. Hann sendi Lárusi Welding fyrri tölvupóstinn einungis átta dögum eftir að hann fékk 800 millj- óna króna kúlulánið. Það gæti að hluta skýrt orðalagið „en ég geri allt sem þú segir mér að gera“, sem Ein- ar Örn endar póstinn sinn á. Innan Íslandsbanka starfa enn í dag þeir Jóhannes Baldursson og Vilhelm Már Þorsteinsson. Jó- hannes starfar sem framkvæmda- stjóri fjárstýringar og markaðsvið- skipta Íslandsbanka og fékk 800 milljóna króna kúlulán í evrum til hlutabréfakaupa í Glitni í maí 2008 í gegnum félagið Gnóma. Kemur fram í ársreikningi að fé- lagið skuldi Íslandsbanka 1.203 milljónir króna og er lánið á gjald- daga í maí 2012. Vilhelm Már Þorsteinsson starf- ar sem framkvæmdastjóri fyrir- tækjasviðs Íslandsbanka. Hann fékk 800 milljóna króna kúlulán í gegnum félag sitt AB 154 ehf. í maí árið 2008 til að kaupa hlutabréf í Glitni. Félagið fékk lán í evrum og er það á gjalddaga í maí 2012 og nemur 1.207 milljónum króna. Flestir stjórnendur Íslandsbanka unnu í gamla Glitni: Kúlulánþegar stjórna Íslandsbanka ANNAS SIGMUNDSSON blaðamaður skrifar: as@dv.is RÓTIN Í EINKAVÆÐINGU BANKANNA Íslandsbanki Fjölmargir fyrr- verandi starfsmenn Glitnis sem fengu risalán frá bankanum eru í lykilstöðum hjá Íslandsbanka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.