Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 9. apríl 2010 FÖSTUDAGUR 15
Bakteygjubrettið
• Eykur sveigjanleika
• Linar bakverki
Nálastungudýnan
• Eykur orkuflæði og vellíðan
• Er slakandi og bætir svefn
Stuðningshlífar
• Einstök hönnun og gæði
• Bak, úlnliðs, ökkla- og hnéhlífar
www.eirberg.is • 569 3100
Stórhöfða 25
Opið virka daga frá kl. 9 -18
Swopper vinnustóllinn
• Góður fyrir bak og axlir
• Styrkir kviðvöðvana
Airfree lofthreinsitækið
• Betra loft - betri líðan!
• Eyðir örverum og ryki
Heilsusamlegar
vörur
Verð frá 9.750 kr.
Verð 7.950 kr.
Verð 118.700 kr.
Verð frá 33.950 kr.
Þorvaldur Gylfason hagfræði-
prófessor kemur inn á málið í grein
í Fréttablaðinu 8. apríl: „Höfuðskýr-
ingin á hruni bankanna blasir nú við.
Eigendurnir létu greipar sópa með
aðferð, sem bandaríski afbrotafræð-
ingurinn Willam Black lýsir vel í bók
sinni The Best Way to Rob a Bank Is to
Own One: How Corporate Executives
and Politicians Looted the S&L Ind-
ustry (Besta leiðin til að ræna banka
er að eiga banka: Hvernig forstjórar
og stjórnmálamenn létu greipar sópa
um sparisjóðina).“
Stímmálið og stefna
skilanefndar
Fram hefur komið að þeir 6 milljarð-
ar, sem stefna skilanefndar Glitnis
tekur til, hafa ekki verið til rannsóknar
hjá Ólafi Haukssyni, sérstökum sak-
sóknara. Aftur á móti staðfestir Ólaf-
ur í samtali við DV að Stímmálið sé til
rannsóknar hjá embættinu en rann-
sóknin sé þó skammt á veg komin.
Fyrir liggur að náin tengsl eru á
milli þessara tveggja mála. Stím var
einkahlutafélag í eigu ýmissa fjárfesta.
Það hafði keypt hlutabréf í Glitni og
FL Group fyrir um 25 milljarða króna í
nóvember 2007, meðal annars fyrir 20
milljarða króna lánsfé frá Glitni. Um
var að ræða kúlulán til 12 mánaða á
20 prósenta vöxtum. Félagið keypti í
Glitni fyrir tæpa 16,5 milljarða og í FL
Group fyrir rúma 6,5 milljarða.
Eignarhlutur Stíms í Glitni varð að
engu í bankahruninu og eignarhlut-
urinn í FL Group varð nánast verð-
laus.
Þegar Glitnir var í þann mund að
samþykkja 6 milljarða króna lánið til
FS38 ehf. og Fons hf. sumarið 2008 var
Fons í verulegum kröggum. Í stefn-
unni segir orðrétt: „Á þessum tíma var
Fons hf. í verulegum vanskilum við
bankann. Félagið skuldaði afborgan-
ir af lánasamningum að fjárhæð um
það bil 3,4 milljarðar króna en af þeirri
fjárhæð voru um það bil 2,7 milljarð-
ar króna vegna láns sem Fons hf. hafði
endurlánað til Stím ehf. í gegnum
dótturfélagið FS38 ehf. Stím ehf. var
komið að fótum fram og eignir þess
verðlitlar ef nokkrar enda hafði bank-
inn afskrifað kröfur sínar á Stím ehf.“
Lárus Welding Skilanefnd Glitnis
stefnir Lárusi, Jóni Ásgeiri, Pálma
Haraldssyni og fleirum vegna
lánastarfsemi bankans.
MYND SIGTRYGGUR ARI
Íslandsbanki vék þeim Guðnýju
Sigurðardóttur, Magnúsi Arn-
ari Arngrímssyni og Rósant Má
Torfasyni tímabundið frá störfum
í síðustu viku í kjölfar stefnu gegn
þeim og Jóni Ásgeiri Jóhannes-
syni, Pálma Haraldssyni og Lár-
usi Welding. Samkvæmt heimild-
um DV er talið að þetta sé einungis
fyrsta stefna skilanefndar Glitnis á
hendur fyrrverandi eigendum og
stjórnendum gamla Glitnis. Fjöldi
starfsmanna Glitnis sem fengu
kúlulán eru nú í lykilstöðum hjá Ís-
landsbanka.
Stefndu fengu kúlulán
Bæði Magnús Arnar Arngrímsson
og Rósant Már Torfason fengu 800
milljóna króna kúlulán til hluta-
bréfakaupa í Glitni þann 15. maí
2008. Magnús, sem hefur starfað
á fyrirtækjasviði Íslandsbanka á
félagið Margin ehf. sem myndi út-
leggjast „veð“ á íslensku. Félagið
fékk kúlulán til hlutabréfakaupa
í Glitni í maí 2008. Félagið skuld-
ar 1.207 milljónir króna sem eru
á gjalddaga í maí 2012. Magnús
er einn besti vinur Lárusar Weld-
ing, fyrrverandi forstjóra Glitnis,
og kom til starfa hjá bankanum á
sama tíma og Lárus.
Rósant Már Torfason, sem hef-
ur starfað sem framkvæmdastjóri
áhættustýringar, lánaeftirlits og
lögfræðisviðs Íslandsbanka, fékk
800 milljóna króna kúlulán til
hlutabréfakaupa í Glitni í maí 2008
í gegnum félagið Strandatún. „Það
er ljóst að eiginfjárstaða þessa fé-
lags er verulega neikvæð,“ sagði
Rósant í samtali við DV í mars
2009. Það voru orð að sönnu því
að eigið fé félagsins er neikvætt um
1.200 milljónir króna.
Óbreytt áhættu-
og lánastjórn
Athygli vekur að þeim Guðrúnu
Gunnarsdóttur, Sverri Erni Þor-
valdssyni, Magnúsi Bjarnasyni og
Helga Antoni Eiríkssyni sem sátu
í áhættunefnd ásamt þeim Guð-
nýju, Magnúsi og Rósanti Má, er
ekki stefnt. Ástæðan er sú að þau
voru ekki viðstödd fundinn þeg-
ar lánveitingin sem stefnan snýst
um var framkvæmd. Ef skilanefnd
Glitnis stefnir fleiri fyrrverandi
stjórnendum og eigendum gamla
Glitnis er þó talið líklegt að þeim
verði einnig stefnt.
Sverrir Örn starfar í dag sem
forstöðumaður áhættustýringar
Íslandsbanka. Þar starfa 22 starfs-
menn. Engin breyting hefur verið
gerð í starfsmannahaldi áhættu-
stýringar. Í lánaeftirliti Íslands-
banka starfa 20 starfsmenn. Þar
er Guðrún Gunnarsdóttir for-
stöðumaður. Hún var í sama starfi
í gamla bankanum. Undir hana
heyra lánanefndir sem þurfa að
samþykkja lánveitingar bankans.
Allir starfsmenn þar störfuðu áður
hjá Glitni.
Kúlulánþegi til
Landsvirkjunar
Magnús Bjarnason sem sat í
áhættunefndinni starfar í dag
sem framkvæmdastjóri mark-
aðs- og viðskiptaþróunar Lands-
virkjunar. Félagið IDA ehf. sem
er í eigu Magnúsar skuldaði skila-
nefnd Glitnis 640 milljónir króna í
lok árs 2008 samkvæmt ársreikn-
ingi félagsins. Skuldin er til kom-
in vegna kúluláns sem Magnús
fékk til hlutabréfakaupa á meðan
hann starfaði sem framkvæmda-
stjóri alþjóðasviðs Glitnis. Hann
fékk kúlulánið í mars 2007 sama
dag og Helgi Anton Eiríksson og
Birna Einarsdóttir fengu sams
konar lán.
Einar Örn Ólafsson, núver-
andi forstjóri Skeljungs, sem skrif-
aði tvo tölvupósta sem birtir eru í
stefnunni, var framkvæmdastjóri
fyrirtækjaráðgjafar Glitnis þegar
áhættunefnd Glitnis samþykkti lán-
veitinguna sem þeim er nú stefnt
fyrir. Hann fékk 800 milljóna króna
kúlulán til hlutabréfakaupa í Glitni
þann 15. maí 2008 í gegnum félag-
ið Einarsmelur 18 ehf., en félag-
ið skuldar í dag um 1.200 milljón-
ir króna sem voru á gjalddaga árið
2009. Hann sendi Lárusi Welding
fyrri tölvupóstinn einungis átta
dögum eftir að hann fékk 800 millj-
óna króna kúlulánið. Það gæti að
hluta skýrt orðalagið „en ég geri allt
sem þú segir mér að gera“, sem Ein-
ar Örn endar póstinn sinn á.
Innan Íslandsbanka starfa enn
í dag þeir Jóhannes Baldursson
og Vilhelm Már Þorsteinsson. Jó-
hannes starfar sem framkvæmda-
stjóri fjárstýringar og markaðsvið-
skipta Íslandsbanka og fékk 800
milljóna króna kúlulán í evrum
til hlutabréfakaupa í Glitni í maí
2008 í gegnum félagið Gnóma.
Kemur fram í ársreikningi að fé-
lagið skuldi Íslandsbanka 1.203
milljónir króna og er lánið á gjald-
daga í maí 2012.
Vilhelm Már Þorsteinsson starf-
ar sem framkvæmdastjóri fyrir-
tækjasviðs Íslandsbanka. Hann
fékk 800 milljóna króna kúlulán í
gegnum félag sitt AB 154 ehf. í maí
árið 2008 til að kaupa hlutabréf í
Glitni. Félagið fékk lán í evrum og
er það á gjalddaga í maí 2012 og
nemur 1.207 milljónum króna.
Flestir stjórnendur Íslandsbanka unnu í gamla Glitni:
Kúlulánþegar stjórna
Íslandsbanka
ANNAS SIGMUNDSSON
blaðamaður skrifar: as@dv.is
RÓTIN Í EINKAVÆÐINGU BANKANNA
Íslandsbanki Fjölmargir fyrr-
verandi starfsmenn Glitnis sem
fengu risalán frá bankanum eru í
lykilstöðum hjá Íslandsbanka.