Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 9. apríl 2010 FRÉTTIR
Rúnar Ástþór Ólafsson og Hanna
María Jónsdóttir fluttu úr nýbyggðri
íbúð sinni í lok janúar á síðasta ári
vegna myglusveppa sem fundust
undir parketti í íbúðinni. Þau og
þrjú börn þeirra höfðu átt við lang-
vinn veikindi að stríða sem þau
rekja til myglusveppa. „Fljótlega eft-
ir að fluttum í íbúðina fóru strákarn-
ir okkar að veikjast og virtust enda-
laust vera með flensu. Okkur var sagt
að hafa engar áhyggjur; þessi veik-
indi væru örugglega tengd því að
þeir væru byrjaðir hjá dagmömmu
og í leikskóla. En þegar veikindin
versnuðu og þeir fóru að fá útbrot og
blöðrur á hendur og fætur, ásamt því
að vera alltaf með flensu þá vissi ég
að eitthvað væri að, en kveikti ekki
á perunni þá að um sveppi væri að
ræða,“ segir Hanna, en þau fluttu í
íbúðina í apríl árið 2008 og bjuggu
því í henni um ellefu mánaða skeið.
Mikil veikindi
Helstu einkenni veikindanna voru
hiti á kvöldin, nefrennsli og blöðrur
á höndum og fótum hjá börnunum.
Hjá Hönnu og Rúnari lýstu veikind-
in sér í sífelldum höfuð- og eyrna-
verkjum og stundum flökurleika.
„Svörin sem við fengum frá lækn-
um eftir margar heimsóknir til þeirra
með börnin voru ávallt á þá leið að
þau hrjáðust af vírus eða einhvers
konar ofnæmi og þetta væri bara
eðlilegt,“ segir Hanna.
Miklir gallar á íbúðinni
Fljótlega eftir að þau fluttu inn komu
í ljós ýmsir gallar og að frágangur ým-
issa atriða væri í ólagi. Þau leituðu til
byggingarstjóra eignarinnar og ósk-
uðu eftir því að gallarnir yrðu lag-
færðir. Þau segja að það hafi gengið
illa og leituðu því aðstoðar lögmanns
við að fá nauðsynlegar lagfæring-
ar, en í gögnum lögmanns þeirra er
listi með 27 atriðum sem þau telja
nauðsynlegt að lagfæra. „Við héldum
að þetta yrði ekkert mál og að bygg-
ingarstjórinn myndi bara ganga frá
þessu og laga gallana. Hann var hins
vegar alltaf að fresta öllu og ekkert
gerðist. Við vorum komin með lög-
fræðing með okkur sem var farinn að
sjá um samskiptin,“ segir Rúnar og
áður en það uppgötvaðist að myglu-
sveppir væru í íbúðinni vildu þau
rifta kaupsamningnum.
Héldu lokagreiðslunni eftir
Þar sem frágangi á íbúðinni var ekki
lokið ákváðu Rúnar og Hanna að
halda eftir lokagreiðslunni vegna
kaupanna, 3,5 milljónum króna. Í
gögnum frá lögmanni þeirra kem-
ur fram að byggingarstjóri eignar-
innar hafi sjálfur sagt að hann væri
ekki nógu ánægður með fráganginn
og það yrði lagfært. „Okkur langaði
til að kaupa okkur íbúð og eignast
sjálf húsnæði. Það var kominn tími á
það. Við vorum búin að vera að leigja
lengi og þessa íbúð keyptum við eftir
að hafa séð fallegar teikningar og allt
átti að vera svo fínt. Þegar við sáum
að ekki yrði gengið frá þessum hlut-
um sem við settum út á ákváðum við
að halda lokagreiðslunni eftir og enn
hefur ekki verið skrifað undir neitt
afsal á eigninni,“ segir Rúnar.
Húsnæðið heilsuspillandi
Eftir langvinn veikindi fjölskyld-
unnar og þá sérstaklega barnanna
ákváðu Rúnar og Hanna að leita til
fyrirtækisins Húss og heilsu sem
hefur síðustu ár sérhæft sig í rann-
sóknum á myglusveppum. Hanna
var á þessum tíma nýbúin að lesa
sögu fjölskyldu úr Grindavík sem
þurfti að flytja út úr einbýlishúsi
sínu vegna myglusveppa. Sylgja
Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur
og starfsmaður Húss og heilsu fram-
kvæmdi rannsókn þann 31. janúar í
fyrra. „Þegar hún reif upp parkettið
þá komu myglusveppir í ljós og það
gaus upp lykt. Ég fékk ógeð og við
fórum út úr íbúðinni það kvöld,“ seg-
ir Hanna en samkvæmt bréfi frá Heil-
brigðiseftirliti Suðurnesja um íbúð-
arhúsnæði Hönnu og Rúnars segir,
og er þá vísað í húsaskoðunarskýrslu
embættisins: „Þá hefur Guðríður
Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðing-
ur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands
tjáð embættinu að sveppategundir
sem fundust á byggingarsýnum úr
íbúðinni geti verið hættulegar heilsu
manna. Á grundvelli þessara upplýs-
inga telur Heilbrigðiseftirlit Suður-
nesja að umrætt húsnæði geti ver-
ið heilsuspillandi fyrir íbúa þess og
mælir ekki með notkun þess fyrr en
þeim úrbætum sem embættið hefur
lagt til verði lokið.“
Mikil veikindi
Rúnar og Hanna hafa fengið læknis-
vottorð þar sem fram kemur að synir
þeirra hafi verið með „tíðar sýkingar
og þeir voru að hósta mikið á nótt-
unni og voru með hita af og til. Einnig
voru foreldrarnir með þrálát kvefein-
kenni og mikinn hósta, sérstaklega á
nóttunni.“ í læknisvottorðinu kemur
fram að eftir að fjölskyldan hafi flutt
úr íbúðinni í Njarðvík hafi „heilsufar
þeirra allra verið betra og hafa dreng-
irnir getað verið í dagvistun án þess
að þurfa að vera veikir heima eins
oft og þeir voru meðan þeir voru í
Reykjanesbæ.“ Í lok vottorðsins seg-
ir: „Svo virðist sem mikill raki í hús-
inu, gróður myglusveppa og myglu-
skemmdir hafi mögulega haft slæm
áhrif á heilsufar drengjanna og jafn-
vel foreldranna líka. Þau segja heilsu-
far sitt og drengjanna mikið betra eft-
ir að þau fluttu úr húsinu.“
Húsgögnin skilin eftir
Eftir að hafa verið á hrakhólum
í nokkrar vikur komu Hanna og
Rúnar sér fyrir í leiguhúsnæði. Þau
höfðu á þessum tíma ekkert hreyft
við húsgögnum í íbúðinni sem þau
höfðu flutt úr. „Við töluðum við
Sylgju hjá Húsi og heilsu og spurð-
um hvort við gætum ekki tekið hús-
gögnin úr íbúðinni. Hún sagði að
það þyrfti að þrífa þau og það væri
hægt að prófa að setja öll húsgögnin
í gám, eitra fyrir sveppunum og síð-
an þrífa allt með sérstökum efnum.
Við prófuðum að taka hluta af hús-
gögnunum og þrífa með sérstökum
efnum eftir nákvæmum leiðbein-
ingum. Við tókum þessi húsgögn
Hjón um þrítugt hafa verið á hrakhólum
síðustu þrettán mánuði eftir að hafa farið
úr nýrri íbúð þar sem myglusveppir fóru
að vaxa. Heilbrigðiseftirlitið hefur gefið
út að heilsuspillandi sé að búa í íbúðinni.
Fjölskyldan skildi alla búslóðina eftir og
er hún ónýt vegna myglusveppa.
FLÚÐU VEGNA
MYGLUSVEPPA
JÓHANNES KR. KRISTJÁNSSON
blaðamaður skrifar: johanneskr@dv.is
Alltaf bíðum við og hend-
um peningum í lög-
menn og matsgerðir
en ekkert gerist.
Fjölskyldan Rúnar Ástþór og Hanna María
ásamt börnunum sínum fjórum í Kópavog-
inum. Þau hafa staðið í tæplega tveggja ára
baráttu við að fá galla og lélegan frágang
á nýrri íbúð sem þau keyptu viðurkennda
og lagfærða. Þau flúðu íbúðina eftir ellefu
mánaða búsetu í henni þegar myglusveppir
komu í ljós. MYND SIGTRYGGUR ARI
Barnadótið skilið eftir Rúnar og Hanna María reyndu að þrífa hluta af búslóðinni
með sérstökum aðferðum en það bar ekki árangur. Hér má sjá inn í barnaherbergið
þar sem öll leikföngin voru skilin eftir. MYND SIGTRYGGUR ARI
Myglusveppir Rúnar við parkettið
þar sem hluti af myglusveppunum
fannst. Þeir geta verið hættulegir
heilsu manna. MYND SIGTRYGGUR ARI