Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Page 18
Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir segir að ættkvísl penicillium-sveppategund- arinnar sé stór og að hún hafi ekki reynt að greina þær tegundir sem fundust á heimili Hönnu og Rún- ars. Hún segir að sumar tegundir ættkvíslarinnar geti gefið frá sér ansi eitruð efni, en sum efnin sem penic- illium-sveppir gefa frá sér eru notuð í lækningaskyni. „Tegundir penicill- ium-ættkvíslarinnar geta hins veg- ar búið til ansi eitruð efni, en ég legg ekkert mat á það hvort sú sem fannst í húsinu sé sérstaklega hættuleg eða í meðallagi slæm,“ segir Guðríður. Önnur tegund af myglusvepp sem Guðríður fann í sýninu er asp- ergillus sem myndar gula flekki á þeim stöðum þar sem hann fær að vaxa. „Almennt séð eru mjög marg- ar tegundir þessara ættkvíslar dug- legar að mynda alls konar efni og þar á meðal eru mjög margar sem geta myndað sveppaeiturefni af ýmsum gerðum og meira að segja sum þau allra eitruðustu sem um getur. Þegar aspergillus er á heimilum fólks þá er yfirleitt betra að fara varlega heldur en hitt.“ Guðríður Gyða segir að sveppa- eiturefni hafi mjög dularfull áhrif á líkamann sem koma og fara. „Það má kannski líkja þessu við þann gamla sjúkdóm sem kallaður var móðursýki. Ef maður hefur verið ná- lægt sveppum lengi þá eru einkenn- in slæm en þegar maður fer í burtu frá heimili sínu hluta dags eða lengur þá eru einkennin betri. Það sem búið er að rannsaka hvað mest eru áhrif á öndunarveg og ofnæmiskennd áhrif sem líkjast frjókornaofnæmi. Áhrifin sem sveppirnir hafa bæði á ónæmis- kerfið og taugakerfið hafa verið mun minna rannsökuð,“ segir Guðríður og bætir við. „Fólk getur fengið sjón- truflanir og hætt að geta talað, dott- ið út í ofnæmi og blettum. Það geta verið mjög slæm einkenni sem samt koma og fara.“ 18 FÖSTUDAGUR 9. apríl 2010 FRÉTTIR Að sögn Sylgju Daggar Sigurjóns- dóttur líffræðings og starfsmanns Húss og heilsu er skilningur fólks hér á landi að aukast á þessum málum. „Fyrir fimm árum var mjög lítil vitn- eskja um þessi mál á Íslandi. Það er að breytast til betri vegar en það er samt enn langt í land. Fræðsla og þekking um þessi málefni er mikilvæg. Gæði innilofts skipta mjög miklu máli fyrir heilsu okkar þar sem við dveljum um 90% af tíma okkar innandyra,“ segir Sylgja, sem nú stundar meistaranám í lýðheilsufræðum. Loftraki hér lágur Í júlí í fyrra kom út skýrsla frá Al- þjóðaheilbrigðismálastofnuninni sem fjallar um að raki í byggingum og tilvist myglusveppa í íbúðarhúsnæði sé heilsuspillandi fyrir fólk. „Áhættu- þáttur fyrir heilsu er raki, það er svo margt sem honum fylgir sem getur haft áhrif á heilsufar fólks. Við vitum í raun ekki hvaða þættir það eru sem mögulega valda heilsutjóni, eitur- efni frá myglusveppum, aðrar agnir frá myglu, bakteríum eða hreinlega úr byggingarefnunum sjálfum þegar þau eru blaut. Loftraki hérlendis er yfirleitt lágur og því eru mygluvanda- mál oftast hérlendis vegna leka, lé- legrar hönnunar, slæms frágangs eða rakaþéttingar eins og til dæmis í þak- rými,“ segir Sylgja. Hefur skoðað 600 byggingar Frá því fyrirtækið var stofnað árið 2006 hefur Sylgja skoðað yfir 600 bygging- ar. Aðspurð hvort fólk hafi samband við hana vegna gruns um sveppa- myndum í híbýlum segir Sylgja svo vera. „Við skoðum oft húseignir sem fólk er að fara að kaupa eða leigja en venjulega er ekki haft samband við mig nema fólk hafi áhyggjur. Í flest- um tilfellum hafa sýnatökur leitt í ljós að um mygluvöxt er að ræða. Venju- lega þarf þó ekki að taka sýni þar sem mikilvægast er að stöðva rakaupp- tök og framkvæma ákveðna hreins- un. En fólk þarf að átta sig á því að gró myglu eru alls staðar og mygla verður ekki að vandamáli fyrr en hún fær að vaxa óhindrað innandyra vegna raka í byggingarefnum eða vegna raka- þéttingar á yfirborði, en gróin eru alls staðar.“ Nokkur dæmi eru um það að fjöl- skyldur hafi þurft að yfirgefa heim- ili sín vegna raka og myglu. „Að minnsta kosti tíu fjölskyldur hafa þurft að yfirgefa húsnæði sín vegna myglusvepps, en þar að auki hafa margir þurft að yfirgefa heimili sín tímabundið, tekið allt í gegn og flutt svo inn aftur,“ segir Sylgja. Líkamleg einkenni mismunandi Sylgja segir að líkamleg einkenni vegna myglusveppa séu mjög mis- munandi milli einstaklinga en þó aðallega tengd öndunarfærunum. „Þá eru einnig algeng einkenni tíður höfuðverkur, þreyta, liðverkir, stingir og verkir um líkamann, tíðari sýking- ar, truflun í ónæmiskerfi og melting- arfæratruflanir. Þá má einnig nefna taugaeinkenni, svo sem doða í útlim- um, sjóntruflanir og jafnvægistrufl- anir. Þessi einkenni eru öll almenns eðlis en það sem aðgreinir þau er að þau minnka eða hverfa þegar ákveð- ið húsnæði eða umhverfi er yfirgefið og venjulega finnst ekki einföld skýr- ing á veikindum,“ segir Sylgja. 20-30 prósent heimila í vanda Sylgja telur íslensk yfirvöld ekki taka nógu vel á þessu vandamáli og þrátt fyrir að hún hafi fundið fyrir aukinni viðleitni síðustu þrjú ár þá sé ekki nóg að gert. „Miðað við nágranna- lönd okkar á svipuðum veðurfarsleg- um slóðum þá má áætla að um 20-30 prósent heimila séu með vandamál tengd raka. Þá erum við ekki að tala um þessa algengu myglu sem við sjá- um á yfirborði í baðherbergjum þar sem ekki er undirliggjandi vanda- mál. Það verður þó að hafa í huga að það er ekki til íslensk rannsókn um þessi mál en ég ætla mér í framtíð- inni að framkvæma slíka rannsókn,“ segir Sylgja. Aðspurð hvort fólk hafi veikst það illa að það hafi ekki borið þess bætur segir hún erfitt að svara því. „Sum einkenni virðast ekki vera afturkræf, en við vitum það ekki enn- þá þar sem okkur vantar rannsóknir til lengri tíma.“ Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir segir að rakavandamál geti verið í 20 til 30 prósentum íbúðarhúsnæðis hér á landi: Hefur skoðað 600 byggingar Þá eru einnig algeng einkenni tíður höfuðverkur, þreyta, liðverkir, stingir og verkir um líkamann, tíðari sýkingar, truflun í ónæmiskerfi og melt- ingarfæratruflanir. Finnur myglusveppi Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir hefur síðustu fjögur ár unnið ötullega að því að aðstoða fólk sem hefur orðið fyrir barðinu á myglusveppum. Hún rekur ásamt eiginmanni sínum fyrirtækið Hús og heilsa. Nokkrar tegundir af myglusveppum fundust við rannsókn á sýnum úr íbúðarhúsnæði Rúnars og Hönnu Maríu, sem hafa verið á hrakhólum síðustu mánuði. Þeir geta verið eitraðir. EITRUÐ EFNI Í MYGLUSVEPPUM JÓHANNES KR. KRISTJÁNSSON blaðamaður skrifar: johanneskr@dv.is Tegundir peni- cillium-ætt- kvíslarinn ar geta hins vegar búið til ansi eitr- uð efni. Rannsakar sveppi Guðríður Gyða hefur rannsakað yfir hundrað sýni sem fyrirtækið Hús og heilsa hefur sent Nátt- úrufræðistofnun Íslands til rannsóknar. Veggur, ytra lag, gifs Margar fullþroska askhirslur chaetomium- tegundar (c. globosum) á og kringum pappír og á málningu. Gólf, parkett og undirlag Mjög mikill sveppavöxtur, þéttur flekkur af chaetomium sp. (c. globosum) við brún, stór flekkur penicillium sp. og stórt svæði með þyrpingum af eurotium herbariorum. Söluaðilar: Járn og gler hf - Húsasmiðjan - Garðheimar www.weber.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.