Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Page 24
BJÖRGVIN G. VALTUR n Undirliggjandi titringur er vegna skýrslu Sannleiksnefndarinnar sem birtist í næstu viku. Talað er um að aðalleikarar hrunsins séu nú að búa sig undir áfall. Fullyrt er á Eyjunni að um það sé rætt inn- an Samfylking- ar að Björgvin G. Sigurðsson, fyrr- verandi banka- málaráðherra, þurfi að víkja sem þing- flokksformaður þegar skýrslan kemur fyrir almenningssjónir. Samherjar Björgvins líta aftur á móti á hann sem fórnarlamb þar sem Davíð Oddsson, Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi gætt þess vandlega að hafa hann ekki með í ráðum. SÁR SÚLUKÓNGUR n Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggva- son er duglegur að fá fólk í viðtal við sig í Spjallinu á Skjá einum. Hann er þó ekki alltaf vandlátur á viðmælend- ur eins og sjá má af því að hann var með Ásgeir Davíðsson, Geira á Goldfinger, í drottningarvið- tali á dögunum. Þar kvartaði súlu- kóngurinn yfir því að aðrir sölu- menn nektarinnar væru valdameiri en hann sjálfur. Skýringin var sú að þeir ættu fjölmiðlana! Engin nánari skýring var gefin á þeirri staðhæfingu. AGNES OG ÞOTAN n Athygli vekur að Agnes Bragadótt- ir, pistlahöfundur á Mogganum, segir ekki orð um þá greiða sem hún hefur þegið af athafnamönnunum Jóni Ás- geiri Jóhannes- syni og Hannesi Smárasyni. Eins og greint var frá í DV skaut Jón Ásgeir einkaþotu sinni í tvígang undir Agnesi. Í öðru tilvikinu var henni skutlað frá Reykjavík til London. Hitt tilvikið var þegar blaðamaðurinn þurfti nauðsyn- lega að komast frá London til Kaup- mannahafnar. Sveinn Andri Sveins- son lögmaður hefur krafið Agnesi skýringa en sjálf þvertók hún fyrir það í samtali við DV að hafa nokkru sinni þegið greiða auðmanna til að ferðast. Það var reyndar áður en uppljóstrað var um ferðirnar. AUÐMAÐUR LÖGSÓTTUR n Meðal þeirra auðmanna sem erfitt eiga eftir hrunið er Ingvar Jónadab Karlsson. Hann er nú lögsóttur af Landsbank- anum vegna himinhárra skulda. Ingvar er viðskiptafélagi athafnamanns- ins Guðmund- ar Birgissonar á Núpum. Ingvar lenti í kröppum dansi fyrr á árum þegar hann og vitni staðhæfðu að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri hefði hótað honum lífláti á Vínbarnum. Skýrslur um það mál hurfu og málinu lauk án ákæru. Ég geri allt sem þú segir mér að gera,“ skrifaði Einar Örn Ólafsson, framkvæmda-stjóri fyrirtækjaráðgjafar Glitnis, í hjartnæmu tölvubréfi til Lárusar Welding bankastjóra. Ein- ar varaði við því að Glitnir borgaði Pálma í Fons, einum eigenda Glitn- is, 4 milljarða fyrir fyrirtæki að verð- mæti 1,5 milljarðar. Þetta var í bankaráninu mikla sem átti sér stað þegar undiralda efnahagskrepp-unnar skall á Íslandi. Þegar Geir Haarde sagði allt vera í himna- lagi, þrátt fyrir að allt liti bölvanlega út. Þegar lögreglan sagði tortryggn- um almenningi að líta í hina áttina og kom upp skjaldborg um bankaræn- ingjana. Næstum fimm mánuðir liðu áður en útrásarvíkingar hættu að geta mergsogið bankana. Og það var ekki vegna þess að yfirvöld gripu í taum- ana, heldur hrundu þeir niður eins og hoppukastali þegar ekkert var eftir til að sjúga. Erfiðast fyrir Íslendinga er að forðast að skipta sér í fylking-ar eða lið. Þetta snýst ekki um að Davíð hafi verið vondur, og því væru Baugsmenn góðir, eða að Baugsmenn væru vondir og því Davíð góður. Það einstaka við Ísland var að nánast allir sem einhverju réðu voru slæmir, slakir og óhæfir. Og þeir sem höfðu vit á því að skynja hættuna þögðu og gerðu allt sem þeir voru beðnir að gera. Engum blöðum er um það að fletta að vandi Íslend-inga stafar af þýlyndi. Það er þýlyndi þeirra sem störfuðu undir útrásarvíkingunum og þeirra stjórnmálamanna sem skiptu út sannfæringu sinni fyrir skoðanir og duttlunga leiðtoga sinna. Ef fleira fólk hefði fylgt sannfæringu sinni og mót- mælt yfirboðara sínum værum við á öðrum stað í dag. Eða kannski bara þeir. Líklega hefðu þeir verið reknir og enginn hefði skipt sér af því. Íslendingar hafa þrælasiðferði. Hérlendis telst aðdáunarvert að vera þrælduglegur, þrælklár, þrælhress eða þrælfyndinn. Það getur reynst erfitt fyrir einn þræl að rísa upp. Hann breytist bara í laminn þræl og hinir undrast heimsku hans. Og hér var eng- inn Spartakus til að leiða uppreisn þrælanna. Enda eru torfundnir þeir þrælar sem eru í jafngóð- um holdum og Íslendingar með yfirdráttinn í botni árið 2007. Þeir létu freistast af lánum útrásarvíking- anna, sem mergsugu þá síðan. Þýlyndi Íslendinga er frjór jarð-vegur fyrir einræðistilburði. Stærsti vandinn er að einn maður getur bara vitað visst mikið og hann hefur allt aðra hags- muni en heildin. Í einræði tapar fjöld- inn. Enda á fjöldinn það skilið þegar enginn þorir að rísa upp úr þræla- hjörðinni. Einar Örn, sem vildi gera allt sem honum var sagt að gera, er núna forstjóri Skeljungs. Hann var ráð- inn eftir að Glitnir sá um söluna á Skeljungi til nýrra eigenda. Þeir sem beygja sig mest munu sá og uppskera. Guð blessi réttlæti Nýja- Íslands. ÞÝLYNDI ÍSLENDINGA „Basti byrjaði og ætlaði bara að vera einhverjar fimm mínútur í markinu en það teygðist eitthvað og á meðan var leikurinn spennandi.“ n Birkir Fannar Bragason, markvörður 1. deildar liðs Selfoss í handbolta, kom inn á eftir tuttugu mínútur í úrslitaleik um sæti í úrvalsdeild og var valinn maður leiksins. Þjálfarinn, Sebastian Alexanderson, byrjaði í markinu og stóð þar í tuttugu mínútur. - sunn- lenska.is „Ég geri allt sem þú segir mér að gera.“ n Einar Örn Ólafsson, yfirmaður fyrirtækja- ráðgjafar Glitnis, í svarpósti til Lárusar Welding, forstjóra Glitnis, 23. maí 2008, liðlega fjórum mánuðum fyrir bankahrun. - DV.is „Barnið mitt er barnið mitt.“ n Geiri á Goldfinger ræddi opinberlega um son sinn Jón Kristin sem varð manni að bana með því að keyra á hann. - Spjallið með Sölva „Ég geri einfalda og mjög ódýra rétti.“ n Nýstirnið Maggi Mix lítur upp til Jóa Fel en sjálfur eldar hann ódýrari mat fyrir efnaminna fólk. - Fréttablaðið Dómsmorð á blaðamanni Undanfarin ár hafa íslenskir dómstólar í nokkrum tilvikum dæmt blaðamenn í himinháar sektir vegna skrifa þeirra. Ís- lensk prentlög eru með slíkum endem- um að blaðamenn á lágum launum geta átt von á því að verða sviptir árslaunum vegna starfa sinna. Margir dómanna eru vegna ummæla sem höfð eru eft- ir viðmælendum um þriðja aðila. Þeg- ar í dómsal kemur skiptir engu að við- mælendur staðfesti að rétt hafi verið eftir þeim haft. Blaðamaðurinn er miskunn- arlaust dæmdur til að greiða fjárhæðir sem í versta falli slaga í útborguð árslaun. Nýjasti dómurinn í þessa veru er gegn Guðríði Haraldsdóttur, aðstoðarritstjóra Vikunnar. Blaðamaðurinn er dæmd- ur til að greiða feðginum tvær milljónir króna vegna ummæla sem amma barns viðhafði í viðtali. Með málskostnaði ber blaðamanninum að greiða hartnær þrjár milljónir króna. Árslaun hennar eru fok- in á svipstundu. Þetta er einn af mörgum dómum sem fallið hafa á launþega sem seint verða taldir til hátekjufólks. Sekt- irnar eru slíkar að þeir sem lenda í klóm réttarkerfisins íslenska fá vart fjárhags- lega undir þeim risið. Skekkjan í málinu er sú að væru sambærileg ummæli bor- in fram í útvarpi eða sjónvarpi yrðu þátt- arstjórnendur ekki dæmdir. Lagaglopp- urnar sem heimila slíka aðför eru ekki sæmandi réttarríki. Það er til skamm- ar að blaðamenn skuli fá þyngri sektir vegna orða annarra en fórnarlömb of- beldis og nauðgana fá í bætur. Íslenska réttarríkið er uppvíst að fjölda dóms- morða sem endurspeglast í þeim lög- lega níðingshætti að svipta launafólk árslaunum vegna orða annarra. Blaða- mannafélag Íslands aðhefst lítið í málum af þessum toga sem hafa viðgengist árum saman. Það er til skammar fyrir íslenska þjóð að fjölmiðlafólk skuli daglega glíma við þá ógn að vera svipt lífsafkomu sinni vegna laga sem eru í öllum skilningi út úr öllu korti. Ofsóknunum verður að linna. XXX RITSTJÓRI SKRIFAR. Ofsóknunum verður að linna. 24 FÖSTUDAGUR 9. apríl 2010 UMRÆÐA SANDKORN LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: DV ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Lilja Skaftadóttir FRAMKVÆMDASTJÓRI: Bogi Örn Emilsson RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. LEIÐARI SVARTHÖFÐI BÓKSTAFLEGA Bara það besta Ágætur maður tjáði mér það um daginn að hann hefði ásamt konu sinni ákveðið að fara í greiðsluverk- fall. Þau neita semsagt að borga þann brúsa sem spillingaröfl helm- ingaskipta skildu eftir. Þessi maður var með góðan rekstur í þágu þjóð- arinnar og bankarnir neituðu hon- um um sanngjarna fyrirgreiðslu. Ef þessi maður tekur við því útspili sem er hið nýjasta frá okkar frábæru ríkisstjórn þá mun hann skulda meira en 10 milljónir í skatta. Já, þetta gerist sjálfkrafa vegna þess að ríkið vill taka skatt af þeim af- skriftum sem í boði eru. Þessi dug- mikli maður hefur um það að velja að borga 10 milljónir í skatta, af glundri sem hann tók engan þátt í að brugga, eða leyfa bankanum að hirða það sem í dag er orðið nánast verðlaust. Þeir sem nutu þess að veltast um í sukki á meðan Davíð keypti ölið fá öllu betri tilboð, þeir fá jafn- vel greidda þóknun af þeim skuld- um sem þeim var boðið að stofna til. Og þeir fá jafnvel bestu fyrirgreiðslu í bönkum ef þá langar að kaupa þrota- bú á slikk. Já, jafnvel þótt skilanefnd- ir og slitastjórnir þykist vera að refsa þeim sem öllu stálu, með því að rukka þá um nokkra milljarða, þá eru þeir milljarðar vart dropi í það hyl- dýpishaf græðginnar sem brýtur á landi og þjóð. Að vísu erum við núna með bestu ríkisstjórn sem verið hefur í landinu svo lengi sem elstu menn muna. Og þetta get ég sagt þrátt fyrir að í þeirri stjórn sitji Álfheiður Ingadóttir, sem í dag berst einsog heigull við vind- myllur embættismannakerfisins. En því kerfi er, einsog allir vita, enn- þá stjórnað af helmingaskiptaveldi minnihlutans og náhirð íhaldsins. Á næstu dögum fáum við að sjá skýrslu. Og margur hefur spáð því að þar verði fátt um fína drætti. Spáð er embættismannabulli, mikilli skrúð- mælgi, hártogunum, lappadrætti, undanbrögðum og ýmsu öðru góð- gæti sem gæðir aumingjaleik ís- lenskra stjórnmála því lífi sem all- ir landsmenn skammast sín fyrir. Ef skýrslan góða verður sú hrákasmíð sem spáð er þá verðum við allavega að vona að hér finnist fólk sem hef- ur þor – fólk sem vill láta umheim- inn vita það að þessi þjóð státar ekki einungis af þerri fífldirfsku að ganga um gígbarma spúandi eldfjalla. Hér býr þjóð sem í hjarta sínu vill einung- is hið besta – þjóð sem ekki vill leng- ur leyfa þjófum að deila og drottna. Ekkert er of gott fyrir Íslendinga þeg- ar kemur að því að refsa þeim sem refsa skal. Í vænni skýrslu víst má sjá að vargar glæpi fela og réttvísin hún ræðst á þá sem reyna ekki að stela. KRISTJÁN HREINSSON skáld skrifar „Hér býr þjóð sem í hjarta sínu vill einungis hið besta.“ SKÁLDIÐ SKRIFAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.