Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Qupperneq 28
Á síðustu tveimur árum hef-ur veruleikinn sem við búum við verið fáránleiki. Við fáum blöðin með al- gjörlega absúrd viðtölum, greinum, uppljóstrunum og svörum og við sem erum að skrifa skáldskap höfum bara ekki við þessum veruleika. Við ákváðum því bara að taka eitt við- tal af þessum þúsundum viðtala og greina og nota í leikverk,“ segir Auður Jónsdóttir leikstjóri leikverksins Nei Dorrit! sem sýnt verður í Iðnó næsta mánudagskvöld, sama dag og skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verður loksins birt opinberlega. Leikgerðin er eftir Þórarin Leifs- son, eiginmann Auðar, en hún er byggð á viðtali við forsetahjón- in íslensku, Ólaf Ragnar Gríms- son og Dorrit Moussaieff, sem birt- ist í breska tímaritinu Condé Nast skömmu eftir efnahagshrunið hér á landi. Viðtalið, sem skrifað var af blaðamanni að nafni Joshua Hamm- er, var mjög umtalað vegna þeirra samskipta sem forsetahjónin eiga í viðtalinu. Ólafur reynir til dæmis nokkrum sinnum að stöðva Dorrit í frásögn sinni og hún segist vera eins og eiginkona araba eftir að hafa lýst löngun sinni til að taka þátt í mótæl- unum fyrir framan Alþingi en að Ól- afur hafi meinað henni það. „Það sem þessi blaðamaður ger- ir er að skrifa ekki bara það sem þau segja við hann heldur líka það sem þau segja sín á milli á meðan hann tekur viðtalið. Fyrir vikið erum við með listaverk,“ segir Auður og hlær. Forsetaframbjóðandi leikur forseta Forsetaframbjóðandinn fyrrverandi Snorri Ásmundsson, sem leikur Ólaf Ragnar í sýningunni og situr alvar- legur og ábúðarfullur á svip við hlið hinnar dökkhærðu og glaðlyndu Auð- ar, tekur upp þráðinn. „Blaðamenn eru oft svolítið með- virkir með viðmælandanum, taka burt það sem er kannski óþægilegt og snyrta samtalið til. En þessi blaða- maður gerir það ekki, hann birtir bara allt sem sagt er. Dorrit segir líka í miðju viðtalinu að hann megi nota þetta allt. Hann tekur hana á orðinu og því fá lesendur að lesa orðrétt kýt- ingarnar og rifrildið á milli Ólafs og Dorritar. Og þau fá þannig á bauk- inn.“ Forsetaembættið óskaði ekki eftir því að lesa yfir viðtalið eftir því sem Auð- ur og Snorri komast næst. „Eitthvað hefur gerst þarna sem verður til þess að viðtalið fær að birtast svona. Og þegar maður les þetta verður maður ...,“ segir Auður og þagnar augnablik. „Þarna eru setningar eins og sú sem Ólafur segir um að Íslendingar hefðu alið með sér ákveðið næmi og skyn- bragð á áhættusækni, rétt um það leyti sem hrunið skellur á,“ bætir hún við með undrunarsvip. Auður nefnir líka setninguna þar sem Ólafur segir að þúsundir Íslend- inga muni að líkindum missa heimili sín og Dorrit spyr þá: „Hvernig get- ur fólk tapað húsinu sínu í landi þar sem eru tvöfalt fleiri hús en fólk?“ „Setningarnar segja svo mikið einar og sér. Því oftar sem við förum yfir þetta því meira hissa verðum við,“ segir Auður. „Þetta er svo raunveruleikafirrt. Raunveruleikinn þeirra er svo allt annar,“ skýtur Snorri inn í. „Annars þarf hann að kæra okkur“ Viðtalið er flutt orðrétt í sýningunni, en með örlitlum viðbótum og stíl- færingum. „Margt af því kemur líka frá blaðamanninum. Lýsingar hans eru leikrænar. Við liðkum þetta svo aðeins til því frumgerðin er á köflum svolítið stirðbusaleg,“ segir Auður. „Þettta er líka fært í stílinn til að koma þessu í eitt, stutt leikverk,“ seg- ir Snorri en verkið tekur aðeins um 20 til 25 mínútur í flutningi. „En þetta er orðrétt það sem Ól- afur og Dorrit segja. Við pössuð- um okkur á að setja engar ýkjur eða skrípó inn í þetta því í sjálfu sér er þetta eins og fáránleikaleikhús,“ segir Auður brosandi. Snorri herðir á þessu, segir verkið ekkert háð og spott. „Þetta er ekkert Spaugstofudæmi og grín heldur blá- kaldur veruleikinn.“ Leyfi fyrir uppátækinu frá Joshua hafði ekki verið fengið þegar blaða- maður spjallaði við Auði og Snorra á miðvikudaginn. „Við sendum hon- um póst í gær og vonandi gefur hann grænt ljós á þetta. Annars þarf hann að kæra okkur,“ segir Auður og hlær. „Það væri mjög fyndið ef hann myndi kæra okkur. En við myndum samt gera þetta.“ „Við erum í rauninni bara að lesa viðtalið,“ bætir Snorri við og sýnir engin merki þess að hafa áhyggjur af hugsanlegri kæru frá blaðamann- inum. Í póstinum sem sendur var á Josh ua var honum boðið á sýning- una og ætlunin var einnig að senda slíkt boðskort til Ólafs og Dorritar. Tekur ekki fram úr veruleik- anum Hugmyndin um að setja upp leikverk ÞÓRUNN Í ÞJÓÐLEIKHÚS- KJALLARANUM Á næstu mánuðum og misserum verður Þjóðleikhúskjallarinn vett- vangur fyrir leikara og listafólk Þjóð- leikhússins þar sem hver og einn úr þeirra hópi setur saman dag- skrá eftir sínu nefi undir yfirskrift- inni „Kvöldstund með listamanni“. Þórunn Lárusdóttir ætlar að ríða á vaðið og hefur með í för Kjartan Valdemarsson píanóleikara. Þórunn ætlar að ræða um og flytja nokkur af þeim lögum sem hafa haft hvað sterkust áhrif á hana í gegnum árin, meðal annars perlur eftir Bob Dyl- an, Leonard Cohen, John Lennon, Joni Mitchel og U2. Aðgangseyrir er 1000 krónur, frumsýning verður í kvöld, föstudag, og önnur sýning á morgun. UM HELGINA SIGN Á NASA Sex af helstu rokkböndum Íslands gera allt vitlaust á NASA í kvöld, föstudag. Hljómsveitin Sign er á meðal þeirra sem hafa boðað komu sína og spilar því nú á Íslandi í fyrsta skipti í rúmlega eitt ár. Þeir hyggjast spila allt gamla efnið ásamt því að spila nýtt efni af væntanlegri plötu. Aðrir sem fram koma eru Cliff Clavin, For a Minor Reflection, Noise, Ten Steps Away og Nevolution. Húsið opnar klukkan 20. ELDGOSA- SÁNDTRAKK Langafar íslensks dauðarokks eru risnir upp úr óvígðum gröfum sínum. Sororicide og In Mem- oriam risu upp frá dauðum á seinasta ári og hafa aldrei verið sterkari og ætla að spila á tónleik- um á Sódómu Reykjavík í kvöld, föstudag. Einnig spila Sólstafir og Bastard. Kunnugir segja að tón- listin sem þessi bönd flytja sé hið fullkomna sándtrakk við eldgos, stórbruna og almenna eyðilegg- ingu á þessum seinustu og verstu tímum. Tónleikarnir hefjast klukkan 22, 1.800 krónur kostar inn og 18 ára aldurstakmark. 28 FÖSTUDAGUR 9. apríl 2010 FÓKUS Dagskrá helguð Einari Braga í Gunnarshúsi á laugardaginn: Minning Einars Braga heiðruð SORGARPORTRETT Sýningin Tregi eftir Elsu Björgu Magnúsdóttur var opnuð í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í gær, fimmtudag. Sýningin samanstend- ur af þremur heildstæðum verkum, tregablöndnum portrettum sem tjá missi. Í viðfangsefni sínu leitast Elsa við að tjá tregann sem hún upplif- ir í gegnum móður sína með því að varpa honum fram með myndum sem hún kallar Sorgarportrett. Elsa er heimspekingur að mennt og út- skrifaðist með mastersgráðu í fagur- fræði og siðfræði frá King‘s College í London árið 2007. Aðgangur að sýningunni er ókeypis. Dagskrá helguð skáldinu Einari Braga verður í Gunnarshúsi að Dyngjuvegi 8 í Reykjavík á laugardaginn. Aðal- steinn Ásberg Sigurðsson, Eysteinn Þorvaldsson, Jórunn Sigurðardótt- ir, Pétur Gunnarsson og Soffía Auður Birgisdóttir munu flytja stutt erindi um skáldið og þau fjölmörgu svið þar sem hann lét til sín taka sem skáld, rit- höfundur, þýðandi og frumkvöðull að útgáfu tímaritsins Birtings. Einar var fæddur árið 1921 í Skál- holti á Eskifirði. Fyrstu ljóðabækur hans, Eitt kvöld í júní (1950) og Svan- ur á báru (1952), komu út þegar Ein- ar bjó í Svíþjóð en eftir heimkomu sína 1953 sendi hann frá sér þá þriðju, Gestaboð um nótt. Einar gaf út fjölda ljóðabóka, skáldsögur, endurminn- ingar og ritgerðasöfn auk þess sem hann var ötull þýðandi erlendra ljóða og prósaverka. Hann þýddi meðal annars leikrit Augusts Strindbergs og Henriks Ibsens. Ljóðabækur eftir Ein- ar hafa verið þýddar á önnur mál og einstök ljóð hafa birst í safnritum á fjölmörgum málum. Einar Bragi gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir rithöfunda, meðal annars var hann formaður Rithöfundasambands Íslands 1968 –1970, fulltrúi Íslands í nefnd á veg- um Norrænu ráðherranefndarinn- ar sem samdi starfsreglur Norræna þýðingasjóðsins 1972–1974 og full- trúi Bandalags íslenskra listamanna í ráði Norræna hússins í fjölda ára. Ein- ar var frumkvöðull að stofnun bók- menntatímaritsins Birtings 1953 og sat í ritstjórn þess allt þar til útgáfa þess lagðist af 1968. Einar Bragi lést í Reykjavík í mars 2005. Dagskráin á laugardag hefst klukk- an 14 og í hléi verður boðið upp á kaffi og meðlæti. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Pétur Gunnarsson Er á meðal fyrirlesara á samkomu til heiðurs Einari Braga. MYND EGGERT JÓHANNESSON RIFRILDI FORSETAHJÓNA Leikritið Nei Dorrit! í leikgerð Þórarins Leifssonar er sýnt í Iðnó á mánudagskvöldið. Verkið er byggt á viðtali við forsetahjónin sem birtist í tímaritinu Condé Nast. DV spjallaði við leikstjórann Auði Jónsdóttur og Snorra Ásmundsson, sem leikur forsetann. Auður Jónsdóttir og Snorri Ásmundsson Auður er leikstjóri Nei Dorrit! og Snorri leikur Ólaf Ragnar Grímsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.