Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Blaðsíða 29
byggt á viðtalinu fræga varð til fyr- ir nokkrum mánuðum í spjalli Auð- ar, Snorra og fleiri listamanna. „Við erum ákveðinn hópur listamanna sem hittumst alltaf í kaffi á Hótel Holti á föstudögum. Þar varð þessi umræða til um að gaman væri að búa til leikverk í kringum þetta við- tal og það var ákveðið strax að kýla á það,“ segir Snorri. Auður starfaði sem leikskáld Borgarleikhússins í eitt ár, frá jan- úar í fyrra. Hún segist hafa fundið fyrir erfiðleikum við skrifin vegna ástandsins. „Og maður finnur fyr- ir þessum vandræðum hjá fleirum sem eru að skrifa til dæmis leik- rit. Þú getur ekki farið fram úr því sem er í blöðunum. Rithöfundar hafa líka lent í vandræðum. Þeir eru kannski að skrifa einhverja allegor- íu eða dystópíu og veruleikinn er alltaf búinn að skrifa þetta á und- an þér. Þú getur ekki tekið fram úr veruleikanum, það er alltaf eitthvað aðeins fáránlegra og steiktara hon- um. Þetta er rosalegt „challenge“ að reyna að skrifa eitthvað sem er geggjaðra en það sem veruleikinn býður upp á.“ Talandi um Borgarleikhúsið og sviðsetningu veruleikans þá má geta þess að skýrsla rannsóknarnefnd- ar Alþingis verður lesin á Nýja sviði leikhússins án hlés frá og með deg- inum sem hún kemur út, það er á mánudaginn. Skýrslan er um 2.000 blaðsíður að lengd og sjá bæði leik- ... leikritinu Hænuungunum Hver leikar- inn öðrum betri í þessu frábæra verki. ... söngleikn- um Gaura- gangi Guðjón Davíð Karlsson á stjörnuleik í fínu verki. ... bókinni Það sem ég sá og hvernig ég laug Einlæg, hreinskilin, áhugaverð, spenn- andi og hugljúf. ... myndinni Legion Satanískt vond mynd. FÓKUS 9. apríl 2010 FÖSTUDAGUR 29 Leikritið Dúfurnar frumsýnt í Borgarleikhúsinu á laugardag: Gamanleikur um mannshvarf FÖSTUDAGUR n Hjaltalín á Rósenberg Hljómsveitin Hjaltalín ætlar að sletta ærlega úr klaufunum með tvennum tónleikum á Rósenberg við Klapparstíg, annars vegar á föstudagskvöld og hins vegar á laugardagskvöld. Hjaltalín stígur á stokk klukkan 22 og miðaverð er 2.000 krónur. n Atli og Erpur í Sjallanum Atli og Erpur spila í Sjallanum á Akureyri í kvöld. Strákarnir í Sykri spila með kumpánunum en Erpur og Sykur eiga einmitt eitt vinsælasta lag landsins í dag, Viltu dick? Forsala miða í Imperial og kostar 1.000 krónur í forsölu en 1.500 við hurð. n Jenni, Franz og Deluxe á Prikinu Prikpartí fer fram milli klukkan 21 og miðnættis. Jenni og Franz spila klukkan 22 og þemað er Jimi Hendrix. Danni Deluxe tekur svo við. n Dísel á Spot Hljómsveitin Dísel spilar á Spot í Kópavogi í kvöld. Þeir Dísel-trukkar eru komnir með nýjan trommara, Eystein Eysteinsson, kenndan við Papa. Ekki amalegt. Tónleikarnir hefjast á miðnætti, 1.500 kr. inn. LAUGARDAGUR n Mínus á Sódómu Reykjavík Mínus-liðar taka sér pásu frá upptökum á sinni fimmtu breiðskífu og halda tónleika á skemmtistaðnum Sódómu Reykjavík. Leikin verða lög sem spanna feril sveitarinnar og einnig verður frum- flutningur á nýju efni á tónleikunum. Um upphitun sér Godkrist en þar er Þeys- ara-gítarleikarinn Guðlaugur Kristinn Óttarsson einn í broddi fylkingar. Húsið er opnað klukkan 21, miðaverð 1.000 krónur. n Teknókvöld á Nasa A.T.G. Og Techno.is standa fyrir flottum tónlistarviðburði á Nasa í kvöld. Nero, N Type, Elvee, Moxie, Will Bailey, Árni skengur og fleiri koma fram. Húsið er opnað klukkan 22, miðaverð 2.000 krónur. n Leiksýning í Gerðubergi Möguleikhúsið verður með aukasýningu á barnaleikritinu Langafi prakkari sem byggt er á sögum Sigrúnar Eldjárn í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í dag klukkan 14. Miðaverð er 1.500 krónur og tekið er á móti miðapöntunum í síma 562 2669 og á moguleikhusid@ moguleikhusid.is. n Töfraheimur ljósmyndunar Jóna Þorvaldsdóttir gefur gestum og gangandi innsýn í töfraheim sígildra ljósmyndunaraðferða í Ljósmyndasafni Reykjavíkur milli klukkan 14 og 16 í dag. Sýning Jónu, Skynjanir, hefur staðið þar yfir frá því í janúar. Aðgangur er ókeypis. Hvað er að GERAST? Dúfurnar eftir David Gieselmann í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur verður frumsýnt á Nýja sviði Borg- arleikhússins á laugardaginn. Höf- undurinn David Gieselmann verð- ur viðstaddur frumsýninguna og er þetta önnur heimsókn hans til landsins. Gieselmann hefur áður skrifað leikritið Herra Kolbert sem farið hef- ur sigurför um heiminn undanfar- in ár og var meðal annars sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar. Dúfurnar var verðlaunað sem besta nýja gaman- leikritið í Þýskalandi á síðasta ári og gekk fyrir fullu húsi í Berlín síðastlið- inn vetur. Verkið er kolsvartur gam- anleikur um mannshvarf og hefst í jólaboði lítils fyrirtækis þar sem forstjórinn leggur á ráðin um eigið hvarf. „Ég vil burt héðan“ er fyrsta setning verksins sem síðan snýst um hvarf eða ekki-hvarf forstjórans og hvernig það hefur áhrif á líf þeirra persóna sem standa honum næst. Átta leikarar taka þátt í sýning- unni og eru þeir á sviðinu alla sýn- inguna, þau Halldóra Geirharðs- dóttir, Hilmir Snær Guðnason, Jörundur Ragnarsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Halldór Gylfason, Sigurður Sigurjónsson, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Nína Dögg Filipp- usdóttir. Um tónlist sér Vilhelm Ant- on Jónsson og höfundur leikmyndar er Ilmur Stefánsdóttir. ... The Blind Side Mynd sem lætur þér líða vel. Muramasa: The Demon Blade Fínasti hasarleik- ur sem Wii-notendur á öllum aldri ættu að geta skemmt sér yfir. Dúfurnar Átta þjóðþekktir leikarar eru í sýningunni og eru allir á sviðinu allan tímann. RIFRILDI FORSETAHJÓNA Úr leikritinu Nei Dorrit! arar og annað starfsfólk Borgarleik- hússins um lesturinn og eru allir vel- komnir að hlýða á endurgjaldslaust. Dreymir um Sjóvármálið Eins og áður sagði verður Nei Dor- rit! líka sýnt á þessum „stóra“ degi, og það í Iðnó þar sem niðurstöður skýrslunnar verða kynntar fyrr um daginn. Ætlunin er að sýna einung- is í þetta eina skipti. „Sýningin byrjar ekki fyrr en eft- ir Kastljósið. Það er því reiknað með að fólk geti horft á fréttir og Kast- ljós, komið svo á sýninguna og að henni lokinni hitt mann og annan til að ræða skýrsluna,“ segir Auður og brosir. „Minglað,“ segir Snorri með svip sem minnir á heimsborgara. Auður grípur boltann. „Já, fólk getur minglað um svörtu skýrsluna. Og það er líka margt í leikritinu sem kannski tengist andanum í kringum skýrsluna.“ Ásdís Sif Gunnarsdóttir leik- ur Dorrit, Davíð Þór Jónsson leikur blaðamanninn Joshua og hlutverk persónunnar Sáms, sem samkvæmt handriti verksins virðist eins kon- ar sambland af hundi og þjóni, leik- ur Kristín Anna Valtýsdóttir, einn- ig þekkt sem Kría Brekkan. Ásdís er líklega kunnari af afrekum sínum á myndlistarsviðinu og þau Davíð og Kristín hafa getið sér gott orð innan íslenska tónlistarheimsins. Hópurinn kallar sig Mánudags- leikhúsið og ef vel tekst upp og við- tökur verða góðar hyggst hann halda áfram á þessari braut. „Við ætlum þá kannski að fá að fara í gagnabankann hjá DV til að finna fleiri viðtöl til að vinna með. Við erum strax byrjuð að láta okkur dreyma um Sjóvármálið,“ segir Auður og hlær svo minnir helst á frúna á Bessastöðum. „Já,“ segir forsetaframbjóðandinn fyrrverandi. Alvarlegur og landsföð- urlegur. Sýningin á mánudaginn hefst klukkan 20.30, miðinn kostar 1.000 krónur og fer miðasala fram við inn- ganginn frá því hálftíma fyrir sýn- ingu. kristjanh@dv.is „[...] Dorrit: Ég varaði við þessu hruni í langan tíma og ég sagði það í hvert einasta sinn sem nýr banki var opnaður á síðustu árum. (Herra Ólafur ókyrrist í sæti sínu) Ólafur: Já, en Dorrit, þetta má ekki hafa eftir þér! Dorrit: Segir hver? Ólafur: Segi ég! Tvímælalaust! [...]“ „[...] Dorrit: Þetta sem við vorum að tala um áðan ... þetta sem maðurinn minn vildi ekki fyrir nokkurn mun láta hafa eftir? Manstu? Joshua: Þú meinar ... að þú hafir varað við hruninu? Dorrit: Já einmitt! Jæja, ekki taka mark á honum. Fyrir mitt leyti máttu nota þetta allt. Joshua: Ég skil. (Þögn) Dorrit: Við eigum ekkert sameiginlegt fyrir utan það að við tölum bæði ensku og finnst gaman á skíðum. Mér leiðast stjórnmál. [...]“ „[...] Dorrit: (Lítur til Joshua öfundar- augum) Ég ... vildi virkilega vera með í mótmælunum, en eiginmaður minn vill ekki leyfa mér það. (Þögn) Dorrit: (Æst) Ég er eins og eiginkona araba! Ólafur: Dorrit, ekki segja þessa hluti! (Þögn) Joshua: (Varlega) Hvernig er það Herra Ólafur. Þú hefur sótt þessi málþing? Ólafur: Já blessaður vertu. Ég hef farið um landið þvert og endilangt. Hef hitt fólk úr öllum stéttum sem hefur tjáð sig um efnahagshrunið. Kreppan er í raun og veru nýtt tækifæri. [...]“ Ólafur Ragnar og Dorrit Viðtal við forsetahjónin í bresku tímariti skömmu eftir efnahagshrunið er uppistaðan í leikverkinu sem sýnt verður í Iðnó á mánudag. verður leikrit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.