Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Síða 32
32 FÖSTUDAGUR 9. apríl 2010 VIÐTAL Auðvitað verða áherslu-breytingar þegar nýr rit-stjóri tekur við og manna-breytingar verða en eðli þáttarins verður áfram hið sama. Okkar vinna er enn þannig að þegar mikið er að gerast í fréttum erum við með fréttatengd mál en annars leyf- um við okkur að vera á léttari nótum. Áhorfið hefur verið gott og við ætl- um að byggja áfram á því sem búið er að móta,“ segir fjölmiðlamaðurinn Sigmar Guðmundsson, nýr ritstjóri Kastljóss. SKAPSTÓRIR MENN Sigmar hafði verið aðstoðarritstjóri Kastljóss um árabil og þegar Þórhall- ur Gunnarsson hætti bauðst honum starfið. „Þegar við Þórhallur byrjuð- um að vinna saman urðu stundum árekstrar á milli okkar. Við áttum það til að standa hvor á móti öðr- um og garga eins og sperrtir hanar enda báðir skapstórir menn. Þetta voru háværar snerrur sem við tók- um, oft með hressilegu orðbragði, en snerrunum fækkaði með tímanum og hurfu svo alveg þegar við lærðum hvor inn á annan ef svo má segja. Við erum báðir frekjuhundar, þótt mín frekja sé að sjálfsögðu miklu fágaðri en frekjan hans,“ segir Sigmar hlæj- andi. „Þess utan var samstarf okkar mjög gott og við vorum yfirleitt mjög samstiga í ákvörðunum sem taka þurfti um þáttinn. Þess vegna var ég mjög hissa þegar hann sagðist ætla að hætta og ég reyndi mikið að tala hann ofan af því,“ segir Sigmar sem vill ekki tjá sig um ástæður afsagnar Þórhalls. „Hann gaf upp persónuleg- ar ástæður og hann verður að svara því sjálfur. Það voru engin illindi hér innanhúss, það er í það minnsta á hreinu, og við Egill Eðvarðsson lág- um í honum og báðum hann að end- urskoða ákvörðun sína en Þórhalli var ekki hnikað. Við hins vegar feng- um hann til að sjá um föstudags- viðtölin okkar út uppsagnarfrestinn þannig að hann vinnur eitthvað með okkur næstu vikurnar.“ GJÖRBREYTTAR AÐSTÆÐUR Staða dagskrárstjóra losnaði einn- ig við brotthvarf Þórhalls en Sig- mar segir það starf ekki hafa vakið áhuga sinn. „Ég vona að ég telji ekki kjarkinn úr því fólki sem hefur sótt um en þetta er hvað minnst heill- andi starf sem ég veit um og getur étið fólk að innan. Sér í lagi á niður- skurðartímum. Starfið er vanþakk- látt og krefjandi og það hvarflaði ekki að mér í eina mínútu að sækja um. Mitt áhugasvið liggur ekki þar,“ segir hann og viðurkennir að niðurskurð- urinn hafi einnig komið niður á efn- istökum Kastljóssins. „Nú höfum við minni möguleika á að sinna lands- byggðinni í gegnum svæðisstöðv- arnar, svo dæmi sé tekið, en við ætl- um að bregðast við með því að vera sjálf duglegri að fara út á land í efn- isöflun. Þetta bitnar einnig á tónlist- arflutningi hjá okkur að einhverju leyti og hefur bara áhrif á alla okk- ar vinnslu. Nú erum við færri og þá getum við lagt minna í stórar frétta- skýringar og álagið eykst á hvern og einn. En það er hörkuduglegt lið sem nú starfar við þáttinn og við ætlum að forðast í lengstu lög að þátturinn breytist í einfaldan stúdíóþátt því unnin innslög hafa alltaf verið svo ríkur þáttur af Kastljósi,“ segir hann og bætir svo við: „Það er allt annað mál að stjórna Kastljósi í dag eða fyr- ir þremur árum. Þá gátum við leyft okkur svo miklu meira en nú verðum við bara að smíða þáttinn utan um breyttar aðstæður. Við ætlum samt að reyna að vera sem mest úti á akr- inum og sýna fólki lífið í landinu.“ YFIRMAÐUR OG VINUR Þótt Kastljósshópurinn sé samrýnd- ur segir Sigmar að það hafi ekki reynst honum erfitt að verða yfir- maður félaga sinna. Vegna anna Þórhalls við dagskrárstjórn hafi rit- stjórnin oft verið í hans verkahring. Aðspurður segir hann aðra verða að meta stjórnunarstíl hans. „Ég þoli allavega ekki þegar stjórnað er með boðvaldi, skipunum og látum. Það þykja mér skringilegir stjórnunar- hættir. Svoleiðis funkerar heldur engan veginn í svona litlum hópi. Við höfum unnið saman lengi og mitt hlutverk er að leiða þessa sam- vinnu, frekar en að vera sá sem öllu ræður. Það er ákveðin kúnst að vera bæði yfirmaður og vinur en þetta hefur gengið vel hingað til og mór- allinn í hópnum er frábær þrátt fyrir aukið álag. Svo fékk ég Þóru Arnórs til að aðstoða mig við ritstjórnina og mér líður ákaflega vel með þá geð- prýðismanneskju og afburðasjón- varpskonu mér við hlið.“ SVÆSNIR VINNUSTAÐAHREKKIR Hann segir andrúmsloftið í Efsta- leiti hafa verið skelfilegt þegar fréttir um niðurskurð skóku vinnustaðinn í febrúar síðastliðnum. „Eins og í öðr- um fyrirtækjum var skrítin stemning fyrir uppsagnirnar og dagana þar á eftir. Það fer í gang svona bendileik- ur þar sem fólk bendir á niðurskurð- armöguleika annars staðar en hjá sjálfu sér og það urðu ljótir árekstr- ar vegna þessa. Þetta er mannlegt því allir vilja verja sitt en um leið upp- skrift að baneitruðum móral. Þessi mórall er væntanlega í gangi úti um allt samfélagið þar sem skorið er nið- ur. Það er erfitt að horfa á eftir fólki ganga héðan út og sér í lagi þeim sem höfðu unnið hér áratugum sam- an. En það þýðir ekkert að væla. Það er verið að skera niður alls staðar og auðvitað á RÚV ekki að vera undan- skilið.“ Hann segir móralinn nú hafa lag- ast og að andrúmsloftið innan hans hóps sé mjög gott, þrátt fyrir svæsna vinnustaðahrekki. „Helgi Seljan er nú miðpunkturinn í þessum vinnu- staðahrekkjum, bæði sem gerandi og fórnarlamb. Enda er mjög gaman að vinna með honum. Hann skilur ávallt allt eftir opið, bæði tölvupóst- inn og Facebook, og er því ótrúlega auðvelt fórnarlamb. Við freistumst því stundum til að skrifa skemmti- lega statusa fyrir hann og senda út tölvupósta og stundum göngum við kannski aðeins of langt,“ segir hann en fæst ekki til að segja frá verstu hrekkjunum. „Það er hvorki prent- hæft né tímabært að segja frá því, sá hrekkur er enn í vinnslu. En ég get sagt frá því að við Elsa María send- um eitt sinn tölvupósta á nokkra kynsjúkdómalækna úr póstfanginu hans Helga, í hans nafni að sjálf- sögðu. Í þeim voru lýsingar á svæsn- um einkennum hinna fjölbreyttustu sjúkdóma, auk þess sem biðlað var til læknanna að taka á móti þessari miklu sjónvarpsstjörnu að kvöld- lagi því svona frægur maður gæti ómögulega látið sjá sig hjá kynsjúk- dómalækni á skrifstofutíma. Stétt kynsjúkdómalækna brást afar vel við þessu neyðarópi Helga og næstu daga fékk hann fjölmargar melding- ar um að drífa sig í skoðun,“ segir hann og hlær en viðurkennir að sjálf- ur eigi hann ekki alltof auðvelt með að taka stríðni. „Ég get orðið mjög reiður ef mér er strítt og ég reyni allt- af að hefna mín. Það er alveg borð- leggjandi.“ DÝRT AÐ REKA RÚV Niðurskurðarhnífnum var harkaleg- ast beitt í fréttadeildum RÚV á með- an aðrar deildir, svo sem markaðs- deild, fengu að starfa áfram óáreittar. „Auðvitað má alltaf gagnrýna niður í drep og taka fram einstök dæmi en þá eru menn yfirleitt ekki að skoða heildina,“ segir hann og bætir við að hann hafi verið sammála þeim aðferðum sem beitt var. „Fólk verð- ur að skoða hlutina í samhengi því þetta er annar niðurskurðurinn á stuttum tíma. Í niðurskurðinum í fyrra var íþróttadeildin til dæmis nánast lögð af. Þar var ekki hægt að skera meira niður en samt var gagn- rýnt nú að ekki væri gengið harðar fram þar. Að sama skapi verður að hafa í huga að á meðan það hvílir beinlínis sú lagaskylda á RÚV að afla tekna með auglýsingum verður að vera mannskapur til að sinna slíku í markaðsdeildinni. Þetta er vand- meðfarið að mínu mati því við þessar aðstæður getur fyrirtæki eins og RÚV þrengt um of að öðrum miðlum. En auðvitað reynir RÚV að afla þeirra tekna sem Alþingi ætlast til. En það er margt í þessari niðurskurðarum- ræðu alveg galið,“ segir hann og bæt- ir við að margir þeirra sem telji sig vita hvernig eigi að reka RÚV hafi í raun ekki hundsvit á málunum og tekur dæmi um framsóknarmann- inn Gunnar Braga Sveinsson sem hafi reiknað út hvernig hægt væri að skera niður um tugi milljóna í Kast- ljósi, Silfrinu og Kiljunni. „Fólk veit oft ekkert um hvað það er að tala og gerir sér ekki nokkra grein fyrir hvað fimm mínútna inn- slag í svona þætti er dýrt. Á bak við eitt innslag getur verið hljóðmað- ur, dagskrárgerðarmaður, klipp- ari, fréttamaður, grafíker og ýmiss konar eftirvinnsla svo að kostnað- urinn er fljótur að tínast til. Það er bara einfaldlega mjög dýrt að búa til sjónvarpsefni í fullum og boðlegum gæðum og væntanlega viljum við að sjónvarp þjóðarinnar búi til svo- leiðis efni en sé ekki eins og skóla- sjónvarp, með djúpri virðingu fyr- ir slíkum sjónvarpsstöðvum. Eins hafa ummæli sumra kvikmynda- gerðarmanna verið ótrúlega ósann- gjörn og full af heift og á stundum beinst í rangar áttir. Auðvitað eru kvikmyndagerðarmenn reiðir, það skilja allir, því sú reiði er á margan hátt réttlát. En þeir sem níða skóinn af þeirri vinnslu og þáttargerð sem hér er innanhúss, í baráttu fyrir mál- stað sínum, eru ekki að vinna faginu neitt gagn. Menn mega ekki gleyma því að hér hjá RÚV starfar helling- ur af fagfólki sem vinnur við að gera sjónvarpsefni. Það, að vilja slátra því starfi til að gera eitthvað annað utan húss, er enginn sparnaður, bara til- færsla á verkum. Það leysir engan vanda að segja fólkinu hér upp svo aðrir geti fengið vinnu.“ FRÉTTALEIÐI Í ÞJÓÐFÉLAGINU Sigmar segir síðustu misseri hafa verið einkennileg. Hrunveturinn 2008–2009 hafi áhorf á Kastljós ver- ið rosalegt og langtum meira en í venjulegu árferði. „Áhorfið var líka mjög mikið á fréttatíma sjónvarps- stöðvanna og allt fréttatengt efni því fólk þyrsti í svör út af hruninu. Í fyrra- sumar gerbreyttist svo staðan, þá var karpað allt sumarið um Ice save og ESB og fólk fékk bara nóg. Í fyrra- haust og fram að jólum gargaði fólk á léttmeti því flestir voru komnir með upp í kok af kreppufréttum og við merktum mikinn fréttaleiða í sam- félaginu. Þess sáust greinileg merki í áhorfsmælingum, bæði hjá okkur og fréttastofunni. Þetta hefur hins vegar jafnað sig aftur og áhorf er jafnmik- ið og það hefur lengst af verið á Kast- ljós. Ein meginstoðin í Kastljósinu er fréttahlutverkið og við eigum ekki og viljum ekki láta áhorfsmælingar stjórna okkur. Við gætum örugglega náð okkur í skammtímavinsældir með því að fjalla aldrei aftur um Ice- save og hrunið en snúa okkur alfarið að Ásdísi Rán og Gillzenegger en við viljum það ekki.“ HÓRERÍ FJÖLMIÐLA Ísland í dag á Stöð 2 hefur lengi veitt Kastljósi samkeppni en Sigmar seg- ir málunum ekki þannig háttað í dag. „Ísland í dag hefur markað sér léttari stefnu og það hefur geng- ið vel hjá þeim að fara þá leið. Við viljum blanda saman fréttum, fróð- leik og skemmtun en ekki breytast í skemmtiþátt og því eru áherslur okkar aðrar. Þess utan hefur maður heyrt af, og tekið eftir, að auglýsend- ur virðast getað keypt sig inn í Ísland í dag. Fyrir stuttu var þar umfjöllun um eitthvert hraðþjónustufyrirtæki sem sendir páskaegg út í heim og var öll umfjöllunin útbíuð í lógói fyrir- tækisins. Mér virtist þetta vera hórerí af verstu sort og gegn þessari þróun eiga allir fjölmiðlamenn að berjast því þetta grefur undan ritstjórnar- legu sjálfstæði miðlanna. Ísland í dag er því miður ekki eina dæmið um þetta, því Rás 2 hefur tekið þátt í þessu. Og mér finnst ljótt að heyra hórerí á Rás 2 eða sjá það í Íslandi í dag því það gengisfellir annað efni, sem yfirleitt er prýðilegt, hjá þessum miðlum. Með þessu er auglýsingum laumað aftan að áhorfendum, hlust- endum eða lesendum, sem standa í þeirri trú að þeir séu að skoða efni sem byggir á ritstjórnarlegri ákvörð- un. Slíkt auglýsingavændi kemur ekki til greina í Kastljósi á meðan þessi hópur er í þættinum því það á ekki að ráðast á einhverri auglýs- ingadeild hvert innihald fjölmiðla er. Það er svo engin afsökun við þessu að fjölmiðlar séu blankir í kreppunni því ef þeir geta ekki staðið vörð um svona grundvallaratriði, hvernig er þeim þá treystandi í öðrum og stærri siðferðismálum?“ PENINGAR SJÚKT HREYFIAFL Sigmar hefur verið í Kastljósi frá ár- inu 2002. Hann segir þáttinn hafa tekið töluverðum breytingum frá því hann byrjaði og vill ekki viðurkenna að hann sé kominn með leiða. „Mér finnst þetta hrikalega skemmtileg vinna og því fer mjög fjarri að ég sé orðinn leiður á starfinu. Ég er með þessa fjölmiðlabakteríu og þeir sem fá hana losna ekki svo auðveldlega við hana aftur.“ Í starfi sínu sem fjölmiðlamað- ur hefur hann spjallað við flestar meginpersónur hrunsins, pólitík- usa, embættismenn, útrásarvíkinga og aðra viðskiptajöfra. „Ég hef aldrei heillast sjálfur af þessu elementi að vilja græða peninga. Ég hef ekki sjálfur þennan drifkraft og þótt ég skilji afar vel að peningar geti ver- ið jákvætt hreyfiafl finnst mér hálf- sjúkt þegar krónur og aurar heltaka huga fólks því margir þessara manna virðast aldrei fá nóg. Hins vegar skil ég þörf bisnessmannanna til að búa eitthvað til. Í blaðamennsku er það að ná næsta skúbbi, í kvikmynda- gerð að framleiða næstu mynd. Í viðskiptum er það að loka næsta díl. Allt er þetta sjálfsagt sama hreyfiafl- ið en það verður eitthvað svo glat- að og innantómt þegar það nýt- ist til að búa til peninga. Ég fylgdist með velgengni þessara manna og fannst þetta allt alveg ótrúlegt eins og flestum. En svo kom í ljós að við- skiptasnilldin var bara það sem við kunnum öll, að velta á undan sér lánaboltum og skuldsetja sig upp í rjáfur. Þetta geta allir gert í einhvern tíma en svo kemur að skuldadögum og í ljós kemur að snilldin er engin snilld,“ segir Sigmar og bætir við að allir sem að hruninu komu eigi að gefa kost á sér í viðtöl til að útskýra sinn hlut. „Það þýðir ekkert að fela sig á bak við rannsóknarskýrsluna eða þá tuggu að málið sé í rannsókn. Það er algjör fyrirsláttur. Í einhverjum til- vikum forðast menn viðtöl því þeir óttast að almenningsálitinu sé ekki hægt að breyta. Það er skrítin nálg- un því í mínum huga snýst þetta fyrst og fremst um að þessir kall- ar skulda fólkinu í landinu útskýr- ingar. Almenningur fjárfesti í þess- um köppum og þeir eiga að koma fram, allir sem einn, og útskýra hvað í fjáranum þeir voru að pæla. Og þeir eiga að hætta að benda á Seðla- bankann eða ríkisstjórnina og skoða bara sinn þátt. Ekkert annað,“ segir hann og bætir við að kreppan sé því miður ekki á undanhaldi. „Ég held að ástandið eigi eftir að verða erf- itt næstu árin. Niðurskurðurinn er rétt farinn af stað. Við komumst upp úr þessu en það verður ekki strax.“ Sjálfur sé hann í ágætisstöðu fjár- hagslega og þurfi ekki að kvarta. „Ég er með venjulegt húsnæðislán sem hefur hækkað helling en ég ætla ekki að væla, ég hef það ágætt miðað við marga aðra.“ HAFNAR SLEGGJUDÓMUM Í jafnvinsælum þætti og Kastljósi, þar sem menn og málefni eru krufin, er ábyrgð þáttarstjórnandans mik- il. Sigmar segist taka gagnrýni þeg- ar hún sé rökstudd og góð en hafni öllum sleggjudómum. „Í svona starfi verður þú að sætta þig við að það eru aldrei allir sáttir við þig. Eðli frétta er að segja frá einhverju sem einhver vill ekki að fréttist og það er óhjákvæmilegt að menn verða stundum ósáttir. Oft er gagnrýni á okkur flokkspólitísk. Ef sjálfstæðis- maður á undir högg að sækja í þætt- inum verða flokksfélagar hans fúlir og gagnrýna okkur óspart. Þeir hrósa okkur hins vegar í hástert ef einhver úr Samfylkingunni er tekinn sams konar tökum í þættinum. Sama gild- ir um fólkið í hinum flokkunum, það lætur nákvæmlega eins. Satt best að segja gef ég lítið fyrir slíka gagnrýni því hún er flokkspólitísk en ekki fag- leg. Hún er ekki sett fram af sann- leiksást eða réttlætiskennd heldur Þetta eru viðtöl sem taka miklu meira á en einhver við- töl við stjórnmálamenn eða útrásar víkinga um krónur og aura. HNAKKREIFST við Þór all Sigmari Guðmundssyni, nýjum ritstjóra Kastljóss, reyndist ekki erfitt að verða yfirmaður félaga sinna enda trúir hann ekki á skipanir og læti. Sigmar hóf sinn fjölmiðlaferil á rokkstöð- inni X-inu en hann segir þann tíma hafa einkennst af djammi og neyslu. Sigmar ræðir hér vinnuna, niðurskurðinn hjá RÚV, íslenska fjölmiðla, neysluna, flóknu fjölskylduna sína og barna- uppeldið með pólitíkusnum Sigurði Kára Kristjánssyni. En það þýðir ekk-ert að væla. Það er verið að skera niður alls staðar og auðvitað á RÚV ekki að vera und- anskilið. Í vinnunni Sigmar segir góðan móral á meðal starfsmanna Kastljóss og að vinnustaðahrekkir séu vinsælir. Hann þoli hins vegar illa stríðni. MYNDIR RAKEL ÓSK SIGURÐARDÓTTIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.